Morgunblaðið - 30.03.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.03.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1977 15 Peter Finch sjónvarpað um gervihnetti. „Allir menn forsetans" hlaut einnig verðlaun fyrir bezta hljóðupptöku og listræna stjórn og þar að auki fyrir bezta kvik- myndahandritið. Verðlaun fyrir beztu leikstjórn hlaut John Avildsen fyrir Rocky. Verðlaun fyrir bezta búninga hlaut Casanova, mynd Fredricos Fellinis, og Rocky hlaut verð- laun fyrir beztu klippingu. Barbra Streisand fékk Óskars- verðlaun fyrir bezta sönglag, Evergreen, sem hún samdi fyrir kvikmynd sfna, A star is born. Þetta var í 49. skipti, sem Óskarsverðlaununum var út- hlutað Mesta athygli við athöfnina vakti, er Muhammed Ali, heimsmeistarinn í hnefa- leikum, sakaði höfunda Rockys um að hafa stolið frá sér hug- myndinni um kvikmynd úr hnefaleikaheiminum. Dunaway og Finch beztu leikarar ERLENT Japanir undir- búa útf ærslu Tókló, 29. marz. Reuter. STJÓRN Japans tilkynnti f dag, að hún myndi á morgun leggja fyrir þingið frumvarp um út- færslu landhelgi Japans úr 3 mfl- Grænlendingar vilja 100 mílna einkalögsögu Godthaab, 29. marz. Reuter. LANOSSTJÓRNIN á Grænlandi tilkynnti ( dag, að Grænlendingar sem fá heimastjórn innan 2ja ára, myndu krefjast 100 mllna einka fiskveiSilögsögu Var samþykkt á vorfundi landsstjómarinnar a8 halda Grænlandi utan viS fisk- veiSistefnu Efnahagsbandalags Evrópu. þrátt fyrir aSild landsins, sem hluti af Danmörku aS EBE. um f 12 mflur og að frumvarp um 200 mflna efnahagslögsögu yrði lagt fyrir þingið snemma á næsta þingtfmabili, er ljóst væri orðið hverjar niðurstöður yrðu á haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna sem hefst f maf nk. Það var landbúnaðarráðherra Japans, Zenko Zuzuki, sem skýrði frá þessu eftir ríkisstjórnarfund í dag. Aðgerðir Japansstjórnar koma á tíma, er samningavið- ræðurnar við Sovétríkin um gagn- kvæm fiskveiðiréttindi eru komn- ar í hnút. Sovétmenn sem færðu sfna fiskveiðilögsögu út f 200 míl- ur I. þessa mánaðar hafa krafist þess af Japönum að sovézkir fiski- menn fái að veiða upp að þriggja milna landhelgi Japans gegn því að japanskir fiskimenn fái að veiða innan 200 mílna efnahags- lögsögu Sovétríkjanna. Amin bannar nýj Ustu hártízkuna . Nairóbí 29. marz NTB. "JTVARPIÐ ' Uganda tilkynnti f ^ag, að Amin Ugandaforseti hefði Sefið fyrirmæli um að þær konur landinu, sem fléttuðu hár sitt s^v. sfðustu tfzku, yrði teknar og shoðaðar af herlögreglunni. Nýj- ®sta hártfzkan í A-Afríku er skv. |réttum á þá leið, að konurnar ‘létta hárið f bylgjum yfir höfuðið ?8 margar nota svarta borða til að aga áferðina. Utvarpið segir, að Amin hafa í Shpið til þessa ráðs eftir að hafa fengið kvartanir frá nokkrum eiginmönnum og eldri borgurum, sem báru sig yfir verðinu á slfkri hárgreiðslu, allt að 12000 fsl. kr., auk þess sem hárið væri eins og sniglaþúfa, vond lykt fylgdi hár- greiðslunni sem einnig gerði það að verkum að konurnar misstu kvenlega fegurð sína. í útvarpinu sagði einnig, að konur f Úganda væri kunnar af fegurð sinni um allan heim og ættu ekki að láta ánetjast af tízkufyrirbærum heimsvaldasinna. Umhorf; Leiðrétting Á UMHORFSSlÐU I gær fél) niður kafli úr viðtalinu sem birt- ist á sfðunni. Fer þessi lokakafli hér á eftir: Sú staðreynd blasir við okkur að ríkiskerfið hefur sffellt verið að aukast, þrátt fyrir, að almenn- ingur stynji undan skattbyrðinni sem hlýst af bákninu. Er einhvers árangurs að vænta af þessu starfi ungra sjálfstæðismanna, Friðrik? „Ég tel að „Báknið burt“, sé eitt besta framlag ungra manna I viðleitni þeirra til að benda á leið- ir f þvf skyni að draga saman ríkisbúskapinn. Áhrifin koma berlega I ljós f leiðaraskrifum Morgunblaðsins og Tfmans og skrifum eins frambjóðanda Al- þýðuflokksins f Vfsi fyrir skömmu. En f öllum þessum greinum var fjallað um sam- dráttarmálin. Þjóðviljinn hefur að mestu leyti þagað um málið enda kæra kommúnistar sig ekki um að vekja athygli á frumkvæði okkar í þessu máli. Að baki hugmyndum okkar liggur mikil vinna margra manna sem hafa skoðað málið vandlega. Þetta eru þvf ekki aðeins slagorð og sleggjudómar. Að undanförnu hefur skilning- ur manna aukist á mikilvægi þess að draga úr ríkisumsvifunum. Foringjar vinstri flokkanna eru meira að segja farnir að taka sér slfkt f munn. Samdrátturinn f ríkisbúskapnum snertir að sjálf- sögðu kjarnann f sjálfstæðisstefn- unni, sem leggur áherlsu á frelsi og framtak einstaklingsins í stað ríkisforsjár. Ég er þvf sannfærður um að þessi mál verða tekin til sérstakr- ar umræðu á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins, sem haldinn verður f maí næst komandi. Enn- fremur vænti ég þess að ríkis- stjórn og Alþingi hefjist handa um raunhæfar aðgerðir í þessum efnum. Ekkert sam- komulag um Barentshaf Moskvu 29. marz. NTB. VIÐRÆÐUM Jens Evensens, hafréttarmálaráðherra Nor- egs, og Alexander Ishkovs, sjávarútvegsráðherra Sovét- rfkjanna, lauk f dag f Moskvu án þess að samkomulag næðist f deilum landanna um miðlinu á Barentshafi. Talið er hugsan- legt að nýjar viðræður hefjist f næsta mánuði. Talsmenn norsku sendinefndarinnar hafa látið að þvf liggja að við- ræðurnar hafi í gær og dag verið nokkuð þvingaðar og leiða getum að þvf að njósna- málið á dögunum hafi haft sfn áhrif svo og einnig úthlutun friðarverðlauna Nóbels til andófsmannsins Andrei Sakarhovs 1975. Engu að siður telja Norðmenn að viðræð- urnar hafi verið gagnlegar og að báðir aðilar hafi látið í ljós vilja til að komast að sam- komulagi. áIa Timburverzlunin Völundur hf. KLAPPARSTIG 1, SIMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244 Völundar gluggar vandaöir gluggar Vandaðir gluggar eru eitt aðalatriðið í hverju húsi og auka verðmæti þess og ánægju þeirra, sem í húsinu búa. Timburverzlunin Völundur hefur 70 ára reynslu í smíði glugga. I dag leggjum við megináherslu á smíði Carda- hverfiglugga svo og venjulegra glugga samkv. hinum nýja íslenska staðli. Cardagluggar hafa marga kosti umfram aðra. Auðvelt er að opna þá og loka. Hægt er að snúa þeim við, ef hreinsa þarf þá eða mála. öryggislæsingar geta fylgt. Hljóðeinangrun uppfyllir ströngustu reglur. Bæðí vatns- og vindþéttir í lokaðri stöðu. Þá er einnig hægt að fá smíðaðar veggjaeiningar með Cardagluggum í, sem síðan má raða saman. Þar sem Cardagluggum verður ekki viðkomið mælum við með gluggum smíðuðum samkv. hinum nýja íslenska staðli, með falsi 20x58 mm. Alla glugga er hægt að fá grunnaða eða tvímálaða. Einnig getum við smíðað þá úr gagnvarinni furu eða oregonfuru. í sérstökum tilfellum smíðum við einnig glugga eftir sérteikningum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.