Morgunblaðið - 30.03.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.03.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1977 Það skal ég segja þér, að I þessum heimi rúmast ekki svartsýni, Hassam minn. Forstjórinn steinsefur, og mér er illa við að þurfa að vekja hann einmitt nú. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Hvað gerist ef austur á ásinn eða hveð gerist ef þetta er einspil. Þetta eru spurningar, ásamt mörgum öðrum, sem við spyrjum okkur sjálf en reynum of sjaldan að finna svarið. Þó liggur það oft í augum uppí, sé á það bent. Það þarf sem sé bara að sjá það. Lítum á hve spilið í dag er i raun og veru auðvelt. En þó myndum við oftast tapa því. Norðurgefur, allir á hættu. Norður S. A II. G832 T. I)G6 L. ÁDI084 Vestur Austur S. K62 S. 4 II. 943 II. ÁD1076 T. K107542 T. Á983 L. 6 L. K93 Suður S. DG1098753 II. K T. — L. G752 Þjónn. Kjúklingurinn minn er horfinn af diskinum. Eins og blóðmörs- keppir á hörundið Enn hafa borizt nokkur bréf um bjórmálið, sem verða birt hér í dag, en Velvakandi vill gjarnan beina því til bréfritara að þeir láti ekki alveg vanta að taka önnur mál til meðferðar, a.m.k. svona inn á milli. „Það er nú víst að bera í barma- fulla bjórkolluna að fara að skrifa meira um bjórinn. Samt langar mig til að bæta við nokkrum drop- um. Ég er svo hrædd um að allt þetta skáldlega hjal um vinalegar og manneskjulegar ölknæpur og leiðinlega borg fari að hafa áhrif á alþingismennina okkar, því þeir eru nú bara manneskjur eins og við hin. Það er mín skoðun, að enda þótt bjórstofur eigi að hjálpa einhleypum sjómönnum og utanbæjarmönnum að drekka sig fulla á manneskjulegan hátt, þá fylgi þeim ýmislegt, sem er væg- ast sagt ómanneskjulegt. Hvaða áhrif hefur það t.d. á heimilislífið ef menn, eins og Jóhannes Helgi rithöfundur taldi æskilegt, kæmu við á bjórkrám, á leið heim úr vinnu, til að blanda geði við kunningjana? Ættu þá konurnar (þeirra, sem giftir eru) að vera heima og hugsa um kvöld- matinn á meðan, og tapa þar með þessu stutta hléi fram að útvarps- og sjónvarpsfréttum til að ræða smávegis við lífsförunautana? Gæti ekki líka farið svo, að kunn- ingjarnir reyndust svo skemmti- legir að einhver af smáréttunum hans Sólness yrðu látnir duga, og konurnar og börnin biðu fram að sjónvarpstíma eftir heimilisfeðr- unum og gleyptu svo í sig fyrir framan sjónvarpið? Ef til vill færi líka alveg forgörðum þessi eina heita máltíð dagsins, sem börnin voru búin að hlakka allan daginn til að fá, þvi að nú stefna flestar konur að þvi að verða alveg sams konar manneskjur og karlmenn, og færu þá sennilega lika á knæp- urnar, á leið heim úr vinnu, til að forpokast ekki algjörlega. Ekki þarf fólk hér að dragast að hlýj- um arineldi, þvi að nægur er hit- inn í heimahúsum, öfugt við það, sem gerist viða erlendis. Mesta hættan, sem stafar af áfengum bjór, tel ég að sé fyrir æsku landsins. Ungiingar myndu telja hann eins kunar meinlausan gosdrykk. Margir þeirra, sem eru frá regluheimilum, og ekki létu sér til hugar koma að drekka sterka drykki, myndu fara á þessa vinalegu staði, fremur en „sjopp- urnar“ og drekka bjór bæði þar og á öðrum samkomustöðum, Norður opnaði á einu laufi og austur sagði eitt hjarta. En suður skellti sér í fjóra spaða og fékk að spila þá. Vestur spilaði út einspilinu sínu í laufi, sem tekið var með ás. Sagnhafi tók nú á trompás, tromp- aði tigul heima og spilaði trompdrottningu. Vestur tók á kónginn, spilaði félaga sínum inn á hjarta en hann tók á laufkóng- inn og lét vestur trompa lauf. Einn niður — var það nauðsyn- legt? Nei, það var það alls ekki. Nú skulum við sjá hvernig á að spila spilið. Og vinna það með næstum 100% öryggi. Otspiliö er sennilega eiospil, sem þýðir að austur má ekki kom- ast inn fyrr en við höfum náð öllum trompunum af vestur. Hvar getur hann átt innkomu? Hjarta. Við þurfum því að losna við hjartakónginn. Og tigullinn er eina ráðið. Strax í öðrum slag spilum við því tíguldrottningu frá blindum. Ef austur leggur á, trompum við, förum inn á spaðaásínn og spilum tígulgosa. Eins og spilið er getur austur ekki lagt aftur á og við látum hjartakónginn í. Vestur má jú komast inn. Þannig höfum við rofið sambandið milli handa varnarspilaranna og vestur fær ekki að trompa laufið. Láti austur lágt þegar við spil- um tiguldrottningunni verður uppi sama staða þegar við látum hjartakónginn í. R0SIR - K0SSAR - 0G DAUÐI Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 68 Hann var nú búinn að kveikja f pfpu sinni og naut reyksins af sýnilegri velþókn- um. — Ég hef velt þvf fyrir mér hvernig maður ætti að fara að þvf að setja Björn og arfshluta hans sem óneitanlega kom okk- ur öllum nokkuð á óvart f sam- hengi við Otto Malmer. Puck hefur átt sinn hlut að því að setja fram þá hugmynd að Otto væri faðir Björns, en við geng- um fljótlega úr skugga um að það sumar sem pilturinn er get- inn var Otto aðeins fjórtán ára gamall... og var aukin heldur staddur f Englandi f sinni fyrstu utanlandsferð. t alvörunni miðri var næstum spaugilegt að veita eftirtekt að Otto og Björn brugðust við næstum á sama hátt... með fyrírlitningu og andúð .... — Auk þess sagði Christer — hefur í kvöld enn fleira bætzt inn í þetta mál. Þessi tvö morð eru að vfsu aðskilin frá hvort öðru f tfma — milli þeirra liggja tuttugu og tvö ár og þvf er auðvitað ekki fráleitt að hér sé um tvo glæpi að ræða sem ekki grfpa hvor inn f annan. Eg hallast þó ekki að þvf að það sé raunin. Fyrst og fremst ber þess að gæta að sonur Gertrud er meira og minna aðalpersóna f báðum tilvikum. og þvf næst er ýmislegt sem bendir til þ'ess að vissir þræðir f óláni Gertrud hafi legið hingað upp til herra- garðsins. — Hvað ertu eiginlega með f huga? spurði Daniel Severin forvitinn. Og Christer svaraði hugsandi og dró seiminn. — Otto er ekki faðir Björns Udgrens. Nei... En við megum ekki gleyma þvf... að þegar Gertrud lifði voru tveir bærður hér á bæn- um. Gabriella lyfti hendinni eins og hún vildi þagga niður f hon- um, en hann hristi seinlega höfuðið. — Afsakaðu mig, Bella, en ég verð að gera þetta þó svo það verði vandaræðalegt fyrir þig og fleiri... Hann hvarflaði augum að Helene Malmer og festi þau á henni. — Það er reyndar ýmislegt sem mér leikur hugur á að fá að vita varóandi Jan Áxel Malmer. Og 'ég hef á tilfinning- unni að þá sé skynsamlegast að leita aftur f tfmann. Það er ekki nokkur minnsti vafi á þvf að það var eitthvað bogið við dauða hans og hverníg hann bar að. Og nú Helene, held ég að það sé bezt fyrir þig að þú haldir þér við sannleikann og skýrir frá því hvernig þetta vildi til. Helene kveikti sér f enn einni sfgarettu og ég sá að hendur henna skulfu. Þvf næst leit hún til skiptis á Gabriellu og Otto Malmer. Stór köld augu hennar voru full af hæðni, kannski öllu heldur grimmd og ég skynjaði að hún hafði ákveð- ið að verða við beiðni Christers áður en Daniel Severin gaf samþykki sitt. — Svona Helene, þú skalt bara segja þeim allt af létta. Það er ekki sérstaklega upp- byggileg skemmtun, það veit hamingjan heil og sæl, en ég býst við að ekki tjói að tala um það f slfkri stöðu. — Allt f lagi, ég skal segja það sem ég veit. En ég gat full- vissað ykkur um fyrirfram að það snertir hvorki Frederik eða fegurðardrósina Gertrud. Sag- an snýst aðeins um Jan Axel og mig. Og svo... að sumu leyti um Daniel. Hún hafði ekki talað lengi áður en eldurinn hafð slokknað í sfgarettunní hennar en hún veitti þvf ekki athyglí. Hún hvarf svo á vit endurminninga sinna að hið harða svipmót hennar og hrokafulla hvarf og andlit hennar varð milt og hreint. — Þegar Jan Axel kom heim til Rauðhóla haustið 1939, var hann orðinn ekkjumaður. Hann var þá þrjátfu og fjög- urra ára g’amall, ég var tuttugu og sjö ára og hafði verið gift Otto í eitt ár. Það... það hafði verið mjög erfitt ár og ég fann til ólýsanlegs leiða og ein- mannakenndin hafði náð sterk-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.