Morgunblaðið - 30.03.1977, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 30.03.1977, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1977 3 Jónas Rafnar bankastjóri:_ „ Útvegsbank- inn stendur vel fyrir sínu.. □-------------------------□ Sjá frásögn af umræðum á Alþingi á bls 17. □------------------------□ ALLMIKLAR umræður spunnust í gær I samein- uðu Alþingi um fjárhagsaf- komu Útvegsbanka íslands, er Guðlaugur Gíslason kvaddi sér hljóðs utan dag- skrár og gerði skrif f blöð- um um bankann að umtals- efni. Að því tilefni sneri Morgunblaðið sér til Jónas- ar Rafnar, bankastjóra Út- vegsbankans, og bað hann um skýringar á þessu máli. Jónas sagði að kveikjan að þessum skrifum, forsíðu- frétt í Dagblaðinu, hefði verið klausa í „Orðspori" annars tölublaðs Frjálsrar verzlunar, sem gefið er út 1 samvinnu við samtök verzl- unar- og athafnamanna, en þar var frá því skýrt, að Útvegsbankinn yrði gjald- þrota innan skamms. Um þetta segði Jónas Rafnar: „Við þessar upplýsingar blaðsins er það fyrst og fremst að athuga, að ríkis- banki eins og Útvegsbanki íslands getur ekki orðið gjaldþrota í eiginlegri merk- ingu orðsins, nema þvi að- eins að áður hafi komið til greiðsluþrots hjá rikissjóði. En burt séð frá þvi stendur Útvegsbanki íslands vel fyrir sinu. Þess má geta t.d., að i reikningum allra bankanna, og þá ekki sizt hjá Útvegs- bankanum, eru allar fast- eignir færðar langt undir sannvirði. Reikningar bank- ans eru nú í prentun og koma út á.næstunni, en þar kemur fram að tekjuafgangur síðastliðið ár hafi numið um 30 milljónum króna Sú upp- hæð er ekki há miðað við peningagildi i dag, en er ekki munurinn á innláns- og út- lánsvöxtum of lítill?" spurði Jónas og hann bætti við að gjaldskrá bankanna hefði ekki verið hækkuð þrátt fyrir aukinn tilkostnað Hann Jónas Rafnar nefndi einnig, að rikissjóður tæki sinn hlut, 60% af brúttótekjum gjaldeyrisbank- anna af öllum gjaldeyrisvið- skiptum. Þróun innlána hjá Útvegsbankanum hefði verið hagstæð síðastliðið ár, þar sem innlánsaukningin hefði numið 34%, sem væri ekki óhagstæðara hlutfall en hjá hinum bönkunum. Siðan sagði Jónas Rafnar banka- stjóri: „Það fer ekki á milli mála að hlutur Útvegsbanka ís- lands í fjármögnun sjávarút- vegsins er of stór miðað við stærð bankans og getu Ég hygg, að ég fari rétt með, að hlutfallstölur sjávarútvegs- lána af heildarútlánum bank- ans hafi á árinu 1965 numið 36% árið 1975 54,3% og i maímánuði siðastliðnum fór þetta hlutfall allt upp í 60,5%. Þegar litið er á þess- ar tölur, verður að sjálfsögðu að taka tillit til endurkaupa Seðlabankans til þess að rétt mynd fáist. í skýrslu Hag- fræðideildar Seðlabankans i febrúarlok síðastliðins, kem- ur fram, að Útvegsbankinn fjármagnar 35% af öllum sjávarútvegi, m.a. með endurkaupum Seðlabank- ans. Ég hef verið á þeirri skoðun, að miðað við getu bankans hafi þátttaka hans í sjávarútvegi verið of mikil, og verði ekki komizt hjá breytingum. Þetta segi ég alls ekki sem gagnrýni á sjáv- arútveginn sem er meginstoð atvinnulifsins og þvi alls góðs maklegur, heldur vegna þessa sjónarmiðs að við- skiptabanki verður að gæta þess að vera ekki of einhæf- ur. Eins og allir vita, eru sveiflur í sjávarútveginum nokkuð miklar og þær hafa verið fljótar að koma fram i útlánagetu Útvegsbankans." Þá gat Jónas Rafnar bankastjóri þess, að hann teldi að Útvegsbankinn eða hlutur hans hefði að nokkru verið fyrir borð borinn i sam- bandi við stofnun útibúa og tók hann fram að þar væri ekki við neinn sérstakan að sakast — bankinn hefði ekki fylgt eins fast þeirri stefnu að stofan útibú og hinir bank- arnir. Hins vegar hefði bank- inn nú sótt um stofnun úti- búa á allmörgum stöðum. Þá væri þess einnig að gæta að áhrifa gossins i Vestmanna- eyjum hefði mjög gætt á afkomu bankans, þar sem hann væri eini bankinn, sem hefði útubú í Eyjum. Staða Vestmannaeyja við bankann hefði verið erfið um síðustu áramót, en fyrir náttúruham- farirnar hefði hún verið allt önnur og betri. Þetta væri áf ástæðum, sem allir skyldu, uppbyggingingin i Eyjum hefði tekizt með aðstoð Við- lagasjóðs og Útvegsbankans Hún hefði tekizt vel og sagð- ist Jónas efast um að aðrir hefðu rétt jafnhratt við og Vestmannaeyingar eftir þetta áfall. Hann kvað það skyldu Útvegsbankans að standa við bakið á Vestmannaeying- um. Framhald á bls. 18 Sinfómutónleikar: Sheila Armstrong syngur BREZKA söngkonan Sheila Armstrong verður einsöngvari á þrettándu reglulegu tónleikum Sinfónfuhljómsveitarinnar I Háskólabfó á morgun, fimmtu- dag. Stjórnandi er Karsten Anderson. Á efniskránni eru Sinfónla nr. 25 eftir Mozart, Scheherazade eftir Ravel, Letter Scene úr Eugen Onegin eftir Tsjaikovskv og Capriccio Espagnol eftir Rimsky-Korsakoff. Sheila Armstrong syngur nú öðru sinni með Sinfóniuhljóms- veitinni en hún var einsöngvari á tónleikum f nóvember 1974 undir stjórn Vladimirs Ashkenazy. Hún hefur sungið bæði í óperuhlut- verkum og á hljómleikum beggja vegna Atlantshafsins og hlotið af- bragðsgóða dóma. Kemur hún fram að staðaldri með öllum helztu hljómsveitum i London og syngur auk þess föst hlutverk við Glyndenbourne-óperuna, við Skozku óperuna og við Covent Garden. Ennfremur hefur hún margsinnis komið fram I brezka sjónvarpinu, m.a. I glæsilegri uppfærslu BBC á Leðurblökunni. „Erum tilbúin að fara heim” — segir Friðrik Brekkan farar- stjóri á Tenerife „ÞAÐ eru sffelldar hótanir f gangi hérna á Tenerife, en fs- lenzku ferðamennirnir 60, sem eru hér f Puerto de la Cruz, eru hins vegar f góðu yfirlæti Engu að sfður verðum við að líta raunsætt á málin og ef þau þróast til verri vegar erum við tilbúin að panta vél strax að heiman til að sækja okkur,“ sagði Friðrik Brekkan, farar- stjóri hjá fslenzku ferðaskrif- stofunum á Tenerife, f samtali við Morgunblaðið f gærkvöldi. Framhald á bls. 18 Aðalfundur vinnuveit- enda á morgun AÐALFUNDUR Vinnuveitenda- sambands íslands verður haldinn í húsakynnum sambandsins á morgun og hefst klukkan 13.30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundar- störf, en auk þess mun Jónas Haralz, bankastjóri, flytja ræðu á fundinum. Ráðgert hafði verið að fundurinn stæði f tvo daga eins og undanfarin ár, en vegna stöðu samningamála var ákveðið að ljúka aðalfundarstörfum á einum degi, segir f fréttatilkynningu frá Vinnuveitendasambandinu. „Boðskapur sem heillaði mig ” SÉRA Þórir Stephensen, dóm- kirkjuprestur, lagði m.a. út af kvikmyndinni Jónatan Livingston Mávur, sem nú er sýnd í Reykjavfk, f predikun sinni við hátfðarmessu f Dóm- kirkjunni s.l. sunnudag. Þótti það athyglisvert og spurði Mbl. sr. Þóri hvað það væri við kvik- myndina, sem hefði verið það athyglisvert, að hann minntist á hana f stólræðu: „Fyrir nærri tveimur árum var mér gefin bókin Jónatan Livingston Mávur. Ég hafði heyrt hennar að góðu getið, en ekki lesið hana fyrr en þá, og ég tvflas hana vegna þess, hve mér fannst boðskapur hennar athyglisverður og höfða mjög til minna eigin skoðana. Höfundurinn, Richard Bach, skrifar þessa bók að sjálfsögðu sem lfkingasögu. í mávahópn- um sjáum við svo margt, sem á sér hliðstæður f mannlífinu. Vald hópsins og lágkúrulegur, jarðbundinn hugsunarháttur kemur sterklega fram. En Jónatan braut af sér þá fjötra, sem reglur hópsins bundu hann í, af þvf að hann var viss um, að það hlaut að vera eitthvað æðra og meira til en það að berjast um ætið, sem var eina takmark hópsins. Og þar með fann hann, að líf hans hafði öðlazt tilgang. Og hann segir: „Við getum hafið okkur yfir fávizkuna, við getum fundið, að okkur er gefin snilld, skilningur og kunnátta. Við getum verið frjálsir! Við getum lært að fljúga'“ Og smám saman finnur Jónatan, að „sá mávur sér lengst, sem flýgur hæst“. Framhald á bls. 18 Kvikmynd Reynis Oddssonar MORÐSAGA í litum og á breiðtjaldi ^ Áhrifarík, sönn og góð mynd að flestra dómi sýnd í Stjörnubéói og úti á landi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.