Morgunblaðið - 27.03.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.03.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLADIÐ.SUNNUDAGUR 27. MARZ 1977 VILLIMENNSKA Á ristinni i Villa Grimaldi AÐ SÖGN Amnesty International er ennþá allt á huldu um örlög að minnsta kosti 1400 kvehna og karla af þeim þús- undum óbreyttra borgara sem herfor- ingjastjórnin í Chile hefur verið að fang- elsa allt f rá valdaráninu og f ram á þenn- an dag. Stjórnarherrarnir þykjast koma af f jölluni og segjast alls ekkert kannast við þetta fólk. Sú óhugnanlega frásögn sem hér er birt sýnir — með öðru — hvert mark er takandi á orðum þeirra. Gladys Diaz, 35 ára gömul, var formaður Blaða- mannasambands Chile og félagi í vinstribyltingar- hreyfingunni „Mir". Eftir byltinguna, er stjórn Allendes var steypt af stóli, 1973, var hún i felum í 17 mánuði, unz hún var handtekin. Fyrir milli- göngu Amnesty International fékk hún vegabréfs- áritun til Vestur-Þýzkalands og var látin laus i desember s.l. í viðtali við „Spiegel" hefur hún skýrt frá örlögum sínum og þeirra samfanga henn- ar, sem opinberlega eru alls ekki í fangelsi, en hafa í rauninni verið drepnir, og nefnir þar nöfn ýmissa, sem horfið hafa með óllu. 20. febrúar 1975 var ég handtekin ásamt eigin- manni minam, Juan Carlos Perelman, í íbúð minni. Lögreglumennirnir límdu saman augun á okkur með heftiplástri og fluttu okkur burt á vörubíl. Það var ekið með okkur, eins og við síðar komumst að GLADYS DIAZ t HAMBORG: Vfsað úr landi undir fölsku nafni. raun um, til Villa Grimaldi, þar sem áður hafði verið skemmtistaður víð ströndina hjá Santiago, en nú hafði leynilögreglan i Chile tekið bygginguna til sinna nota — til pyntinga. Rekkjan »» Við höfðum verið handtekín um klukkan hálfell- efu, og þegar fyrir klukkan tólf hafði ég verið lögð á „grillið", steikarristina, sem er eins konar rúm með málmfjóðrum, sem tengdar eru rafmagni. Ég var bundin og kefluð, og síðan var rafskautum komið fyrir á ýmsum líkamshlutum og mér gefið raflost af mismunandi styrkleika. Ég gat ekkert séð, af því að enn voru augu min límd aftur með heftiplástri — og þannig var það haft áfram í þrjá mánuði — en ég gat greint á milli fjögurra og átta mannsradda. Ég gat einnig á röddinni borið kennsl á þáverandi yfirmann í Villa Grimaldi, Marcelo Moren, ofursta. Eftir 48 stunda stanzlausar yfirheyrslur á rist- inni fékk ég hjartaáfall. Lögreglumenn gáfu mér sprautu og settu á mig öndunartæki, og síðan var ég látin í friði einn sólarhring. Lengst af var ég meðvitundarlaus þann tíma. Þegar þeir festu mig svo aftur á ristina var greinilegt, að læknir eða læknanemi eða sjúkraliði var viðstaddur. Þrátt fyrir það fékk ég hjartaáf all enn á ný nokkru síðar. Yfirheyrslurnar fóru fram eftir ákveðnum regl- um og fyrirmyndum: Einn liðsforingjanna lék stöð- ugt hlutverk hins vinsamlega og skilningsríka manns. Hann sagði stundum til dæmis: „Ef þú viðurkennir það, gæti ég ef til vill séð um, að þér yrði vísað úr landi." Þeir sögðu, að ef maður vildi tala, ætti maður að lyfta hendinni. En það var ekki hægt, af því að maður var bundinn. Þannig þóttust þeir halda við hverja ósjálfráða hreyfingu, sem maður gerði, eða við hvern kipp, sem maður tók, að það væri merki þess, að maður væri reiðubúinn að tala og hættu því raflostunum. Þegar þeir svo komust að raun um, að maður vildi alls ekki segja neitt, urðu þeir enn reiðari og spörkuðu í mann og börðu. Eftir yfirheyrslurnar var farið með mig í „turn- inn". „Turninn" var upprunalega vatnsgeymir Villu Grimaldi, eins konar turn með járnstigum, sem lágu upp í stóran vatnsgeymi. Á milli stiganna höfðu verið byggðir örlitlir klefar, sem notaðir voru sem einangrunarklefar. Klefar þessir vorudaðeins 60 sinnum 90 sentímetrar að stærð, svo að þar var ekki hægt að liggja, heldur annað- hvort að sitja eða standa. Fyrstu dagana var ég í klefa með öðrum fanga, Carmen Diaz. Þegar önnur sat, varð hin að standa. Enginn gluggi var á klefanum. Það var ekki fyrr en eftir tvo daga, að þeir tóku af mér handjárnin og fóthlekkina. Við fórum aðeins úr klefanum, þegar við vorum teknar til yfirheyrslu. í fyrstu sóttu þeir mig á hverjum degi og hverri nóttu — það var ekki fyrr en eftir um það bil mánuð, sem þeir gleymdu mér i þrjá eða f jóra daga. Þegar raflostin báru ekki tilætlaðan árangur, tóku lögreglumennirnir til þess ráðs að beita mig karate-brögðum. Þeir brutu í mér nokkur rifbein, og þegar þeir slógu með flötum lófum á eyrun á mér, sprakk hljóðhimna. Seinna helltu þeir skolp- vatni yfir höfuð mér, þangað til ég hélt, að ég væri að kafna. En hvað sem öllu leið, þá komst ég lifandi út úr „turninum" aftur — allir hinir fangarnir, sem voru mér samtíma á þessum þremur mánuðum í „turnin- um" — alls fimmtán — eru gersamlega horfnir, það er að segja sennilega dauðir. Klefarnir í „turninum" eiga að vísu að vera einangrunarklefar, en við fundum auðvitað leiðir til að komast í samband innbyrðis. Þannig kom það stundum fyrir, þegar verðirnir voru of latir til að fara upp alla stigana með matinn til okkar, að við vorum látin borða öll saman niðri — og þá gátum við jafnvel séð hvert annað. Þegar við borðuðum, máttum við aðeins lyfta bindunum fyrir augunum. Þannig bar ég til dæmis kennsl á Manuel Cortés Ho, son kinverskrar konu og Chilebúa, sem einu sinni hafði komið í heimsókn til okkar. Þar sem ég á þeim tíma var hinn eini í „turninum", sem enn var í stöðugum yfirheyrslum, sá hann um það, að ég fengi bezta matinn úr skammtinum. Skotnir í bakið Hann hafði einnig sérstakar áhyggjur af tveimur föngum, Hugo Daniel Rios Videla og René Acuna Reyes, sem höfðu reynt að flýja, þegar átti að handtaka þá, og lögreglan hafði skotið þá báða í bakið. Þeim leið mjög illa, því að þeir fengu enga læknishjálp, heldur, var sárunum öllu heldur hald- ið opnum. Þeir voru báðir fluttir burt ásamt manni mínum, Juan Carlos Perelman, og enn einum fanga, Rodrigo Ugaz. Þeim vr sagt, að það yrði f arið með þá í venjulegar fangabúðir — en það hefur ekkert spurzt til þeirra síðan. . Meðal hinna „desaparecidos", hinna horfnu, sem voru mér samtíma í „turninum" í Villa Grimaldi, var einnig Alfredo Rojas Castaneda, félagi í Sósía- listaflokknum og fyrrum járnbrautaforstjóri, sém þegar hafði verið handtekinn eitt sinn árið 1974, en þegar látinn laus aftur, eftir að hann hafði undir- skrifað loforð um að láta leynilögregluna, Dina, fá allar upplýsingar og segja engum frá því, að hann hefði verið handtekinn. En þrátt fyrir það aðvaraði hann kunningja sinn, sem Dina hafði spurt hann um, og var svo handtek- inn í annað sinn. Seinna sagði lögreglan, að hún hefði látið hann lausan 16. marz 1975 — en hann var enn með okkur í „turninum" í aprillok, þegar hann hvarf með óllu. Annar fangi, sem horfinn er, var Carlos Carrasco, fyrrverandi lögreglumaður í Dina, sem hafði unnið sem varðmaður i Cuatro Alamos, einangrunarmið- stöð innan Tres Alamos-búðanna. Hann var mjög ungur, 20 aaa aaá raeea 21, og hafði komið heiðai lega fram við fangana og sýnt þeim mildi, þangað til einhver kom upp um hann. Hann var í mánuð í „turninum" í Villu Grimaldi, hlekkjaður á fótum, án þess að vera nokkru sinni yfirheyrður. Þá var farið með hann ásamt sósíalistanum Ariel Mancilla að þvi er sagt var til annarra fangabúða — en til hvorugs hef ur spurzt síðan. Laminn til bana Þá eru einnig horfnir pilturinn, sem við kölluð- um „El Flaco" (hinn granna), og sellóleikari Sym- fóníuhljómsveitarinnar í Chile, en ég veit aðeins, að hann hét Isidro að fornafni. Blöðin sögðu um hann, að hann hefði fallið „í vopnuðum átökum". En þegar þau vopnuðu átök áttu að hafa átt sér stað, var hann enn á meðal okkar í Villu Grimaldi. Eini fanginn, sem ég veit að raunverulega var drepinn í Villu Grimaldi, var júgóslavneskur bú- fræðingur, Sedomil Lausic Lasinovic, 22ja ára. Hann hafði orðið að fara með Dina á ákveðna staði til að bera kennsl á kunningja sína og gert þá tilraun til að flýja. Dina kom aftur með hann til Villu Grimaldi og barði hann til dauða með járnkeðjum bak við múr. Við hinir fangarnir urðum allir að standa fyrir framan múrinn og hlusta á óp hans. Því mun enginn okkar gleyma. Sjálf hélt ég heldur ekki, að ég myndi komast lifandi frá Villu Grimaldi. Þegar þeir slepptu mér til Cuatro Alamos eftir þrjá mánuði, átti ég að Framhald á bls. 36 SVIPURI LUDMILA Alekseyeva er sovézk- ur andófsmaður. En saga hennar er í ýmsu frábrugðin sögum flestra annarra sovézkra andófs- manna, sem sagt er frá í fréttum. Ludmila hefur aldrei verið hneppt í fangelsi eða sett í geð- sjúkrahús. Og hún var lengst af félagi í sovézka kommúnista- flokknum. Ludmila gekk i lið andófs- manna áríð 1968. Þá rítaói hún undir yfirlýsingu til stuðnings Alexander Ginzburg. Hún var þá rekin úr kommúnistaflokknum og sömuleiðis úr starfi. Hún hafði verið fyrirlesari I nútímasögu. Ludmila og eiginmaður hennar sóttu í fyrra um leyfi til þess að flytjast frá Sovétríkjunum, og fyrir nokkrum vikum var þeim veitt það. Komu þau til London skömmu seinna. Ludmila er ráðin í því að halda mann- réttindabaráttu sinni áfram á vesturlöndum. En því er frá henni sagt hér, að málflutningur hennar er nokkuð frábrugðinn málflutningi annarra sovézkra andófsmanna, sem flutzt hafa vestur. Hún eggjar vesturlanda- menn ekki að sýna nú manndóm sinn og þjarma að Sovétstjórninni þar til hún gefist upp. Að vísu er það skoðun hennar, að vestur- landabúar geti veitt sovézkum andófsmönnum mikilsverðan stuðning. En hún heldur því líka fram, að Sovétmenn verði sjálfir að brjóta af sér hlekkina — aðrir geti ekki gert það fyrir þá. Er hún vongóð um að það lánist og kveð- A GLAPSTIGUM Nú dámar mér ekki! Það er þá dómarinn! GUY JESPERS heitir maður og hefur i mörg ár verið dómari f bænum Ghent í Belgíu. En því er nú lokið, og hann verður víst aldrei skipaður dómari framar þótt hann verði 100 ára. Um daginn kom hann nefnilega fyrir sinn gamla rétt — sakaður um morð, morðtilraun og lfkamsárás, og auk þess rán skartgripa, sem metnir voru til einnar milljónar punda (330millj.kr.). Þetta er iskyggileg sakaskrá, og er ósennilegt, að Jespers hafi nokkurn tíma á sinni dómaratíð dæmt annan eins stórglæpamann og hann reyndist sjálfur. Jespers er sakaður um það að hafa myrt eiginkonu sína. Hún fannst látin í baði í júní í fyrra og var í fyrstu talin haf a fengið hjartaslag. En hálfu ári áður hafði hún sloppið með naumindum út úr brennandi bfl. Þótti sú björgun ganga kraftaverki næst. Nú þykir liklegt að Jespers karlinn hafi kveikt í bílnum og ætlað að granda konu sinni. En það mistókst sem sé. Hins vegar heppnaðist honum, þegar hann lét næst til skarar skríða. Ástæðan til morðsins mun ekki ljós. Ránin voru framin annars vegar á einkaheimili og hins vegar í banka í Ghent. Þannig var, að roskin hjón, kunningjar Jespers, áttu verðmætt safn skartgripa. Brotizt var inn til gömlu hjónanna, maðurinn slasaður og nokkrum skartgripum rænt. Stuttu eftir það mun Jespers hafa ráðið gömlu konunni að setja þá skartgripi sína, er hún átti eftir, i banka- hólf. Það gerði hún. Vissi Jespers, hvenær hún ætlaði að leggja skartgripina inn í bankann. Hún fór nú í bankann og var að bjástra við að opna bankahólfið sitt, þegar maður, Lucien de Craemer, kom að og bauðst til þess að hjála henni. Hún þá það með þökkum. De Craemer opnaði hólfið samkvæmt hennar fyrirsögn — og lagði töluröð stafaláss- ins á minnið. Honum tókst svo að skipta á lyklum, náði lyklinum að hólfinu, en fékk gömlu konunni annan. Viku síðar var allt horfið úr hólfinu. Nú er talið, að Jespers dómari hafi gert de Craemer viðvart, er gamla konan ætlaði í bankann, og hafi þeir svo skipt með sér þýfinu. Einnig er talið, að Jespers hafi átt þátt í fyrra ráninu. Nokkru seinna var lögreglan á vanalegri eftirlitsferð, stöðvaði bíl af hendingu og fór að ræða við ökumanninn. Þegar skoðað var inn í bílinn kom í ljós hluti af skartgripum gömlu hjónanna. Lögreglan var þá komin á sporið, og þegar kom á daginn, að báðir þessir fýrar, ökumaðurinn og de Craemer, voru kunnugir Jespers dómara var farið að fylgjast með honum. Hann var svo handtekinn skömmu síðar. Og nú líður að því, að hann verði leiddur fyrir réttinn þar, sem hann dæmdi ajslfur í 10 ár, og hljóti makleg málagjöld. — DAVID HAWORTH. FJARMALI (Oku)leiðin til glötunar FRITZ og Hans Schlumpf heita bræð- ur tveir og ráku lengi verksmiðju f Mul- house i Frakklandi. Þeir bræður voru vel metnir; þóttu öndveg- ismenn f hvfvetna. En þeir voru haldnir ástrfðu, sem varð þeim að lokum að falli. Fyrir skömmu átti að handtaka þá fyrir f jársvik. En þeir voru þá I'lúnir til Sviss, og þar sitja þeir Þegar þeir flúðu til Sviss urðu þeir að láta eftir það, sem þeim var kærast: safnið sitt. Og safnið þeirra var ekkert venjulegt safn. Bræðurnir voru haldnir söfnunar- ástrfðu — þeir voru ólmir i gamla bfla. Þeir voru sífellt að kaupa gamla skrjóða og láta gera þá upp. Peninga tóku þeir úr verksmiðjurekstrin- um. Verksmiðjan stóð ekki undir söf nun- inni, þegar fram f sótti, og þar kom að bjðða átti bflasafnið upp til þess að endur- heimta fé, sem bræð- urnir höfðu dregið sér. Þá sáu þeir sitt óvænna og fóru án þess að kveðja. Bílasafn bræðranna mun vera eitthvert hið mesta, sem um getur. Það er til húsa f gríð- armiklum skála. Skálagólfið er lagt þykku, rauðu teppi og þar standa 584 gamlir bflar, allir gangfærir og gljábónaðir. Fyrir nokkrum vikum létu yfirvöld brjóta skál- ann upp. Gaf mönnum þá á að lfta dýrðina — en fram að þvf höfðu einungis þrfr menn, að bræðrunum frá- teknum, fengið að sjá safnið. Skálinn stend- ur á verksmiðjulóð- iiini, en svo leynt fóru bræðurnir með safnið, að verkamennirnir höfðu aldrei litið það augum — ulan eínn, sem gerðist svo djarf- ur aðkfkjaog var snarlega sektaður um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.