Morgunblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1977 — Nýjar hugmyndir um ávöxtun sparnaðar Framhald af bls. 19 bólgu eru verðsveiflurnar og sú óvissa sem með þvi skapast um raunverulegt verðgildi greiðslu- strauma fram í tímann. í löndum þar sem fjármagnsmarkaðir og vaxtamvndun er nokkurn veginn frjáls hækka vextirnir og vega upp á móti verðrýrnun fjármagns að meðaltali yfir nokkurn tíma og veita nokkra raunverulega ávöxt- un og endurgjald fyrir áhættu. Þessi aðlögun er að sjálfsögðu ófullkomin, ög þrátt fyrir hærri vexti skaðar verðbólgan á ýmsan hátt starfsemi lánsfjármarkaðar- ins þannig að hann getur ekki gegnt hlutverki sinu til fulls. Sér- staklega eru það lánveitingar til langs tima, sem takmarkast og hamlar það mjög á móti hvers konar arðvænlegri fjárfestingu sem skilar sér til baka á löngum tíma. Lánsfé fæst ekki til nægi- lega langs tíma og annað hvort verður ekki úr slikri fjárfestingu eða til hennar er aflað stuttra lána, sem síðan geta valdjð alvar- legum greiðsluerfiðleikum, eða jafnvel gjaldþroti fyrirtækja sem þannig fara að. I þessu sambandi er fróðlegt að lita til alþjóðalánamarkaðarins. Fyrir nokkrum árum Var hægt að fá lán til 15 — 30 ára. Þá var verðbólgan erlendis um eða undir þá 5% á ári. Fyrir 2 — 3 árum voru verðhækkanir komnar í 10 — 15% á ári. Styttist þá lánstim- ínn niður i 6 — 7 ár og vextir hækkuðu verulega en þó ekki sem verðbólgunni næmi. Nú er heims- verðbólgan komin niður í um 5 — 7% og lán fást til allt að 15 ára, en vextir hafa ekki ennþá lækkað tilsvarandi. Stytting raunverulegs lánstíma er í raun og veru meiri en í fljótu bragði sýnist vegna þess að hluti af hinum háu vöxtum er i reynd aukaafborgun af láninu. Þetta skiptir þó fyrst verulegu máli þegar nafnvextir eru orðnir 15— 20% eða meira. Það kemur fram á þessu, að jafnvel á tiltölulega frjálsum mörkuðum, þar sem vextir fela í sér verðbætur, skaðar verðbólgan starfsemi markaðarins. Hún minnkar umfang hans og torveld- ar sumar mikilvægar tegundir fjárfestingar. Þess vegna er oft stungið upp á þvi að draga veru- lega úr verðlagsóvissunni í samn- ingum um fjármagn til langs tíma með því að tengja greiðslur sam- kvæmt þeim við einhverja vísi- tölu. þ.e.a.s að koma á einhvers konar verðtryggingú. Þetta er að sjálfsögðu efst á baugi. þar sem verðbólga er það mikíl að stað- aldri að lán til langs tíma eru að hverfa af sjónarsviðinu. Senni- lega er það einmitt i sambandi við fjármagnssamninga til langs tima sem verðtrygging á fyrst og fremst rétt á sér, en míklu síður i skemmri samningum, þar sem háir vextir einir geta verið full- nægjandi. Verðtrygging getur þó engan veginn skapað sama ástand og væri á fjármagnsmörkuðum án verðbólgu. Hún er flókin i fram- kvæmd og þar með kostnaðarsöm og fyrír fáa aðila er hægt að finna vísitölu sem eyðir allri verðlags- óvissu. En hún getur vissulega verið nauðvörn til þess að bjarga hinum langa hluta markaðarins fra eyðileggingu við mikla og óreglulega verðbólgu. Þess vegna er það sennilega hæpin stefna að takmarka um of notkun vísitölu- ákvæða í skuldabréfum til langs tima. Neikvæðir raun- vextir og peningaleg hnignun. 1 löndum þar sem verð- lagshömlum er beitt á lánsfjár- markaði og vöxtum haldið lægri en þeir væru við jafnvægisást- and bætist annað vandamál við. Raunvöxtum er haldið óeðli- lega lágum eða þeir eru beinlínis neikvæðir, þar sem ekki er við ákvörðun vaxta tekið nægilegt til- lit til rýrnunar höfuðstóls vegna verðbólgu. Þetta hefur, eins og flestir kannast við, verið megin- vandamál hér á landi áratugum saman , en þekkist miklu víðar. sérstaklega í þróunarlöndunum. I sjálfu sér er það mjög eðlilegt að yfirvöld ákveði vexti, þar sem fjármagnsmarkaðir eru ófull- komnir. Hins vegar er þetta gífur- lega vandasamt hlutverk, þar sem verðbólguástand rikir og áhættan er yfirgnæfandi á þann veg að raunvextir verði of lágir timunum saman og langvarandi misvægi skapist á lánsfjármörkuðum með óseðjandi eftirspurn eftir lánsfé og lánsfjárskömmtun. Afleiðingunum hef ég áður lýst að nokkru, en tel rétt að endur- taka þær í stuttu máli. Fjár- magnsmarkaður tekur ekki eðli- legum framförum, hann staðnar eða jafnvel skreppur saman vegna þess að það dregur úr fram- boði inn á hann, þegar raunveru- leg ávöxtun fjármagnseigenda minnkar eða fé þeirra rýrnar beinlínis. Um leið dregur úr fjár- festingu á þann hátt að margs konar arðbær fjárfesting kemst ekki i framkvæmd, en önnur ann- ars óarðbær er fjármögnuð. Jafn- framt fer fjárfestingin troðnar slóðir en nýbreytni á ekki upp á pallborðið. Við þetta dregur úr vexti þjóðarframleiðslu og fram- leiðni Reynt er að vega á móti skorti á sparnaði með erlendum lántökum og skattlagningu en fyrr eða síðar tekur fyrir þá möguleika. Þetta er ekki fræði- legt yfirlit eingöngu heldur hefur hafta- og misvægistefna á fjár- magnsmarkaði lamað eða bein- linis lagt í rúst bankakerfi ýmissa þróunarlanda og ýmsir telja sig sjá svipuð sjúkdómsemkenni hér á landi. Dæmi um hnignun eða hrun peningakerfa eru t.d. frá Argentínu, Chile, og Brasiliu, en að sjálfsögðu koma hér fleiri skýringar til. Verðbólga i Suður- Ameriku er viða svo mikil og sveifiukennd að erfitt er að mæta henni með háum vöxtum. I Argentínu féll stærð bankakerfis- ins úr um 50% af þjóðarfram- leiðslu um 1950 niður í 24% 1964, en hækkaði siðan nokkur aftur. I Chile hefur verðbólga verið land- læg siðan fyrir stríð og peninga- kerfið þar hefur sveiflast milli 10 og 20% af þjóðarframleiðslu. I Brasilíu hnignaði peningakerfinu úr 38% af þjóðarframleiðslu 1950 í 21% árið 1966. Eftir það var tekin upp ný stéfna með jákvæðum raunvöxtum á bundnu sparifé sem þó hefur ekki alltaf tekist að standa við. Kerfinu hef- ur þó ekki hnignað frekar síðan. Mörg fleiri dæmi má nefna um þetta, enda er hnignun og stöðn- un peningakerfa mjög algeng í þróunarlöndum, sem misst hafa stjórn á verðlagi. Það hefur verið tekið eftir því, að þar sem peningakerfi er í hnignun vegna neikvæðra raun- vaxta fjölgar bönkum og bankaútibúum mjög. Bestu dæmin um slíkan ofvöxt eru frá Brasilíu og Uruguay, og einhver þróun i þessa átt virðist vera haf- in hér á landi. Jákvæðir raun- vextir og peningaleg uppbygging. Reynsla ýmissa þjóða bendir til þess, að ná megi jafnvægi á fjár- magnsmarkaði, örum hagvexti og miklum innlendum sparnaði með því að tryggja allháa jákvæða raunveruiega innlánsvexti tíl sparenda, jafnvel við talsverða verðbólgu. Hjá þróuðum iðnaðar- löndum er gjarnan bent á reynslu Þjóðverja og Japana. Er þá ekki miðað við tímann allra fyrst eftir stríð heldur síðar, eftir að sjálfri endurreisninni var i aðalatriðum lokið. Allir þekkja hinn öra hag- vöxt i þessum löndum, sérstak- lega Japan. A árunum 1953 — 1970 voru raunvextir af inn- stæðum bundnum í 12 mánuði rúmlega 5% og er þá miðað við vísitölu heildsöluverðs. Utláns- vextir voru að sjálfsögðu nokkru hærri. Með þessari stefnu tókst að laða fram mikinn sparnað kerfis- ins þannig að peningamagn og sparifé, sem er mælikvarði á stærð og bolmagn bankakerfisins óx i Þýzkalandi úr 34% af þjóðar- framleiðslu 1953 í yfir 64% 1970 og i Japan úr 57% í tæp 100% af þjóðarframleiðslu á sama tíma. Venjulegt hlutfall í iðnaðarlönd- unum er í kringum 60%. Sam- svarandi hlutföll hér á landi er lækkun á hlutfallslegri stærð bankakerfisins úr 40 — 45% af þjóðarframleiðslu fyrir nokkrum árum í um 30% í dag, enda hafa raunvextir verið neikvæðir um langan tima og mjög neikvæðir á árunum 1974 og 1975. Ymis þróunarlönd hafa reynt svipaða stefnu og ég nefndi að beitt hafi verið i Þýzkalandi og Japan. Mestum árangri hefur Formósa náð á þessu sviði. Þar var peningakerfið í rústum árið 1953 og hlutfallsleg stærð þess aðeins um 11% af þjóðarfram- leiðslu. Þá voru vextir á eins árs sparifé ákveðnir 24% sem var vel umfram verðbólguvöxtinn. A timabilinu fram til 1970 var raun- vöxtum haldið í um 10% að meðaltali miðað við visitölu heild- söluverðs, og á sama tíma hækk- aði hlutfallið úr 11% í 38%. Eftir 1970 hefur þessi þróun haldið áfram og áríð 1975 var hlutfallið komið í 54%, þóti raunvextir væru komnir nokkuð niður fyrir 10% að meðaltali. A þessu sviði verður að telja Formósumenn brautryðjendur nýrrar stefnu, sem skilað hefur þeim einhverju öflugasta peningakerfi i þróunar- löndunum og örum hagvexti. I Kóreu var svipuð stefna tekin upp árið 1965. Bankakerfið var komið þar niður í 9% af þjóðar- framleiðslu. Þá voru vextir af eins árs sparifé hækkaðir úr 15 í 30%, og héldust síðan mjög háir raunvextir í nokkur ár, þótt nafn- vextir lækkuðu smám saman. Áhrifin létu ekki á sér standa og óx bankakerfið upp i 32% af þjóðarframleiðslu árið 1971. Þá voru nafnvextir af innstæðum lækkaðir úr 20% í 12%, raunvext- ir urðu neikvæðir, vöxtur pen- ingakerfisins stöðvaðist, og hnignunar tók að gæta á ný. Ymis fleiri dæmi má nefna um peningalega uppbyggingu i þróunarlöndunum bæði skamm- lifa og langlifa. Það leiðir af sjálfu sér, að við skilyrði verðbólgu hefur vaxta- stefnan eingöngu áhrif á spariféð en ekki sjálfa peningaeignina. Með því að sjá fyrir nægilega há- um jákvæðum raunvöxtum vex spariféð ört miðað við peninga- magn í þrengri merkingu og sem hluti af þjóðarframleiðslu. Þar sem raunvextir eru neikvæðir er það líka þessi hlutinn sem eink- um dregst saman. Á sjálft pen- ingamagnið í þrengri merkingu er lítil áhrif hægt að hafa með hávaxtastefnunni, enda skreppur það saman við mikla verðbólgu. Þó að reynslan sýni, að hægt sé að bjarga peningakerfinu með há- um vöxtum við skilyrði allhárrar verðbólgu, eru þvi þó vafalaust takmörk sett. Mér þykir líklegt að hámarkið liggi nálægt 30% eða ekki langt frá því sem er nú hér á landi. Með örari verðrýrnun og vaxandi sveiflum i verðlagi, sem yfirleitt fylgja meiri verðbólgu, er senniiega ógerlegt að tryggja jákvæða raunvexti. Þá getur skapast alveg nýtt ástand á fjár- magnsmarkaði eins og reyndar í öðrum þáttum efnahagsmála. En þó að hægt sé að bjarga peninga- kerfinu með háum vöxtum í mik- illi verðbólgu er samt miklu æski- legra, að verðlag sé tiltölulega stöðugt og nafnvextir og raun- vextir fari nokkurn veginn sam- an. Við þau skilyrði ein getur fjármagnsmarkaðurinn notið sín til fulls og stuðlað að hámarkslífs- kjörum á hverjum tima. Verdtrygging er takmörkuð lausn Þó að verðtrygging hafi ótví- ræða kosti til að bera á markaði fyrir fé til langs tíma veit ég ekki til þess að hún hafi náð almennri útbreiðslu neins staðar. Hún hef- ur þó víða verið notuð í takmörk- uðum mæli á tilteknum sviðum. Víðast hvar, þar sem verðbólga ríkir, hafa þess í stað komið til- tölulega stutt lán með hærri vöxt- um, eða þá lán frá opinberum aðilum og erlend lán i traustum gjaldmiðli. Einstaklingar og fyrirtæki hafa sjálfsagt einnig fest fé sitt beint i varanlegum verðmætum i miklu stærri stíl en ella og þannig tryggt sig fram í timann án milligöngu markaðarins t.d. með ibúðarhúsi til elliáranna. Þannig hefur það að minnsta kosti verið hér á landi. Telja má, að einkum séu þrjár ástæður fyrir því að verðtrygging á löngum samningum hefur hvergi náð almennri útbreiðslu. I fyrsta lagi yrði erfitt að vera með hlið við hlið óverðtryggðar kröfur og verðtryggðar, þ.e.a.s. tvö opin kerfi. Þrátt fyrir besta vilja er veruleg hætta á fjár- streymi milli þeirra, þegar óvissa er um verðlagsþróun, og slikt get- ur valdið miklum vandamálum. I Columbiu mun þetta hafa verið erfitt vandamál. Þá hefur verið stungið upp á að verðtryggja allar kröfur þannig að kerfið væri eitt. Vegna þess hve verðtrygging er flókín i framkvæmd hafa samt fáir tekið slíkt alvarlega. í öðru lagi kemur það, að hafi verðtrygging náð mikilli út- breiðslu gæti orðið erfitt við viss- ar aðstæður að ná jafnvægi á lánamarkaði t.d. ef raunvextir þurfa að vera neikvæðir um stundarsakir. Almenn- verðtrygg- ing gæti þvi staðið í vegi nauðsyn- legrar hagstjórnar. I þriðja lagi þykir ýmsum verð- trygging vera tilbúið gervifyrir- bæri og treysta ekki á hana. Hún byggist líka á vísitölum, sem hægt er að hafa áhrif á. Mér finnst líklegt að þetta sé e.t.v. megin- ástæðan til þess að verðtrygging í löngum samningum hefur ekki rutt sér til rúms erlendis. Menn telji hreinlega, að í reynd skapi hún jafnmikla óvissu fyrir fjár- magnseigendur og hún á að eyða fræðilega séð, og þeir telji hag sínum betur borgið með öðrum hætti, þar sem verðbólga er innan við t.d. 10 — 15% á ári. Hins vegar er gripið til hennar á tak- mörkuðum sviðum fari verðbólga fram úr þessu, en hvergi hefur verðtrygging náð almennri út- breiðslu. Hér á landi hefur verðtrygging verið ofarlega á baugi i langan tíma. Um hana voru sett iög vorið 1966. Meginstefna laganna var að heimila verðtryggingu aðeins í löngum fjármagnssamningum, en undantekning þó gerð um inn- stæðufé innlánsstofnana. Helztu svið verðtryggingar nú eru spari- skírteini og happdrættisskulda- bréf rikissjóðs, sem seld hafa ver- ið til almennings, skyldusparn- aðarfé og verðtryggð skuldabréf fjárfestingarlánasjóða, sem líf- eyrissjóðir hafa keypt. I fjárfestingarlánasjóðakerfinu hefur verið tekin upp verðtrygg- ing útlána að hluta. Lánskjör fjár- festingarlánasjóða eru ákveðinár- lega af rikisstjörninni samkvæmt lögum sem sett voru vorið 1975. Stendur þriðja endurskoðun láns- kjara samkvæmt lögum þessum nú yfir. Sjóðunum er skylt að lána út með kjörum sem þeir sæta sjálfir, en starfsfé þeirra er að veruiegu leyti erlent fé eða vísi- tölubundið fé frá lífeyrissjóðum. Þeir hafa þvi tekið upp blönduð lánskjör, yfí-rleitt með 25 — 50% verð- eða gengistryggingu. Hefur á þessu sviði náðst umtalsverð samræming á lánskjörum, bæði vöxtum og verðtryggingu og vant- ar nú raunverulega aðeins herzlu- muninn til þess að viðunandi ástand hafi skapazt. Ég tek það fram, að gengistenging er á ýms- an hátt óskyld vísitölutengingu en i daglegu tali er þetta lagt að jöfnu. í meðferð þessara mála er þó gerður skýr munur á þessu tvennu. Nýjar hugmyndir um ávöxtun sparnaðar í málefnasamningi núverandi ríkisstjórnar var ákveðið að taka starfsemi fjárfestingarlánasjóða og annarra lánsstofnana til athug- unar með það fyrir augum m.a. að taka upp verðtryggingu og sveigjanlegri vexti. Nefnd var skipuð í málinu og skilaði hún tillögum til ríkisstjórnarinnar um lánskjarastefnu sbr. það sem fyrr segir um lánskjör fjárfestingar- lánastofnana. I nefndinni áttu sæti þeir Gunnar Guðbjartsson, Jóhannes Nordal og Jónas Rafn- ar. í greinargerð nefndarinnar segir m.a. um ávöxtun sparnaðar. ,,Það er Ijóst, að meginvanda- málið við að tryggja nauðsynlega ávöxtun sparnaðar er að vega á einhvern hátt upp verðrýrnun vegna verðbólgu. Sé það ekki gert, takmarkast mjög það fé, sem sparendur, bæði einstaklingar og samtök þeirra láta öðrum i té til fjárfestingar, eins og reyndin hef- ur orðið hér á landi. Tvær leiðir eru einkum hugsan- legar til að tryggja nauðsynlega ávöxtun. Annars vegar sveigjan- legir vextir, sem tækju aðallega mið af þróun verðlags.Hins vegar verðtrygging, þar sem bætt væri beint upp samkvæmt föstum regl- um verðrýrnun vegna verðhækk- ana. Á undanförnum áratugum hafa vextir farið hækkandi vegna áhrifa verðbólgu, bæði hér á landi og eriendis, sérstaklega upp á síð- kastið. Eru þeir nú miklu hærri en þeir voru á fyrstu áratugum aldarinnar, en þá breyttist verð- lag lítið, þegar yfir langan tima var litið. Hér hafa hærri vextir bætt að nokkru verðrýrnun vegna verðbólgu. Hugsanlegt er að beita þessari aðferð markvisst til þess að tryggja raunverulega ávöxtun sparnaðar. Vextir væru þá teknir til endurskoðunar nokkrum sinn- um á ári og hæð þeirra miðuð við, að jafnvægi næðist á lánsfjár- mörkuðum. Væri þá eðlilegra að taka fyrst og fremst mið af þröun verðlags yfir nokkurn tíma, en jafna út skammtímasveiflur. Kostir þessa kerfis eru, hve það er einfalt í framkvæmd og sveigjanlegt miðað við ólíkar að- stæður. Ökosturinn er hins vegar, að sparendur hafa enga raunveru- Iega tryggingu fyrir því, að stefnu þessari verði haldið áfram. Á verðbólgutímum eins og nú er þetta því ekki nægilegur grund- völlur til þess að lán fáist af frjálsum vilja til Iangs tíma. í bankakerfinu nýtur þessi að- ferð sin þó til fulls. Þar er sparifé yfirleitt ekki bundið nema til eins árs þannig að ókostirnir koma lit- ið fram. Gagnvart sparnaði til langstimaeins og i lífeyrissjóðum dugir aftur á móti varla annað en bein verðtrygging. Hér er því stefnt að því, að nauðsynleg ávöxtun sparnaðar verði tryggð með eftirfarandi hætti. 1. Avöxtun sparifjár i bönkum, sparisjóðum og innláhsdeildum kaupfélaga verði tryggð með sveigjanlegri vaxtastefnu þannig, að við ákvörðun innlánsvaxta verði einkum tekið mið af þröun verðlags, þegar yfir nokkurn tima er litið, en horft fram hjá styttri sveiflum að verulegu leyti. 2. Ávöxtun sparnaðar til langs tíma, m.a. hjá lífeyrissjóðum, verði að nokkru tryggð með út- gáfu verðtryggðra skuldabréfa ríkissjóðs og fjárfestingarlána- sjóða til langs tíma, a.m.k. 10 — 15 ára með tiltölulega lágum vöxt- um, eða ekki hærri en 4%.‘‘ Um lánskjör inniánsstofnana er sagt i greinargerðinni: „Utlánsvextir banka og spari- sjóða hafa ætíð fylgt beint inn- lánsvöxtum og verður svo áfram. Verða því útlán bankakerfisins óverðtryggð eins og innlánin. Hins vegar er, eins og fyrr segir, stefnt að þvi, að teknir~verði upp sveigjanlegri vextir hjá þessum aðilum, og nái það að sjálfsögðu bæði til inn- og útlána. Ætti þetta, þegar yfir nokkurn tíma er Iitið að geta skilað svipuðum ávinningi og formleg verðtrygging. Sá ávinningur næst jafnframt, án þess að fórnað sé meginkosti vax- ta sem hagstjórnartækis, þ.e.a.s. sveigjanleikanum miðað við mis- mundandi efnahagsaðstæður. Hægt er eftir sem áður að stefna að jafnvægi á lánamarkaðinum, örva efnahagslífið, þegar það á við og draga úr framkvæmdum og þenslu, þegar það á við. 1 þessu felst, að talið er rétt, að almenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.