Morgunblaðið - 27.03.1977, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.03.1977, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ.SUNNUDAGUR27. MARZ 1977 47 Dregið um V.R. íbúð- irnar í gær FJÖLMENNT var á skrifstofu Verzlunarmannafélags Reykja- vfkur skömmu eftir hádegi í gær. Þar voru þá mættir um 90 félagar V.R., allt umsækjendur um íbúðir i fjölbýlishúsi sem félagið lætur reisa í Breiðholti. Ibúðirnar eru hins vegar 24 þannig að 3 og M umsækjandi var um hverja íbúð. og þótti forsvarsmönnum V.R. því réttlátast að láta umsækjendurna draga um það hverjir þeirra hlytu íbúð í húsunum. Fór þessi dráttur fram á skrifstof u V.R. fgær. Vatnslaust í Breið- holti efra Vatnslaust hefur verið í efra Breiðholtinu siðustu tvo daga. Að sögn Þórodds Sigurðssonar, vatnsveitustjóra, stafar þetta af bilun í hjóli f dælustöðinni við Gvendarbrunna, sem aftur olli því að ekki var unnt að ná nægi- legum þrýstingi á dælistöðina fyrir Breiðholt III. Viðgerð stóð yfir í gær en þá þurfti einnig að taka vatnið af um tfma. __— « ? » Ákveðið eftir viku hver tekur við starfi Jóns Ásgeirssonar EKKI hefur enn verið tekin um það ákvörðun hver tekur við starfi íþróttafréttamanns útvarps- ins. Eins og kunnugt er sóttu 10 menn um stöðuna er hún var aug- lýst og síðan hafa tveir bætzt við og umsóknir þeirra verið teknar til greina. Er þar um að ræða Björn Blöndal, íþróttafréttamann Vísis, og Austfiröing, sem ekki vill láta nafns sins getið. Að sögn Guðmundar Jónssonar fram- kvæmdastjóra verða umsækj- endur prófaðir í næstu viku með þeim hætti að þeir lesa iþrótta- fréttir og lýsa siða kafla úr íþróttakeppni af sjónvarpsfilmu. Sagði Guðmundur að það yrði varla fyrr en i lok næstu viku sem ákvörðun verður tekin um þetta mál. — Skýrsla komin Framhald á bls, 48 grundvöll og gera tillögur þar að lútandi Gunnar sagði. að sl. föstudag hefðu þessir þrlr menn skilað Itar- legri skýrslu um málið og hann jafnframt rætt sérstaklega við þá um þetta vandamál. Gunnar sagði, að þessi skýrsla yrði lögð fyrir rlkis- stjórnina næstu daga, og kvaðst Gunnar gera ráð fyrir þvl að strax og hún hefði fjallað um skýrsluna, yrðu helztu niðurstöður hennar gerðar opinberar. Stofnun og bygging Þör- ungavinnslunar hófst I tið fyrrver- andi stjórnar á árinu 1 973. Varðandi hina skýrsluna sagði iðnaðarráðherra, að þar hefði einnig þremur mönnum verið falið að eiga viðræður við norsk stjórnvöld og kanna hvernig norsk stjórnvöld hefðu I upphafi staðið að og undir- búið olluleit og samninga við erlend fyrirtæki um rannsóknir og leit að oliu íslenska nefndin var skipuð þeim Árna Tryggvasyni, sendiherra. Guðmundi Pálmasyni, jarðeðlis- fræðingi, og Árna Þ Árnasyni, skrif- stofustjóra iðnaðarráðuneytisins Þeir hefðu nú skilað Itarlegri skýrslu um þessar viðræður slnar. sem einn- ig yrði lögð fram á næsta fundi ríkisstjórnarinnar. > AMÍi.ÝSIMíASÍMlNN ER: f^p 22480 Heimilis- gróðurhús ^^ úr áli frá Norsk Hydro A.S. eru til sýnis hjá Sölufélagi Garðyrkjumanna Reykjanesbraut 6, simi 24369 Miðvikudaginn 30. mars kl. 10.00 til 12.00 og 14.00 til 1 6.00, verður þar sérfróður maður frá NORSK HYDRO til viðtals við væntanlega kaupendur Idjukaupinn H.F. Háteigsvegi 7, sími 18106 Sveinbjörn Jónsson Revkjavík. Styðjið íslenska framleiðslu Höfum tvær stærðir af okkar viðurkenndu hjól- börum, sem við höfum framleitt í yfir 30 ár. BUkkNMIIUtt Ármúla 30. Símar: 81104,81172. :,'t .:...., EYEGLOS Vorlitirnir frá Mary Quant eru komnir Nú eru vorlilirnir frá Mary komnir í nagtalðkkum varalilum og augnskuggum. Þegar Mary Quani kynnir vortitina — þá kafa þeir alhaf vakið geysimikla aíhygli enda ékki til nema ein Mary — Mary Quant. Spyrjið um vorlidna frá Mary Quant i nœstu snyrtivöruvenlun —þúséró ekki eftir því. HeildsolubirgSir Björn Pétursson 09 c/o h.f Lauga vegi 66, sfwti 2815S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.