Morgunblaðið - 27.03.1977, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.03.1977, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ.SUNNUDAGUR27. MARZ 1977 M0RödlV-|j\v KAW7N0 \\ f ^ H_ GRAIMI göslari Það er þetta með kvenfólk, þella kvenlega, sem ég er svo veikur fyrir! Nei, herra, þetta er ekki rétt- ur—, heldur nafn kokksins! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Það er likt með bridgespilara og veiðimanni, að báðir hugsa mikið um þá, sem sluppu. Að lokinni rúbertukeppni hafði einn spilar- anna sögu að segja um siðasta spilið. Gjafari suður, A—V á hættu. Norður S. 1)101 H. DG93 T. K86 L. KD9 Vestur Austur S. K3 S. G92 II Á108762 H . K54 T. ÁG3 T. 1094 L. G5 L. Suður S. Á8765 H. — T. D752 L. Á632 10874 COSPER 7359 Hver vill tvo fimm hundruð kalla til að fara í bíó fyrir. Hirðu- leysi um eigur annarra „Kæri Velvakandi. Ætið sæll og blessaður og þakka þér fyrir siðast. Hallgrimur Pétursson er þjóðskáld okkar ís- lendinga. Ef við hefðum ekki sálma hans væri ekki um svo auð- ugan garð að gresja í bókmennt- um okkar íslendinga, þó að undanskildu sögualdarbókmennt- um okkar. Mörg krafta- og ákvæðaskáld höfum við átt. En það var ekki ætlunin að gera hér grein fyrir bókmenntum eða skáldskap. Það sem vakti fyrir mér með þvi að skrifa þessar lín- ur var að vekja athygli bæjaryfir- valda og borgarstjórnar á þvi hirðuleysi sem ríkir hjá þeim, sem nota áhöld frá bænum og á ég þar helzt við bifreiðar, sem notað- ar eru hjá hreinsunardeildinni. Ég vil taka það fram að ég starfa hjá hreinsunardeildinni og get því talað af reynslu. Margoft hafa tækin lent á verkstæði vegna van- kunnáttu og hirðuleysis starfs- manns. Þetta kostar allt peninga og tíma og auðvitað er þetta tekið úr okkar vösum skattborgaranna. Sumu af þessu má likja við hreina skemmdarverkastarfsemi og skæruhernað. T.d. þegar stóll- inn brotnar, sem tunnurnar eru hífðar i, því að það er vitavert gáleysi að búa svo um hnútana að heilu vinnuflokkarnir eru að- gerðarlausir heilu dagana. Ég tala nú ekki um þau vinnubrögð sem eru hjá sumum yfirmönnum í bæjarvinnunni. Þeir hreinlega sjá ekki skógínn fyrir trjánum. Þegar svo ymprað er á einhverj- um umbótum stinga þeir höfðinu í sandinn og afsaka sig með því að þeir verði að fara að landslögum. Samt er það þeirra vilji að koma sem flestum verkamönnum í gröf- ina og það helzt lifandi. Annað það sem er í ólestri hjá bænum eru bótakröfurnar. Það var samþykkt á fundi í Lindarbæ, að mig minnir, um leið og bónus- kerfið var tekió upp, að bærinn borgaði skemmdir, sem starfs- menn hans yllu. Það hafa orðið vanefndir á því. Sem dæmi um það ætla ég að nefna eftirfarandi atburð. Einn „öskukall" braut rúðu með kerru sinni á Ránargöt- unni. Rúðan kostaði isett 750,- kr. Húseigandinn krafðist bóta, en dráttur varð á framkvæmdum. Þá tók hann til sinna ráða og setti rúðuna í sjálfur og sendi bænum siðan reikninginn. Þetta sagði hann mér sjálfur og get ég nafn- greint hann ef út í það er farið. En hverjar niðurstöðar á málinu urðu veit ég ekki, hvort reikn- ingurinn var endursendur eða ekki. Ég er ekki að mæla með þvi að viðkomandi aðili sé látinn víkja úr starfi, en samt er nokkur hætta á þvi að farið sé að vantreysta slikum vinnukröftum. Við höfum átt við ýmsa erfiðleika að etja, þar á meðal þrjú þorskastrið, en ekki gefist upp og lagt árar í bát. Geir Hallgrímsson og stjórn hans hafa staðið sig með prýði í þeirri bar- áttu. Samt er ekki loku fyrir það skotið að spónn falli úr aski hans, ef fjórða þorskastríðið hefst og Bretar fara að beita sér af alvöru. Við skulum ekki gera okkur nein- ar gyllivonir um áframhaldandi sigra, ef við gerum ekki neinar variiðarráðetafanír. Með kærri kveðju, Guðjón frá Mörk." Velvakandi getur nú tæpast séð hvaða sakir eru fyrir hendi í bóta- málinu, sem bréfritari nefnir, ef lyktir þess eru ekki kunnar. Reikningur var sendur, væntan- lega greiðir borgin ekki fé nema gegn framvísun reikninga. En hvað um það — hirðuleysi er til á flestum sviðum og fólk ber ekki alltaf nógu mikla virðingu fyrir því sem aðrir eiga. % Um afnám almennra prestkosninga „Það væri þarfaverk ef Al- þingi og þjóðkirkjan gætu komið sér saman um að létta af fólki á einhvern hátt hinu fúla and- streymi sem fylgir prestskosning- um í núverandi mynd. Ekki er alltaf hátt risið á um- ræðum manna á meðal í Alþingis- kosningum. En varla leggst það skraf nokkurn tíma jafn lágt og þegar á að velja sér sálusorgara. AhugaJeysi almennt á kirkjumál- um kemur fram, þar sem aðeins einn prestur er i kjöri. Þá getur kjörsókn orðið það aum að ekki Sagnirnar voru dálitið óeðlileg- ar en vestur og austur sögðu alltaf pass. Suður opnaði á einum spaða og norður sagði tvö lauf. Suður endursagði þá spaðalit sinn og norður hækkaði í f jóra. Vestur, sem einkennilegt nokk hafði alltaf sagt pass, spilaði út hjartaás en suður trompaði. Hann tók þvinæst á spaðaás og spilaði aftur spaða. Vestur skipti í lauf- gosa, tekið i blindum og hjarta- kóngurinn píndur af austri. Sagn- hafi tók nú síðasta trompið af austri með drottningu og spilaði tígli frá blindum. Vestur tók drottninguna með ás og spilaði sig út á laufi. „Þið sjáið nú stöðuna," sagði sagnhafi við nokkra áhugasama áheyrendur. „Tígulkóngurinn hótar vestri, að hann verði settur inn á gosann svo hann verður að láta hann í og þá get ég tekið á hjartagosann og spilað síðan tígli. Austur á þá bara eftir lauf á hendinni og ég fæ tvo síðustu slagina heima." „Mjög laglegt," sagði einn spilarinn, sem beið eftir að geta sagt frá öðru spili sjálfur. „Hvað vannstu rúbertuna með mörgum puntkum?" „Því miður engum," svaraði spilarinn, „ég tók á hjartagosa og fór tvo niður." R0SIR - K0SSAR - 0G DAUÐI 66 að forláta mér að grunttr manns beinisl ögn að þér. M virkar þannig á mig — afsak- aðu hreinskílnina — eins og samvi/kan sé að fþvngja þér og það ekki svo lítið. Lýsing Christers var vissu- lega sannfærandi Og >j»ð gramd- íst mér að Otto tðk gagnrýni hans rétt eins og hverju öðru, auðmjúkur og feiminn í stað þess að bera af sér. — Ég freistaðist æ meira til að brjðta heitann um af hverju ðstyrkur þinn stafaði, hélt Cbrister áfram — og reyna að finna orsakir fyrir honum. Og smám saman barði ég saman Ijðmandi snyrtilega kenningu um það... i»að var erfitt að skera úr um, hversu alvarlegur hann var. En það sem hann setti sfðan fram og við kölluðum sfðar „kenn- ingin um Otto Malmer" var bæði sannfærandi og hispurs- laust og af öllu mátti ljóst vera að hann slé ryki f augu ýmissa tilheyrenda sinna. — Otto hefur sjálfur viður- kennt að hann þjáist f rfkum mæli af minnimátlarkennd og að hann sé sjúklega hlédrægur gagnvart fólki. En þð skyldi maður ekki tulka framkomu hans á þann veg að hann eigi ekki til stnar sterku tilfinning- ar og kenndir. Eg er sannfærð- ur um að honum hefur þðtt mjög vænt um föður sinn, enda þðtt ég hallist að þvf að þar hafi þrælsóttinn svokallaði vegið þyngra á metunum. En alveg sérstaklega er hann tengdur konu sinni — tilf tnningalega. Helene hrökk við en ég vissi ekki bvort viðbrðgð hennar voru sprollin af viðhjðði eða undrun. Chríster sem einblfndi á Otto spurði hægt. — Má ég halda áfram... Hjðnaband ykkar er að þvf er mér skilst afskaplega ðhamingjusamt samband, en ég ímynda mér að Otto hafi þð verið sæmilega ánægður meðan hann gat fengið Helene til að vera um kyrrt hér f Kauðhðl- um, Og af fjárhagsástæðum var hún tilneydd... En Frederik Malmer sem var vitur gamall maðuf gerði sér æ betur grein fyrir þvf hversu niikil áþján þetta Iff var fyrir tengdadóttur hans og þar sem það hafði upp- haftega verið hann sem kom þessu hjðnabandi f kring fann hann til ákveðinnar ábyrgðar að þessu leyti. Nú hef ég fengíð á tilfinninguna að hamingja Gabriellu og lukka hafi farið sérstakiega mikið f taugarnar á Heiene og þegar hún horfði upp á það sýknl og heilagt að Pia var stöðugt að fara á slefnu- mðt við BJörn Udgren og Pnck og Einar gengu um og lýstu af hamingju og fullnægju langar leiðir, hafi taugar hennar ekki þolað þetta og á sunnudaginn eftir ktukkan hálfsjö grét hún Ot við barm... tengdaföður sfns. Tár bennar þá voru með- vabiiii f því að hann sem hafðí reyndar áður hugsað sér að breyta erfðaskrá sinni ... Framhaldssaga eftir fvlariu Lang Jóhanna Krist|ónsdóttir þýddi ákvað að gera það og lofaði henni að hún fengi hlutdeild I arfinum. Ég býst við að Otto hafi fyrir tilviljun heyrt samtal ykkar ef hann hefur til dæmis verið að störfum fyrir utan gluggann eða að Helene ttefur ekki getað á sér setið að hrðsa sigri við hann. Og sfðan kom til nýrra átaka inni á skrífstofunni. Þá reyndi Otto að fá föður sinn til að endurskoða afstöðu sfna og bað hann lengstra orða að siuðia ekki að þvt að Helene yrði efnaleg ðháð, svo að hún gæti farið. Faðirinn hefur orðið svo fjúkandi vondiir að þessi bræði hefur sfðan orsakað að hann fékk hjartaáfallið. En áður en Otto kom að máli við hann hafði hann — AN JÞESS OTTO VISSI — skrffað nýju erlðaskiána. Hann talaði iágt en af svo miklum þunga að við gleymd- um bæði stund og stað og aftur fannst okkur við upplifa þann hræðilega sðlarhring sem þess- ir atburðir höfðu genet á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.