Morgunblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1977 31 ég fæ ekki betur séð en að svo margt mæli gegn fluor, að með öllu sé óverjandi að fluormenga okkar bragðljúfa, „vígða“ vatn. Og sökum þess, hve „mjúkt“ það er — steinefnalitið — yrði að gæta enn meiri varfærni. Það hlýtur að vera skýlaus krafa og réttur, að fluorblöndun fari ekki fram, — nema yfir- burðir fluors, i samanburði við þau efni, sem reynst hafa vel, — sannist. En það verður vandlega að „VEGA“ og „META“, eins og dr. Jón Óttar sagði. Það er hin rétta leið. En enginn mun líklega draga í efa, að tannskemmdir séu neyslu- sjúkdómur. Það er því neyslu- venjum, sem breyta þarf. Og verði það gert þann veg, að þær •fyrirbyggi tannskemmdir, mun almennt heilsufar einnig batna. — Flestir okkar sjúkdómar munu vera afleiðing rangrar næringar og rangra lifnaðarhátta. — Þar á meðal þeir sjúkdómar, sem kenndir eru við menningu, en réttu nær væri að kenna við ómenningu eða mengaða menn- ingu. — I Danmörku er æða- kölkun komin niður í barnsaldur. Eru líkur til að það sé betra hér? Gera verður þá kröfu, að nær- ingarfræði verði færð inn í nám lækna. Og markviss fræðsla og starfsemi verði hafin til að fyrir- byggja sjúkdóma, í stað þess að bíða eftir þeim. Góð heilsa er gulli dýrmætari. Gerum hana að almennings eign. Að ÞVÍ ber að keppa. Bankamenn stofna verkfallssjóð Frá þingi bankamanna, Sólon R. Sigurðsson, formaður SÍB, f ræðu- stóli. ÞING Sambands fslenzkra banka- manna var haldið dagana 23.—25. marz sl. og sátu það 65 fulltrúar frá 13 aðildarfélögum sambands- ins. Formaður félagsins er Sólon R. Sigurðsson. Á þinginu var stofnaður verk- fallssjóður bankastarfsmanna og var stjórn SÍB falið að semja reglugerð um sjóðinn í samráði við einstök aðildarfélög sam- bandsins. Þingið telur rétt að SÍB greiði stofnframlag til sjóðsins, sem verði a.m.k. 2 milljónir króna og telur æskilegt að hluti félags- gjalda renni til sjóðsins. Svava Storr sæmd riddarakrossi Dannebrogsorðunnar MARGRÉT Danadrottning hefur sæmt frú Svövu Storr, eiginkonu danska aðalræðismannsins Lud- vig Storr, riddarakrossi Danne- brogsorðunnar. í kvöldverðarboði í danska sendiráðinu 22. þ.m. afhenti utan- ríkisráðherra Dana, K.B. Ander: sen, frú Storr heiðursmerkið. i ræðu sinni við það tækifæri lagði utanrikisráðherrann áherslu á hina miklu hjálp sem frú Storr á liðnum árum hefur veitt sjúkling- um frá Grænlandi, sem lagðir hafa verið inn á sjúkrahús hér á landi til lækninga. (Fréttatilkynning frá Danska sendiráðinu). GuðmundurHelgasonmálarameistari: Tossar og annað fólk I janúarmánuði sl. sendi fræðsluráð Kópavogs aðstand- endum unglinga I 9. bekk grunn- skóla kveðju menntamálaráðu- neytisins og slna, ásamt nýársóskum. Eftir þessa ánægju- legu en fátíðu kveðju var okkur birt sú ákvörðun hins virðulega ráðuneytis, að framvegis skyldi að hluta hætt að gefa einkunnir i tölum, en I stað þess ætti að skipta öllum unglingum í landinu i mis- stóra hópa, A-menn, B-menn, C- menn, D-menn og E-menn. A- menn skyldu vera 7% allra ungl- inga, B-menn 24%, C-menn 38%, D-menn 24% ogE-menn 7%. Tals- verðar umræður hafa orðið um þessa ákvörðun nú upp á sið- kastið, og langar mig til að leggja þar orð i belg, sumpart til að vekja athygli á atriðum sem mér finnst ekki hafa verið gefinn gaumur að verðleikum, og sum- part ef ég gæti á þennan hátt fengið svör við spurningum sem eru ofarlega i hugá mínum og vafalaust fleiri almennra borgara. Ég get þó ekki látið hjá líða að geta þess, að ég hef saknað þess að fá ekki meira að heyra um þessi mál frá aimennum kennurum og samtökum þeirra. Varðar þessa aðila kannski ekkert um þetta mál? Ég ætla þá í fyrstu að benda á nokkra ókosti sem ég tel þessari nýjung samfara. Unglingar skilja þessi ákvæði svo, að til lítils sé að leggja sig fram vió nám, fyrst þessi háttur sé hafður á um eink- unnargjöf og muni þeir lenda í einhverjum fastákveðnum einkunnaflokki um aldur og ævi, hvort sem þeir leggja sig fram eða ekki. Nokkuð er til i þessu, eink- um ef þessi hugsunarháttur verður ríkjandi, enda verða flokkarnir svo fjölmennir að lítil tilfærsla kemur til greina. Ungl- ingur sem er miðlungsmaður i C-flokki, á þvi litla möguleika til að vinna sér inn stig. Sama máli gegnir um ungling i D-flokki, og er það alvarlegra af ástæðum, sem síðar verða nefndar. Vera má að unglingarnir noti þetta sem tylliástæðu til að stunda ekki nám sitt sem skyldi, en sizt hefði maður trúað því, að menntamála- ráðuneytið yrði til þess að gefa þeim hana. Orðið „tossi" hefur hingað til ekki haft fasta merkingu í munni fólks, enda hefur enginn vitað fyrr, hve há prósenta „tossarnir" Kirkjudagur Leirársóknar SUNNUDAGINN 3. aprfl, pálma- sunnudsag, verður sérstakur kirkjudagur f Leirársókn og verð- ur þá meðal annars minnzt þeirra endurbóta, sem farið hafa fram á kirkjunni sfðustu árin. Klukkan 14 verður hátfðarguðsþjónusta þar sem sóknarpresturinn, séra Jón Einarsson, prédikar, kór kirkjunnar syngur undir stjórn Þorbergs Guðjónssonar. Frú Ágústa Agústsdóttir syngur ein- söng. Klukkan 15 verður svo hátiðar- samkoma i félagsheimilinu Heið- arborg þar sem Sigurður Sigurðs- son, form. sóknarnefndar, flytur ávarp, kirkjukór Leirárkirkju syngur undir stjórn Þorbergs Guðjónssonar, Guðmundur G. Hagalín, rithöfundur, les úr verk- um sínum, Kristinn Júliusson, sóknarnefndarmaður, minnist endurbóta kirkjunnar og greinir frá gjöfum, frú Ágústa Ágústs- dóttir syngur einsöng við undir- leik frú Friðu Lárusdóttur og sóknarprestur flytur lokaorð. Á þessari samkomu verða einnig kaffiveitingar á vegum Kvenfél- agsins Greinar. hafa verið af þjóðinni. Algengt hefur verið, að menn hafi kallað félaga sina „tossa“ i hálfkæringi, og þá án þess að meina nokkuð sérstakt með þessu. Nú er hætta á, að þeir sem fá eitthvað að ráði af D og E verði nefndir „tossar“, E mennirnir jafnvel eitthvað enn verra. Börn og unglingar geta oft verið miskunnarlaus. Hætt er við að mörgum unglingnum svíði, sem fengið hefur þessar einkunn- ir, þegar A mennirnir fara að kalla þá, vitandi að A mennirnir geta vitnað til flokkunar mennta- málaráðuneytisins. Mikið mega slík ungmenni og aðstandendur þeirra vera ráðuneytinu þakklát fyrir flokkunina. Þar hjó sá, sem hlífa skyldi. Eitt atriði skal enn nefnt. í bréfi fræðsluráðs er skýrt frá þvi að framvegis verði nemendur að fá A, B, eða C í öllum sam- ræmdum greinum, ef þeir skuli teljast eiga ótvíræðan rétt til framhaldsnáms. Ef gert er ráð fyrir þvi, að bilin A, B, C, D, E séu öll jafnbreið, og það hljóta þau að vera, enda var annars ekki getið í bréfinu og væri annað því að læð- ast aftan að viðtakendum þess, ættu einkunnirnar D og E að sam- svara að venjulegu leyti einkunn- unum 0—4 eftir gamla kerfinu. Nú ættu menn að blása rykið af gömlum einkunnabókum og sjá, hvort þeir hafa ekki fengið lægri einkunn en 4 í einhverri þessari grein. Ef svo er, þá ættu þeir að spyrja sjálfa sig, hvort rétt hefði verið að útiloka þá frá námi vegna þessar- ar eða þessara einkunna. Ég veit að fjöldi manns, sem hefur staðið sig vel I lífsstarfinu, er undir þessa sölu seldur. Sumir þeirra, sem fá laka-einkunn (0—4) i einni grein eða tveimur, eru bara þeim mun betri i öðrum og leggja þær siðan fyrir sig. Okkur iðnaðarmönnum hefur stundum verið lagt það til lasts (sjaldan opinberlega að visu), að við notuðum meistarakerfi og fleiri brögð til að takmarka fjölda iðnaðarmanna, en aldrei hefur okkur þó verið borið á brýn, að við beittum sérstökum ráðum til að útiloka menn með sérhæfileika frá starfsgreinum okkar. Skylt er að geta þess, að skv. bréfi fræðslu- ráðs er heimilað að taka menn með einkunnirnar D og E i fram- haldsnám, að uppfylltum ákveðn- um skilyrðum, en þar er aðeins um heimildarákvæði að ræða en ekki skyldu og því hætta á, að þetta nýtist ekki eða alls ekki. Hvaða aðili hefur vald til að heimila þessum nemendum eingöngu í framhaldsskóla? Eru það kannski framhaldsskólarnir sjálfir, sem eru svo yfirfullir af nemendum sumir hverjir, að þar er troðið í hverju kytru að sögn, eða ætlar menntamálaráðuneytið sjálft að meta einkunnir þessara unglinga og fá þeim síðan í hendur pappír, sem tryggir þeim ótviræðan rétt til setu i fram- haldsskólum? Komið hefur fram að enginn fellur skv. hinu nýja kerfi, og lika að 20—25% unglinga munu ekki fá rétt til að setjast i framhalds- skóla. Hvað ætlast menntamála- ráðuneytið fyrir með þetta fólk'1 Er þvi fyrirmunað að stunda nám af öllu tagi framvegis? Fær það hvergi inngöngu í skóla eftir að vera þess i grunnskóla lýkur? Á að búa til minnihlutahóp með þessari ákvörðun? Ég skil orðið framhaldsskóli svo, að það merki alla skóla, sem taka við af grunn- skóla að háskólum undanskildum. Ég veit, að menntamálaráðu- neytið hlýtur að hafa hugað að þessum atriðum áður en fyrr- nefnd ákvörðun var tekin, annað væri næsta kynlegt. Vera má, að það hafi birt greinargerð þar sem þessum spurningum minum er svarað, þótt hún hafi ekki komið fyrir mín augu, en sjaldan er góð vísa of oft kveðin. ' PHILIPS FERMINGAGJÖF GJÖF SEM GLEÐUR Ferðaútvörp 8 gerðir. Verð frá: Kr 4 375 Sinclair reiknivélar 6 gerðir Verð frá: Kr 5 1 30 heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 SÆTÚNI 8 —15655 EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AIGLYSINGA- SÍMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.