Morgunblaðið - 30.03.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.03.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 30. MARZ 1977 Ásgeir Þ. Ólafsson héraðsdýralæknir: „Hæstiréttur minn ?> BÓNDI einn í Borgarfirði, ágætur maður, átti í málaferlum við ná- granna sina út af landamerkjum Missagnir í útvarpsþætti leiðréttar Akranesi 28. marz. 1 UTVARPSÞÆTTINUM „Ilver er á línunni? sfðast- lirtinn sunnudagsmorgun kom fram, að árið 1921 hefðu engin fyrirtæki verið starfandi á Akranesi. Akranes var löggiltur verzlunarstaður á Alþingi árið 1864. Á árunum 1921 voru m.a. starf andi atvinnu- og verzlunar- fyrirtæki, sem hér segir: Þofður Asmundsson og fleiri, með útgerð og fiskverkun frá árinu 1906 og verzlun frá 1908 og ishúsrekstur frá 1915. Haraldur Böðvarsson og Co., útgerð frá 1907 og íshúsrekstur frá 1915, Bjarni Ólafsson og Co., verzlun frá 1915 og þar að auki útgerð og fiskverkun frá 1920. Kaupfélag frá 1919. Sögulega séð ættu hlutaðeig- endur að leiðrétta umsögnina I næsta þætti. Annars er þessi þáttur nokkuð góður en mætti að margra áliti fjalla meira um sögu og staðhætti viðkomandi bæja og sv«ita. —Júlíus. og veiðiréttindum. Þegar manni þessum líkaði ekki úrslit mála i héraði, áfrýjaði hann málum sfn- um til Hæstaréttar og vann bæði málin (aðskilin mál) fyrir réttin- um. Þegar bóndinn vann mál fyrir Hæstarétti í annað sinn var haft eftir þessum ágæta manni — Já, Hæstiréttur minn. Allfrægt er „Skjónumál" Löngumýrar-Björns fyrir Hæsta- rétti, en nefndur Björn lét hafa eftir sér í blaðaviðtali, að hann (Björn) hefði góða reynslu af Hæstarétti og tryði honum til alls hins bezta eins og reyndar allir landsmenn gera. Hæstiréttur var stofnsettur 1920, eftir að fullveldisviðurkenn- ingin var fengin og var rétturinn í fyrsta sinn 17. feb. 1920. En fram að þeim tíma var æðsti dómstóll í landinu svonefndur landsyfirréttur, en sá dómstóll var stofnaður árið 1800, eða um það leyti, sem Alþingi var lagt niður. Starfaði dómstóll þessi til 1919. En á þessu tímabili áttu íslend- ingar aðgang að enn einum dóm- stóli — það var Hæstiréttur Dana. Áfrýjuðu Islendingar stundum sfnum málum og fengu leiðrétting sinna mála. Einna eftirminnileg- asta dæmi um áfrýjun til Hæsta- réttar Dana eru Skúlamálin svo- nefndu, en Skúlamálin voru landsfræg á seinasta áratug 19. aldarinnar. Ekki verður sú saga rakin hér, en þess aðeins getið, að Skúli Thoroddsen áfrýjaði málum sínum til Hæstaréttar Dana. I blaðafregn Kaupmannahafnar- blaða frá marz 1895: Hinn 15. febrúar var í Hæsta- rétti (Dana) kveðinn upp dómur i máli landsStjórnarinnar gegn Skiila Thoroddsen fyrrv. sýslu- manni. Niðurstaðan var eins og vænta mátti eftir málfærslunni að dæma, að Skúli Thoroddsen var algerlega sýknaður. Tilefni þess, að ég sting niður penna og skrifa þessar lfnur er það að ég sá í Morgunblaðinu í dag dóm Hæstaréttar um bílskúr, í Gnitanesi 10. Okkur veitti ekki af að f á danskan Hæstarétt. Vatikanid veitti milljarða kr. aðstoð Vatikaninu 29. marz. AP. KAÞÓLSKA kirkjan safnaði á s.l. ári um 3.7 milljörðum islenzkra króna á Vesturlöndum til þess að styrkja kirkjur í kommúnista- löndum og kristna menn, sem í erfiðleikum áttu viðs vegar um heim að því er sagði f tilkynningu frá Vatikaninu í dag. Tæpum einum milljarði króna var úthlutað til aðstoðar kirkjum I Sovétrfkjunum og öðrum komm- únistarikjum, en afganginum af fénu varið til aðstoðar flóttafólki og kirkjum, sem í erfiðleikum áttu i Afriku, Asíu, S-Ameríku og Evrópu. BRRun BEZTU KAUPIN ERU í BRAUN RAFMAGNSRAKVÉL Rafmagnsrakvélar eru ekki allar eins. Það sem greinir BRAUN rakvélar frá öðrum tegundum eru rakblöðin, sem eru platínuhúðuð og þau þynnstu á markaðinum, Þessvegna kemst BRAUN rafmagnsrakvélin næst skegg- rótinni. í öllum prófunum neytendablaða er- lendis fær BRAUN rakvélin ætíð bestu fáanlegu meðmæli. BRAUN rafmagns- rakvélin sker sig líka úr þegar dómur er lagður á form og hönnun. Ef einhver dregur gæðin í efa, þá er efagjörnum sem öðrum velkomið að prófa rakvélina í verzlun okkar. — 7 gerðir fyrirliggj- andi. VERZLUNIN Skólavöröustíg 1 —3 og Bergstaðastræti 7 - Sími 26788 Rocky bezta myndín Los Angeles 29. marz. Reuter. FAYE Ounaway og Peter Finch, sem lézt fyrr á þessu ári, hlutu Óskarsverðlaunin fyrir be/tan ieik I aðalhlutverki i kvikmynd árið 1 976. Eru verðlaun Finchs fyrstu verðlaun, sem veitt eru leikara að honum látnum. Finch og Dunaway hlutu verð- launin fyrir leik í myndinni Network, sem er hörð ádeila á sjónvarpsstöðvar í Banda- ríkjunum. Hnefaleikamyndin Rocky hlaut verðlaun sem bezta mynd ársins, en aðrar myndir, sem kepptu við hana, voru m.a- Allir menn forsetans og Net- work. Jason Robards hlaut Óskarsverðlaun fyrir bectan leik i aukahlutverki sem Ben Bradley, ritstjóri Washington Post, í myndinni Allir menn forsetans og Beatrice Straight hlaut verðlaun sem bezta leik- kona t aukahlutverki fyrir hlut- verk sitt I Network. Um 75 milljónir Bandaríkja- manna fylgdust með Óskars- verðlaunaathöfninni í sjónvarp1 og um 170 milljónir manna víða um heim, en hátíðinni var Baader-Meinhof réttarhöldun- um f ramhaldið Stuttgart, V-Þýzkalandi, 29. marz. Reuter. RÉTTARHÖLDUNUM yfir félög- um úr Baader- Meinhofskæruliðahreyfingunni var framhaldið f Stuttgart f dag eftir að yfirréttur hafði vfsað frá kröfum verjenda sakborninganna um að ný réttarhöld yrðu fyrir- skipuð eftir að upp komst að klef- ar sakborninga höfðu verið hler- aðir f 22 daga. Fregnir um hleranir þessar ollu miklum pólitískum úlfaþyt í V- Þýzkalandi og var um tíma talið að réttarhöldin, sem staðið hafa í 22 mánuði, yrðu lýst ógild. í úr- skurði yfirréttarins segir að kröf- unni um ný réttarhöld sé vlsað frá þar sem yfirvöld í landinu hafi gert allt, sem í þeirra valdi stóð, til að upplýsa málið. Staðfest hefur verið, af hálfu dómsmálaráðuneytisins í Baden- Wuerttemberg, að klefar sak; borninga hafi verið hleraðir tvo timabil, samtals i 22 daga og allar viðræður þeirra við lögfræðing3 sina teknir upp á segulband til þess að reyna að fá fregnir ** meintum tilraunum til að frels3 sakborninga úr haldi með vopna- valdi. Sakborningarnir Andreas Baader, Jan-Carl Raspe °# Gudrun Ensslin eru sókuð um WJ hafa staðið að fjölda sprengjutil; ræða og rána í V-Þýzkalandi 1970—71. Fjórði sakborningur; inn, Ulrike Meinhof, framdj sjálfsmorð, er hún hengdi sig klefa sínum á sl. ári. IRA beitir sovézkum eldflaugum Belfast, N-írlandi 29. marz AP. SKÆRULIÐAR irska lýðveldis- hersins, IRA, beittu i dag sovézk- um eldflaugum gegn brynvarinni brezkri bifreið i Turf Lodge- hverfinu f Belfast. Ein eldflaug- anna hæfði bifreiðina og særðust tveir brezkir hermenn alvarlega. Ekki var sagt í frétt frá brezku herstjórninni í Belfast af hvaða gerð eldflaugarnir hefðu verið. IRA-menn haf a hert mjög sókn sína gegn brezkum hermönnui" og lögreglu, en lögregla og var N-Irlands eru að mestu sk v mótmælendum. Sprengjusért ingum brezka hersins i Bei tókst í dag að gera óvirkar v^ mjög öflugar sprengjur, komið hafði verið fyrir V»» lögreglumanna í borginni. . 40 kg af sprengjuefni i an sprengjunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.