Morgunblaðið - 27.03.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.03.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ,SUNNUDAGUR 27. MARZ 1977 25 Liosmvnd Mbl. Sieurgeir Úr hinu nýja fiskverkunarhúsi Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja, en starfsemi hófst í húsinu sama dag og Einar Sigurðsson lézt. í eldgosinu f Eyjum fór hraun yfir Hraðfrystistöðina og meðfylgjandi húsakost, alls 14 hús, en eftir stóð Fiskimjölsverk- smiðja Einars Sigurðssonar. í haust hófst uppbygg- ing fyrirtækisins undir stjórn Sigurðar Einarssonar með byggingu liðlega 2000 fermetra saltfisk- verkunarhúss og tók það til starfa í vikunni. Einar Sigurðsson Togarinn Sigurður, stærsta skip Einars Sigurðssonar, á leið með 1300 tonn a lpðnu fyrir Klettsnefið inn í Vestmannaeyjahöfn. vinna með vitrum og reyndum skörungum, eins og Ólafi Thors og Bjarna Benediktssyni. Þá var ekki sukk á rikissjóði og ofvöxtur. í bákninu, þegar Magnús Jónsson stýrði fjármálum." Þetta er rétt hjá formanni Alþýðuflokksins. Viðreisnarstjórnin var góð stjórn og Morgunblaðið studdi hana vegna athafna hennar og verð- leika, en ekki vegna þess, hverjir tóku þátt í henni. Bákninu var haldið niðri. Það var einmitt það, sem Morgunblaðið átti við i síð- asta Reykjavíkurbréfi, að auðvit- að kemur að þvi fyrr en síðar að Alþýðuflokkurinn þurfi aftur að taka afstöðu til þess hvort hann sé reiðubúinn til að halda bákninu niðri og efla reisn einstaklingsins eða ekki. Það mál er orðið mjög brýnt hér á landi, þvi að mörgum finnst að einstaklingnum vegið og þá ekki sizt með sköttum og að- haldi ýmiss konar, en það hefur því miður ekki.verið eins ónauð- synlegt og ýmsir hafa viljað vera láta vegna þess arfs, sem núver- andi stjórn tók við af siðustu vinstri stjórn, þegar allir sjóðir voru tómir og landið í raun og veru á barmi gjaldþrots. Þetta hafa allir viðurkennt. Nú er ástæða til að snúa dæminu við og veita einstaklingnum meira svig- rúm en verið hefur og ætti Sjálf- stæðisflokkurinn að hafa um það forystu, en á það hefur Morgun- blaðið lagt megináherzlu nú undanfarið. Tíminn hefur ekki mótmælt þeim umræðum, sem farið hafa fram um þetta hér i blaðinu og i nýlegri forystugrein þessa aðalmálgagns Framsóknar- flokksins var raunar látið að því liggja, að þeir framsóknarmenn væru reiðubúnir til þess að taka þátt i þvi að efla einstaklinginn og draga úr bákninu. Formaður Alþýðuflokksins seg- ir, að forystumenn og málgögn Sjálfstæðisflokksins berjist um þessar mundir af kappi, eins og hann kemst að orði, fyrir algjör- lega gagnstæðri stefnu þeirri sem Crosland boðaði. En í síðasta Reykjavikurbréfi var aftur á móti sýnt fram á, að svo væri ekki, nema að þvi leyti sem Crosland vildi leggja áherzlu á aukin um- svif ríkisins til að tryggja þegn- unum jafnrétti og velmegun. Að sjálfsögðu hafði hann Bretland í huga, þegar hann fjallaði um þessi mál, en ekki land eins og ísland, þar sem aðstæður eru allt aðrar en á Bretlandi, jöfnuður miklu meiri og einstaklingar al- mennt miklu betur i sveit settir eins og kunnugt er. I Bretlandi rikir t.a.m. meira atvinnuleysi en nokkurs staðar annars og raunar benti Morgunblaðið á, að þetta atvinnuleysi væri ekki aóeins blettur á Verkamannaflokknum brezka heldur vestrænu lýðræði. Á þetta minnist formaður Alþýðu- flokksins t.a.m. ekki einu orði í svari sínu en reynir aftur á móti að snúa dæminu við og segja les- endum sínum, að skrif Morgun- blaðsins miði að því einu að draga úr aðstoð við þá, sem minnst mega sín. Auðvitað er þetta alrangt og bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið hafa slegið skjald- borg um öryggi þessa fólks, stutt að almannatryggingum öryrkja- og sjúkratryggingum o.s.frv. Benedikt Gröndal þarf ekki að nota tungutak „göntlu mann- anna“ frá kreppuárunum i bar- áttu sinni anno 1977. Sjálfstæðis- flokkurinn hefði ekki það kjör- fylgi, sem raun ber vitni né Morgunblaðið þá gífurlegu út- breiðslu, sem alþjóð er kunnug, ef þessir aðilar hefðu barizt gegn velferð þegnanna. Benedikt Grön- dal varpar fram spurningu til Morgunblaðsins um það, hvort blaðið telji að rétta eigi þeim hjálparhönd, sem ekki er hægt að tryggja viðunandi lífskjör nema með beinum eða óbeinum aðgerð- um ríkisins, eins og hann kemst að orði. Að sjálfsögðu er Morgun- blaðið þeirrar skoðunar, og þarf ekki einu sinni um það að ræða. Það hefur verið stefna bæði Sjálf- stæðisflokksins og Morgunblaðs- ins og kemur þvi í raun og veru ekkert við, hvernig olnbogarými einstaklingsins i þjóðfélaginu er háttað að öðru leyti. Morgun- blaðið hefur einfaldlega óskað eftir því, að reynt sé að finna leið til að draga úr ríkisbákninu og allir leggist á eitt um að ná ein- hverjum árangri. Er Alþýðu- flokkurinn reiðubúinn til þess að leita slíkrar lausnar i þeim efn- um, án þess það komi niður á þeim, sem verst eru settir, t.a.m. i kjaradeilunum sem framundan eru? Morgunblaðið er i raun og veru sannfært um, að Alþýðuflokkur- inn sé reiðubúinn til þess, ef honum er sjálfrátt — en hvi þá þann orðhengilshátt og útúrsnún- inga, sem fram komu i leiðara formanns Alþýðuflokksins, sem hann skrifaði í blað sitt þriðju- daginn 22. marz sl., þegar hann dró mannúðarstefnu Morgun- blaðsins og Sjálfstæðisflokksins i efa? Alþýðuflokkurinn hefur ekki þá reynslu, hvorki af Sjálf- stæðisflokknum né Morgunblað- inu, að hann hafi ástæðu til að spyrja þeirra spurninga, sem fram voru bornar í leiðaranum, enda klykkir formaður Alþýðu- flokksins út með þvi að ríkis- Framhald á bls. 26 Vélaverzlunin G.J. Fossberg fimmtíu ára Vélaverzlunin G.J. Fossberg á 50 ára afmæli um þessar mundir, en hún var stofnuð þann 27. marz árið 1927. Stofnandi og eigandi þessa fyrir- tœkis var Gunnlaugur J. Fossberg, vélstjóri. Hann var fæddur að Gönguskörðum I Skagafirði 8. júlf árið 1891. Fimmtán ára gamall fór hann til sjós með föðurbróður sfnum Hjalta Jónssyni skipstjóra, sfðar konsúl og forstjóra f Reykjavfk. Gunnlaugur J. Fossberg lærði vél- smfði á ísafirði og þaðan lá leiðin til Kaupmannahafnar, þar sem hann gekk f vélskóla og lauk þaðan vél- stjóraprófi. Að loknu námi var hann um hríð vélstjóri á skipum Eimskipafélagsins og síðar 1. vélstjóri á Villemoes og e/s Borg, er ríkissjóður átti á þeim tíma Arið 1 924 hætti Fossberg störfum á sjónum og starfrækti um tíma véla- verzlun i félagi við Valdemar Poulsen á Klapparstígnum. Þeir slitu félags- skapnum, og þann 27. marz 1927 opnaði Fossberg vélaverzlun sfna f húsinu við Hafnarstræti 18 Þar var verzlunin til ársins 1935, en þá var hún flutt á Vesturgötu 3, í kjallarann, þar sem áður var verzlunin Liverpool, og voru skrifstofur fyrirtækisins á efri hæð hússins. Á þeim árum, sem verzlunin tók til starfa, var Reykjavfk tiltölulega stór útgerðarbær miðað við fólksfjölda. Sama mátti segja um Hafnarfjörð. Frá þessum bæjum var gerður út mikill fjöldi togara og nokkrir Ifnuveiðarar, sem voru eimknúin skip, um eitt hundrað tonn. Má segja að nær allt athafnalíf þessara bæja hafi hvflt á útgerðinni. Reykjavfk var einnig heima- höfn kaupskipaflotans og varðskipa ríkisins. Þessi skipafloti þurfti að fá ýmsá fyrirgreiðslu hvað viðkom vélum þeirra og fleira, fyrir utan þá almennu við- gerðarþjónustu, sem vélsmiðjurnar inntu af höndum. Vélstjórar skipanna þurftu að fá keyptar vélapakkningar, gufuventla, skrúfbolta, ýmiss konar verkfæri og tæki til viðhalds vélunum og notkunar í vélarúmi. Þetta var þjón- usta, sem á þeim tfma var fjárhagslega ofviða vélsmiðjunum að inna af hendi. Vörur þær, sem verzlunin hafði á Húsnæði G.J. Fossberg, síðan 1965, á Skúlagötu 63. Bjami R. Jónsson framkvæmdastjóri G.J. Fossbergs I miðið En talið frá vinstri eru : Magnea Jónsdóttir, skrifstofustúlka, Ingóffur Pétursson, sölu- stjóri, Sigrún Ólafsdóttir, skrifstofustjóri, Bjarni R. Jónsson, Jóhanna Fossberg og Bjami Halldórsson, sölustjóri. boðstólum, voru einnig miðaðar við þarfir vélaverkstæðanna, enda urðu þau brátt fastir viðskiptavinir verzlunar- innar. Nokkur iðnaður var þá einnig farinn að skjóta upp kollinum og þurfti hann einnig að fá sína fyrirgreiðslu hjá verzluninni Nú er verzlun og skrifstofur G J Fossbergs til húsa á Skúlagötu 63 Bygging á því húsnæði hófst árið 1962 og var verzlunin opnuð þar 3. september 1965, en þá var byggingu að mestu leyti lokið Aðstaða sú, sem fyrirtækið býr við nú, er öll önnur en hún var þau þrjátíu og átta ár, sem það var í leiguhúsnæði. Verzlun G.J. Foss- bergs var stofnuð sem þjónustufyrir- tæki og hefur ávallt haft það að mark- miði Fyrirtækið verzlar með tæknivörur fyrir málmiðnaðinn, svo sem verkfæri og tæki tilheyrandi járn- og vélsmlði og til bifreiðaviðgerða, mælitæki ýmiss konar fyrir málmiðnaðinn skrúfbolta og skrúfur úr járni og stáli, vélareimar og reimskífur, vélapakkningar, ventla og hana fyrir gufu, vatn, olíu o fl , málma I stöngum, plötum og pipum, járn- smíðavélar svo sem rennibekki, borvél- ar og fleira Aðalviðskiptamenn verzlunarinnar eru skipasmíðastöðvar, bílaverkstæði, Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.