Morgunblaðið - 30.03.1977, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.03.1977, Qupperneq 2
Ljósm.Mhl : Friðþjófur. Fiskí af Halamiðum landað úr einum Isaf jarðartogaranna á sunnudag. Eins og sjá má er hann ekki allur stór. V innustöðvun Slippstöðvar- manna nú lokið STARFSMENN Slippstöðvarinn- ar, sem lögðu niður vinnu við Kröflu á fimmtudaginn í siðustu viku, mættu á ný til starfa síðdeg- is f gær. Að sögn Einars Tjörva, framkvæmdastjóra Kröfiunefnd- ar, fóru mennirnir að nýju að Kröfiu með þvf skillyrði að kröf- ur Heilbrigðiseftirlitsins f Skútu- staðhreppi yrðu uppfylltar. r Oþekktan hlut rekur á land við Vattarnes Fáskrúðsfirði 27. marz. FYRIR helgina rak óþekktan hlut á land á Vattarnesi við Reyðar- fjörð og var hann dreginn á land af Vattarnesbændum og fleirum auk þess sem skipverjar á einu varðskipanna aðstoðuðu. Hlutur þessi sem er sívalt stálhylki um 4 m á lengd og allt að 2 m f þvermál virðist mjög nýlegur, efnisþykkt hans er um 10 mm og virðist hann allur mjög sterkbyggður enda sér svo til ekkert á honum þrátt fyrir það, að landtakan var ekki mjög mjúkleg, en hann stöðvaðist í klettagjótu utanvert á tanganum. Svo virðist sem efri endi hans, sem er kúlulaga, snúi hugsanlega upp í sjónum, neðar á belgnum gengur 7“ sver stálvír í gegnum baulur, en hinn endi hólksins mjókkar niður í 1/2 m, á þeim enda eru styrktarbitar sem ganga að sverari endanum og eru þeir úr um 18 mm þykku járni. 1 gegnum hólkinn endilangan er gat og í báðum endum þess eru 4 rúllur hvorum megin. Helzt eru menn að geta sér til að þetta geti verið eitthvað frá oliuborunum í NorðursjÓ. — Albert. Voru kröfur eftirlitsins um úr- bætur settar fram í 11 atriðum og sagðist Einar Tjörvi mundu fara að Kröflu 1 dag og í samráði við fulitrúa Heilbrigðiseftirlitsins reyna að koma þessum atriðum f rétt horf. Vinnustöðvun af hálfu Slippstöðvarmannanna 30 er þvf lokið. INNLENT íslenzk matvælakynning opnuð: MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1977 15% af því er hann var stœrstur FISKURINN, sem togararnir hafa að undanförnu fengið á Halamiðum, virðist að mestu vera ókynþroska fiskur, þ.e. 4—5 ára gamall af árgöngunum frá 1972 og 1973. Sigfús Schopka fiski- fræðingur sagði í samtali við Morgunblaðið f gærkvöldi, að maður frá Hafrannsóknastofnun- inni væri kominn um borð f einn af togurunum til að kanna stærð hans betur og sýni væru á leið suður til rannsóknar. Uppistaðan f afla togaranna sem veiða á þess- um slóðum hefur að mestu verið 4—5 ára fiskur f allan vetur og frá þvf f haust. Að sögn Sigfúsar virðist fiskur- inn sem veiðist á Halamiðum að mestu vera fyrir ofan þau stærð- armörk, sem sett hafa verið um smáfisk, en hins vegar væri þetta fiskurinn, sem menn stóluðu mest á til að byggja upp íslenzka þorsk- stofninn. Það kom fram í sjávarútvegs- ráðstefnunni í Hnffsdal á sunnu- dag, að hrygningarstofn þorsksins var aðeins talinn vera 180 þúsund lestir á síðasta ári, en árið 1957 var hrygningarstofninn 1.2 mill- jónir tonna. Er þvf hrygningar- stofn þorsksins aðeins 15% af því er hann var stærstur. Á ráðstefnunni kom einnig fram, að þegar kynþroska hluti sfldarstofnsins var kominn niður I 1/10 af þvf sem hann var stærst- ur, brast endurnýjunarhæfileik- inn og enginn veit enn hve langan tíma það tekur unz sá stofn hefur náð sér. Sömu sögu er að segja af v-grænlenzka þorskinum, því það litur út fyrir að hann hafði beðið endurnýjunarskipbrot. Alþýðuflokkurinn: Reiðubúinn 1 við- ræður við Karvel FLOKKSSTJÓRN Alþýðuflokksins hefur lýst sig reiðubúna til við- ræðna við Samtök frjálslyndra og vinstri manna á Vestfjörðum varðandi hugsanlegt samstarf við næstu Alþingiskosningar. Svar flokksstjórnar Alþýðuflokksins kemur f kjölfar bréfs sem Karvel Pálmason ritaði formanni Alþýðuflokksins fyrir hönd Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna á Vestfjörðum, en sfðan var sent áfram til kjördæmisráðs Alþýðuflokksins á Vestfjörðum til umsagnar. Að sögn Karvels Pálmasonar er enn allt óráðið hvenær og með hvaða hætti þessar viðræður verða, þar sem hann kvaðst enn ekki hafa haft tækifæri til að ræða samþykkt flokksstjórnar Alþýðuflokksins f þessu efni við samstarfsmenn sfna vestra. Bréf Karvels var ritað í kjölfar kjördæmisráðstefnu SFV á Vest- fjörðum á Núpi í september á sl. ári en þar var samþykkt ályktun er fól í sér að Samtakamenn á Vestfjörðum vildu fá úr því skor- ið hvort Alþýðuflokkurinn sem heild eða í einstökum kjördæm- um væri reiðubúinn til samstarfs við Samtökin fyrir næstu kosning- ar. Á ráðstefnunni voru kjörnir fjórir menn til að annast fram- gang þessa þáttar ályktunarinnar, þeir Hendrik Tausen á Flateyri, Jónas Helgason, ísafirði, Ragnar Þorbergsson, Súðavík, og Karvel Pálmason, Bolungarvík. I bréfi sfnu 15. nóvember 1976 óskaði Karvel formlega eftir því að þess- ar viðræður gætu átt sér stað og óskaði eftir þvf að þær gætu orðið um það Ieyti sem þing ASÍ stóð. Erindi Karvels Pálmasonar var sent kjördæmisráði Alþýðu- flokksins í Vestfjarðakjördæmi til umsagnar og sendi kjördæmis- ráðið umsögn sfna hinn 16. marz sl. Kemur fram, að ráðið hefur af ýmsum ástæðum, m.a. vegna sam- gönguerfiðleika, ekki getað fjall- að um bréf Karvels fyrr en þá. í niðurstöðum kjördæmisráðs Ai- þýðuflokksins er bent á að ekki komi fram nánari skilgreining á því í bréfi Karvels hvers konar samstarf átt sé við en að líkindun sé það samstarf um frambosmál. Kjördæmisráðið tekur ekki af- stöðu til þess hvort Alþýðuflokk- urinn sem heild eigi að gefa kost á kosningasamstarfi við SFV við næstu Alþingiskosningar heldur vísar þvf áfram til flokksstjórnar eða flokksþings til umfjöllunar. Kjördæmisráðið telur slíkt sam- starf þó ólíklegt þar sem ekki verði annað séð að loknum flokks- stjórnarfundi SFV að flokkurinn áformi að bjóða fram í eigin nafni. Varðandi hinn þátt máls- ins, þ.e. hugsanlegt samstarf Al- þýðuflokksins f einstökum kjör- dæmum við SFV, kemur fram að ljóst sé að allar viðræður um sam- starf í framboðsmálum f tilteknu kjördæmi við flokka eða flokks- brot eru í verkahring kjördæmis- ráðs flokksins f þvf kjördæmi og einskis annars. Þá kemur fram að stjórn kjördæmisráðsins hefur engan áhuga á að bjóða fram und- Framhald á bls. 18 Fyrsti fundur með sáttasemjara í dag FYRSTI samningafundurinn um kjarasamninga þá sem framund- an eru verður með sáttasemjara, Torfa Hjartarsyni, á Hótel Loft- leiðum kl. 14 f dag. Verður þetta fjölmennur fundur, en f samninganefnd ASt eru 37 manns og 27 í samninganefnd VSt. Nýskipuð sáttanefnd verður á fundinum, en Torfi Hjartarson er formaður hennar. Síðastliðinn föstudag gekkst forsætisráðherra, Geir Hallgríms- son, fyrir fundi með sáttanefnd- inni, aðilum frá Alþýðusambandi tslands og Vinnuveitendasam- bandi íslands. Var þar rætt um tilhögun samningaviðræðnanna og þátttöku stjórnvalda í þeim. Var á funinum rætt um ýmis meg- inatriði, sem væntanlega koma til umræðu og frekari útfærslu á fundinum í dag. Ymis atriði f kröfum < Alþýðusambandsins snerta ríkisvaldið beint og verða sérstakir fulltrúar þess settir til viðræðna um þau atriði. Þá er einnig ljóst að semja þarf starfs- skrá fyrir þessar margþættu við- ræður. „Við vonum að enginn fari héðan svangur út” færi fluttu ávarp dr. Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra, og Hjalti Geir Kristjánsson, for- maður verkefnisráðs íslenzkrar iðnkynningar. — Aðsóknin er miklu meiri en við bjuggumst við, sagði Pétur Sveinbjarnarson, framkvæmdastjóri iðnkynningar, f samtali við Mbl. sfðdegis í g*r- Aðgangur er ókeypis, en börn innan við 14 ára fá þó aðeins aðgang í fyigd með fullorðnum. Hjalti Geir Kristjánsson bauð gesti velkomna og sagði í ávarp* sínu að lengi hefði matvælakynn- ing verið á döfinni, en ekki kom- izt í framkvæmd fyrr en nú. Hann kvaðst vona að slíkt brautrýöJ' endastarf, sem nú væri hafið. mætti verða upphaf að matv»la' kynningum t.d. annað eða þriðj® hvert ár, þar sem framleiðendu Framhald á bls. >8 ISLENZK matvælakynning var f Hallveigarstfg f Reykjavfk að við- gær opnuð f húsi iðnaðarins við stöddum gestum. Við það tæki- Fiskur á Halamiðum að mestu ókynþroska Hrygningarstofn þorsksins aðeins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.