Morgunblaðið - 27.03.1977, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.03.1977, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ.SUNNUDAGUR 27. MARZ 1977 45 VELVAKANDI SVARAR ÍSÍMA 0100KL. 10—11 frámAnudegi næst lögmæt kosning í fjölmenn- um prestaköllum. Þó sleppur frambjóðandi venjulega viö mannorðsspjöll. Annað verður upp á teningnum þar sem fleiri en einn eru um brauðið. Þá fer Gróa á Leiti ræki- lega á stúfana og hennar fylking verður ekki þunnskipuð. Það ves- lings fólk, sem hefar hug á að þjóna söfnuðinum á þeim stað eða hinum, þvi er úthúðað á auvirði- legasta hátt fyrir litilsverða smá- milni, sem engu máli skipta í venjulegu preststarfi. Um guð- fræðistefnu frambjóðendanna er nær ekkert fengist og kristileg sjónarmið reyndar látin liggja í láginni. Hvernig svo sem kosning- in fer stendur eftir hópur sérvit- urra safnaðarmeðlima, sem situr í fýlu árum saman, jafnvei ævi- langt ef þeir þá eru ekki áður stokknir úr kirkju sinni. Hverjum þjónar því likt ástand? Að minnsta kosti ekki Guðs kristni. S.G." Hér er ekki töluð nein tæpi- tunga og sjálfsagt eru margir á þeirri skoðun að eitthvað þurfi að breyta til með prestkosningar. En hvernig það á að vera er sjálfsagt erfiðara mál og það væri svo sem nógu fróðlegt að heyra skoðanir manna á því. Þá má líka vekja athygli á því, sem nefnt er hér i bréfinu um áhugaleysi, fólk kem- ur e.t.v. sjaldan i kirkju eða sinn- ir lítið þeim málefnum, nema þeg- ar kjósa skal prest. Er þetta rétt eða hvað finnst mönnum um það? Kjólar — Kjólar Verzlunin er flutt frá Reykjarvikurvegi 1 að Linnetsstlg 1. Höfum fengið úrval af kjólum hálfsiðum og siðum, verð frá kr. 5.500- Skokkar úr rifluðu flaueli frá kr. 6.500- Terelyne siðbuxur á kr. 3.800.- Buxnakjólar, samfestingar, mussur og skraut til fermingagiafa Opið frá kl. 1 Dalakofinn tizkuverzlun, Linnetsstig 1. Þessir hringdu # Ertil betri tími? Móðir: — Mig langar til að nefna hér eitt mál, en það er varðandi morg- unstund barnanna í útvarpinu. Henni er nú útvarpað kl. 8 á morgnana, en áður var hún á dag- skrá kl. 8:45. Var hún færð eftir beiðni skilst mér, og að margir hafi kvartað um að hún væri of seint, vegna þeirra, sem áttu að mæta f skólann kl. 8:50 eða þar um bil. Ég hringdi i þrjá skóla fyrir skömmu og spurðist fyrir um það á hvaða tima 6 ára börnin væru yfirleitt í skólanum og það kom í ljós að þau mæta oftast ekki fyrr en kl. 9:45, en það eru frekar eldri börnin, sem mæta fyrr. Nú langar mig að spyrja hvort þetta hafi í raun og veru verið til bóta að færa morgunstundina fram þar sem að hún mun fremur ætl- uð yngri krökkum, en þau eru vart vöknuð og nenna tæpast á SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu i Banja Luka i Júgóslaviu i desember i fyrra kom þessi staða upp . í skák júgóslavanna Sibarevié, sem hafði hvítt og átti leik, og Bukió. en sá siðarnefndi var þá nýorðinn stórmeistari: I i. 4 ¦ AÉÍftA Mk £&¦& &M l,,-r .... 1,7. Hxe5 + !! Be7 (Eini mögu- leikinn. Eftir 17. ... dxe5 18. Rf6+ Rxf6 19. Hd8 er svartur mát.) 18. Hxe7+ Kf8 19. Df5 Re5 (Eina leiðin til að forðast mát í næsta leik) 20. Df6! Hh7 og svartur gafst upp um leið, því að ekki vildi hann bíða eftir 21. He8+! Kxe8 22. Dd8 mát. Sigur- vegari ámótinu varð Vlastimil Hort. Alls voru 11 stórmeistarar á meðal þátttakenda. fætur fyrr en þau nauðsynlega þurfa, það er landlægur siður á fslandi, eins og menn vita.— Þessari fyrirspurn er hér með komið á framfæri og menn geta velt henni fyrir sér. 0 Leiðrétting í vikunni var bréf þar sem þakkað var fyrir vel flutta og at- hyglisverða ræðu, sem prestur flutti í útvarpi um helgina sið- ustu. Þar var talað um sr. Guðmund Óskar Ólafsson, en nú hafa nokkrir hringt og bent á að það hefði verið sr. Arelíus Niels-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.