Morgunblaðið - 30.03.1977, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 30.03.1977, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1977 — Umræður um Útvegsbanka.. Framhald af bls. 17. mundur á aö Útvegsbankinn hefði verið aðalbanki Vestmanna- eyinga og bankinn hefði orðið fyr- ir verulegum áföllum vegna goss- ins þar. Taldi þingmaðurinn að ekki hefði verið rétt að staðið varðandi bætur til handa fyrir- tækjum og bæjarsjóði í Vest- mannaeyjum vegna tjóns af völd- um gossins og fyrirtækin i Eyjum hefðu þurft að byggja starfsemi sina upp á ný á allt öðru verðlagi heldur en bæturnar miðuðust við. Þetta hefði komið hart niður á Utvegsbankanum. Sagði Guðmundur að ljóst væri að afkoma (Jtvegsbankans réðist af skuldbindingum hans við sjáv- arútveginn og sennilega ætti léleg afkoma fiskvinnslufyrirtækja á Suðvesturlandi einnig sinn þátt í þessum erfiðleikum (Jtvegsbank- ans. Lagði Guðmundur áherzlu á að ljúka þyrfti uppgjöri vegna Vestmannaeyjagossins, því fyrr leystist ekki úr málum Útvegs- bankans. Þá þyrfti að breyta skammtima lánum fyrirtækjanna f Eyjum i lán til lengri tima. Áður en umræðunum lauk tók Halldór E. Sigurðsson, landbún- aðarráðherra, til máls og sagði að Búnaðarbankinn þyrfti eins og aðrir ríkisbankar að hlíta ákvörð- unum Seðlabankans með stofnun útibúa og Búnaðarbankinn lánaði ekki einvörðungu til landbúnað- ar. Einnig kvaddi Guðlaugur Gíslason (S) sér hljóðs og gerði stutta athugasemd og vitnaðí til fyrri orða sinna um útlánaskyldu Útvegsbankans til sjávarútvegs- ins. — Matvæla- kynning . . . Framhald af bls. 2. gætu kynnt nýjungar sinar. Nefndi hann að aðrar samkynja greinar iðnaðarins hefðu staðið saman að slíkum kynningum sem þessari. Þá sagði Hjalti Geir, að matvælaiðnaðurinn hefði verið í mikilli framför á undanförnum árum og væri vel samkeppnis- hæfur hvað varðaði t.d. umbúðir og vörumerkingar. Einnig gat hann um, að gestum væri í flest- um sýningarbásunum gefinn kostur á að bragða á framleiðslu- vörum og hvaðst vona að enginn færi svangur út. — Flugslysið Framhald af bls. 1. kvöld, og sagði að KLM-þotan hefði byrjað flugtak án þess að hafa fengið til þess leyfi. Vitnaði hljóðupptaka á fjarskiptum flug- turnsins um það að KLM-þotan hefði fengið fyrirmæli um að vera í biðstöðu. Van Reysen sagði á fundi með fréttamönnum, að bandaríska þot- an hefði sveigt út að brautarbrún- inni andartaki áður en árekstur- inn varð, bersýnilega umleið og flugstjórinn sá hollenzku þotuna koma æðandi, og væri það skýringin á þvi að við áreksturinn hafði stefna þotnanna myndað 45 gráð horn. Hann sagði, að flug- stjóri KLM-þotunnar hefði fengið allar nauðsynlegar upplýsingar frá flugturninum til að geta hafið flugtak, og hefði siðan endurtekið þær I talstöðina eins og venja væri. Næsta stig væri samkvæmt reglunum, að flugstjóri biði eftir endanlegum fyrirmælum um að flugtak mætti hefjast, en það hefði flugstjóri KLM-þotunnar ekki gert að þessu sinni. Hann hefði hafið flugtak og gefið það til kynna með þessum orðum: „Við erum að fara, við erum að fara.“ Hefði flugstjóri Pan Ameriean- þotunnar heyrt þessa orðsend- ingu hollenzka flugstjórans og gripið fram I fyrir starfsmönnum flugturnsins til að tilkynna að hann væri enn á flugbrautinni, en það hefði verið um seinan. Skyggni hefði aðeins verið um 300 metrar, þannig að hvorugur flugstjórinn gat vitað um hinn nema með milligöngu flugturns- ins. Van Reysen var að því spurður, hvort hollenzka flugstjóranum yrði því kennt um að hafa átt sök á slysinu, en hann sagði að of snemmt væri að skera úr um það. Ymis atriði væru enn óskýrð I sambandi við slysið, og meðal annars orkaði orðalag starfs- manna flugturnsins I samtalinu við flugstjórann tvlmælis, auk þess sem hugsanlegt væri, að sam- bandið hefði verið truflað og flug-! stjórinn hefði því ekki móttekið boðin. Þá sagði van Reysen að! ekki væri ófrávlkjanleg regla að flugtak hæfist áður en leyíi til flugtaks hefði verið endurtekið, en slíkt færi þó afar óvenjulegt. Af hálfu KLM var því lýst yfir I dag, að flugstjóri hollenzku þot- unnar hefði verið einn elzti og reyndasti flugmaður flugfélags- ins og hefði hann haft umsjón með þjálfun langflestra flug- manna Boeing 747 þotnanna á vegum KLM. Væri með öllu óhugsandi, að flugstjórinn hefði hafið flugtak án fullkomins samþykkis flug- 1 stjórnarmanna. Fulltrúar Pan Amarican og KLM sökuðu I dag spænsk flug- málayfirvöld um að tefja rann- sókn slyssins og hefðu þau m.a. meinað rannsóknarnefndum flug- félaganna aðgang að hljóðupptök- um sem fundust I flökunum á flugvellinum. Síðar I dag var þó haldinn fundur með fulltrúum beggja flugfélaganna og spænsku flugmálastjórnarinnar, þar sem lögð voru fram gögn I málinu. Fyrr I dag lenti bandarísk her- flutningsvél af Hercules-gerð á flugvellinum til að sækja þá, sem komust lífs af I flugslysinu. Her- cules-vélin tók 45 særða farþega og flutti þá til Las Palmas á ná- grannaeynni Gran Canari, en þar voru þeir fluttir yfir I aðra flug- vél, sem hélt til Texas I gærdag. Fulltrúi Pan American sagði I dag, að eftir áreksturinn hefðu 72 farþegar og 7 flugliðar verið á lifi, en I gærkvöldi hefðu aðeins 65 farþeganna enn verið á lífi. Hann taldi, að flugstjóri KLM-þotunni hefði reynt að lyfta þotunni frá jörðu um leið og hann kom auga á Pan American-þotuna, og kynni það að hafa orðið til þess að bjarga lífi þeirra, sem af komust. Líkum fórnarlambanna I þessu mesta flugslysi sögunnar hefur verið komið fyrir I flugskýli á vellinum, og þar starfar fjöldi manns að því að raða saman jarð- neskum leifum þeirra eftir því sem við verður komið. Bandaríkjamaður, sem kom I flugskýlið I dag þeirra erinda að reyna að bera kennsl á lík mág- konu sinnar, sagði að starfsmaður einn hefði ráðið sér frá þvl að fara inn I skýlið, sem hann kallaði birgðageymslu dauðans. Kvaðst Bandaríkjamaðurinn hafa lofað bróður slnum að reyna að hafa upp á líki konu hans og hefði sér þá verið hleypt inn. Svo hryllilegt hefði verið þar umhorfs að sér hefðu fallizt hendur. „Llkin voru I tveimur röðum, annars vegar lík þeirra sem talið var að hefði verið I Pan American-þotunni og hins vegar þau sem voru úr KLM- þotunni, flest algjörlega óþekkj- anleg.“ Kvaðst hann eftir þessa sjón ekki hafa treyst sér til að skoða líkin til að freista þess að hafa upp á líki mágkonu sinnar. — Ríkisútgjöld Framhald af bls. 32 hafði verið gert ráð fyrir 1,5 millj- arða króna tekjuafgangi. Er áætl- un um afkomu rfkissjóðs var endurskoðuð hinn 1. september 1976 var gert ráð fyrir 900 milljón króna tekjuafgangi. Niðurstöðu- tölur á rlkisreikningi tekjumegin eru nú 68,3 milljarðar króna, en gjaldamegin 64,4 milljarðar. Jöfn- uður lánahreyfinga utan Seðla- banka sýndi 1,2 milljarða króna innstreymi fjár, og samkvæmt því varð greiðsluafkoma rfkissjóðs já- kvæð um 1,1 milljarð króna á árinu 1976. A árinu 1975 var rekstrarhalli hjá ríkissjóði að fjárhæð 7,5 millj- arðar króna. * Skýrslan, sem fjármálaráð- herra, Matthlas A. Mathiesen, lagði fyrir Alþingi I gær, er nokk- urt nýmæli, þar sem sú hefð hefur rlkt um árabil, að aðal- greinargerð fjármálaráðherra til Alþingis um fjárhagslega afkomu rlkissjóðs á liðnu ári hefur verið fiutt I fjárlagaræðu I upphafi hvers þings á haustin. Hefð þessi mótaðist á sfnum tfma af þvf, að uppgjöri rfkisreikningsins var ekki lokið fyrr en langt var liðið á árið, þannig að I þingbyrjun gafst fyrst tækifæri til slfkrar greinar- gerðar. Skipulag rfkisbókhalds og starfsaðferðir voru einnig þannig, að erfitt var um vik að gera not- hæft bráðabirgðayfirlit um af- komu rfkissjóðs þegar að reikn- ingsári loknu. Sfðustu árin hafa miklar umbætur verið gerðar f rfkisbók- haldi, ekki sízt með aukinni tölvu- notkun, sem gerir rfkisbókhaldi kleift að skila góðu bráðabirgða- yfirliti um rfkisfjármálin og á sfðastliðnu ári var slfkt yfirlit f fyrsta skipti gert fáum dögum eftir áramót. A grundvelli bráða- birgðayfirlits rfkisbókhalds um afkomu ríkissjóðs 1976 var gefin út fréttatilkynning f janúar sfðastliðnum. Þá getur rfkisbók- haldið lokið uppgjöri rikisreikn- ings, a.m.k. A-hluta hans, f marz/aprfl, þannig að unnt er að leggja hann fyrir Alþingi áður en þinghaldi lýkur að vori. Með hlið- sjón af þessum breyttu aðstæðum þótti rétt að breyta hefðbundinni skýrslugerð um þetta efni til þingsins. — Alþýðuflokkur- inn og Karvel Framhald af bls. 2. ir öðrum bókstaf en listabókstaf Alþýðuflokksins I samvinnu við aðra eða á eigin vegum en fagnar „að sjálfsögðu öllum þeim stuðn- ingi, sem kann að fást við fram- boð Alþýðuflokks I kjördæminu." Þá vísar stjórn kjördæmisráðs- ins til ákvæða I flokkslögum um prófkjör til að velja frambjóðend- ur, sem hún kveðst munu virða, en bendir á, að ákvæði um þátt- töku og framboð I prófkjöri séu rúm og flestir sem á annað borð hafi áhuga á að styðja framboð flokksins eða gefa kost á sér til framboðs á hans vegum eigi þar hægt um hönd hafi þeir tilskilinn stuðning. Stjórn kjördæmisráðs- ins kveðst engu að siður reiðu- búin til að svara jákvætt öllum tilmælum annarra aðila I kjör- dæminu um viðræður um hugsan- legt samstarf um framboðsmál til að kanna hvers konar samstarf átt er við og við hverja, en það liggi ekki ljóst fyrir. Ályktun flokksstjórnar Alþýðu- flokksins um þetta mál er sfðan svohljóðandi, en hún var send Karvel Pálmasyni í fyrrakvöld sem svar við bréfi hans: „Um leið og flokksstjórn Al- þýðuflokksins fagnar bréfi Kar- vels Pálmasonar, alþingismanns, fyrir hönd Samtaka frálslyndra og vinstri manna á Vestfjörðum, samþykkir hún eftirfarandi: Flokksstjórn Alþýðuflokksins ályktar, að flokkurinn sé reiðubú- inn til samstarfs við alla þá, er vilja berjast fyrir framgangi jafn- aðarstefnunnar undir merkjum flokksins innan ramma 19. grein- ar flokkslaganna. Samkvæmt 19. greininni er fyrirskipað opið prófkjör um val frambjóðenda flokksins. Kjör- gengi til prófkjörs til alþingis kosninga hafa þeir, er hljóta með- mæli minnst 50 flokksbundinna Alþýðuflokksmanna í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi, en 25 I öðrum. öllum, sem eru 18 ára og eldri og ekki eru flokksbundnir í öðrum stjórnmálaflokkum, er heimil þátttaka f prófkjöri Al- þýðuflokksins I viðkomandi kjör- dæmi eða sveitarfélagi. Til að þær viðræður, sem kjör- dæmisráðstefna Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna á Vest- f jörðum hefur óskað eftir við full- trúa Alþýðuflokksins, hafa verið tilnefndir Ágúst H. Pétursson,for- maður kjördæmisráðs Alþýðu- flokksins á Vestfjörðum, Gunnar Pétursson, varaformaður kjör- sæmisráðsins, Elías H. Guð- mundsson, stjórnarformaður I kjördæmisráðinu, Björgvin Sig- hvatsson, formaður uppstillingar- nefndar I sfðustu kosningum og Benedikt Gröndal, formaður Al- þýðuflokksins. Flokksstjórn Alþýðuflokksins fagnar hverju skrefi I áttina til aukinnar samstöðu jafnaðar- manna á íslandi og væntir þess, að ofangreindar viðræður geti hafizt sem fyrst." — Þingforseti Framhald af bls. 32 atriði tillögu Karvels o.fl. að koma til meðferðar á Alþingi. Sagðist forseti af þessum ástæðum ekki bera upp breyt- ingartillögu Karvels og fl. Er forseti hafði tilkynnt úr- skurð sinn spurði Eggert Þor- steinsson úr sæti sínu, hvort 95. grein vegalaga, sem vitnað var I I greinargerð breytingar- tillögunnar, væri enn I gildi. Forseti svaraði, að svo væri ekki en Pétur Sigurðsson skaut inn þeirri athugasemd, að greinin væri bara minn- ingargrein um Karvel. Breytingartillaga Karvels o.fl. gerði eins og fram kom I blaðinu I gær ráð fyrir að tekin yrði upp innheimta sérstaks hraðbrautagjalds af bensíni og dlsilollu á þeim stöðum, sem tengjast vegakerfi með varan- legu slitlagi. — Hjúkrunar- fræðingar Framhald af bls. 32 hins vegar fyrir þvl að kjör stétt- arinnar fái sérstaka meðferð." Slðar I bréfinu segir svo: „Eru það þvl eindregin tilmæli mín til yðar, að þér haldið áfram störfum þrátt fyrir uppsögn yðar, þannig að ekki skapist neyðarástand á Borgarspitalanum, ástand semi vitað er að hvorki hjúkrunar- fræðingar né borgaryfirvöld vilja stefna að.“ 1 gærkvöldi var ræddur sá möguleiki af hálfu hjúkrunar- fræðinganna að fresta aðgerðum, en niðurstöður þess fundar lágu ekki fyrir er blaðið fór I prentun. 1 dag er fundur þeirra og stjórnar Hjúkrunarfélagsins. Ef af því verður að hjúkrunarfræðingarnir láta af störfum þá verður það á föstudaginn á Borgarspítalanum og Landakoti, en þann 15. apríl á Vífilsstöðum. — Sakharov Framhald af bls. 1. málum. Ég hef ekki um neitt að velja I þvi efni,“ segir Sakharov I bréfinu. „En ég vona, að þeir Vestur- landabúar, sem tekizt hafa á hendur þá ábyrgð að verja mannréttindi, skilji hina hörmulegu og alvarlegu aðstöðu, sem allir baráttu- menn fyrir mannréttindum I Sovétrlkjunum og öðrum Austur-Evrópulöndum eru I, þar á meðal ég sjálfur,” segir Sakharov að lokum. — Erum tilbúin Framhald af bls. 3 Friðrik kvað íslendingana ekkert hafa orðið vara við flug- slysið á flugvellinum I Tene- rife, enda tæki 30 mínútur að aka frá flugvellinum til Puerto de la Cruz. . „í höfuðborginni Santa Cruz eru slfelldar hótanir og hefur sjálfstæðishreyfing eyjanna hótað að spengja f loft upp ferðaskrifstofu I eigu Spán- verja og stór verzlunarhús. Segja forráðamenn hreyf- ingarinnar, að þeir séu með sprengjur tilbúnar, en þeir muni ekki hafast að næstu daga vegna flugslyssins mikla og sé það af mannúðarástæð- um,“ sagði Friðrik. Hann sagði, að fréttin um slysið hefði strax komið I sjón- varpinu og öllum íslenzku ferðamönnum hefði þegar ver- ið sagt frá því, og hefði fólk tekið fregninni af mikilli ró- semi. Það hefði verið ægileg sjón að sjá brak vélanna á flug- vellinum og þegar verið var að bera látið fólk frá vélunum. „Núna siðari hluta dags lenti fyrsta flugvélin á vellinum eft- ir slysið. Var það Boeing 730 spitalavél, sem kom til að sækja slasaða Bandaríkja- menn. Nú er komið I ljós, að 13—14 þeirra, sem voru i bandarlsku vélinni, slösuðust sama og ekkert og eru þeir á hóteli I Santa Cruz. Hins vegar er 71 Bandarikjamaður mikið slasaður, en tala þeirra, sem fórust, er nú sögð verða 560. Þá sagði Friðrik, að I bænum LaLaguna, sem væri aðeins I nokkurra kllómetra fjarlægð frá flugvellinum, hefðu verið miklar óeirðir siðustu daga. Eftir fund sóslalista þar á dögunum hefði verið kveikt I strætisvagni og lögreglumaður slazast I átökum. Þá hefðu stúdentar kveikt I 6 strætis- vögnum og skemmt fleiri bif- reiðar I þessum sama bæ fyrir skömmu. „Af þessum sökum höfum við frestað útsýnisferð- um m.a. til Santa Cruz I bili,“ sagði Friðrik að lokum. — Utvegs- bankinn Framhald af bls. 3 Að lokum sagði Jónas Rafnar bankastjóri: „Morgunblaðið hefur ósk- að eftir því að fá I stuttu máli viðbrögð mín, og vil ég að lokum leggja á það áherzlu, að Útvegsbanki íslands muni I framtiðinni sinna sínum verkefnum eins og hann hef- ur gert I samvinnu við vel- viljuð öfl i þjóðfélaginu — Boðskapur Framhald af bls. 3 Flest I boðskap þessarar bókar heillaði mig. Boðskapur- inn um þroskaleiðina I llfinu, áfram og hærra að æ háleitari markmiðum. Því nær Guði, sem hugur okkar kemst, því víð- sýnni verður maðurinn og frjálsari. Hann fær meiri yfir- sýn yfir lífið og öðlast þá jafnframt meira umburðar- lyndi, meiri skilning á högum annarra og þar með meira af hugarfari fyrirgefningarinnar, kærleikans. Þegar Laugarásbló hóf sýningar á myndinni, sem gerð hefur verið eftir bókinni, var ég strax ákveðinn I að sjá myndina. Mér fannst hún mjög góð og túlka vel efni bókar- innar. Þó njóta menn myndar- innar áreiðanlega enn betur, ef þeir hafa lesið bókina. Ég sá myndina s.l. fimmtudagskvöld og hún rifjaði svo vel upp hinn þarfa boðskap að hann var mér eðlilega mjög nærtækur, þegar ég settist niður til að skrifa ræðuna fyrir sunnudaginn síð- asta. Þetta var boðskapur sem ég vildi beina áfram til íslend- inga til að hugleiða, af þvl að þarna er brýnt erindi á ferð og jafnframt fagnaðarboðskapur, sem opnar augu okkar fyrir óendanlega háleitum mark- miðum, sem manninum eru sett af höfundi lífsins." — Getraunir Framhald af bls. 30 erfitt að rjúfa járntjald „boro“ (0—0). West Ham — Everton 2. Eftir að hafa fylgst með sjónar- spilinu Sunderland — West Ham á skjánum fyrir stuttu, séð þar með eigin augum „snilld" og skilning leikmanna WH 1 varnar- leik og hlegið meira en að Hótel Tindastóli kvöldið áður, hikum við ekki við að spá útisigri til handa Everton sem sótt hefur mjög I sig veðrið að undanförnu. Útisigur (1—3). Southhampton — Luton, tvö- faldurx eða 2. Sllkur hefur krafturinn verið I leikmönnum Luton, að við trúum þvl tæplega að þeir tapi fyrir Southhampton, sem valdið hefur flestum vildarmönnum slnum miklum vonbrigðum I vetur. Jafn- tefli eða útisigur (1—1) eða (0—1). —gg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.