Morgunblaðið - 27.03.1977, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.03.1977, Blaðsíða 48
At ÍÍLVsiN(;ASÍMINN EH: 22480 3W#rj3imbI«tiií> SUNNUDAGUR 27.MARZ 1977 Síðasta skákin 1 dag? TÓLFTA einvígisskák Spasskýs og Horts verður tefld á Hótel Loftleiðum í dag og byrjar skákin klukkan 17. Báðir hafa stórmeistararnir 5'A vinning og verði jafnt i dag þurfa þeir að tefla tveggja skáka einvígi þar til annar þeirra fær l'A vinning úr tveimur skákum. Hort hefur hvitt í dag og ætti því að hafa meiri sóknarmöguleika. Spassky hefur hins vegar pantað far til Sviss á mánudagnn, en þar á hann sæti í skákmótinu sem hófst þar í gær. Er greinilegt, að Spassky hefur hug á að láta sverfa til stáls i dag og ljúka einviginu. Eins og kunnugt er varð að fresta 12. skákinni á fimmtudaginn vegna lasleika Horts en báðir voru skákmennirnir hinir hressustu í gær og á föstudaginn sátu þeir boð forseta íslands á Bessastöðum. Ástæðan fyrir því að skákin hefst klukkan 17 í dag, en ekki klukkan 14 eins og fyrri sunnudaga í einviginu, er sameiginleg ósk beggja skákmannanna um að byrja síðar í dag. Eldsvoðinn í Bernhöftstorfu — íbúðarhúsið og búðin í Banka- stræti 1 eru óskemmd, en brauðgerðarhúsið og geymsluhúsin brenna. Verðmætum bjargað út úr Gimli — en allt kapp var á það lagt að bjarga þvf húsi, þar sem eldurinn stóð á það. Miklar skemmdir af eldi í Bemhöftstorfu SVO VIRTIST sem eldurinn, sem kom upp í Bernhöftstorfunni skömmu eftir hádegi f gær hafi komið upp á þremur eða jafnvel fleiri stöðum. Beindist starf slökkviliðsins, sem kom fljótlega á vettvang, fyrst og fremst að því að verja nærliggjandi hús, t.d. Gimli, þar sem Ferðaskrifstofa rfkisins er til húsa. Voru lausa- munir fjarlægðir úr því húsi til að verja þá reykskemmdum, en mikinn reyk lagði frá eld- inum og yfir Tjörnina, þannig að aldimmt virtist f mesta reykkófinu. Eru húsin þar sem eldurinn kviknaði að mestu ónýt og hölluðust menn að því f gær að um fkveikju væri að ræða. Kúnar Bjarnason, slökkviliðs- stjóri, sagði er Morgunblaðið ræddi við hann skömmu eftir klukkan 14 í gær, að ekki væri mögulegt að segja til um það á þessu stigi málsins hvar eldurinn hefði komið upp, um slíka hluti væri ekki farið að ræða, enda var slökkvistarf þá í algleymingi og Rúnar sagðist tiltölulega nýkom- inn á staðinn. Bjarki Eliasson, yfirlögregluþjónn, sagði hins veg- ar, að ljóst væri að eldurinn hefði komið upp á 2 3 stöðum og slökkviliðsmaður, sem við náðum tali af í miðjum önnum, sagði að ekki hefði verið nokkur leið að eiga við þetta, þar sem eldur hefði verið á svo mörgum stöðum strax I upphafi. Hús þau sem hér um ræðir og teljast til Bankastrætis 1, voru upphaflega reist árið 1834 og öll úr timbri, þannig að slökkvistarf var mjög erfitt. Eldurinn breidd- ist út með örskotshraða og fékk slökkviliðið ekki við útbreiðslu hans ráðið í gömlu húsunum í miðri Torfunni. Var því lögð höfuðáherzla á að bjarga Gimli og sagði slökkviliðsstjóri, að allt yrði gert til að bjarga því húsi. Verzlunarhúsin við Banka- stræti, verzlunin Foss á horni Húsin frá 1834 MORGUNBLAÐIÐ sneri sér f gær til Guðrunar Jónsdóttur arkitekts sem staðið hefur framarlega f Torfusamtökun- um svonefndu, sem barizt hafa fyrir verndun húsalengjunnar, á Bernhöftstorfu og bað hana um upplýsingar um sögu þessara húsa: „Bankastræti 1 er íbúðarhús, brauðgerðarhús og geymsluhús og er það byggt 1834,“ sagði Guðrún, „og það stendur hér í texta sem ég hef undir höndum: — Frá upphafi byggingarsamstæða um lok- aðan húsagarð, lítið breytt frá upphaflegri gerð. 1861 var byggt stórt geymsluhús við suðurenda húsgarðsins og 1885 var reist sölubúð við norður- enda hússins. Húsin, sem upphaflega hafa öll verið klædd bikaðri reisifjöl, eru heillegt dæmi um dönsk hús, sem einkenndu Reykjavík fram á miðja siðustu öld. í upphafi byggt af Knudtzson kaupmanni síðar í eigu Bernhöfts bakara.“ Hin húsin sem teljast til Bernhöftstorfunnar og allt útlit var fyrir i gær að tækist að bjarga, eru Amtmannsstigur 1 sem reist var 1838, turn- byggingin við Amtmannsstig er frá 1905 og Gimli er frá 1904. Skýrsla komin um afdrif þörungavinnslu IÐNAÐARRÁÐHERRA barst fyrir helgina skýrslur tveggja sér- fræðinganefnda um mál, sem tölu- vert hefa veriS til umræðu undan- farin misseri — annars vegar um stöSu og framtlð Þörungaverk- smiðjunnar á Reykhólum og hins vegar um það hvaBa lærdóm Is- lendingar geta dregið af reynslu NorSmanna á sviði olluleitar verði einhvern tlma I framtlðinni lagt út I sltkar tilraunir hér við land. Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráð- herra. skýrði Morgunblaðinu svo frá I gær, að hann hefði hinn 2 nóvem- ber sl. falið þremur sérfræðingum, þeim Árna Vilhjálmssyni, prófessor, og verkfræðingunum Guðmundi Björnssyni og Pétri Stefánssyni, að kanna hagrænar og tæknilegar ástæður fyrir rekstrarerfiðleikum þörungavinnslunnar og að meta hvort möguleikar væru á að koma rekstri fyrirtækisins á hagkvæman Framhald á bls, 47 Bankastrætis og Lækjargötu og sýningargluggi frá Dómus, þar sem einnig er vörulager, virtust alveg sleppa við eldinn, en trú- lega hafa einhverjar skemmdir orðið hjá Dómus vegna reyks og jafnvel vatns. Vindur var á aust- norðaustan og lagði reykinn yfir Gimli og Menntaskólann. Mikill fjöldi fólks fylgdist með eldsvoðanum i gær og gerði mannfjöldinn slökkvistörfin ekki auðveldari. Var allt tiltækt lið slökkviliðs Reykjavikur kallað út og þá einnig varalið. Sömuleiðis voru tiltæk tæki send á staðinn að einum tankbil undanskildum. Lætur því nærri að um 70 manns hafi verið við slökkvistörfin, 5 slökkvibílar og 3 dælur. Töluverð- um erfiðleikum bundið var að ná vatni til slökkvistarfanna og var lítill þrýstingur á kerfinu. Var m.a. dælt vatni úr Tjörninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.