Morgunblaðið - 30.03.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.03.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1977 pltrgtnmWaliil* Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sfmi 22480 Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60.00 kr. eintakið. Jákvætt viðhorf r Ikjarasamningum þeim, sem I hönd fara, skiptir að vonum miklu máli með hvaða hugarfari og afstöðu /ulltrúar samningsaðila setjast að samningaborði. I því sambandi er fróðlegt að kynnast þeim viðhorfum, sem Davfð Sch. Thorsteinsson, formaður Félags íslenzkra iðnrekenda, setti fram i ræðu á ársþingi iðnrekenda i sfðustu viku, þar sem hann fjallaði almennt um málefni iðnaðarins og svigrúm hans til þess að greiða starfsfólki hærra kaupgjald, en iðnverkafólk er einmitt f hópi þeirra launþega, sem búa við lægst laun. 1 ræðu þessari sagði Davfð Sch. Thorsteinssoni m.a.: „Ég vif við þetta tækifæri þakka skilning og drengilegan stuðning samtaka iðnverka- fólks í þeirri baráttu, sem við höfum háð fyrir bættum starfsskilyrðum iðnaðarins. Forystumenn þeirra gera sér ljóst, að eina leiðin til raunverulegra kjarabóta er aukning framleiðslu og framleiðni. Þeir hafa skilið að frumskilyrði þess, að iðnaðurinn geti greitt starfsfólki sínu sómasamleg laun er, að hann búi vð sambærilega starfsaðstöðu og keppinautar hans. Ég veit, að aðrir leiðtogar launþega skilja þessa staðreynd, og í þeim samningum, sem framundan eru, vona ég, að okkur takist sameiginlega að koma f veg fyrir, að þjóðarógæfan — hið ónauðsynlega allsherjar- verkfall f fyrra — endurtaki sig. Ég segi ónauðsynlegt verkfall vegna þess, að það hafði f raun og veru engin áhrif á sjálfa kjarasamningana. Það minnkaði þjóðarframleiðsluna — minnkaði það sem til skiptanna var — og dró úr getu atvinnuveganna til að greiða hærri laun. Auk þess skaðaði tekjumissirinn í verkfallinu beint allt það fólk, sem þátt tók f þvf. Við hljótum að geta leyst þessi mál f sameiningu með friðsamlegum hætti, snúið frekar bökum saman til að auka framleiðsl- una í landinu — byggja upp í stað þess að rffa niður —. Ég fullyrði, að engin deila stendur um það milli atvinnurekenda og launþega, að lífskjör þurfa að batna á tslandi. Ég vil nota þetta tækifæri til að lýsa þvf yfir, að íslenzkir iðnrekendur eru reiðubúnir að greiða starfsfólki sínu verulega hærri laun, ef iðnaðinum verða búin sömu starfsskilyrði og keppinautar hans búa við. Vörn iðnaðarins hingað til gegn óeðlileg- um starfsskilyrðum hefur verið að halda niðri launum starfsmanna sinna. Þetta verður að breytast. Starfsfólk iðnaðarins á ekki að vera láglaunafólk, það er hvorugum aðilanum til góðs.“ Þetta er drengilega mælt og lýsir jákvæðri afstöðu formanns Félags fslenzkra iðnrekenda til þeirra vandamála, sem framundan eru á vinnumarkaðinum. Ef allir samningsaðilar setjast að samningaborði með þvf hugarfari, sem fram kemur f þessari ræðu Davfðs Sch. Thorsteinssonar er ekki ástæða til að ætla annað en samningar takist og friður haldist. Drögum úr ríkisrekstri Um fátt hefur verið meira rætt undanfarnar vikur en nauð- syn þess að draga úr rfkisbákninu og minnka umsvif opinbera kerfisins. Kröfur um þetta hafa komið úr öllum áttum, jafnt frá vinstri sem hægri. Ekki hefur sfst vakið athygli, að kröfur um minnkandi samneyzlu og aukna einkaneyzlu á hennar kostnað hafa komið fram úr röðum verkalýðsmanna, m.a. í greinargerð kjaramálaráðstefnu Alþýðusam- bands Islands. Nú hefur Matthfas Á. Mathiesen fjármálaráðherra skipað sérstaka nefnd, sem hann raunar boðaði við fyrstu umræðu fjárlaga á sl. hausti og er verkefni hennar að gera athugun á því, hvort unnt sé að færa ýmsa framleiðslu- og þjónustustarfsemi, sem opinberir aðilar hafa með höndum, til einstaklinga eða samtaka þeirra og alveg sérstaklega er nefndinni ætlað að athuga, hvort aðild rfkisins að atvinnustarfsemi í landinu í samkeppni við einkaaðila sé æskileg. Nefnd þessi á að ljúka störfum fyrir lok þessa árs og hljóta menn að binda verulegar vonir við störf hennar, enda stendur það ráðherrum Sjálfstæðisflokksins næst að hafa frumkvæði um slfkan samdrátt f ríkisumsvifum og opinberum rekstri. Fráleit tillaga Sex þingmenn úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum hafa lagt fram á Alþingi tillögu, sem felur f sér að leggja skuli sérstakan hraðbrautarskatt á bifreiðaeigendur í Reykavfk, Reykjanesi og Suðurlandi og á þessi skattur að leggjast á í formi tveggja króna gjalds á hvern lftra bensíns og dfselolfu. Hér er sem sagt um að ræða tillögu um sérstaka skattlagningu á íbúa suðvesturhorns landsins, sem aðrir eiga að vera lausir við. Um þessa tillögugerð vill Morgunblaðið segja tvennt. í fyrsta lagi það, að nú er ekki tími til að auka skattaálögur á almenning f einu eða öðru formi. Þær einu breytingar, sem ástæða er til að gera í þeim efnum eru þær að lækka opinberar álögur á almenning. I öðru lagi er það skoðun Morgunblaðsins, að tillögugerð sem þessi verði einungis til þess að hleypa illu blóði f íbúa þéttbýlissvæðisins á Suðvesturlandi, sem hafa með skattgreiðslum sínum á undanförnum árum staðið straum af kostnaði við margvíslega uppbyggingu út um allt land, bæði með vegalagningu og annað og ekki talið það eftir sér. Ösanngjarn tillöguflutningur af þessu tagi dregur úr skilningi manna á nauðsyn þess að byggja landið allt og er því versti óvinur sanngjarnrar og raunhæfrar byggðastefnu. Brunarústir í Bernhöfts- torfu fjarlægðar í dag AKVÖRÐUN hefur verið tekin um það f fjármálaráðuneytinu að fjarlægja rústir húsanna f Bernhöftstorfunni, sem eyði- lögðust af eldi s.I. laugardag. Hefst verkið f dag, og að sögn Þórs Magnússonar, þjóðminja- varðar, mun maður frá húsfrið- unarnefnd borgarinnar fylgj- ast með verkinu og hirða það sem heillegast er. Hefur Stefán örn Stefánsson verkfræðingur tekið það verk að sér. Húsin, sem verst urðu úti, stóðu við Skólastræti. Húsfriðunarnefnd hélt fund á mánudagsmorguninn og bar málefni Bernhöftstorfunnar þar á góma. Engar samþykktir voru gerðar um framtfð hús- anna sem þar standa, en að sögn Þórs Magnússonar eru nefndarmenn á einu máli um að rétt sé að varðveita húsin og endurbyggja þau, sem nú hafa orðið eldi að bráð. Þá hafði Morgunblaðið einnig samband við Guðrúnu Margir aðilar vildu fá húsin leigð Jónsdóttur, einn forráðamanna Torfusamtakanna svonefndu. Hún sagði að samtökin hefðu ekki haft fund vegna brunans á laugardaginn en vafalaust yrði hann haldinn hið fyrsta vegna þeirra breyttu viðhorfa, sem orðið hafa vegna brunans. „Það er mín skoðun að ekki komi annað til greina en byggja húsin upp að nýju og þetta er eflaust skoðun meginþorra félagsmanna i Torfusamtökun- um,“ sagði Guðrún. Hún sagði að samtökin hefðu fyrir tveimur árum gert tillög- ur I grófum dráttum um varð- veizlu húsanna í Bernhöftstorf- unni, hvernig bezt væri að haga viðgerðum og lagt fram drög að leigusamningi. Ekkert svar hefði enn borizt frá stjórn- völdum. Guðrún sagði að fyrir lægju hjá samtökunum óskir frá fjölmörgum einstaklingum og samtökum, sem vildu fá leigt I húsunum, ef þau yrðu gerð upp. Nefndi hún t.d. Heimilis- iðnaðarfélagið, aðila sem vilja setja þarna upp kaffisölu og aðila sem vilja setja á stofn leikhús f Bernhöftstorfunni. Nú sfðast hafa 11 einstaklingar ritað fjármálaráðuneytinu bréf og óskað eftir að fá Land- læknishúsið á leigu fyrir til- tekna starfsemi, en svar hefur ekki borizt. Jón Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri, sagði f samtali við Mbl. í gær, a& ekki hefði neitt verið afráðið með framtíð húsanna á Bernhöftstorfunni, aðeins yrði unnið að því að hreinsa rústirn- ar svo þær yrðu ekki hættuleg- ar, og kvaðst hann ekki vita um hvenær ákvörðunar væri að vænta. — Spassky Framhald af hls. 32 Spassky að samband yrði haft við Skáksambandið og dómnefndina og þeim sagður vilji hans. Þarf dómnefnd einvígisins því ekki að hafa frekari afskipti af máli þessu a.m.k. i bili. Hefur Spassky rétt á að fresta þremur skákum f einviginu og hafði hann ekki frestað neinni skák fram til þessa, en Hort hins vegar einni. Þar sem ýmislegt var óákveðið með keppnisdaga næstu vikuna verður örugglega ekki teflt fyrr en á miðvikudag og e.t.v. ekki fyrr en á fimmtudag. Einar S. Einarsson, forseti Skáksambandsins, sagði á fundi með fréttamönnum f gær, að ýms- ir erfiðleikar væru með húsnæði. Um næstu helgi verður ráðstefna á Hótel Loftleiðum og um pásk- ana veróur þar bridgemót. Sagðist Einar þó gera sér góðar vonir um að takast mætti að gera einhverj- ar tilfæringar þannig að einvígið gæti byrjað á sama stað og áður í næstu viku. Byrjað var að taka niður sjónvarpsútbúnað á Loft- leiðum í gær, en lagnir og lýsing látin vera áfram, þannig að ekki er mikið fyrirtæki að setja búnað- inn upp að nýju, ems og var á Loftleiðum á sunnudaginn. Er Hort var að því spurður hvort hann hefði einhverjar at- hugasemdir vió þennan gang mála sagði hann svo ekki vera. Frá sinni hálfu væri allt í lagi þó Spassky frestaði þremur skákum og tefldi á miðvikudaginn. Er honum var sagt að eíns kæmi til greina að ekki yrði teflt fyrr en á fimmtudegi, sagði Hort að það væri lengri frestur en hann hefði hugsað sér. Morgunblaðið ræddi við doktor Max Euwe, forseta Alþjóða Skák- sambandsins, f gær og sagði hann að Spassky hefði rétt til að fresta þremur skákum, en að þeim tima liðnum yrði hann að sætta sig við ósigur yrði hann ekki orðinn nægilega hress til að tefla. Sagðist Euwe þó vona að ekki kæmi til þess að úrskurða yrði Hort sigur- vegara f einvíginu án frekari tafl- mennsku, það væri hans einlæg von að Spassky gæti teflt. Ef hann gæti það ekki í næstu viku, þá síðar, og myndi FIDE, ef með þyrfti, mælast til þess við Tékk- neska skáksambandið og Hort að Spassky fengi lengri frest. — Ef Hort gerir hins vegar kröfur um sigur f einvíginu eftir þrjár skák- ir frestaðar er ekki hægt annað en að úrskurða hann sigurvegara. Reglur FIDE kveða skýrt um frestanir vegna veikinda og f þessu tilviki virðist mér þær vera Horts megin, sagði dr. Max Euwe. — Fjárlagafrum- varp Framhald af bls. 1. í framsöguræðu sinni sagði Healey, að frumvarpið gerði ráð fyrir þeirri breytingu að fram- vegis yrðu óbeinir skattar rikari þáttur í fjáröflun rfkisins en bein- ir skattar. Sagði Healey, að verð- 'bólgan f Bretlandi væri um þessar mundir 16.2 af hundraði miðað við 12 mánaða tímabil, og væri þetta háa hlutfall ein orsök þess hve hlutur beinna skatta hefði verið mikill í skattheimtu, en nú stæðu vonir til að um mitt ár 1978 yrði verðbólgan komin niður fyrir 10 af hundraði. Þá sagði ráðherrann, að núver- andi tekjuskattsprósenta mundi lækka um 2 af hundraði en hún er nú 35 af hundraði. Efasemdir virtust vera fyrstu viðbrögð verkalýðsleiðtoga við frumvarpinu, og Len Murray, for- seti brezka alþýðusambandsins, sagði, að efnahagsvandinn ætti rót sína að rekja til verðlagsins í landinu en ekki kaupgjaldsins. Aðrir verkalýðsleiðtogar létu hafa eftir sér, að hið skilyrta skattalækkunartilboð stjórnar- innar mundi torvelda samninga- viðræðurnar, sem framundan eru. Margaret Thatcher, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sagði að frumvarpinu væri ekki ætlað að bæta hag brezkrar alþýðu heldur að lengja lffdaga stjórnarinnar. I efnahagslífinu hefur frum- varpið þegar haft jákvæð áhrif- Sterlingspundið hækkaði nokkuð á gjaldeyrismarkaði og hlutabréf hækkuðu í verði. — 50 MW . . . Framhald af bls. 32 ölduvirkjun reiknuðu með því að fyrsta vélin kæmist f gagnið 15- júní síðastliðinn. Sagði Egill að miklar tafir á byggingarstiginu. verkföll og fleira hefðu seinkað mjög byggingu stöðvarhússins, það verk var í höndum Energo Projekt. — Um tfma a.m.k. var bygging stöðvarhússins eina n'u mánuði á eftir áætlun og það er nánast það, sem við höfum verið að berjast við, sagði Egill staðaar- verkfræðingur. — Frágangsvinna er að miklu leyti eftir í stöðvar- húsinu, en það fer engan veginn saman vinna við byggingarvinnu og niðursetning á vélum °S búnaði, þar sem allur véla- rafbúnaður er mjög viðkvæmu fyrir ryki, sem óhjákvæmileg fylgir allri byggingarvinnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.