Morgunblaðið - 30.03.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.03.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1977 Minning: Guðjón Bjarni Guðlaugsson F. 4. ágúst 1906 D. 21. marz 1977 „Vinn þú meðan dagur er, því nóttin kemur þá enginn getur unnið.“ Ljóst mátti öllum vera, er Guðjón þekktu, að slík var hans óbrigðula lifsstefna. Aðeins 10 ára gengur hann í barnastúku þar vestra og hvikar aldrei frá þeirri hugsjón ævilangt. Guðjón bar nafn frænda sins, er verið hafði forustumaður í héraði og alþingismaður og mér skilst að móðir hans hafi einnig verið sterkur persónuleiki sem ekki hafi beðið hvern sem yar að leiða sig í einu eða neinu. Ekki er ólik- legt að þetta allt hafi haft sterk mótunaráhrif á drenginn og hinir eldheitu baráttumenn eins og Helgi Sveinsson bankastj. og Vilmundur læknir orðið þess valdandi að hann setti sér svo sterkar líf.stefnulínur sem reynd varð, að reyna heldur að vera leiðandi annarra, en láta leiða sig blindan. Líkama og sál skyldi hann rækta svo sem unnt væri, en hart var þá í ári eins og þetta litla ljóð hans sýnir, er hann kom hingað frá eins vetrar námi á Hvítárbakka: Minn háskóli var kreppa og Htið vinaval þvf varð ég oft að hfma niðri & Eyri. Það þykir kannski barlómur og bölvað eymdatai, en bitur reynsla, og hana þekktu fleiri. Ungur mun Guðjón hafa numið sund vestur á Reykjanesi er hann iðkaði síðan alla tíð, var og um skeið baðvörður við Skerja- fjörðinn. Aldrei kunni hann að hlífa sjálfum sér, og þar nutu aðrir þeirrar sterku fyrirmyndar, er hann hikaði ekki við iöng sund í köldum sjó eða neinar æfingar tii að ná settum mörkum, ekki aðeins í Viðeyjarsundinu sem hann var heiðraður fyrir 1953, heldur mörgum öðrum og við margan vanbúnað er nú mundi kallað vera. Þá nær fimmtugur. Engin hætta var á því að Guðjón léti neinn leiða sig útí þann mein- leysislega leik, eins og það var oft orðað, um reykingar. Þar skyldi hann og vera fyrirmynd annarra, og gerðist harður baráttumaður Krabbameinsfélagsins móti reykingum og þótti þar ekki myrkur í máli um þær hættur báðar, áfengið og tóbakið. Hann átti líka því láni að fagna, að öli fjölskyldan stóð saman í því sem öðru, og vera umvafinn um- hyggju sinnar góðu konu og allra sinna, er þrek og heilsa fóru að bila. Kynni mín af Guðjóni hófust ekki fyrr en ég kom i st. Fram- tíðina 1961. Þar gegndi Guðjón ýmsum embættum var m.a. æðstit., ritari, gjaldkeri ofl. ofl. og nú siðast fjármálaritari. Ætið var Guðjón vakandi á verðinum og gott til hans að leita til starfa á mörgum sviðum. Það munaði um hann við bindindismótin. Þeir, sem mest hafa unnið við undirbúning mótanna og fram- kvæmd þeirra, hafa gerst reynt hans góðu samvinnu bæði sem smiðs og til hvers er var á nótt sem degi bæði að Húsafelli og Galtalæk. Slíkar gleðistundir hjálpaði hann líka til að endur- lifa, er hann hafði flettað endur- minningarnar í gamanbragi, og flutti á skemmtikvöldum. Guðjón taldi ekki eftir sér neitt það er til heilla gæti verið hug- sjóninni um fyrirbyggjandi starf, eins og það að búa sem best i haginn til þess að sem flestir gætu lært að skemmta sér án eiturlyfja og eiga aðeins gleði- legar minningar þar frá. Margt af sínum og annarra ljóðum, gamni og alvöru, varðveitti hann í myndarlegri bók stúkunnar, og mun margt af því hvergi annarsstaðar að finna. Eins og hann hafði bætt við sundnám sitt með virku starfi i K.R. bætti hann líka við sitt bók- nám með þátttöku i Námsfl. R,- víkur. Það nýtti hann líka vel í þágu I.O.G.T. var sívakandi til sóknar og varnar og siðasta grein hans, „Við Reykjavíkurbarinn“, kom í Tímanum tveim dögum eftir að hann var allur og varð m.a. sú kveikja, að Timinn birti næsta dag á heilsíðu þingræðu Vilmundar læknis frá 1932: „Áhrif öldrykkju á áfengis- neyzlu". Á þessa ræðu hafði Guðjón áður minnt i stúkunni, og er hún enn vel þess virði að vera lesin sem allra tíma reynd bjórhættunnar. Auk félagsstarfanna reyndi ég oft hversu gott var til hans að leita ef einhverja smíðavinnu skorti þar sem ég var að störfum, hvort sem vélavinnu þurfti við, eða vinnu úti í bæ. Allt heimilið sýndi samhug allr- ar fjölskyldunnar, hlíðfarlausa vinnu úti sem inni, reglusemi og myndarskap. Sumir láta sér a.m.k. nægja „að moka frá sínum eigin dyrum“ en Gújón sópaði gjarnan langt út á götu. Trúnað í störfum mátti marka á því, að áratugum saman innti Guðjón af hendi viðhaldsþjónustu fyrir sama fólk og fyrirtæki. Þar á verkstæðinu tók ávallt á móti manni eins og hlýr andblær glettni og tvíræðnisorðaleikur, gjarnast i ljóðlínum, rann saman við verkið, létti lúnum höndum starfið, eins og mig rámar í eitt sinn við hálfgerða fúaspýtu er hann bar saman við sínar hendur lúnar - og bætti svo við: „Ég yrki mitt ljóð í ónýtt tré, sem eins og ég sjálfur fúnar.“ Margar bjartar bernsku- minningar átti Guðjón vestan frá „Djúpi“, og væri eitt kvæða hans um þann landskunna stað Óshlíðina verðugt að komast lengra en í handskrift niður í skúffu, þar sem leiðin þar er rakin með tugum örnefna, sem hann taldi þó vanta nokkuð i en honum entist ekki þrek né tími, eins og hann sagði: Bilað þrekió, farió fjor, fer að halla degi. Slitin brynja, brotinn hjör, barist get ég eigi. Ekki háfði hann samt látið svartsýni ná tökum á sér þó snjóþyngra væri en nú, er hann eitt sinn kvað: Þó að ís og fannafans flestum þyngi sporið, syngjum innf sálu manns sumarið og vorið. Og, Vetrarneyðin dökka dvín dimman eyðist þétta. Sól f heiði skært mér skfn, skýríst leiðin rétta. Guðjón vandist sjómennsku frá barndómi og gerði glögglega mun á að renna upp að eða upp með vararvegg. Okkur land- kröbbunum er þetta máske svo- lítið ljósara, eftir að hið erlenda skip rann EKKI upp með varnar- veggnum — bólverkinu þar eystra-, heldur að veggnum og á hann, til skaða fyrir sjálft sig, bólverkið og önnur skip. Nú er Guðjón gerði sér alveg ljóst, hver sigling væri fram- undan, á þessi staka hans vel við (þó eldri sé): Renni ég upp með vararvegg verða mun ég feginn, þegar ég að landí legg loksins hinumegin. Og gott er að ala svo bjartan hug sem þessi bendir til: Léttist róður, land ég sé er Ift ég yfir sundið. Fyrir stormi fæ ég hlé og fleytuna mína bundið. Með þeirri öruggu trú er þessi staka hans bendir til mun hann hafa kvatt hervistina um hádegis- bilið mánud. 21. marz. Guðjón var I framkvæmda- nefnd UMDÆMISSTUKUNNAR nr. 1 er staðið hefur fyrir bindindismótunum og má hún, við stúkusystkini hans í Framtíð- inni og öll Góðtemplarareglan þakka hversu dyggilega hann vann meðan dagur entist. Ég votta fjölskyldu hans samhug og þakkir. I trú, von og kærleika. IngþórSigurbjs. Þann 21. þ.m. andaðist Guðjón Bj. Guðlaugsson á Borgarspítalan- u.m. Hann hafði undan farin ár átt við vanheilsu að strlða og af þeim sökum þarfnast með nokkru milli- bili sjúkrahússvistar. Honum var fyllilega ljóst að hverju stefndi en tók þvi með æðruleysi og hugprýði. Guðjón fæddist í Unaðsdal á Snæfjallaströnd við Isafjarðar- djúp 4. ágúst 1906 Foreldrar hans voru Þóra Guðmundsdóttir, Þor- leifssonar, bónda í Unaðsdal, og Guðlaugur Bjarnason, Guðlaugs- sonar bróður Guðjóns Guðlaugs- sonar alþingismanns frá Ljúfu- stöðum. Guðjón Bjarni bar nöfn Guðjóns afabróður síns frá Ljúfu- stöðum og Bjarna föðurafa síns. Fullyrða má að hann hafi ekki kafnað undir nafni, eins og stundum er sagt. Þegar Guðjón var tveggja ára gamall fluttu foreldrar hans til Bolungarvíkur og ólst hann þar upp hjá þeim til ellefu ára aldurs, er þau fluttu til Hnifsdals, og þar bjuggu þau uns þau árið 1929 fluttu til Reykjavíkur. I Bolungarvik og Hnífsdal ólst Guðjón upp og átti þar sín bernsku- og umdómsár. Á þessum árum rikti mikil fátækt i vestfirsku sjávarþorpun- um, og var um algjöra örbirgð að ræða á f jölda heimila. Heimili Guðjóns fór ekki var- hluta af þessum erfiðleikum, en styrkar voru stoðir þess bæði í andlegum efnum og líkamlegum, svo að ekki hlaust skipbrot af, þó að oft gæfi á bátinn og barningur- inn væri erfiður, við að hafa í sig og á. Strax í æsku lagði Guðjón sig fram um að verða heimili foreldra sinna að liði og byrjaði því snemma að vinna öll þau verk er til féllu og fáanleg voru fyrir ung- linga en þar var einkum um að ræða illa launaða stritvinnu, sem lítið gaf I aðra hönd, og kallaði á langan vinnudag. En hann var snemma harðger, duglegur, samviskusamur og trúr hverju verki, sem hann gekk að, og entust þeir eiginleikar honum til æviloka. Á uppvaxtarárum Guðjóns voru litlir möguleikar fátæku æsku- fólki til framhaldsnáms. Barna- skólanámið mátti duga flestum, þar eð ungmennin urðu strax að hasla sér völl á vettvangi brauð- stritsins til að hjálpa til við fram- færslu heimilanna. Guðjóni heppnaðist þó að stunda nám einn vetur við Hvítár- bakkaskóla, sem þá laut stjórn hins merka skólamanns Lúðvigs Guðmundssonar. Taldi Guðjón þann vetur hafa verið sér mikils virði. Guðjón hóf nám i húsasmíði hér í Reykjavík hjá mági sínum Sig- urði Waage, húsasmíðameistara, | raðauglýsingar — raðauglýsingar — radauglýsingar tilkynningar Reykjavíkurmót 12 ára og eldri í svigi og stórsvigi, verður haldið í Bláfjöll- um 2. og 3. apríl. Stórsvig laugardaginn 2. 4. og svig sunnudaginn 3.4. Nafnakal! hefst kl. 11 og keppni kl. 12 báða dagana. Þátttökutilkynningar berist kl. 8.30 miðvikudaginn 30.3. í síma 438^2 Mótsstjórn. ÝR, félag aðstandenda Landhelgisgæzlumanna, heldur umræðufund á Hallveigarstöðum miðvikudagskvöld 30. marz kl. 21. Elín Skeggjadótt formaður félagsins talar um starf Ýrar og síðan eru frjálsar umræður. Félagar og gestir eru hvattir til að koma stúndvíslega. Aðalfundur Meistarafélags húsasmiða verður haldinn miðvikudaginn 30. marz kl. 8.30 í Hreyfilshúsinu við Grensásveg. Fjölmennið. Stjórnin. Til sölu bifreiðin A-12 Merzedes Benz 280 S Arkitektar—Verkfræðingar Byggingafræðingar — Tæknifræðingar Sérfræðingar frá danska fyrirtækinu Everlite A/S sem framleiðir m.a. þakljós og reyklúgur, verða til viðtals og gefa uppl. um fram- leiðsluna á skrifstofu vorri í dag frá kl. 2—6 e.h. Nánari uppl. í símum 28200 — 82033 Samband ísl. samvinnufélaga, inn flu tningsdeild. Aðalfundur Vinnuveitendasambands íslands verður haldinn fimmtudaginn 31. marz og hefst hann kl. 13.30 í húsakynnum samtakanna, Garðastræti 41, Reykjavík. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Þá mun Jónas Haralz, bankastjóri flytja erindi á fundinum. Vinnuveitendasamband íslands. 1971, sjálfskiptur, ekinn 66 þús km. Kristján P. Guðmundsson. Símar 96-22244 heimasími 96-24876. Til sölu Willys Jeep 1973 með Mayers húsi í topp lagi. fíaftækjaverzlunin fíafmagn Vesturgötu 10, sími 14005

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.