Morgunblaðið - 30.03.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.03.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1977 Vilhjálmur til Svíþjóðar? VILHJALMUR Kjartansson, varnarleikmaður f landsliði Is- lands og meistaraliði Vals I knattspyrnu, er nú farinn til Svfþjððar og er hann þar að kynna sér aðstæður hjá 2. deildar liðí, sem hefur sýnt áhuga á að fá hann f sfnar raðir sem atvinnumann. Mun þarna vera um að ræða liðið Bárás, en það var um miðja 2. deildina f fyrra, og ætlar sér að gera bet- ur f ár. Sem kunnugt er leika nú f jór- ir Islendingar með sænskum liðum, þeir Þorsteinn Ólafsson, ÍBK, og Akurnesingarnir Davið Kristjánsson, Matthías Hall- grfmsson og Teitur Þórðarson. Allgóð laun og mikil hlunnindi munu vera í boði hjá mörgum félögum i Svíþjóð, og þá ekkert síður þeim liðum sem leika í 2. deild. Verði af samningum milli Vilhjálms og sænska liðsins verður hann 13. Islendingurinn sem leikur með erlendu liði í sumar. Má með sanni segja að tslendingar eigi þar með heilt landslið erlendis en af þeim 12 sem eru með erlendum liðum nú, hafa allir nema þrir leikið landsleik eða landsleiki. Knatt- spyrnumennirnir sem nú leika með erlendum liðum eru eftir- taldir: I Begfu: Ásgeir Sigurvinsson, Guðgeir Leifsson Marteinn Geirsson Stefán Halldórsson I V-Þýzkalandi: Elmar Geirsson I Skotlandi: Jóhannes Eðvaldsson I Svfþjóð: Matthías Hallgrimsson Vilhjálmur Kjartansson. Teitur Þórðarson Davið Kristjánsson Þorsteinn Ólafsson I Danmörku: Ársæll Sveinsson Atli Þór Héðinsson. ATLIÞOR BYRJAÐIVEL Danska 1. deildar keppnin í knattspyrnu byrjaði um síðustu helgí, og fór þá fram heil um- ferð. Holbæk, liðið sem Atli Þór Héðinsson leikur með, lék á úti- velli gegn Frem og varð jafn- tefli í leiknum, 1—1, eftir að Frem hafði haft 1—0 forystu í hálfleik. Var það Atli Þór sem skoraði mark Holbæk, og var hann einn bezti maður liðsins i leiknum. Markið skoraði Atli þegar um stundarfjórðungur var til leiks- loka. Fékk hann þá knöttinn á miðjum velli og lék síðan á hvern mótherja sinn af öðrum. Komst hann inn í vítateiginn og skaut þaðan ágætu skoti sem fór yfir Per Wind, markvörð Frem, og í markið. Urslit annarra leikja i dönsku 1. deildar keppninni um helgina urðu þessi: Kastrup — B 1901 B 1909 — Fredrikshavn Esbjerg —AGF AaB — B 1903 Velja — KB Köge — OB B 93 — Randers 1 3. deild varð jafntefli I leik Svendborg, liðsins sem Ársæll Sveinsson frá Vestmannaeyjum mun leika með, og AIA, 2—2. Atli Þér mark. — skoraði fallegt SIGURÐUR HARALDSSON TIL VESTMANNAEYJA EINS og áður hefur verið skýrt frá mun Ársæll Sveinsson, markvörður ÍBV, leika með danska liðinu Svendborg á þessu keppnistfmabili. Allt út- lit er á þvf að úr rætist f mark- varðarmálum IBV, þar sem Sig- urður Haraldsson, tslands- meistari f badminton og áður knattspyrnumarkvörður f Val, hefur nú tilkynnt félagaskipti yfir f iBV. Er ekki að efa að IBV-Iiðinu verður mikill feng- ur að Sigurði, ef hann æfir og keppir með liðinu f sumar, en Sigurður þótti standa sig mjög vel þann tfma sem hann lék f marki Valsliðsins 1975. \í>rsalan ’ 7 7 ÞINGHOLTSSTRÆTI 2 SÍMI: 26540 REYKJAVIK ICELAND A GRÁFELDUR HE MIKILL AFSLÁTTLTR Á MOKKAFATNAÐI, LEÐURJÖKKUM, REGNKÁPUM OG RYKFRÖKKUM GREIÐSLUSKILMÁLAP Landslioio sigraöi pressuliðið 101-83 Á mánudagskvöldið léku úrvalslið landsliðsnefndar og lið sem blaSa- menn völdu og lauk leiknum me8 öruggum sigrí „úrvalsins", 101—83, eftir a8 staSan f leikhléi hafði veriS 49—44 ..úrvalinu" f vil. Leikurinn var jafn framan af og jafnt var ð flestum tölum þar til „úrvaliB" komst f 20—14 og virtist sem það væri a8 nð undirtökunum f leiknum, en svo var þó ekki þvf a8 „press- unni" tókst a8 jafna 20—20 og komast yfir 23—22 ð 9. mfnútu. Leikurinn hélzt slSan I jðrnum út allan fyrri hðlfleikinn og hafSi „úrvaliS" nauma forystu f leikhléi, 49—44. í seinni hðlfleik var svo nokkuS jafnræSi me8 liSunum þar til 10 mfnútur voru eftir, en þð kom góSur sprettur hjð „úrvalinu" og tók þa8 leikinn algjörlega f sfnar hendur og vann leikinn me8 talsverSum yfir- burSum, 101 — 83. Hjð „úrvalinu" bar a8 sjálfsögSu mikiS ð risanun Pétri GuSmunds- syni sem gnæfBi langt yfir alla aSra leikmenn og ðtti þvi fremur auSvelt me8 a8 skora, en hann virSist ekki hafa nægilega gott úthald og hðir þa8 honum a8 sjðlfsögSu talsvert. Annars ðtti „úrvaliS" f heild gó8an leik, einkum f seinni hðlfleik, þegar vörnin lagaSist. „PressuliSiS" barS- ist hetjulegri barðttu og haf 8i gaman af leik sfnum og tókst þvf a8 veita „úrvalinu" verulega keppni þar til If8a fórð seinni hðHleikinn. Stigin fyrir „úrvaliS" skoruSu: Pétur GuSmundsson 23, Jón Sig- urSsson 16. Kristinn Jörundsson 14. Bjami Jóhannesson og RlkharSur Hrafnkelsson 10 hvor. Torfi Magnússon og Bjami Gunnar Sveinsson 8 hvor, Jón Jörundsson og Gunnar ÞorvarSarson 6 hvor og Kðrí Marfsson 2. Stigin fyrir „pressuna" skoruSu: Jónas Jóhannesson 16. Stefðn Bjarkason 1S, Þorsteinn Bjarnason 12. Gu8steinn Ingimarsson 10, Kol- beinn Kristinsson og GuSmundur BöSvarsson 8 hvor, Björn Magnús- son og Kolbeinn Pðlsson 2 hvor. HG LANDSLIÐIÐ VALIÐ LandsliSsnefnd KKÍ hefur nú vali8 þð leikmenn sem fara munu til Eng- lands til a8 taka þðtt f undankeppni heimsmeistaramótsins nú um pðsk- ana og urSu eftirtaldir leikmenn fyrír valinu: Kristinn Jörundsson, Jón SigurSs- son, Kðri Marfsson og RfkharSur Hrafnkelsson bakverSir; Bjami Jó- hannesson, Gunnar ÞorvarSarson, Jón Jörundsson og Torfi Magnússon framherjar; Bjami Gunnar Sveinsson og Pétur GuUmundsson miBherjar. Þetta er ðn efa eitt sterkasta landsliS sem island hefur teflt fram f körfuknattleiknum og sögSu þeir Einar Bollason og Birgir Öm Birgis, þjðKarar liSsins. a8 þa8 hefSi aldrei veriS eins erfitt a8 velja landsliSiS eins og nú vegna þess hve vi8 eigum nú mikiS af jöfnum og góSum leik- mönnum og virSist nú sem vi8 séum a8 eignast góSan kjama sem von- andi ð eftir aB nð langt f framtfBinni. UMBÓT í AÐSIGI GETRAUNAÞATTUR MORGUNBLAÐSINS Sjálfsagt hefur mikill fjöldi manna saknað þáttarins i síðustu viku, en þar eð svo mörgum leikj- um var flýtt eða frestað, þá fannst okkur varla taka því að eyða orku f seðilinn þann. 1 síðasta þætti, stærðum við okkur af því, að vikum saman hefði spá okkar ekki farið niður fyrir 7 rétta. Okkur hefndist fyrir grobbið og nú verðum við að lækka töluna niður f sex. Við gerum okkur vissulega grein fyrir því, að ekki er hægt að bjóða lesendum að staðaldri upp á jafn lélegar spár og sú sfðasta var og því lofum við (eða allt að því) að eftirleiðis verði frambærilegri spár á boð- stólum. Það verður samt sem áður erfitt að standa við loforðið að þessu sinni, því að seðillinn er erfiður. Arsenal — Leicester x. Helú’ir hefur stigauppskera Arsenal verið rýr undanfarið, eða aðeins eitt af síðustu 16 mögu- legum. Við teljum, að liðið fái aðeins eitt stig, þvf að Leicester virðist vera að fá jafntefliskæk- inn aftur. Jafntefli (1—1). Birmingham — Newcastle tvöfaldur x eða 1. Lið Newcastle hefur staðið sig mjög vel undanfarnar vikur og nálgast nú óðum toppinn. Birmingham er þó oftast erfitt heim að sækja og því tippum við á, að liðin deili stigunum með sér eða Birmingham sigri naumlega. Jafntefli, (2—2), eða heimasigur (2—1). Bristol C — Aston Villa, tvö- faldur x eða 2. Bristol-liðið getur velgt stóru liðunum undir uggum, þegar það nær sér á strik, en við teljum, að þeir verði heppnir, ef þeir sleppa með eitt stig úr viðureigninni og sennilega tapa þeir. Jafntefli eða útisigur, (0—0) eða (1—2). Coventry — Tottenham, x. .Coventry hefur hrapað geig- vænlega niður töfluna og er orðið langt siðan liðið innbyrti tvö stig í einum og sama leiknum. Leikur Tottenham er of sveiflukenndur til að hægt sé að átta sig fyllilega á þeim og hyggjumst við því troða meðalsóknina góðu. Jafntefli (1—1). Derby — Stoke x. Þessi leikur mun að okkar áliti þjást af markaleysi. Þessi leikur mun einnig að okkar áliti þjást af knattspyrnuleysi, því að hér leiða saman hesta sína tvö meðal hrút- lélegustu liða fyrstu deildar og væri Stoke örugglega í kjall- aranum með Derby ef liðið hefði ekki Peter Shilton i markinu. Jafntefli (0—0). Liverpool — Leeds 1. Þó að leikur þessi verði eflaust jafn og harður, teljum við að Liverpool sé sterkara, auk þess, sem liðið hefur haft mikið tak á Leeds síðustu keppnistímabilin. Heimasigur (1—0). Manchester C — Ipswich x. Leikur þessi er svo mikilvægur að hvorugt liðið hefur ráð á að tapa honum. Því spáum við svip- Iausu og markalausu jafntefli. Norwich — Manchester U. 2. Sigurganga Man. Utd. spannar nú hátt á annan tug leikja og þykir okkur Norwich-liðið óllk- legt til að stöðva hana. Utisigur (0—2). Sunderland — QPR 1. Þrátt fyrir stórtap fyrir Aston Villa I miðri síðustu viku, teljum við, að Sunderland haldi áfram þaðan sem frá var horfið. Varla skora þeir sex aftur, en samt reiknum við með öruggum sigri. Heimasigur (3—1). WBA — Middlesbro, tvöfaldur 1 eða x. WBA hefur verið I mikilli sókn undanfarið, en lið „boro“ hins vegar átt á sama tíma slaka leiki. Aðalspáin er heimasigur (2—1), en til vara er jafntefli, ef leik- mönnum WBA skyldi reynast Framhald á bls. 18 Valur - Fram í KVÖLD fer fram ð Melavellinum leikur ( meistarakeppni KSÍ og leika þð saman Valur og Fram. Hefst leikurinn kl. 20.00. Valsmenn standa nú langbezt I þessari keppni, hafa 4 stig eftir tvo leiki, en Akur- nesingar og Framarar eru me8 1 stig. Þurfa þvl Framarar a8 vinna leikinn I kvöld, ef þeir eiga a8 geta gert sér vonir um sigur I keppninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.