Morgunblaðið - 30.03.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.03.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1977 17 w Rætt um afkomu Utvegsbankans á Alþingi: Utvegsbankinn opnar útibú í Kópavogi og á Seltjarnarnesi A FUNDI Sameinaðs Alþingis f gær kvaddi Guðlaugur Glslason (S) sér hljóðs utan dagskrár og gerði að umtalsefni frásagnir f blöðum að undanförnu um hag og afkomu Utvegsbanka tslands. Sagði hann, að þar hefðu verið á ferðinni æsifregnir og þvf hefði jafnvel verið haldið fram f þessum fréttum, að heyrzt hefði úr hópi bankamanna, að skynsamlegast væri að leggja bankann hreinlega niður. Sagði þing- maðurinn, að hér væri um svo mikla fjarstæðu að ræða, og öfgar, að hann teldi að Alþingi ætti fulla heimtingu á að gerð væri grein fyrir málefnum Utvegsbankans, sérstaklega með tilliti til þess, að bankinn væri rfkisbanki og Alþingi kysi bankaráð hans. Rakti Guðlaugur, sem á sæti f bankaráði Utvegsbankans, nokkuð niðurstöður reikninga bankans fyrir sfðasta ár. Það kom fram f máli bankamálaráðherra, Ólafs Jðhannessonar, við þessar umræður að sá vandi, sem skapazt hefði f starfi Utvegsbankans væri einkum vegna hinna miklu útlána bankans til sjávarútvegsins og auk þess bættust við erfiðleikar, sem Utvegsbankinn hefði orðið fyrir vegna eldgossins f Vestmannaeyjum. Óiafur sagði, að ætlunin væri að mæta þessum erfiðleikum með þeim hætti að samið yrði um að hinir rtkisbankarnir, Landsbankinn og Búnaðarbankinn tæku við einhverj- um hluta af lánum til sjávarútvegsins af Utvegsbankanum. Þá væri ákveðið, að Utvegsbankinn fengi að setja á stofn tvö ný útibú f Kópavogi og á Seltjarnarnesi, og I athugun væri að stofna hið þriðja en ráðherrann greindi ekki f rá hvar það ætti að vera. Ráðherrann og aðrir sem til máls tðku við þessa umræðu tðku skýrt fram að engin ástæða væri fyrir sparif járeigendur, sem ættu sparifé sitt f Utvegsbankanum, að bera f brjðsti nokkurn ugg vegna þessara erfiðleika hjá bankanum, þvf bæði væri, að staða bankans gæfi ekki tilefni til slfks og auk þess væru allar sparif járinnstæður rfkistryggðar. Lán til sjávar- útvegs að hluta f ærd til hinna ríkis- bankanna -n n--------------------- Sjá vlotal víð Jónas Rafnar bankastjóra (Jtvegsbankans á bls 3. D--------:----------------------------¦? £ignir bankans 1.5 milljörðum umfram skuldbindingar Guðlaugur Gíslason (S) sagði að reikningar Útvegsbankans fyr- ir árið 1976 væru nú f prentun en sem bankaráðsmaður hefði hann þá undir höndum og samkvæmt þeim næmi rekstrarhagnaður bankans rúmlega 30 milljónum króna á árinu 1976 og eigið fé bankans í árslok 1976 var rúm- lega 280 milljónir króna. Gat Guðlaugur þess, að brunabótamat fasteigna bankans væri um 1200 millj. kr. hærra en bókfært verð þeirra f reikningum bankans og það væri þvf hrein öfugmæli þeg- ar talað væri um slæma fjárhags- stöðu bankans. Raunverulegar eignir bankans næmu um 1,5 milljörðum umfram skuldbind- ingar. Þá sagði Guðlaugur, að því hefði verið haldið fram f umræð- um um málefni Utvegsbankans að innlánsaukning hefði verið minni hjá bankanum en eðlilegt væri. Þetta væri rangt, því samkvæmt skýrslu um aukningu sparifjár í bankakerfinu sl. 3 ár kæmi f ljós, að aukning sparifjár hjá Utvegs- bankanum væri með eðlilegum hætti og í hlutfalli við stærð bank- ans. Einnig hefði því verið haldið fram, að staða bankans gagnvart Seðlabankanum hefði verið erfið um 81. áramót. Sagði Guðlaugur, að ef litið væri á þá skyldu, sem á Utvegsbankann væri lögð í sam- bandi við rekstrarfjármögnun sjávarútvegsins og fiskvinnslu — hlyti bankinn á vissum tfma að verða að nota þá yfirdráttarheim- ild, sem hann hefur á hinum al- menna viðskiptareikningi sfnum hjá Seðlabankanum. Sú skylda, sagði Guðlaugur, er lögð á herðar bæði Landsbank- anum og einnig Utvegsbankanum að veita bátaflotanum hin svoköll- uðu útgerðarlán, sem á hverjum tfma væru innan ramma, sem sett- ur væri í samráði við Seðlabank- ann. Þá þyrfti bankinn að lána til viðbótar þeim afurðalánum, sem Seðlabankinn endurkaupir, og nema þau lán 28—30% til við- bótar afurðalánunum. Fram kom hjá Guðlaugi, að um síðustu ára- mót námu endurseld afurðalán hjá Útvegsbankanum rúmlega 2400 millj. króna og viðbótarlán- in, sem bankinn varð að inna af hendi, voru því um 700 milljónir. Guðlaugur minnti jafnframt á að vertíðarundirbúningur bátaflot- ans færi venjulega fram á haust- mánuðum ár hvert og þá væru útgerðarlán veitt. Sagði Guðlaug- ur, að um síðustu áramót hefðu þessir tveir flokkar skyldulána til útgerðar og fiskvinnslu numið hjá Utvegsbankanum rúmlega 1100 millj. kr. og það væri sú upphæð, sem bankinn var með á yfirdráttarreikningi sínum um síðustu áramót hjá Seðlabank- anum. Þingmaðurinn sagði, að þegar þess væri gætt, að 60% af óllum lánum Útvegsbankans færu til sjávarútvegs og fiskvinnslu og á bankann væri lögð ákveðin skylda að lána til þessara atvinnu- dgreina, væri sannarlega ekkert óeðlilegt við það þó bankinn þyrfti á vissum tfma á yfirdrætti hjá Seðlabankanum að halda, en stefnt væri að þvf að fyrrnefndur 1100 milljón króna yfirdráttur ferðinni mjög vandmeðfarið mál og nauðsynlegt væri að menn færu ekki með rangar upplýsing- ar um stöðu og afkomu einstakra banka, þannig að tiltrú fólks á bankastofnunum væri rýrð að ósekju. Ólafur sagði, að það vandamál, sem hér væri til um- ræðu, væri dæmi um eitt þeirra séreinkenna, sem væru á islenzka bankakerfinu en það væri sérhæf- ing bankanna með tilliti til at- vinnugreina og því réðist hagur bankanna mjög af þeim sveiflum, sem yrðu i afkomu einstakra at- vinnuvega. Vandamál Utvegs- bankans nú væru hversu mikill hluti lána bankans rynni til sjávarútvegs og við þetta bættust ýmsir erfiðleikar, sem bankinn hefði orðið fyrir vegna gossins i Vestmannaeyjum en þar'er eitt stærsta litibú bankans. Ráðherrann sagði, að rétt væri ar til útgerðar og verða útibú þessi í Kópavogi og á Seltjarnar- nesi. Einnig væri til umræðu að heimila bankanum að stofna þriðja útibúið en staðsetningu þess tilgreindi ráðherra ekki. Tók Ólafur fram, að algjör samstaða væri um þessar ráðstafanir milli Seðlabankans og Utvegsbankans. Ólafur Jóhannesson sagði, að ljóst væri þegar útlán Utvegs- bankans væru skoðuð í heild, að útlán hans til sjávarútvegs legðu á bankann óeðlilegar byrðar um- fram aðra banka, og sagðist hann vonast til, að þær ráðstafanir, sem ætlunin væri að grfpa til, bættu stöðu Utvegsbankans. Utvegs- bankinn hefði einnig orðið fyrir áföllum vegna Vestmannaeyja- gossins en ráðherra tók fram, að engin ástæða væri fyrir almenn- ing að bera í brjósti neinn ugg vegna tímabundinna erfiðleika Útvegsbankans, því staða bank- ans gæfi ekki tilefni til neinnar hreiðslu um sparifé, sem lagt væri inn í bankann og annað væri, að allar innstæður í ríkis- bönkunum væru ríkistryggðar. Afleiðing frjálsræðis Seðlabankans Albert Guðmundsson (S) sagð- ist telja að hér væru á ferðinni afleiðingar þess frjálsræðis, sem Seðlabankinn hefði til athafna og ákvarðana. Þá tók þingmaðurinn fram, að þau ummæli, sem höfð hefðu verið eftir honum í tímarit- inu Frjálsri verzlun um afkomu Útvegsbankans hefðu verið slitin úr samhengi en þar var haft eftir honum, að þess væri ekki langt að bíða að Utvegsbankinn yrði gjald- þrota. Kjarni þess máls væri að hvorki banki né einstaklingar gætu tekið lán og geitt af þvi allt frá 30% og yfir 40% vexti en eiga sfðan að lána þetta sama fé út með 11% vöxtum. Varpaði hann fram þeirri spurningu, hvað væri að gerast i Seðlabankanum og sagði ástæðu til að endurskoða lögin um Seðlabankann. Utvegsbankinn er virt stofnun, sagði Albert, og hefur gegnt hlut- verki sínu með sóma. Bankanum væri gert skylt að lána til út- gerðarinnar ákveðin lán og nú virtist sem þessi lán væru orðin hærri en svo að bankinn stæði undir þeim og því væri honum gert skylt að taka að láni í Seðla- bankanum lán með vöxtum, sem jafnvel væru komnir yfir 40%. Sagði þingamaðurinn, að þetta gæti ekki endað með öðru en þvf, að allir væru að lokum farnir að greiða sektarvexti og slfkt væri Guolaugur Gislason yrði að miklu leyti horfinn í ver- tíðarlok ef allt yrði með felldu. Að sfðustu sagði Guðlaugur, að hann sæi enga ástæðu til að ætla annað en viðskiptabankarnir færu eins varlega og frekast væri kostur í að nota þá yfirdráttar- heimild, sem þeir hafa hjá Seðla- bankanum, vegna þeirra vaxta- kjara, sem þeim fylgdu. Á árinu 1976 hefðu vextir þessara reikn- inga verið ákveðnir 24% en orðið í raun 30,6% að því er Utvegs- bankann varðar, þar sem vext- irnir væru reiknaðir af hæstu upphæð á 10 daga fresti þó skuldin stæði mun skemur. Tók Guðlaugur fram, að nokkur leið- rétting hefði þó í vissum tilfellum fengizt. Nú hefðu þessir vextir verið hækkaðir I 36%, sem gæti þýtt 43% raunvexti með sömu þróun og varð hjá Útvegsbankan- um á siðasta ári. Sagði þing- maðurinn það von sína, að þarna væri aðeins um bráðabirgða- ákvörðun að ræða hjá Seðla- bankanum. Tfmabundnir erf iðleikar — engin ástæða vera uggandi Ólafur Jóhannesson, banka- málaráðherra, sagði að hér væri á að Utvegsbankinn hefði átt við meiri erfiðleika að striða en hinir ríkisbankarnir en Seðlabankinn hefði reynt að koma til móts við bankann. Ólafur sagði að I marz- mánuði 1976 hefði bankastjórn Utvegsbankans gengið á sinn fund og greint sér frá þeim vanda sem steðjaði að bankanum og bent á leiðir til úrlausnar. Þá sagði Ólafur, að meðal þeirra leiða sem til athugunar hefðu komið hefði verið sameining Ut- vegsbankans og Búnaðarbankans og hefði bankanefndin, sem skil- aði áliti i janúar 1974, mælt með þvl. Ekki hefði hins vegar reynzt vera riægilegt fylgi við þessa til- lögu. Hefði hann rætt þessi mál við bankastjórn Seðlabankans og í framhaldi af þvi hefðu átt sér stað viðræður um málið á milli forráðamanna rfkisbankanna. Gerði Ólafur þessu næst grein fyrir aðgerðum sem fyrirhugaðar eru til að bæta hag Utvegsbank- ans og sagði að bankaráð Utvegs- bankans hefði samþykkt. að veru- leg útlán yróu flutt frá bankanum yfir til hinna ríkisbankanna og ákveðið væri að heimila Útvegs- bankanum að setja á stofn tvö ný útibú á stöðum þar sem ekki væri um að ræða verulegar lánveiting- Guomundur H. Garðarsson óþolandi, bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga.' Þá vék þingmaðurinn að þeim leiðum, sem bankamálaráðherra hefði greint frá að ætlunin væri að grfpa til og rétta þannig stöðu Utvegsbankans og sagði, að málið væri miklu stærra en f ram kæmi I þeim ráðstöfunum. Það að setja upp útibú f Kópavogi og á Sel- tjarnarnesi þýddi aðeins að aukin samkeppni yrði um sparifé fólks og þeir peningar, sem rynnu til þessara útibúa, yrðu teknir úr bönkum í Reykjavík og það eitt gæti ekki leyst vandann að flytja þannig á milli bankanna. Að sið- ustu sagði þingmaðurinn að sig skorti upplingarttil að fjalla um þessi mál og því óskaði hann eftir þvi að þessari umræðu yrði frest- að, þannig að tækifæri gæfist til að afla gagna. Betra að ræða sum mál f þröngum hóp en f glerhúsi Ólafur Jóhannesson, banka- málaráðherra, sagði að ofmælt væri að Seðlabankinn hefði sett Utvegsbankanum einhverjar sér- stakar útlánareglur, þvf þar væri aðeins um að ræða hið svonefnda þak á útlán, sem orðið hefði sam- komulag um milli bankanna. Minnti ráðherrann á, að útlánin takmörkuðust af þvf sparifé, sem til ráðstöfunar væri og nú væri vissulega ekki nógu mikið sparifé fyrir hendi. Ólafur sagði, að vill- andi væri að tala um 11% útláns- vexti og að bankarnir þyrftu að taka á sig 40% vexti á yfirdráttar- lán. Utvegsbankinn hefði ekki þurft að greiða svo háa vexti, að minnsta kosti ekki f rá í ágúst s.l. Bankamálaráðherra sagði, að erfitt væri fyrir sig að ræða um þessi mál, þvf viss atriði væru trúnaðarmál og sum mál væri betra að ræða í þröngum hópi en f glerhúsi, sem Alþingi væri. Varp- aði ráðherra fram þeirri hug- mynd hvort ekki væri rétt að gera þá breytingu á lögum að banka- ráðsmenn gætu gert þingflokkum þeim er þeir væru fulltrúar fyrir grein fyrir starfsemi bankanna. Lúðvík Jósepsson (Abl) sagði það skoóun sfna, að sú fyrir- greiðsla, sem átt hefði sér stað af hálfu Seðlabankans við Útvegs- bankann, hefði ekki verið af þvi tagi að hún dygði. Ljóst væri að vextir Utvegsbankans á yfirdrátt- arreikningi í Seðlabankanum væru um eða yfir 30% og þó rétt væri að Seðlabankinn setti reglur um refsivexti þá væri þarna um að ræða ósanngirni. Lagði Lúðvik áherzlu á að ef Utvegsbankinn hefði þurft að lána meira heldur en hann hefði með góðu móti ráð- ið við og ef hann hefði þurft að taka á sig óeðlilegar byrðar vegna eldgossins í Heimaey, þá ætti ekki að leysa vandann með refsivöxt- um frá Seðlabankaum. Sagði Lúð- vik að hann hefði ekki trú á þeirri aðferð að létta af bankanum ein- hverjum hluta af lánum hans og Utvegsbankinn væri öflugur banki en gæti hann ekki staðið undir þeim kvöðum, sem á hann væru lagðar, þá þyrfti að færa til fjármagn til hans og það þyrfti Seðlabankinn að gera. Bönkum hefur f jölgað og sparifé flutzt til Albert Guðmundsson* (S) minnti á að hann hefði óskað þess að fá lengri tíma til að afla gagna en auðheyrt væri að frestun um- ræðnanna hefði ekki hljómgrunn og þvi myndi hann ekki halda þeirri ósk til streitu. Sagði Albert, að menn mættu ekki gleyma þvi að Alþingi gæti gripið til þess ráðs að ræða málin á lokuðum fundum ef þörf krefði. Albert sgði að sá vandi, sem hér væri á ferðinni væri afleiðing af mann- legum ráðstöfunum og réttara sagt mannlegum mistökum, sem þyrfti að leiðrétta og sagði að meinið lægi langt frá Útvegsbank- anum. Varpaði Albert fram þeirri hugmynd hvort ekki væri rétt að Ihuga hvers vegna sllk öfugþróun ætti sér stað í peningastofnunum, að þvi stærri sem fyrirtækin yrðu, sem skiptu við bankahn, þvi meiri yrði vandi bankanna. Lýsti Albert sig andsnúinn sameiningu bank- anna. Jóhann Hafetein (S) sagðist minnast þess frá þeim árum er hann var bankastjóri við Útvegs- bankann, að það hljómaði með allt öðrum hætti að vera banka- stjóri banka útvegsins á íslandi erlendis heldur en hér heima. Bankinn nyti trausts erlendis en hér heima hefði fólk oft á tíðum ekki trú á honum vegna fyrir- greiðslu hans við sjávarútveginn. Jóhann minnti á að sú breyting hefði orðið á skipan bankamála að fjöldi nýrra banka hefði verið stofnaður og til þeirra hefði flutzt sparifé frá eldri bönkum en sam- bærilegar breytingar hefðu ekki orðið á útlánunum. Þá hefði rikis- bönkunum mjög verið mismunað varðandi stofnun útibúa, sérstak- lega hefði Búnaðarbankinn feng- ið að stofna mörg útibú. Vestmannaeyjagosið kom hart niður á tJtvegsbankanum Guðmundur H. Garðarsson (S) sagði að rétt væri, að ekki væri sama hvernig talað væri um af- komu bankans og erfiðleikar Ut- vegsbankans væru fyrst og fremst tfmabundnir. Þá minnti Guð- Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.