Morgunblaðið - 27.03.1977, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.03.1977, Blaðsíða 38
oo »¦>> MQRGUNBLAÐIÐ.SUNNUDAGUR 27. MARZ 1977 Móðir mín t INGIBJORG M. ÞÓROARDÓTTIR (DÍDÍ) frá Þorkelshóli Sk úlagötu 72 andaðist! _andsspítalanum 25 marz Jarðaförin auglýst slðar. Fyrir hönd aðstandenda Ragnar Austmar. t Dórtir mín og systir SIGRlÐUR jósteinsdóttir. er látin. Emilla V. HúnfjörS. Jóna Jósteinsdóttir. t Sonur minn guðbjartur þórður pálsson. sem lést 21 marz. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 29 marz kl 3 slðdegis. Fynr hönd barna, barnabarna og systkina hins látna Arndfs Þóroardóttir. Ólafur Ólafsson. Laufásveg 27. t HÖSKULDUR ÁRNASON gullsmiður Sundstræti 39. Ísafirði f. 6.6. '98 d. 21.3. 77 verður jarðsunginn frá ísafjarðarkirkju þriðjudaginn 29 marz kl. 2 00 e.h. AuSur GuSjónsdóttir böm, tangdabörn og barnabörn hins látna. t Útför eiginmanns mins og föður okkar MARELS S.V. BJARNASONAR HAImgarSi 10 fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 28 mars kl. 3 e.h. Sigurast Anna Svoinsdóttir Margrét I. Marelsdóttir Sveinn Marelsson. t Minningarathöfn um ÓLAF JÓNASSON naiturvörS aS Reykjalundi, sem aettaður erfra KúastöSum, Svartárdal. ferfram mánudaginn 28 marz kl. 14 að Reykjalundi. Sæberg Þórflarson. t Hjartanlegar þakkir til allra. sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útf ör SIGURLÍNU HJALMARSDÓTTUR f rá Tungu Dætur, fósturbörn, barnabörn og aSrír aSstandendur. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar. tengdamóð- ur, ömmu og langömmu GUÐRÚNAR GÍSLADÓTTUR Hofti NeskaupstaS SigþrúSur SigurSardóttir J6n Finnbogason Jön Svan Skjurosson Jóna I. Jönsdóttir Valur SigurSsson Hulda Hannesdöttir Leifur Örn Davvson Camilla Ragnars bamaböm og bamabamabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur hlýhug I veikindum og við andlát og útför HERMÓÐS GUÐMUNDSSONAR, Arnesi Sérstakar þakkir til Kirkjukórs Skútustaðasóknar, sem annaðist söng og gaf alla sína vinnu Einnig Búnaðarsambands S-Þing. Ræktunarsambandsins Arðs og Búnaðarfélags Aðaldæla. sem heiðruðu minningu hans með að kosta að öllu leyti útförina. Jóhanna AlfheiSur Steingrfmsdóttir Völundur HermóSsson Halla L. Loftsdóttir SigrfSur R. HermóSsdóttir Stefán Skaftason Hildur HermóSsdóttir Jafet S. Ólafsson Hilmar HermóSsson Aslaug A. Jónsdóttir. Jóhanna Jónsdóttir frá Innri Bug Minning Dáöir djúpra róta, dylj&st þeim er skunda. I.indir himinhreinar hljóðar verk sitt stunda. Þokkagyðjur þjóða þannig sffellt vinna, sem að dug os dáoum dásamlega hlynna. (<>uðm. Friojónss.) Hinn 22. f.m. andaðist á sjúkra- húsinu í Stykkishólmi Jóhanna Jónsdóttir, föðursystir mín. Jó- hanna var 18. barn þeirra hjóna Jóhönnu Vigfúsdóttur og Jóns Jónssonar hreppsstjóra á Elliða í. Stáðarsveit, fædd 4. júlí 1888. Foreldrar hennar höfðu þá þeg- ar fylgt 10 börnum sínum til graf- ar — barnaveikin var i algleym- ingi á þeim árum. Mun ekki vonin og kviðinn hafa barist um völdin í hjarta þeirra þennan bjarta júlídag, þar sem þau horfðu á litlu stúlkuna ný- fæddu, myndu þau fá að halda henni hjá sér? Ég hef oft reynt að setja mig í spor þessara margreyndu hjóna, sem voru afi minn og amma. Það fór þó svo að litla stúlkan átti langa ævi fyrir höndum. En afleiðingar þessa barnsburðar urðu dauðamein móðurinnar, eft- ir viku var hún látin. Litla stúlk- an hlaut nafn móður sinnar og varð augasteinn föóur síns i raun- um hans. Stefanía, sem var elst af systkinunum, gekk henni í móðurstað fyrstu árin. Það reyndi snemma á andlegt og líkamlegt þrek þeirrar konu, en það er önn- ur saga. Þegar Jóhanna var á 4. árinu deyr faðir hennrdar úr blæðandi magasári. Hún mundi hann vel, þótt ung væri er hann lést. Þraut- ir hins margreynda manns fóru ekki fram hjá næmu skyni barns- hjartans. Um það ræddum við eitt sinn fyrir löngu. Jóhönnu er nú komið í fóstur til þeirra sæmdarhjóna Guðrúnar Ólafsdóttur og Stefáns Guð- mundssonar, hreppsstjóra á Borg í Miklaholtshreppi. Systkinin hjálpuðust að því að gefa með henni. Þegar Halldór bróðir henn- ar stofnaði heimili fór hún til hans. En Halldór var giftur Ingi- ríði Bjarnadóttur, mikilli gáfu- og gæðamanneskju. Enda var Jó- hanna hjá þeim þar til hún sjálf stofnar heimili. Árið 1910 giftist hún unnusta sinum Þorgils Þor- gilssyni og byrjuðu þau búskap að Bjarnarfosskoti í Staðarsveit, en fluttust til Olafsvikur eftir nokk- ur ár og síðar að Innri-Bug í Fróð- árhreppi, sem þau keyptu. Helg- comBiíflmp sooo 0t0g0^mmmm^. «¦¦',:(. >\.VMLv /r&w ÞAÐ SEM ÞU ÆTTIR AÐ VITA UM COMBI-CAMP 2000: 0 Mest seldi tjaldvagn á norðurlöndum. ^ Tekur aðeins 15 sek. að tjalda. 2 nýjar gerðir at tjöldum. % Svefnpláss fyrir 2 fullorðna og 3 börn. % Möguleikar á 11 ferm. viðbótartjaldi. % Sérstaklega styrktur undirvagn fyrir ísl. aðstæður. % Okkar landskunna varahluta- og viðgerðarþjónusta. % Combi-Camp er stórkostlegur ferðafélagi. KOMIÐ! SKOÐIÐ! SANNFÆRIST! SJÓNERSÖGURÍKARI. BENCO, Bolholti 4, Reykjavík. Sími 91 21945 T Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför eiginkonu, móður. tengdamóður og ömmu ÖNNU SVEINSDÓTTUR frá Varmalandi SigurSur Konraðsson böm, tengdaböm og bamaböm. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður okkar. tengdaföður og afa, JÓNS BRANDSSONAR Kirkjuveg 37. Keflavlk Böm, tengdaböm og bamabóm. uðu þau þeirri jörð alla krafta sina og starfsorku meðan fært var. Síðustu 14 árin áttu þau heima í Ólafsvik. Þorgils andaðist árið 1975, höfðu þau þvi lif að saman í 65 ár. Börn þeirra eru: Guðlaug, ekkja, búsett í Reykjavík, Sólveig, dáin fyrir nokkrum árum, Þorgils, klæðskeri, búsettur i Reykjavík, kvæntur Steinunni Jóhannsdótt- ur, Jóhann, búsettur í Reykjavík og Óskar verkstjóri í Óiafsvík, kvæntur þýskri konu, Ingibjörgu að nafni. Auk þess ólu þau upp Dagmar Guðmundsdóttur, sem kom til þeirra tveggja ára gömul. Þetta eru aðeins örfáir drættir úr langri og stórbrotinni ævisögu. Jóhanna sagði mér sjálf, að hún hefði verið svo lánsöm að lenda í fóstri hjá góðu fólki, þegar faðir hennar dó. Systkinin munu hafa borið hana á höndum sér eftir því sem í þeirra valdi stóð. Munu ekki brennheitar bænir foreldranna haf a fylgt litlu stúlkunni, sem svo snemma varð að sjá þeim á bak. Eitt er víst, Jóhanna var búin óvenjulega miklu andlegu atgervi og sálarþreki. Hlutur einyrkjans hefur löng- um þótt erfiður og margur hefur þar fyrir goldið með heilsu sinni. Ekki er mér grunlaust um, að svo hafi veri með Jóhönnu frænku mína. Síðustu 20 árin voru hækjan og stafurinn förunautar hennar við dagleg störf. Undr- andi var ég á því hverju hún fékk afkastað með þessum hætti. En aldrei heyrði ég hana kvarta. Með bros á vör tók hún á móti manni og veitti ríkulega af nægtum kær- leika sins á sinn hógværa og kyrr- láta hátt. Þá sjaldan að fundum okkar bar saman, fór ég ávallt ríkari en ég kom. Enda varð mér stundum á að segja, ef fólk var að nöldra út af smámunum, að þau hefðu gott af því að heimsækja hana Jóhönnu frá Innri-Bug. Best munu börnin hennar og barna- börnin hafa fundið hve mikið au áttu þar sem hún var. Þau vildu líka allt fyrir hana gera sem unnt var. Þungur harmur var að þeim hjónum kveðinn, er Sóveig dóttir þeirra dó á besta aldri frá stórum barnahópi. Mér er minnisstætt er ég hitti Jóhönnu, skömmu eftir að hún svona fötluð, hafði lagt á sig erfiða ferð til þess að kveðja Sól- veigu, sem þá lá banaleguna. ,,Ég var að kveðja Sollu mína,' sagði hún. Það blikuðu tár í augunum en ekki brást henni röddin, svo mikla stjórn hafði hún á tilfining- um sínum. Jóhanna frænka mín var trúuð kona. Hún treysti fyrirheiti Frels- arans: „Ég er upprisan og lifið, sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi." Hún hlakkaði til endurfundanna við ástvini sina í ljósi þessa fyrirheits. Þess vegna beið hún þolinmóð eftir kallinu hinsta, þegar kraftar þrutu svo ekki varð lengur aðhafst. Það er undarlega bjart yfir sumu fólki, þrátt fyrir alla erfið- leika. Nýjum degi er heilsað á landi lifenda. Það bíða vinir í varpa, sem von er á gesti. Litla stúlkan frá Elliða hefur lokið langri og stundum erfiðri ferð og fyllt hóp ástvinanna, sem á undan voru gengnir. Hán var góður fulltrúi þeirra i hjartahlýju og þolgæði. Guð blessi minningarnar um göfuga konu. Og mun nú ekki bjart um hóp- inn hennar ómmu? Ég trúi þvi. Jóhanna Vigfúsdottir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.