Morgunblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1977 25 I Grjótaþorpi er upphaf Reykjavíkur í hnotskurn — með verzlun, iðnaði, tómthúsbyggð og kaupmannshúsum Á FUNDI umhverfis- málaráðs Reykjavíkur var í gær lögð fram um- fangsmikil skýrsla um könnun á Grjótaþorpi, sem Nanna Her- mannsson, minjavörður, hefur unnið á vegum ráðsins ásamt aðstoðar- fólki sínu. ‘Skýrði hún skýrsluna, sem verður gefin út innan skamms. Umræður urðu um hana og samþykkti ráðið ein- róma eftirfarandi tillögu sem formaður, Elin Pálmadóttir lagði fram: Með tilliti til þeirrar um- fangsmiklu könnunar, sem Nanna Hermannsson minja- vörður hefur unnið á vegum Umhverfismálaráðs á gömlum húsum í Grjótaþorpi, og sem nú liggur fyrir, telur umhverfis- málaráð nauðsynlegt að gert sé deiliskipulag þar sem fari fram gagngerð endurskoðun á við- horfi til verndunar húsanna. Fer ráðið fram á það við skipu- lagsnefnd og borgarstjórn að sú endurskoðun verði látin fara fram. Skýrslan fjallar um hverfið i heild og hvert hús fyrir sig. Þar er hvert hús tekið fyrir, rakin saga þess, ástandi lýst og birtar myndir og teikningar. Er getið helztu ibúa og eigenda, greint frá byggingum fyrr og nú, útliti húsa og gerð lýst, sagt frá breytingum siðari ára og notk- un húsanna og loks er umsögn .swkirga/i nusturMid nanktraa/t...... *_____________________veséarMté _______________ Húsið Vinamínni í Mjóstræti 3 var eitt glæsilegasta húsið I Grjótaþorpi, reist 1885, og þar var oft fburðarmikil risna. Þar var kvennaskóli og fyrsti iðnskólinn. Og þar hafði Ásmundur Jónsson málari vinnustofu og hélt árlegar páskasýningar. Rétt á móti er hús, sem tómthúsmaður reisti yfir sig sama ár og Vinaminni var byggt, dæmigert snoturt hús alþýðufólks. Grjótaþorpið I Reykjavfk. Yfirlitsmynd úr skýrslu um könn- un á staðnum, eins og hann er nú, bæði f heild og á einstökum húsum. Umfangsmikil könn- un gerð á hverfinu um gildi hvers húss fyrir um- hverfið og gerðar ábendingar um lagfæringu. Eru húsin þar flokkuð eftir þvi hve mikla endurnýjun þau þyrftu og hvers virði þau eru talin. Fyrsti barnaskóli og iðnskóli Af þessum gögnum má sjá, að i Gjótaþorpi er upphaf Reykja- vikurkaupstaðar i hnotskurn með iðnaði sinum og verzlun. Við Aðalstræti, framhlið hverfisins, risu upp verzlanir og meiri háttar hibýli kaup- manna (sbr. Aðalstræti 10, eitt elzta húsið i borginni með ræt- ur i innréttingunum, Aðal- stræti 8 og bakhúsið Fisher- sundsmegin við Aðalstræti 4j. Bakhlið hverfisins sneri að tún- um, en i brekkunni byggðu tómthúsmenn og iðnaðarmenn (sbr. Mjóstræti 4 og steinbæinn i Garðarstræti 11 A) Norður- hlið hverfisins snýr að sjó og mótaði atvinna, bryggjur og pakkhús þá hlið (sbr. Aðal- stræti 2 með bakhúsum og skemmu, þar sem verzlað hefur verið frá upphafi, Vesturgata 3 með geymsluhúsum, þar sem var ein stærsta verzlunin og þilskipaútgerð, Vesturgata 5, sem er þáttur i athafnasögu hverfisins). En í Grjótaþorpi eru jafnframt minjar um upp- haf steinsteypualdar í góðu ein- taki á Túngötu 8 og um bæ úr höggnu grjóti í Grjótagötu 11 A) Þá vill umhverfismálaráð vekja athygli á menningarsögu- legum þáttum, sem þarna koma við sögu. í Grjótaþorpi var fysti barnaskólinn í borginni (Aðal- stræti 16), kvennaskóli og fyrsti iðnskólinn (í Vinaminni i Mjóstræti 3), fyrsta kvik- myndahúsið og leikhúsið (enn í Fjalakettinum í Aðalstræti 8). Þá hafa merkir menn skilið þar eftir spor í sögu bæjarins (sbr. Einar Benediktsson, sem lét reisa Vesturgötu 5, Jón Guðmundsson, ritstjóri, sem rak heimiii þar sem Jón Sigurðsson og Sigurður málari voru tíðir gestir, Sigurður Breiðfjörð, sem dó í Aðalstræti 8, Ásgrímur Jónsson málari með páskasýningar sínar í Vinaminni og fjöldi annarra. Merkilega miklar minjar Svo sem fram kemur i skýrsl- unni er enn merkilega mikið til af þessum minjum um fyrstu byggð í Reykjavík og ekki margar borgir sem státað geta af því að eiga svo mikið af upp- runa sinum á afmörkuðu svæði. Fagnar umhverfismálaráð því að hafa svo mikla og vel unna skýrslu i höndum, sem getur komið að góðu gagni við mat á hverri byggingu fyrir sig við ákverðanatöku um framtíð hennar. Telur að slik vinnu- brögð marki timamót varðandi verndun gamalla bygginga. Tel- ur umhverfismálaráð því að nú þurfi að fara fram gagngert endurmat á viðhorfi til verndunar í Grjótaþorpi. Þá visar umhverfismálaráð til fyrri samþykktar sinnar frá 12. nóv. 1975, þegar óskað var eftir könnun þeirri á Grjóta- þorpi, sem nú liggur fyrir. Þar segir m.a.: Umhverfismálaráð fagnar þvi, að hætt er við að leggja götu yfir Grjótaþorpið þvert, eins og gert er ráð fyrir í aðalskipulagi og fyrri gatna- gerð er látin haldast óbreytt. Ráðið er því sammála, að hverf- ið þurfi að endurnýja og gera byggilegt á nútímamæiikvarða. Umhverfismálaráð hefur því ekki á móti því að byggt sé upp i eyður, sé þess gætt að ný hús falli að ytra útliti að þeirri byggð, sem fyrir er i hverfinu. Þarf þá að taka tillit til byggingarsögulegs gildis og umhverfisins í heild. Jafnframt vísar umhverfis- málaráð til ályktunar skipu- lagsnefndar um að æskilegt geti verið að fiytja til gömul hús innan hverfa i stað þess að rifa þau eða flytja að Árbæ. Og bendir ráðið á þann möguleika, ef erfiðleikar eru á verdun vegna eignaréttar vissra húsa. Kammertónleikar NU ERU liðin 150 ár frá andláti eins mesta tónhöfundar, sem uppi hefur verið og verður varla sagt að nokkuð hafi geng- ið úrskeiðis í ákafa manna við að halda upp á þann atburð. Á tónleikum Sinfóníuhljómsveit- ar íslands var áttunda sin- fónian flutt, Kammersveitin tók til meðferðar Es-dúr septettinn op. 20 og á vegum Kammermúsikklúbbsins flutti Markl-strengjakvartettinn op. 135. An alls tilefnis hefði flutn- ingur þessara verka ekki verið meiri tiðindi en gengur og ger- ist I almennu hljómleikahaldi. Ludwig van Beethoven var ekki aðeins tónsnillingur, held- ur og sérstæður persónuleiki. Hann átti erfiða æsku og á besta aldri stendur hann and- spænis þeirri ógn að vera dæmdur til heyrnarleysis, maður, sem átti fyrir sér glæsi- lega framtið sem einn mesti píanóieikari samtiðar sinnar og á þann hátt getað lagt heiminn að fótum sér. Tónskáld án heyrnar er fyrirbæri sem ekki er auðvelt að gera sér grein fyrir, þvi margt hlýtur að glat- ast og gleymast I þögninni og hætt við að heyrnarleysi geti verið hemill á nýsköpun. Það þarf þvi næstum óskiljanlegt hugrekki til þess að leggja með þverrandi heyrn út á þá braut að helga líf sitt tónsmíðum. Til þess þurfti Beethoven að leggja mjög hart að sér og þjálfa sig kerfisbundið í mörg ár og lýsir það viljastyrk og andlegu þreki hans. Árangurinn af þeirri þjálfun varð sá, að um sama leyti og hann lýkur við fimmtu sinfóníuna, hefur hann sigrast á þessum erfiðleikum og hann skapar listaverk sem eru furðu- verk, burtséð frá öllu heyrnar- leysi. Tónleikarnir hófust á siðasta kvartett Beethovens, op. 135. Fyrsti kaflinn sem er fíngerð mósaikmynd, ofin úr smástefj- um, var fallega, en fyrir undir- ritaðan, heldur ógæt'ilega leik- inn og annar kaflinn, sem er ein sérkennilegasta tónsmið Beethovens, þar sem skiptast á niðurbælt tónferli og ofsafeng- inn frumstæður kraftur, var heldur bragðdaufur og án skáldlegra tilþrifa. Þriðji kafl- inn var ekki gæddur þeirri syngjandi mýkt og sára trega, sem undirritaður þykist eiga þar að finna og í síðasta kafl- ann vantaði örvæntingarfulla leit Beethovens að svari við þeim spurningum, sem eru óskilgreindanlegar en hann faldi í þankabrotum eins og; Verður svo að vera? Svo skal það vera. Hvað liggur að baki þessum þankabrotum veit eng- inn, en tónverkið er eins og leit að lausn sem skyggnst er eftir Tðnlist eftir JÓN ÁSGEIRSSON til hins ókunna. Márkl- kvartettinn lék verkið án þess að undirritaður heyrði annað en þokkalegan leik. Annað verkið á efnisskránni var Klarinettu-kvintett eftir Max Reger. i þessu verki er Reger orðinn nær því klassískur eins og t.d. i öðrum kaflanum. Þar er ritháttur hans mjög ljós og lagrænn. Svona langt verk þarf að leika með meiri svipbreyt- ingum en gert var að þessu sinni, þvi annars verður það blátt áfram þreytandi í hlustun. Sigurður I. Snorrason klarinettuleikari lék með Márkl-kvartettinum og átti víða mjög góða spretti. Tóntak hans er mjúkt en stundum er eins og hann eigi erfitt með að ,,intónera“ án þess þó að leika óhreint, sem er sérkennilegt því Sigurður hefur mjög falleg- an tón. Næst lék Reykjavikur- Ensamble kvartett op. 77 nr. 1 eftir Haydn. Þarna var tölu- verður munur á blæ aðallega var cellóröddin (Nina G. Flyer) og lágfiðluröddin (Mark Reed- man) tónskarpari en þó ná- kvæm og stundvis í tóntaki eða með öðrum orðum tónbjört en með eilitið kaldan tón! Guðný Guðmundsdóttir ætti að fá tækifæri til að fást meira við flutning kammertónlistar, i stað þess að þurfa að sitja öllum stundum í sæti konsert- meistara. Það er ekki spurning um getu hennar á þvi sviði, eins og reyndar mátti glöggt heyra á þessum tónleikum, heldur hvort íslendingar telja sig hafa efni á þvi að láta hæfileikafólk sitt þroskast í átökum við verð- ug viðfangsefni. Ásdis Þ. Franihald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.