Morgunblaðið - 30.03.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.03.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1977 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10 — 11 FRÁ MANUDEGI einnig i svonefndum partíum. Það gæti svo orðið kveikjan (eins og listamennirnir segja) að frek- ari kynnum við þann vímugjafa, sem áfengið er. Eitt leiðir af öðru, eiturlyfin gætu svo siglt í kjölfar- ið. Sömuleiðis gæti eitt bjórglas hrint af stað viku fyllerii, eða hver veit hvað löngu, hjá þeim mörgu, sem ekki hafa vald á vin- nautninni. Svo gæti lika bilað sá hemill (eða slökkvari sbr. kveikja), sem náttúrulögmálið hefur lagt til, og nefnist timbur- menn. Hinum svokölluðu hóf- drykkjumönnum finnast þessir karlar ómanneskjulegir og alls ekki viðeigandi eftir-fín og virðu- leg samkvæmi. Þar hafa verið haldnar háfleygar (eða lágfleyg- ar) ræður, menn hafa dinglað glösunum hver framan í annan, með spekingslegum sælusvip, eins og í þeim flytu guðsneistarn- ir úr þeim sjálfum, og aðrir mættu nú kikja á þá og hrifast af þeim. Illa sæmir að liggja ælandi með höfuðverk morguninn eftir. Þá væri nú betra að hafa kaldan bjór í ísskápnum til að draga úr þessum ómanneskjulegheitum. En ef til vill myndi þá styttast hófdrykkjutíminn hjá mörgum og ofdrykkjan taka við. Sagt er að drukknir menn séu meira á rölti utan húss hér á landi en vlða annars staðar, ef svo er stafar það sennilega ekki ein- göngu af knæpuleysi, heldur með- fram af fæð lögreglunnar og smæð fangelsanna hér. Sonur minn fór einu sinni nokkrar ferðir sem háseti á vöru- flutningaskipi, sem lestaði í Dan- mörku. Blöskraði honum alveg ástandið á verkamönnum, sem unnu við skipið. Þeir hefðu verið þunnir á morgnana, farið strax íbjórinn, og verið óstarfhæfir um miðjan dag, sumir sofnaðir á hafnarbakkanum. Þetta þætti ekki góð latina í islenskum höfn- um. Margir verkamenn og aðrir erlendis eru eins og hráir blóð- mörskeppir á hörundslit, en í lag- inu eins og nýsoðnir, af völdum bjórdrykkju. Er það manneskju- legt? Virðingarfyllst, Valgerður Tómasdóttir.“ Síðan er hér annað bréf um bjórinn og það ritar Sveinbjörr Jónsson: % Bjórkrárnar „Þau ummæli sem Stefán Björnsson tekur sérstaklega eftir um bjórkrár Breta, er nú ekki lýsing mín heldur Björns, sjó- mannsins, sem skrifaði sína reynslu og skoðanir á þessum veitingastöðum. Að sjálfsögðu má kalla þetta áróður okkar bindindismanna, sem eðlilega þarf að magnast, þegar þeir sem auka vilja drykkj- una í landinu og bölið sem hún veldur, koma á stað Iúmskulegum áróðri i sjálfu alþingi íslendinga. En gott er að nú hafa menn fengið að vita að til eru „vínstofur i mörgum hafnarborgum Bretlands — sem eru mjög svo þokkalegar og aðlaðandi'* og „hvergi hafðar opnar lengur en til kl. 10 að kvöldi". Staðreyndin er þó sú að bjór- stofurnar eru allsstaðar mikið vandamál, sem valda miklu bölu og ráðamenn þjóðanna hafa ekki komist lengra með en að láta þær „hvergi" hafa lengur opið en til 10 á kvöldin, að sögn Stefáns Björnssonar á Borgarholtsbraut 44, sem siglt hefur oft til Bret- lands og haft mikil kynni af bjórnum, þeim sterka auðvitað, og að eigin dómi ekki beðið „neitt tjón af þeim kynnum, hvorki and- legt né líkamlegt". Og þvi þá ekki að gera smá tilraun með blessaða „sterka bjór- inn“ gegn fikniefnunum sem „alla neytendur'* þeirra skaðar „bæði á sál og líkama"? Líklega hefur Stefán þegar prófað þetta sjálfur, eða rætt málið rækilega við reyndan lækni. Og fyrst að „sá sterki" hef- ur reynst sál Stefáns, og líkama, svona ljómandi vel, hvað gerir það þá til þó reynsla nokkurra hundraða, þúsunda eða tug- þúsunda sé allt önnur og þver- öfug? Sveinbjörn Jónsson." Þ»essir hringdu . . . §Um ffkniefni Kona nokkur hringdi og kvaðst vera áhyggjufull út af meðförum fíkniefnamála hérlendis og fannst henni þau ekki tekin nógu sterkum tökum. Nefndi hún í þvi sambandi að það kæmi fyrir að menn, sem væru teknir fyrir fíkniefnasölu eða grunaðir um það, sætu yfirleitt ekki inni meðan mál þeirra væru rannsök- SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á stuttu alþjóðlegu skákmóti í Malmö í Svíþjóð i desember sl. kom þessi staða upp í skák sví- anna Krantz, sem hafði hvítt og átti leik, og Niklassons. Svartur hafði átt í erfiðleikum i byrjun- inni, en taldi sér nú borgið þar eð eftir að hvítur drepur á g5 nær svartur drottningarkaupum með Db8 — f4+. Krantz var hins vegar ekki á því að láta andstæðing sinn sleppa svo ódýrt og fann ótrúlega leið: uð, en þeir gætu óáreittir stundað iðju sin á meðan, og það væri oft alllangur tími. Kvað hún það vera skoðun sína að málsmeðferð fikniefna skyldi hraðað sem mest í hvert sinn, þvi að þessir farand- salar gætu skaðað miklu fleiri og stærri hóp manna heldur en t.d. hreinir morðingjar, sem þó sætu alltaf inni þegar þeirra mál væru rannsökuð. Þetta var það helzta, sem þessi kona hafði um fíkniefnamálin að segja, en vandamálið I þessu til- viki, eins og svo mörgum öðrum á sviði hins opinbera er kannski fjárskortur og eða mannfæð i fíkniefnadómstólnum, það getur ekki allt gegnið í einum hvelli. En vissulega eru hér alvarleg mál á ferðinni, þar sem fíkniefnamálin eru, um það geta sennilega flestir verið sammála, en þó er ekki nógu mikið vitað með vissu um umfang þeirra mála, t.d. meðai gagnfræðs- skóla og þyrfti að fylgjast mjög vel með á öllum sviðum, og finna út hversu mikil þessi neyzla er. HOGNI HREKKVÍSI ‘977 7 McNaught Synd., Inc. * - * . B3P SIGGA V/öGA £ *í/LVtRAU 20. KblH — Bf6, 21. Dxe6+ — Kh8, 22. Dxc6 og með peð yfir og sókn átti hvitur ekki í erfiðleik- um með að innbyrða vinninginn. Sigurvegari á mótinu varö pólski stórmeistarinn Wlodzimiers Schmidt, sem hlaut 7lA vinning af 9 mögulegum. o Íú IL&VA 'v/ó, vomo&o^ úu^NAZ mA-y n VUE6 \\LÍ\t mi VótLAOM ÚGNNAX NÓNA ■S'% T-bleijan MEÐ PLASTUNDIRLAGI FRÁ MÖLNLYCKE ER KOMIN SPARIÐ BLEIJUÞVOTTINN OG KAUPIÐ PAKKA FYRIR PÁSKA. Ldtum hmutV b LmT 6 rigna 6 snioa Í> O o C* & jp ft O € /2 & i oi aVKYv gefur sig ekki A/þak er úr ál, seltuvarið, og fáanlegt í mörgum fallegum litum sem eru innbrenndir, og þarf því aldrei að mála. Kostir álþaksins eru margir fram yfir önnur þök. Kynnist möguleikum, verði og afgreiðslufresti á A/þaki. Gefum verðtilboð -sendið kópíureðateikningar eða hafið samband í síma og við munum gefa allar upplýsingar um ÞAKIÐ SEM ÞOLIR - ÞÓ Á MÓTI BLÁSI. FULLKOMIÐ KERFI ..TIL SÍÐASTA NAGLA INNKAUP HE ÆGISGÖTIJ 7 REYKIAVÍK. SÍMI 22000-PÓSTHÓLF 1012 TELEX 2025 SÖLUST|ÓRI: HEIMASÍMI 71400. V; mKA v/^X OXlALÍEL'b'bON/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.