Morgunblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1977 17 næsta heimsmeistara. Sfðan tóku alls kyns bilanir við og Ferrari-bíll Lauda varð hvað eftir annað að hætta keppni af þeim orsökum. Brasiliumaðurinn Emerson Fittipaldi, sem þá ók McLaren Ford, hreppti titilinn það ár. Keppnistfmabilið 1975 var Lauda hins vegar næstum ósigrandi og lítið var um bilan- ir og hann tryggði sér og Ferrari heimsmeistaratitilinn örugglega. I byrun árs 1976 gekk allt á sama veg og Ferrari-bíll Niki Lauda var talinn ósigrandi. Þá byrjuðu aftur vandamál með bílinn og sömuleiðis lögfræði- leg atriði í sambandf við túlk- un á keppnisreglum. Forystan var hins vegar það góð að henni var ekki verulega ógnað fyrr en eftir slysið f Þýska- landi. Lauda er nú f 2.—3. sæti í heimsmeistarakeppni öku- manna eftir að lokið er 3 keppnum af 17 væntanlegum. Hann hefur 13 stig ásamt nýj- um félaga sfnum hjá Ferrari, Argentínumanninum Carlos Reutemann. 1 efsta sæti, með 15 stig, er hins vegar Suður- Vélin er flöt 12 strokka og sögð gefa um eða yfir 500 hest- öfl. Þyngd formúlu 1 bílanna er aðeins um 600 kg. Flestir bflar í formúlu 1 f dag eru með Ford/ Cosworth V8 vél, Hewland-gírkassa en mismunandi sérhannaða yfir- byggingu. Hvað öryggi viðvíkur kvað Lauda ekki óhugsandi að velti- grindur framtíðarinnar næðu alveg yfir ökumanninn í stað þess að vera einn stálbogi aft- an við hann eins og nú er. Banaslys, sem varð í Suður- Afrfku, er slökkvitæki lenti í höfði Bretans Tom Pryce, gæti ýtt undir þetta. Grand Prix keppnirnar fara fram á 17 mismunandi braut- um vfðs vegar um heim og i raun þyrfti 17 mismunandi bíla fyrir hverja braut. Sá bíll, sem best kemur til móts við mismunandi þarfir á hinum ýmsu brautum er besti bíllinn og þeir félagar sögðu að Ferr- ari stæði vel sem slíkur, en það gera raunar einnig fleiri, t.d. McLaren Ford bíll heimsmeist- arans frá í fyrra, James Hunts. Lauda var mjög ánægður með sinn bíl núna enda hefur hann Lauda á Ferrari-bfl númer 12, fyrstur f Grand Prix Frakklands f júlf 1974. Á eftir honum aka Svfinn Ronnie Peterson á JPS Lotus, sem sigraði þá keppni og Clay Regazzoni á Ferrari. Afrfkumaðururinn Jody Schekter, sem hefur gengið ótrúlega vel í splunkunýjum formúlu 1 bfl, Wolf Fod. Niki Lauda sannaði mað sigri sínum í Grand Prix Suð- ur-Afríku nú í byrjun mars, að hann er að fullu búinn að ná sér eftir slysið f fyrra þó merki þess séu mjög ljós í andliti hans. Lauda, sem býr f Austurríki, var nýkominn frá ítalíu þar sem hann var að prófa nýja gerð afturdekkja á formúlu 1 Ferrari-bílnum þegar hann kom hér við. Venjulega eru afturdekkin á formúlu 1 bflunum miklu stærri að þvermáli en fram- dekkin. Nýjungin, sem nú var reynd var að vera með tvö framdekk hlið við hlið á einni felgu að aftan. Með þessu fæst breiðara afturdekk, minna að þvermáli og tilgangurinn er að auka hámarkshraða bílsins. Lauda og vinur hans Zwickl sögðu þetta hafa aukið hámarkshraðann úr 300 km/klst. f 310 km/klst. Hins vegar vséri bflinn 1/10 úr sekúndu lengur að keyra hringinn og það er hreint ekki lítið f Grand Prix keppni. Ætlunin er að gera áframhald- andi tilraunir með þetta. Ef nota ætti þetta hins vegar í keppni yrði að framleiða nýja gerð af afturdekkjum, auk þess sem hætta væri á að bíll- inn yrði of breiður miðað við gildandi reglur. Ferrari er eini framleiðandi formúlu 1 bíla í heiminum í dag, sem framleiðir sjálfur húsið, vél og gírkassa allt f senn. ekið ófáa reynslukflómetra að undanförnu. Ég horfði loks á heimsmeist- arann fyrrverandi er hann fylgdist með eldsneytisáfyll- ingu á þotuna á Reykjavfkur- flugvelli og gekk úr skugga um að allt væri f lagi áður en hald- ið væri í loftið á ný. Marlene smellti myndum af honum í grfð og erg á meðan. Flutmaðurinn sagði að Lauda væri sjálfur mjög góður flugmaður. „Ég er miklu betri en aðalflugmaðurinn minn, sem er að verða sköllóttur," sagði Lauda og brosti. Sjálfs- traust Niki Lauda leynir sér ekki. ökulagi Lauda hefur ver- ið lfkt við tölvustýringu vegna þess hversu nákvæmur hann er og hann verður næstum þvf hluti af bilnum er hann keyrir. Lauda sagðist ætla að ljúka atvinnuflugprófi í Kaliforníu eftir keppnina þar. Líf hans snýst um hraða, meiri hraða, meiri kraft, meiri nákvæmni, akstur í hring eftir hring, hraðar og hraðar á mörkum viðloðunar við braut- ina, á mörkum Iffs og dauða eins og hann hefur sjálfur reynt. Niki Lauda var sestur í aðstoðarflugmannssætið og enn ein ferð hans heimsálfa milli hélt áfram. Lauda nýtur nú gffurlegra vinsælda vfða um heim. Hann hefur unnið heimsmeistaratit- ilinn í kappakstri, tapað hon- um í baráttunni við lffið og nú óska margir þess að sjá Niki Lauda í hinum öskrandi tólf strokka, eldrauða Ferrari-bíl sfnum endurheimta heims- meistaratitil ökumanna f kapp- akstri. 'GOODfVCAR-------------- hjólbarðar fyrír sendibfla. Eigum fyrirliggjandi eftirtaldar stærðir af hjólbörðum. STÆRÐIR 650—16/8 kr. 12 556 650—16/10 kr. 15.322. 700—16/8 kr. 15.210. 700—16/10 kr. 16.994. 750—16/6 kr. 13.792. 750—16/8 kr. 16.299. 750—16/10 kr. 18.187. 825—16/12 kr. 34.240. ( good'/Ýeah ^ / > ) GOOD'^YEAR HJOLBARÐAÞJONUSTAN Laugavegi 172 — Sími28080 HEKLAhf. Laugavegi 170—172 — Sími 21240 Akranes Kynning á sólarlandaferðum Mallorca Vegna fyrirspurna um hinar vinsælu Úrvalsferöir til sólarlanda í sumar veröur Pétur Már Helgason sölustjóri til aöstoöar um val á Úrvalsferöum og leiöbeiningar hjá umboöi okkar á Akranesi Föstudaginn 1. apríl kl. 14—18 Pétur FERDASKRIFSTOFAN URVAL Eímskipafélagshusinu simi 26900 Umboð Ólafur B. Ólafsson Skólabraut 2 Akranesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.