Morgunblaðið - 30.03.1977, Page 12

Morgunblaðið - 30.03.1977, Page 12
\ 2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1977 Hversu öflugur er herskipafloti Moskvu í rauninni? Stærsta og nýtfzkulegasta skíp Rússlands er flugmóðurskipid Kiev. Særými þess er 38000 lestir. Áhöfnin er 2500 manns. Skipið vakti mikla athygli, er það fór f fyrrasumar frá Svartahafi yfir Miðjarðarhaf inn f Atiantshaf. Frá þvf er sagt f greininni. RAUÐI FLOTINN Árum saman hefur Rauði flot- inn verið að vaxa. Á Vesturlönd- um verður þess stundum vart, að menn líta á hinn sovézka her- skipaflota sem sjóhersferlíki, sem teygir anga sína æ lengra um höf- in og þrengir að flota Atlantshafs- bandalagsins. Að minnsta kosti er litið á sovézka sjóherinn sem ill- mælanlega stærð nútíma herflota, sem virðist hafa aukizt viðstöðu- laust siðan á miðjum sjöunda ára- tugnum. En nú virðist mega greina, að heldur sé farið að draga úr þessari hervæðingu á hafinu. Að vísu skýra menn or- sakir þess yfirleitt mjög varlega. En engu að síður mátti skilja það á jafndómbærum áhorfanda og flotaforingja Atlantshafsbanda- lagsins, Isaac C. Kidd jr. aðmírál, í síðasta NATO — bréfi í fyrra, að hann teldi, að áætlun Sovétmanna um herskipasmíði hefði náð há- marki. Ef kannaðar eru forsendur fyr- ir þessu mikilvæga áliti yfirflota- foringjans, koma þrjú atriði í ljós, sem menn hljóta sannast sagt að líta á með nokkurri efablendni: — Ef menn Irúa tölum hinnar þekktu hermálastofnunar, IISS, í London, á að hafa verið fækkað um 2500 manns í landgönguliði flotans, en þaó er ávallt talið til árásarsveita hers. (I því eru nú um 14.500 manns.) — Ef til vill byggist þessi minnkun hervæðingarinnar á þeirri þróun, sem lengi hefur orð- ið vart varðandi sovézka herflot- ann, að áherzlan hefur færzt frá magni til gæða. Þetta kemur gleggst í ljós í sambandi við kaf- bátana, þar sem eldri dísilolíu bátar hafa vikið fyrir hinum kjarnorkuknúnu. En smíði flug- móðurskipa i sama flokki og „Kiev“ bendir einnig í sömu átt, að áherzla sé lögð á smíði nýtízku skipa, en ekki lengur á fjölda þeirra eins mjög og áður. — Og loks hafa Sovétrikin boð- að mikla aukningu á smíði verzlunarskipa. Samkvæmt frétt frá TASS í byrjun janúar á verzlunarflotinn að aukast um nær eina milljón tonna fyrir árs- lok. Fram til 1980 á hann að auk- ast um alls 4.6 milljónir tonná. Skyldi þetta boða, að megin- áherzlan í skipasmíðum myndi nú verða lögð á flutningaskip — á hina hættuminni samkeppni — og jafnvel farþegaskip, sem TASS minntist einnig á? Á hinu hernaðarlega sviði hef- ur hervæðing Sovétrikjanna á hafinu síðan á miðju sjöundaára- tugnum táknað augljósa sam- keppni við Bandaríkin. En í þessu herbúnaðarkapphlaupi verður ekki aðeins að taka tillit til fjölda, heldur og stærðar hinna byggðu skipa. Að vísu byggðu Sovétríkin á árunum 1965 til 1975 (sam- kvæmt upplýsingum Pentagons) samtals 833 herskip af öllum stærðum á móti 265 hjá Banda- ríkjunum, en hin bandarísku voru stærri. Særými þeirra var 2,1 milljónir tonna á móti tæplega 1.5 milljón særými hinna sovézku nýsmíða. Auk þess byggjast skipasmíða- áætlanir beggja risaveldanna á samsetningu flota þeirra á hverjum tíma. Sovézki flotinn var að vissu leyti bundinn hugmynd- um um strandvarnir og strand- gæzlu, og því var áherzlan .lögð á minni einingar ídþví skyni. En aftur á móti smíðuðu Bandaríkin stór skip til herflutninga um fjar- læg höf með hliðsjón af sögulegri reynslu sinni. En nú hefur mun- urinn á afstöðu risaveldanna i þessum efnum farið minnkandi á undanförnum árum: I Banda- ríkjunum eru „stóru“ skipin að verða minni, en í Sovétríkjunum stærri. En ennþá nær skip á við „Kiev“, sem er risastórt á sovézk- an mælikvarða, ekki nema helm- ingi stærðar bandaríska risa- flugmóðurskipsins „Nimitz". En í framtiðinni verða smiðuð i Bandaríkjunum flugmóðurskip, sem ekki eru eins riavaxin i sniðum. Ennþá er allur herskipastóll Bandaríkjanna um 5 milljónum tonna stærri en hinn sovézki, sem nálgast fjögurra milljóna tonna markið. Hins vegar hefur Rauði flotinn yfir aó ráða nær þrisvar sinum fleiri skipum að tölu en hinn bndaríski, sem minnkaði um 500 einingar á undanförnum ár- um samkvæmt búreikningi Penta- gons. En þar með er lítið sagt um styrkleíka þessara herflota í hern- aði eða gæði skipanna. Innan Atlantshafsbandalagsins hafa menn áhyggjur af hinum tæknilegu framförum sovézka flotans, enda þótt þær gerist á kostnað hinna háu talna og mikla fjölda. Að áliti NATO eru endur- bæturnar margvíslegar: Þannig víkja ekki aðeins venjulegir kaf- bátar með takmörkuðu starfssviði í æ ríkari mæli fyrir kjarnorku- knúnum úthafskafbátum, heldur leysa nýtízku skip með fjarstýrð- um vopnum og flugvélar með há- þróaðri rafeindatækni einnig hin- ar eldri gerðir af hólmi. Auk þess sem unnið er kappsamlega að ef 1- ingu kafbátaflotans, „sem getur ógnað samgöngum á öllum úthöf- um“ (Kidd), og stækkun skipa- smíðastöðva og verzlunarflota, hafa upp á síðkastið verið gerðar markvissar tilraunir til að sigrast á hinum „landfræðilegu takmörk- unum" rússneska flotans með víð- feðmu kerfi bækistöðva um heim- inn til tryggingar samgöngum og liðs- og birgðaflutningum. (Jtþenslan ekki skapadómur Vafalaust er slíkt flotaveldi risaríkis „eðlilegt". Rauði flotinn er að reyna að ná aðstöðu, sem fyrir löngu er sjálfsagður hlutur fyrir bandaríska flotann. Jafnvel þetta skýrir að miklu leyti hin styggu viðbrögð á Vesturlöndum. A heildina litið er útþensla sovézka sjóhersins ekki svo af- skapleg fyrir hinn vestræna heim. En með tilliti til Evrópu er hún aftur á móti iskyggileg eða við- sjárverð. Hér hefur Sovétríkjun- um orðið nokkuð ágengt, segir Kidd, aðmíráll: Sambandsleiðir um Atlantsaf hafa ekki aðeins orðið óörúggari og þar með sá „fylkingararmur", heldur er og hættara við truflunum á hinum venjulegum siglingaleiðum verzlunarflotans. Aðmírállinn sér þó ekki ástæðu til örvilnunar á neinn hátt: „Við erum sannfærðir um það, að við munum hafa yfir nægilega sterkum herflota að ráða til að koma i veg fyrir meiri- háttar ævintýri á höfunum og gera hugsanlegum andstæðingi ljóst, hversu mikla og sennilega óhæfilega mikla áhættu hann myndi taka.“ Sá sem gjarna vildi vita, hvað „nægilegur floti“ merkir og hversu öflugur sovézki flotinn sé í raun og veru, á á hættu að lenda algerlega í tölulegum ógöngum. Sovétríkin þegja um nákvæman styrkleika flota síns (eins og ann- ars herafla) og stuðlar með stöð- ugum breytingum á einkennis- stöfum á skipshliðum (samkvæmt tölulykli með i hæsta lagi þremur stöfum) að því að rugla hina vest- rænu upplýsingaþjónustu í rím- inu. Ef til vill eru þau þannig að reyna að gefa í skyn, að flotinn sé enn stærri en hann er. Hinar mis- munandi tölulegu upplýsingar fara og eftir því, hvaða skip eru talin með í samanburði við stærri einingar, og hvort menn kosta kapps um að taka með siðasta isbrjótinn og minnsta strand- gæzlubátinn. Óvissan um kafbátana Til dæmis telur IISS i London, að í Rauða flotanum séu 214 „all- stór orustuskip" og 231 kafbátur (84 knúnir kjarnorku og 147 disil- olíu), en í hinum bandariska 176 „allstór orustuskip" og 75 kafbát- ar (en af þeim eru aðeins 10, sem enga kjarnorku hafa). Séu skip bandalagsþjóðanna tekin með, sem oft er ekki gert í siíkum samanburði, er hinn vestræni flotastyrkur að áliti Kidds, aðmír- áls, vafalaust „nægilegur". Fræði- lega séð, en i samræmi við skoðan- ir Moskvu í öryggismálum, má meira að segja taka alþýðulýð- veldið Kína með í hugsanlegu bandalagi gegn Rauða flotanum. Þá hefði það á grundvelli talna IISS yfirhöndina yfir Sovétrikin á þeirra sterkasta sviði — hvað kafbáta snertir. En sú spurning er mikilvægari en slikur leikur með tölur, hversu raunhæfar hinarýmsu upplýsing- ar séu. Brezka uppsláttarritið „Jane’s Fighting Ships" telur til dæmis kafbátaflota Sovét- ríkjanna miklum mun öflugri en IISS gerir. Höfundar ritsins kom- ast að þeirri niðurstöðu, að kaf- bátarnir séu alls 390 og þar af 135 knúnir kjarnorku. Sé leitað upp- lýsinga i þýzku uppsláttarriti, sem er nýkomið út og fjallar ein- göngu um sovézka herskipaflot- ann, þá er fjöldi sovézkra kafbáta meira að segja ennþá meiri. Höf- undur þess, Schulz-Torge, sjóliðs- foringi, nefnir alls 403 kafbáta. Hann greinir á milli 28 mismun- andi kafbátagerða, en IISS aftur á móti aðeins 16. Hafa þær gerðir, sem þarna vantar, raunverulega verið bræddar upp eða aðeins teknar úr umferð? Er hægt að taka þá auðveldlega til notkunar aftur eða tæplega? IISS miðar í þessu efni við hag- stæðustu útkomu fyrir NATO, en Schulz-Torge hina óhagstæðustu, þvi að hann treystir Rauða flotan- um til hámarks nýtingar kafbáta- flotans. Auk þess hljóta Sovét- menn að vera meistarar i viðhaldi og kafbátar þeirra að ná háum starfsaldri. Það er einnig greini- legt, að tölur hafa takmarkað raungildi. En hvað sem öðru liður, gerir Schulz-Torge merkilega grein fyr- ir sovézkum herbúnaði á sjó. Hann mun hafa tekið þessa hand- bók saman með hliðsjón af gögn- um yfirstjórnar Atlantshafsflot- ans. í henn-i eru til skýringar 500 myndir og fjöldi teikninga af meira en 227 gerðum skipa og báta, af skipasmíðastöðvum, vopnabúnaði, öllum helztu eining- um flotans og flugkosti hans sem og landgönguliði og nákvæmar skýringar eru gefnar á einkennis- búningum, tignarmerkjum og öðrum búnaði. Bókin er fyrst og fremst ætluð fagmönnum og mun vera mikið notuð I Atlantshafs- flotanum. Fyrir leikmann er sá galli við bókina, að þótt hún hafi margar ítarlegar upplýsingar að geyma, er þar ekki að finna neitt heildaryfirlit — ekkert svar við þeirri spurningu, sem mestu máli skiptir: Hversu vel búinn og hættulegur er Rauði flotinn í raun og veru? Það kann að vera, að flotastjórnin hafi bannað hin- um margfróða sjóliðsforingja að gera neina alls herjar úttekt, svo að ekki væri farið að glugga í þeirra eigin gögn um of. Upplýs- ingar i bókinni um það, sem er miður hjá Rauða flotanum í bún- aði, styrk og aðstöðu koma þvi að takmörkuðum notum. Schulz-Torge leyfir sér ekki neinar vangaveitur. En hvernig jafnvel sérfræðingar geta farið út i algerar öfgar í þeim efnum, sýn- ir til dæmis álit vestrænna sér- fræðinga á flugmóðurskipinu „Kiev“. Þeg það kom I ljós á Mið- jarðarhafi og Atlantshafi á miðju siðastliðnu ári, lofuðu vestrænir flotasérfræðingar skipið eftir að hafa skoðað fyrstu ljósmyndirnar af þvi og kváðu það „bezt vopnum búna skip í heimi" og bentu með greinilegri öfund á flugvélarnar, sem geta hafið sig til flugs og lent lóðrétt um borð. Um miðjan nó- vember urðu þeir furðu lostnir yfir „vanbúnaði flugdekksins" og hinum lélega öryggisbúnaði sem og aðbúnaði og starfsrækslu flug- vélanna, sem engan veginn væri fullnægjandi á Kiev. Schulz- Torge lýsir skipinu i smáatriðum á nær fjórum sínn lýsi þýðingu skipsins sem flughlif flotans. Naumar rúblugreiðslur Schulz-Torge eyðir heldur ekki mörgum linum á hinar einstöku deildir Rauða flotans þrátt fyrir ítarlegar heimildir. Norðursjávar- flotinn virðist honum „öflugast- ur“, hafa mesta baráttuliæfni. Baltneska flota hins rauna gunn- fána í Eystrasalíi er lýst sem „fljótandi viðauka hins öfluga landshers og flughers Sovét- ríkjanna á meginlandi Evrópu". Þó að Eystrasalt sé minnsta hafs- svæðið, þar sem herskipafloti er hafður, er hann öflugastur — miðað við tegundaqfjölda skipa. Minnsti herskipaflotinn er þá Svartahafsflotinn (Þriðji flot- inn), sem hefur stöðugt flota- deildir í Miðjarðarhafi. Varðandi Kyrrahafsflotann leggur Schulz- Torge áherzlu á hina erfiðu land- fræðilegu aðstöðu hans. Auk hinna fjögurra aðalflota hefur sovézka flotastjórnin yfir að ráða þremur flotadeildum fyrir Amur, Dóná og Kaspiahafið sem og yfir hinni sivaxandi Indik-flotadeild í Indlandshafi, sem vestrænir sér- fræðingar hafa sínar nýjustu áhyggjur af. Höfundurinn beinir athygli sinni einnig að hinni innri sam- setningu og byggingu flotans, sem hefur herstyrk á borð við allan her Vestur-Þýzkalands. (Honum er ókunnugt um fækkun manna í flotanum.) Um borð á fljótandi farkostum eru um 185.000 manns. 75.000 manns tilheyra flugsveit- um flotans, og 240.000 manns eru staðsettir I landi, til dæmis við strandgæzlu eða i landgönguliði flotans, en það er kallað úrvalslið. Herþjónusta í flotanum tekur þrjú ár á móti tveimur I öðrum deildum hersins. Grunnþjálfunin tekur tvo mánuði. Samt sem áður hafa hinir herskyldu i æskulýðs- samtökum flokksins hlotið undir- stöðuþjálfiín í hermennsku. Eftir grunnþjálfunina i herbúðum flot- ans fá flestir sérþjálfun í skólum eða um borð í skipum. Hún á að taka um 18 mánuði og endar með því, að hermaðurinn er skipaður svonefhdur sérþjálfaður sjóliði þriðja flokks. Sem slíkur verður hann auk fullþjálfunar á sínu sér- sviði að afla sér þekkingar á enn öðru sérsviði. Það tekur yfirleiR Framhald á bls. 31 Upplýsingar um tölu skipa segja ekkert marktækt um hernaðarlegt gildi þeirra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.