Morgunblaðið - 27.03.1977, Side 23

Morgunblaðið - 27.03.1977, Side 23
MOR€rUNBLAÐIÐ,SUNNUDAGUR 27. MARZ 1977 23 Konan sem var óhrædd við kerfið ur margt hafa breytzt til batnaðar í Sovétríkjunum á undanförnum áratug. • Ludmila álítur ekki, að mann- réttindayfirlýsingar Carters Bandaríkjaforseta muni valda andófsmönnum í Sovétrikjunum erfiðleikum. Segir hún, þvert á móti að þeir yrðu miklu verr sett- ir ef vesturlandamenn þegðu þunnu hljóði. Hún álítur, semfyrr var sagt, að sovézka stjórnkerfinu verði ekki breytt utan frá heldur verði þeir að breyta þvi, sem við það búa. En hún er reyndar efins í þvi, að lýðræði geti yfirleitt þrifizt undir kommúnisma. Kveður hún ekkert dæmi um mánnúðlegan kommún- isma i framkvæmd og alls ósann- að, að hann sé framkvæmanlegur. Hún bætir því við, að sér þyki ójöfnuður mikill í kapitalískum rikjum — en þvi sé samt ekki að neita, að lýðræðið hafi orðið til undir kapítalisma. Ludmila Alekseyeva var alin upp i kommúnisma frá barns- aldrí. Hún hlaut kennaramennt- un og kenndi síðan lengi sögu kommúnistaflokks Sovétrikjanna og einkum þó sögu Stalíns. Það var meðan Stalín lifði. Hun ól löngum með sér ýmsar efasemdir, en reyndi hvað hún gat að eyða þeim með lestri og rannsóknum í marxiskum fræðum; vænti þess að finna þar svör við öllu, ef hún leitaði vel. Árið 1952 gekk hún í kommúnistaflokkinn í þeirri von að fá þar einhverju breytt til batnaðar. Gerðist hún svo djörf að mótmæla seinni herferð Stalíns gegn Gyðingum; fordæmdi hún þær ofsóknir í fyrirlestrum sínum í skólanum. Það vildi henni til hepps, að Stalín féll frá stuttu seinna og slapp hún við refsingu. Árið 1953 fór hún í framhalds- nám og stundaði rannsóknir í marxískum fræðum af kappi um nokkurra ára skeið. Það var svo ekki fyrr en árið 1965, að hún fór Framhald á bls. 36 RAN & RUPL KIRKJAN & KOMMUNISMINN Lífgjöf — gegn afborgunum EFNAHAGUR Itala hefur lengi verið heldur bágborinn. Það getur varla heitið, að nokkur atvinnuvegur á Ítalfu berí sig. Ránskapur er þó undanskilinn. Og það er áreiðanlega þvf að þakka, hve ftalskir ræningjar hafa verið opnir fyrir nýjungum, eins og þeir segja. Lengi hafa þeir rænt mönnum og málverkum. En fyrir nokkrum árum sáu þeir í hendi sér, að bissnissinn mundi staðna og enda með tapi, ef þeir létu við það sitja. Þeir yrðu að leggja út á nýjar brautir. Þeir fóru að fitja upp á nýjungum. Þeir fóru að ræna og setja upp lausnargjald fyrir veðreiðahross og ættstóra hunda. Þeir stálu filmum úr „Casanova", nýjustu kvikmynd Federico Fellini. Þeir rændu mynah- fugli, óborganlegri skepnu, sem var almælt á ftölsku. Þeir rændu m.a.s. tveimur lfkum, sem þeir héldu, að aðstandendum yrði eftirsjá að og mundu kaupa aftur hvað, sem þau kostuðu. Hugmyndirnar streymdu að rænin gjunum — og allar reyndust þær gulls fgildi. 1 fyrrahaust fengu þeir enn eina hugmyndina, og hún tók öðrum fram: það voru afborganir. Þeir hrundu henní f framkvæmd þegar f stað. Þeir rændu iðnjöfri nokkrum, Serafino Martellini. Höfðu þeir hann hjá sér f þrjá mánuði. Þá tókust samningar og Martellini var látin laus — gegn afborgunum. Átti að greiða 230 milljónir lfra út f hönd en 300 milljónir seinna (49.5 og 62.7 millj. kr.). Raunar átti að borga meira út f hönd. En Martellini bar við tfmabundnum greiðslu- erfiðleikum, og ræningjarnir reyndust liðlegir. Hins vegar var um það samið, að þeir tækju vöruna aftur, ef afborganir brygðust. Nú leið að fyrstu afborgun. Hún brást. Ræningjarnir gerðu Martellini orð og minntu hann kurteislega á það, að skuldin væri fallin f gjalddaga. En hann anzaði þvf engu. Ræningjarnir sendu þá ftrekun. Ekki svaraði Martellini að heldur. Ræningjarnir sendu fleiri ftrek- anir. Ekkert svar. Ræningjarnir voru jafnvel farnir að halda, að Martellini væri ekki heiðarlegur. En þá kom loks svar — frá lög- fræðingi Martellinis. Hann bar sig illa fyrir hönd Martellinis. Svo illa, að ræningjarnir létu tilleiðast að veita Martellini 50% afslátt. Var þá skuldin komin niður f 150 milljónir Ifra (31.4 millj. kr.). Það réð Martellini við, og sendi hann samstundis bfl með aurana. Eii lögreglan hafði einhvern veginn komizt á snoðir um þessa nýbreytni f lausnargjaldheimtu. Hún stöðvaði bflinn frá Martellini og gerði peningana upptæka. Er vonandi, að ræningjarnir viti það, svo að þeir fari ekki að gruna Martellini um óærlegheit. Nú velta menn því fyrir sér, hvað verði næst. Ræningjarnir hljóta að telja, að ekki hafi verið staðið við gerða samninga. Samkvæmt samningnum mega þeir taka vöruna aftur, ef afborganir bregðast. En kannski þeir afskrifi Martellini bara og heiti þvf að skipta ekki við hann framar... — UPI. VEGUR rómversk-kaþólsku kirkj- unnar þykir hafa farið minnkandi í mörgum löndum hin siðari ár. Æ færri prestar hafa tekið vígslu, kirkjusökn minnkað og það hefur gengið á með háværum guðfræði- deilum í kirkjunni. Sumir hafa jafnvel kveðið svo fast að orði, að hún mundi líða undir lok, þegar fram í sækti. Þeir hinir sömu ættu að leggja leið sína til Pól- lands. Það eru engin dauðamörk á kaþólsku kirkjunni þar. Rétt utan við Krakow í Póllandi stendur stáliðjubær, sem Nova Hutta nefnist. Um miójan maí næst komandi verður vígð þar mikil kirkja, granítbákn, með sæt- um handa 5000 manns. Ég kom þarna einn sunnudag fyrir stuttu. Það átti að fara fram guðsþjón- usta undir berum himni, og hundruð manna voru saman kom- in úti fyrir kirkjubyggingunni. Mér var sýnd kirkjan innan, svo og kapella, þar sem var tréskurð- armynd af föður Kolbe, presti sem þekktur er fyrir hjálp sina við fanga í Auchswitz forðum. Fyrir þá hjálp lét hann lífið. En kirkjan í Nova Hutta verður helg- uð honum. Nove Huttabær var reistur upp úr heimsstyrjöldinni síðari og átti að verða mikill fyrirmyndarbær. Væntu kommúnistar þess, að Krakowbúum snerist hugur, er þeir sæju þarna yfirburði sósial- ismans, og mundu þeir leggja af trú sína en faðma hið nýja guð- spjall. Nová Hutta hefur vissu- lega haft mikil áhrif í Krakow, en það voru nú ekki þau áhrif, sem yfirvöldin hugðu. Það eru aftur á móti eiturgufur, sem leggur frá Nova Hutta yfir Krakow, spilla húsum og gera borgarbúum lífið leitt. En gufur þær hafa ekki megnað að afkristna þá. Kristinni trú hefur aukizt fylgi heldur en hitt. Það fór i Nova Hutta eins og annars staðar i Póllandi, að sveitamenn flykktust á mölina. Sveitamenn voru allra manna trú- aðastir, en kommúnistar væntu þess, að trúin dofnaði við borgar- jafnvirði 50 punda (16 þús. kr.). Verkamenn sáu ekki annað en það, að alltaf voru að koma flutningabflar með gamla bíla, svo og sér- fræðingar f hinum ýmsu greinum bíl- virkjunar. Að vfsu sáu verkamenn þegar komið var með 65 sæta flugvél, bíóorgel og skóg af gasljósastaur- um frá þvf um alda- mót. Ætluðu þeir Schlumpfbræður að gera sér einkaveit- ingastað úr flugvél- inni og hlýða þar á orgelmúsfk undir gas- ljósum. Svo virðist, að bræð- urnir hafi lengst af hugsað sér að sitja einir að öllum þessum gersemum. Það var ekki fyrr en gjaldþrot blasti við, að þeim datt f hug að opna safnið almenningi. Þá reistu þeir í skyndi þrjá fornlega veitinga- staði — og kostaði ljósabúnaðurinn einn jafnvirði 100 þús. punda (u.þ.b. 33 millj. kr.). Fé það tóku þeir úr verksmiðjukassan- um eins og endranær. En svo urðu þeir að flýja og sfðan hafa ekki aðrir gestir kom- ið í safnið en verka- menn þeirra, sem kveðast munu halda þar tii unz búið sé að selja bflana og tryggja rekstur verksmiðj- unnar Ætti hann að verða sæmilega tryggður ef bflarnir verða seldir. Til dæm- is má nefna, að Bugatti Royale-bflar kosta ein 70 þúsund punda (rúmar 23 millj. kr.) um þessar mundir — og 30 slíkir eru f safni bræðranna. Enn er ekki ljóst, hvort selt verður, eða yfirvöld hlaupa undir bagga og bjarga safn- inu. Geri þau það taka þau vonandi lfka að sér sfðustu safngripi bræðranna; það voru ekki bflar, heldur kvikfé. Á gamals aldri urðu bræðurnir nefni- lega gripnir ástrfðu til f jallageita og fóru að sanka þeim að sér. Áttu þeir orðið 100 geitur, þegar ráðin voru tekin af þeim, og eru þær nú í reiðileysi kringum verksmiðj- una, blessaðar. — PAUL WEBSTER. CHEVROLET 1913 gengur geng- ur það ekki af trúnni dvölina. Svo fór þó ekki; sveita- mennirnir héldu trú sinni. Þegar Gómúlka kom til valda var svo komið, að verkamenn gátu nudd- að yfirvöldum til þess að leyfa kirkjubyggingu i Nova Hutta. Þar hafði átt að rísa skóli, en yfirvöld sáu sér ekki annað fært í bili en verða við kröfum kristinna. Árið 1957 var reistur mikill trékross á hinu fyrirhugaða kirkjustæði. Skömmu síðar hleyptu yfirvöldin í sig hörku og bönnuðu kirkju- bygginguna, sem þeir höfðu leyft áður. Átti nú enn að reisa skóla á staðnum. Var kristnum mönnum skipað að taka niður trékross sinn. Prestar neituðu því þegar, og söfnuðurinn studdi þá svo, að um munaði. Það urðu óeirðir á götum úti í þrjá daga samfleytt. Yfirvöldin sáu þá sitt óvænna, leyfðu að krossinn stæði áfram, — en skólinn skyldi byggður eftir sem áður. Hann var byggður. En hann varð miklu minni en upp- haflega var ætlað, og hann stend- ur úti í horni á byggingarlóðinni. Annað hefur ekki verið byggt þar, og stendur trékrossinn einn. Nýja kirkjan, sem nú er byrjað að reisa, stendur nokkrum hundruð- um metra frá þeim stað, er fyrir- hugaóur var i fyrstu. En það skiptir litlu; mestu skiptir, að yf- irvöldin urðu undan að láta og það er byrjað að byggja. Þeir i Krakow segja þann höf- uðmun á kommúnismanum og kristinni trú, að „margir játi kommúnisma, en fáir trúi“, en aftur á móti „séu margir kristinn- ar trúar, en fáir játi hana“. Vest- urlandamanni, sem kemur til kirkju í Póllandi á helgidegi, hlýt- ur þó að þykja kirkjusókn meiri en hann á að venjast; mundi hann varla kalla játendur kristni fáa. Og þó eru þeir ekki nema smá- hluti úr hópi trúaðra. Ekki nærri allir kristnir menn sækja kirkju. Það er náttúrlega vegna þess, aö kommúnistar ráða lögum og lofum í landinu og það getur orðið Framhald á bls. 36 Fermingarvörur Kirkjufells Fermingakerti, sálmabækur, slæður, vasaklútar, servíettur, kökustyttur. Gyllum nöfn á sálmabækur og servíettur. Úrval af brúðkaupskertum og gjafavörum. Póstsendum. Kirkjufell 'NGÓLFSSTnfjSTRÆT| g SÍMI 21090 Fermingar tízkan 77 Fermingargjafir fyrir hvern sem er á hvaða verði sem er. SifliAHOdMða Si&ljtyaiKnitB Iðnaðarhúsið Ingólfsstræti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.