Morgunblaðið - 27.03.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.03.1977, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ.SUNNUDAGUR 27. MARZ 1977 Morgunblaóió óskareftir blaóburdarfólki Austurbær Miðtún, Samtún, ^^ Upplýsingar í síma 35408 fltofgimMafrifr Vélar fyrir járniðnað Mælitækjasmiðjan, Hraunbraut 9, Kópavogi, óskar eftir tilboðum í eftirtalin tæki: / 2 fræsivélar, þar af önnur Universal, 2 rennibekkir 2 vélsagir, 5 litlar borvélar, 5 fræsarasett frá 2 mm. upp f 25,3 mm., 1 Harris logsuðutæki, 3 gaskútar 2 súrkútar, ásamt ýmsum handverkfærum. Einnig er óskað eftir tilboðum l fasteignina, Hrauntungu 9, Kópavogi. Húsið er 2x132 fm. íbúð á efri hæð, en atvinnurekstur er leyfður á jarðhæð. Til sýnis þriðjudaginn 29. marz frá kl. 13 tíl 15 og fimmtudaginn 31. marzfrá kl. 13 til 15. Uppl. gefur Fasteignasalan Morgunblaðshúsinu. (Ekki í síma) J]HSTEI(Í\ASAL1\ Öskar Kristjánsson MaLFLUTXIIVGSSKRIFSTOFA Guðmundur Pétursson Axel Einarsson hæstaréttarlögmenn LOKK A BILINN BÍLAEIGENDUR, BÍLAMÁLARAR &ARF AD BLETTA EOA SPRAUTA BÍLINN ? Dupont lökkin LUCITE og IMLAR eru gæðavara, margreynd og henta íslenskum staðháttum. Gefið okkur upp bílategund, árgerð og litanúmer. Við afgreiðum litinn með stuttum fyrirvara. í Dupont blöndunarkerfinu eru 7000 litaafbrigði möguleg. Öll undirefni svo sem grunnar, þynn- ar og sparsl fást einnig hjá okkur. tUCIÍf OOÍkGJ Laugavegi I78 simi 38000 Rey kj aví kurbréf Laugardagur 24. marz Framhald af bls. 25 Sjálfstæðisflokksins og stjórn Alþýðuflokksins hafi verið ris- mikil. Það er hverju orði sannara, enda var hún við völd um áratug- ar skeið og er það sjaldgæft hér á landi. Hitt er svo annað mál, að ekki töluðu þeir kratar öllum stundum um Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson sem vitra og reynda skörunga, þegar þeir lifðu, svo að Geir Hallgrímsson þarf svo sannarlega ekki að kippa sér upp við svona gælur! Morgun- blaðið hefur ekki heldur alltaf fengið hlýjar kveðjur frá Alþýðu- blaðinu, en aldrei kippt sér upp við, þótt stundum andaði köldu þaðan — og gerir ekkl enn Vöggustofa Alþýðuflokksins (Því má skjóta hér inn milli sviga í lokin að i Reykjavíkur- bréfi Morgunblaðsins var reynt að túlka þá mannúðarstefnu, sem blaðið telur, að sé affarasælust fyrir einstaklinginn í lýðræðisríki eins og því, sem við höfum ræktað og kennt er við velferðarþjóð- félag. Það er hluti af mannúar- stefnu að fara rétt með, mistúlka ekki orð annarra né brengla eins og Finnur Torfi Stefánsson, væntanlegur frambjóðandi Alþýðuflokksins í næstu þing- kosningum og að því er virðist einn helzti talsmaður ungkrata um þessar mundir, gerði í vægast sagt lítt skiljanlegri grein i Vísi fimmtudaginn 24. marz sl. Slík mistúlkun og brengl eru að vísu einkenni margvislegra stjórn- málaskrifa hér á landi, en bera einungis vott um ómerkilegar, pólitískar æfingar, sem menn hafa iðkað minna upp á síðkastið en áður sem betur fer. Greinar- höfundur virðist alveg miður sln yfir því, að Morgunblaðið skuli yfirleitt hafa minnzt á Alþýðu- flokkinn og um hann fer einhver pólitískur hrollur af þvl tilefni, sem einna helzt minnir á skjálft- ana undir Kröflu. Ef Alþýðu- flokkurinn kýs að vera friðhelgur í stjórnmálalífi á íslandi, væri réttast að miðstjórn hans lýsti yfir því, svo að menn séu ekki að eyða að honum orðum. Morgun- blaðið telur hann þó merkari og „sögulegri" flokk en svo, að hann sé ekki allrar umræðu verður. Greinarhöfundur talar um, að eitthvert „uppgjör" fari nú fram milli Morgunblaðsins og Bene- dikts Gröndals, formanns Alþýðu- flokksins, og „að undanfarnar vikur og mánuði hafa breyst mjög viðhorf Morgunblaðsins til Alþýðuflokksins. Áður ræddi Morgunblaðið oftast um störf Alþýðuflokksins af tiltölulegri sanngirni. Nú er kominn nýr tónn og mun hryssingslegri". I Reykjavfkurbréfi var rætt málefnalega um Alþýðuflokkinn og stefnu Morgunblaðsins, svo og hefur verið minnzt á Alþýðu- flokkinn af sanngirni annars stað- ar i blaðinu, en ekki af neinum hryssingi, þvert á móti: frá blað- inu hefur andað venjulegri við- reisnarhlýju í garð Alþýðuflokks- ins, þó að ekki hafi verið um neitt „tilhugalíf" að ræða, enda kom Alþýðuflokkurinn ekki gjafvaxta út úr siðustu kosningum! Hitt er svo annað mál, að það getur varla verið sök Morgun- blaðsins, þó að Alþýðuflokkurinn sé nú i stjórnarandstöðu mun óábyrgari en hann hefur verið undanfarna tvo áratugi. Síðan fjargviðrast greinarhöf- undur yfir þvi, að Morgunblaðið hafi „lagt í einelti formann flokksins, Benedikt Gröndal" — og klykkir jafnvel út með þeirri yfirgengilega barnalegu fullyrð- ingu, sem raunar tekur ekki að svara, að ekki sé „auðvelt að sjá skýringar á því, hvers vegna Morgunblaðið leggur nú fæð á Benedikt Gröndal". Ef teknar eru upp málefnalegar umræður við formann Alþýðuflokksins, þá merkir það, að hann sé lagður í einelti eða menn leggi á hann fæð! Hvað segir nú Benedikt Gröndal sjálfur um þessi ósköp? Hann svaraði Reykjavíkurbréfinu að mestu málefnalega — og a.m.k. kurteislega eins og hans var von og vísa — og þar var ekki að sjá nein merki þess, að hann teldi fyrrgreindar fullyrðingar hins viðkvæma ungkrata eiga við nokkur rök að styðjast, enda eiga þær meira skylt við „alvarlega fyndni", eins og sr. Bjarni talaði stundum um, en staðreyndir. Þó munu þessar fullyrðingar ekki eiga að vera fyndni! Liklega skil- ur þessi ungi alþýðuflokksspútn- ik ekki hvað það merkir: að leggja fæð á e-n, eða: að leggja e-n í einelti. Það veitti ekki af að herða á málsmenningarhefð þessa unga talsmanns Alþýðuflokksins. Hann les augsýnilega of mikið af stefnuyfirlýsingum og pólitísku þvaðri. „... MMter ¦ nl.ftrrM.kd <r»mWl ¦,„,.„„.. ... „ , . ... ,r„.„„ , ,,,„, h. ~ i.............-,.• ... t n..,.,*lii'.ÍTÍ.i.i V .. "- ¦ ( S.ðil«9,H)«nlior ) ,; i u T.,n \ ,, i si„i„.,.,..!,,«., i N;,;™rlil Það getur varla verið glæpur að rökræða við formann Alþýðu- flokksins eða aðra leiðtoga hans — svo að ekki sé nú talað um að vera Benedikt Gröndal og Crosland meira og minna sam- mála, enda þótt Morgunblaðið og Gröndal greini sýnilega á um ýmislegt, m.a. að hægt sé að vinna að minnkandi ríkisafskiptum og meiri reisn einstaklingsins hér á landi vegna hagstæðari aðstæðna en t.a.m. í Bretlandi. En um það fjallaði Reykjavikurbréfið öðrum þræði, eins og lesendur muna. i Reykjavíkurbréfinu var túlk- uð mannúðarstefna i anda lýð- ræðis. Þar var borinn skjöldur fyrir íslenzkt velferðarþjóðfélag. Þar var ekki lógð fæð á nokkurn mann og ekkert var „eitur í bein- um" blaðsins, eins og Benedikt Gröndal hafði áður haldið fram um afstöðu Mbl. til hugmynda Croslands — nema hin gegndar- lausu rfkisafskipti og embættis- mennska, sem getur sett allt úr skorðum hér einn góðan veður- dag, ef ekki er spyrnt við fæti. Vill Alþýðuflokkurinn ýta undir slfka þróun, eða vill hann spyrna við fæti? Um það spurði Morgun- blaðið — og við bíðum enn svars. Almenningur bfður svars. Kjósendur bíða svars. En eitt er að leggja einhvern i einelti eða leggja fæð á stjórnmálamann, en annað að sýna honum þá virðingu að rökræða við hann og spyrja spurninga. Lengra hefur Morgun- blaðið ekki gengið, eins og les- endur þess vita. Það er of snemmt að vera hald- inn e.k. móðursýki á unga aldri. En Finnur Torfi virðist því miður ekki laus við hana, eða vill hann standa við stóru orðin og vitna til þeirra setninga f Reykjavíkur- brefi, þar sem hann fullyrðir, að sagt hafi verið, að „Benedikt Gröndal sé að líkindum kommúnisti"? Hvers konar þvaður er þetta eiginlega? Benedikt Gröndal hefur hingað til ekki átti annað skilið en við hann sé talað í húmanistfskum anda, og raunar einnig aðrir for- ystumenn Alþýðuflokksins, sem betur fer. Greinarhöfundur er ungur að árum. Hann á eftir að læra margt, ef hann springur þá ekki eins og kínverji á einhverju gamlárs- kvöldi Alþýðuflokksins. En því miður geta menn hvorki lært manndóm né drengskap. Eitthvað er hann að þusa um það, að aug- ljóst sé, að Morgunblaðið hyggist „grafa undan Gröndal innan eigin flokks, jafnvel að koma I veg fyrir framboð hans við næstu kosning- ar"(!) Er æskulýðshreyfing Al- þýðuflokksins orðin að e.k. vöggu- stofu? Hvers konar barnahjal er þetta eiginlega? Morgunblaðið hefur aldrei minnzt einu orði á það, að Gröndal eigi ekki að fara í framboð, enda er það fyrir utan verksvið blaðsins. Það eru þá ein- hverjir, sem standa greinarhöf- undi nær en Morgunblaðið, sem eru með einhverjar slfkar bolla- leggingar — eða af hverju skyldi honum hafa dottið þetta í hug af tilefnislausu? Ef Alþýðuflokkurinn hyggst byggja mannúðarstefnu sína á mis túlkun og brengli eins og því, sem hinn ungi talsmaður hans hefur nú gert sig sekan um og minnzt hefur verið á hér innan sviga, verður þess ekki langt að bíða, að hann verður ekkert annað en samsafn framagosa, sem ekki kunna skil á réttu og róngu. Benedikt Gröndal ætti slfk örlög sem formaður Alþýðuflokksins ekki skilið, hvað þá menn eins og Stefán Jóhann Stefánsson, Emíl Jónsson eða Gylfi Þ. Gíslason, svo að nefndir séu nokkrir merkir forystumenn flokksins — eða þá Eggert Þorsteinsson og Björn Jónsson, menn vaxnir úr verka- lýðshreyfingu. Hitt er svo annað mál, að i raun og veru ætti að vera óþarfi að fjalla um skrif greinarhöfundar, sem hann kallar „Síðdegisþank- ar". Greinin er barnabrek. Höf- undur verður ekki heill heilsu nema með pólitískum skjálfta- lækningum. En vonandi verður komið annað hljóð í strokkinn, þegar Finnur Torfi Stefánsson fer að skrifa sfnar „Kvöldvökur". Margir alþýðuflokksmenn hafa sem betur fer haft sömu eigin- leika og koníakið: þeir hafa batnað með árunum).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.