Morgunblaðið - 30.03.1977, Side 11

Morgunblaðið - 30.03.1977, Side 11
Þorskinum skipað upp úr Júlfusi Geirmundssyni REYTINGS- AFLI EN VON UM GÓÐA VER- TÍÐ NÚ LÍTIL Ólafsvfk 28. marz. REYTINGSAFLI hefur verið í net hér að undanförnu, en nú hefur tregðazt aftur. Enn eru menn ekki úrkula vonar um að afli glæðist svo að um muni en llkurnar á þvi minnka þó með hverjum degi sem líður því blómi vertíðanna hér við Breiðafjörð hefur venjulega verið síðari hluti marzmánaðar og fyrstu dagar I aprfl. Gæftir hafa verið góðar og sá fiskur sem á land berst er því góður til vinnslu. — Heigí. VANTAR FÓLK í FISKVINNU Siglufirði, 28. marz. STÁLVlK landaði í dag 185 tonnum af þorski eftir 10 daga veiðiferð. Aflann fékk togarinn á Halanum og einungis i botn- vörpu. Óhemju mikil vinna er nú I Siglufirði og vantar nauð- synlega fleira fólk í fiskvinnu. Er þetta ánægjuleg breyting, þvi ekki eru mörg ár sfðan hér var mikið atvinnuleysi. Blind- bylur er hér I dag. — m-i- MJÖGTREGUR AFLI í NET Akranes 25. marz. Skuttogararnir Haraldur Böðvarsson og Krossvik voru hér f höfn í gær og í fyrradag. Haraldur með 80 tonn og Kross- vfk með 130 lestir af blönd- uðum. Eru togararnir báðir farnir ^ veiðar aftur. Afli I þorskanet hefur verið mjög tregur að undanförnu. Loðnu- aflinn er nú orðinn 23.354 lestir og af því voru 935 lestir frystar fyrir Japansmarkað. —iúiius MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1977 11 Hér er fermingargjöfin Wfehron útvarpsklukkan Svissnesk völundarsmíð Hér er fermingargjöfin, sem uppfyllir kröfur gefandans og óskir þiggjandans. Sambyggt útvarpstæki og vekjaraklukka, sem alltaf gengur hárrétt. Útvarpstækiö nær þremur bylgjum, langbylgju, miöbylgju og FM-bylgju, og viö þaö er hægt aö tengja hlustunartæki. Klukkan sjálf er mikil völundarsmíö, ná- kvæm í gangi meö stórum, lýsandi tölum og sýnir jafnvel sekúndur. Vekjarann má stilla á tvo vegu, annaö hvort fer útvarpiö sjálfkrafa í gang eöa venjulegur sónn. Fyrir þá, sem eiga erfitt meö að vakna má stilla tækið þannig, aö sónninn endurtaki sig aftur og aftur. Þeir, sem vilja sofna út frá músík, geta stillt tækiö þannig, aö útvarpiö slökk- vi sjálfkrafa á sér innan klukkutíma (0-60 mín.) og fari siöan í gang morguninn eftir á tilsettum tíma. Ef rafmagnslaust verður, er vararaf- hlaöa í tækinu, sem tekur sjálfkrafa við og tryggir vakningu á réttum tíma. Weltron útvarpsklukkan fæst í hvítu og grænu og kostar kr. 36.500. Auk þess er hægt aö fá hana meö greiðsluskilmálum. eltror? ÚTVARPSKLUKKAN fermingargjöfin sem vekur ánægju. VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10. SÍMAR: 27788,19192,19150. LAMYpenni er vel valin íermingargjöf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.