Morgunblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1977 13 sjálfs á andrúmsloftið og þá um leið á veðurfar? Koltvísýringur og önnur efni sem framleidd eru af mann- eskjunni hljóta að hafa áhrif á hitastig andrúmslofts, þ.e. hækka hitastigið. Skrár sýna að þetta hitastig hefur lækkað síðan um 1950, en hefði e.t.v. lækkað enn meir ef ekki hefðu komið til áhrif mannsins. Slík röskun af óeðlilegum orsökum, gæti haft afar illar afleiðingar og ég er þeirrar skoðunar, að við eigum að láta vera með öllu að skipta okkur þannig af veðurfarinu, hvort sem um er að ræða skipulagðar tilraunir eða ekki. Heidur verðum við að reyna að aðlaga okkur veðrinu fremur en það að okkur, eins og reynt er að gera t.d. með því að framkalla rigningu á þurrka- svæðum með aðstoð flugvéla eða með breytingum á árfar- vegum. Við erum enn langt frá þvi að geta sagt fyrir um kom- andi veður og nýtt okkur slikar spár. En til að leysa vandamál aukins mannfjölda og fæðu- skorts verðum við að taka mið af því og það getum við gert t.d. með því að kynbæta fræ, ekki í þeim tilgangi að það gefi af sér meiri uppskeru í heitara lofts- lagi — heldur þannig að það verði sem óháðast veðri. Ég get ekki svarað þeirri spurningu, hvernig veðrið verði næsta árið. En þó get ég sagt, að ekki eru fyrirsjáan- legar breytingar á þeirri til- hneigingu sem gætt hefur frá um 1960, þ.e. gera má ráð fyrir áframhaldandi öfgum og þið hér á íslandi getið því búizt við annað hvort óvenju miklum rigningum eða óvenju þurru sumri. Rætt vid brezka veðurfræðinginn Hubert H. Lamb prófessor Fyrr í vetur vár staddur hér á landi brezkur veðurfræðingur, Hubert H. Lamb, prófessor, en hann er yfirmaður Veðurrann- sóknarstofnunar háskólans i East Anglia — The Climatic Research Unit. * Prófessorinn hélt hér fyrirlestur á vegum Félags Islenzkra náttúrufræð- inga og fjallaði um verðurfars- breytingar og veðursögu, en sú er sérgrein prófessðrsins. Blaðamaður Mbl. hitti hr. Lamb að máli og byrjaði á að inna hann eftir starfsemi þeirrar stofnunar, sem hann er for- stöðumaður fyrir. — Það er ljóst, sagði pró- fessorinn , að hlutverk veður- fræðinga hefur stórum aukizt hin síðustu ár og þá ekki sízt vegna þess, hversu miklar kröfur eru nú gerðar til spáa um veðurfar, sem byggja má á raunsæjar áætlanir, t.d. I land- búnaði. Til þess að mæta þessum auknu kröfum hefur nú verið komið á fót þremur Hubert H. Lamb slíkum rannsóknarstöðvum, I Rússlandi árið 1960, I Banda- ríkjunum árið 1962 og okkar í East Anglia, sem var stofnuð 1972. Þar starfa nú um 20 manns, þar af 15 vísindamenn. Þessi ártöl sýna e.t.v. betur en annað, hversu ný af nálinni verkefni okkar eru. Athyglin beinist að sjálf- sögðu að því að öðlast meiri skilning á veðurfari og breyt- ingum þess, en aðferðirnar eru margvíslegar. Við einbeitum okkur að því að skrá sögu veðurs, og þá verðurfarssögu siðustu 10.000 ára, eða því hlý- skeiði, sem við lifum enn á. En til þess að geta sagt fyrir um veðrið, er nauðsynlegt að skilja eðli þess og því kynnumst við bezt með þvi að rannsaka for- tíðina. Þetta svið veður- fræðinnar, sögusvið hennar, var að mestu leyti vanrækt þar til fyrir u.þ.b. 10—15 árum, en sá árafjöldi er ekki langur timi I sögu vísindagreinar. Enda eru þær spurningar, sem okkur er ekki unnt að svara, ótal ótal margar, og fleiri en þær, sem við eigum svör við. Öfgar í veðurfari — Með hliðsjón af þeirri sögu sem við erum að reyna að skrifa, þá er ljóst að öfgar í veðurfari hafa verið óvenju tíðir og miklir siðustu ára- tugina. Á árunum frá 1900 til 1950 hækka meðalhitastigs- tölur og úrkoma eykst. En frá 1950 hefur orðið breyting á þessum meðalhitastigstölum, þ.e. þróunin hefur snúizt við. Og ef við litum svo aftur á árin frá 1960, þá kemur í ljós að á þvi timabili hafa öfgar veður- farsins verið meiri en við þekkjum dæmi til. Á tímabilinu 1920—1960 kom það fyrir að- eins einu sinni að indversku monsúnvindarnir brygðust — en siðan hefur það gerzt einum fjórum eða fimm sinnum. Á árinu 1975 til ’76 hefur úrkomumeðaltal á Bretlandi verið lægra en verið hefur í 250 ár. Við höfum einnig haft þar kaldari vetur en sögur geta um I 200 ár. (Hér má einnig benda á óvenjulega kalt veðurfar i Bandaríkjunum nú I vetur og sólrikan þorra á íslandi.) Þessir öfgar hafa komið fyrir- varlaust og gert stór strik í reikninginn hjá þeim, sem vinna að áætlunum af ýmsu tagi sem velta á veðurfari, t.d. i landbúnaði, skógrækt og ann- arri ræktun, virkjunarfram- kvæmdum, jafnvel skipulagn- ingu borga. Ég nefni þetta til að sýna fram á þýðingu veðurspáa, sem er e.t.v. víðtækari en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Erfitt að finna orsakir — Orsakir öfganna? Þetta er spurning, sem við getum ekki svarað nema að mjög tak- mörkuðu leyti. Og svörin eru oft getgátur. Hér er að ein- hverju leyti um að ræða keðju- verkanir. Sem dæmi um slikt get ég nefnt að þegar hlýnar í veðri og úrkoma eykst, eykst jafnframt snjókoma og Ising, sem svo kælir andrúmsloft o.s.frv. Þetta á nú meira við um veður almennt en varðandi öfg- ana. Þá er ein kenningin sú, að um sé að ræða svokallaðar „blocking situations" wða kyrr- stöður í andrúmsloftinu. Yfir svæði, þar sem vestanvindar eru ríkjandi, eins og t.d. yfir Atlantshafi — valda þeir óstöð- ugu veðurfari á vesturströnd Evrópu, og þá einnig hér á Is- landi. Þegar kyrrstætt and- rúmsloft kemur I stað þessara vinda, verður ein afleiðingin sú, að veður hér er stöðugra og þá um leið oft annað hvort kald- ara, heitara eða úrkomumeira en það venjulega er. En hvað það svo aftur er sem veldur kyrrstöðunni, því get ég ekki svarað í fljótu bragði og þannig að leikmanni sé það skiljanlegt eða einhvers virði. Veðurfar og eldgos Hubert Lamb hefur m.a. leit- að orsaka veðursins i eldgosum og hefur hann gert samantekt á eldgosum frá þvi árið 1500 og borið saman við veðursögu timabilsins. Fyrsta meiri háttar gosið á þessu timabili er Kra- katá-eldgosið, en Lamb hefur bætt við 5 öðrum gosum sem hafa haft áhrif á veður, en þau bera upp á sama tima og köd- ustu og votviðrasömustu sumur í Englandi, hið síðasta árið 1912, en það ár gaus Mt. Katma I Alaska. — Hér eru það aðeins sprengigos, sem ég tel til or- saka, og hraunflæði skiptir ekki máli. Við kraftmikil sprengigos Þeytist ryk og aska upp í andrúmsloftið og breytir hitastigi þess til muna. En aðrir veðurfarsfræðingar hafa stung- ið upp á að þessu sé þveröfugt Við verðum að aðlaga okkur veðrinu f rem- ur en það að okkur farið, þe. að það sé veðurfar sem hafi áhrif á eldvirkni. Sýnir þetta vel ágreininginn, sem fyrirfinnst innan visinda- greinarinnar. Maðurinn og veðurfarið Hvað um áhrif mannsins Philco og fossandi vatn gera þvottinn mjallhvitan Helztu kostir Philco þvottavéla: 0 Heitt og kalt vatn inn — sparar tima og rafmagnskostnað. 0 Vinduhraði allt að 850 snún/mín — flýtir þurrkun ótrúlega. 0 4 hitastig (32/45/60/90°C) — hentar öllum þvotti. 0 2 stillingar fyrir vatnsmagn — orkusparnaður. 0 Viðurkennt ullarkerfi. 0 Stór þvottabelgur — þvær betur fulla vél. 3 mismunandi hraðar í þvotti og tveir í vindu — tryggir rétta meðferð alls þvottar. Stór hurð — auðveldar hleðslu. 3 hólf fyrir sápu og mýkingarefni. Fjöldi kerfa — hentar þörfum og þoli alls þvottar. Nýtt stjórnborð skýrir með tákn- um hvert þvottakerfi. Þvottakerfum hægt að flýta og breyta á auðveldan hátt. Fullkomin viðgerðarþjónusta — yðar hagur. heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 1 5655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.