Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23 APRIL 1977 11 Forseti Rotary International heimsækir Island Hér afhendir Reynir Karlsson, framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs rfkis- ins, einum samvinnuskólanema skfrteini til staðfestingar þessum nýju réttindum. Samvinnuskólanem- ar fá réttindi sem félagsmálakennarar Forseti Rotary International, Robert Manchester frá Youngs- town, Ohio, Bandaríkjunum kemur í heimsókn til íslensku Rótaryklúbbanna á mánud. 25. apríl og dvelur hér til fimmtu- dags 28. april. Hann mun mæta á sameiginlegum fundi íslensku Rotaryklúbbanna, miövikud. 27 apr. á Hótel Sögu og flytja þar ávarp. Robert Manehester er lög- fræðingur aó menntun. Hann stundaöi nám við háskólann i Michigan, og varð doktor í lögum frá þeim háskóla. Lögmannsrétt- indi í Ohio ríki hlaut hann 1927 og hefur verið i lögmannafélögum í Mahony-sýslu og amerískra lög- manna. Robert Manchester er fæddur í Canfield í Ohio-riki og starfaði þar sem borgarlögmaður og borgarstjóri og i heilbrigðisráði borgarinnar. Hann er meðeigandi í lögmannafyrirtækinu Harrington, Huxley & Smith i Youngstown, Ohio. Þá hefur hann tekið mjög virk- an þátt í menningarlifi og félags- málum borgar sinnar og fylkis, bæði á sviði fræðslumála og i starfi til eflingar samvinnu borga og dreifbýlis. Þá hefur hann látið málefni skáta mjög til sín taka og er sem stendur i ráðgjafarnefnd um skátastarf í einu af skáta- svæðum , Bandaríkjanna. Hann Robert A. Manchester. hefur einnig starfað mikið fyrir Presbyteríönsku kirkjuna, sem er kirkjudeild hans. Robert Manchester hefur verið rotaryfélagi siðan 1938 og gegnt mörgum trúnaðarstörfum innan Rotaryhreyfingarinnar, hann starfaði sem umdæmisstjóri, og hefur starfað í mörgum nefndum á vegum hreyfingarinnar og var kjörinn forseti Rotary Internationai fyrir starfsárið 1976—77. Hann hefur verið á stöðugum ferðalögum og tekið þátt í umdæmisþingum og svæða- mótum hreyfingarinnar, og heim- sótt fjölda klúbba á ferðum sinum til hvatningar og leiðbeiningar í störfum klúbbanna. Rotaryfélags- skapurinn er mjög alþjóðlegur félagsskapur. Kynningarstarf, þjónusta og manngildishugsjón eru innviðir þessa félagsskapar og í samræmi við það starfa hinir einstöku Rotaryklúbbar. Alls eru starfandi i heiminum um 17 þús. Rotaryklúbbar i 151 þjóðlandi, og eru þó allmörg lönd, þar sem Rotaryklúbbar hafa ekki verið leyfðir af pólitískum ástæðum. Alls er tala Rotary- félaga nú um 800 þúsund. Á síðari árum hafa viða verið stofnaðir æskulýðsklúbbar, og eru ekki færri en 6000 slíkir klúbbar starf- andi i 70 löndum. Auk hins margvislega menn- ingarstarfs klúbbanna innbyrðis er veigamikill þáttur I starfi þeirra út á við að efla kynningu og alþjóðlegt samstarf. Einn kunnasti og merkasti þátt- urinn i starfi Rotary International er Rotarysjóðurinn svonefndi (Rotary foundation), er studdur er af Rotaryfélögum um allan heim, og stutt hefur marga námsmenn til framhalds- náms, og þar á meðal allmarga íslendinga. Þá hafa mörg einstök umdæmi haft sína námssjóði og stuðningur við námsfólk og ungmennaskipti hafa verið veigamikill þáttur i starfi þeirra. Forseti Rotary International kemur hingað, ásamt konu sinni frú Mary Manchester, það er vissulega gleðiefni fyrir smáþjóð eins og okkur íslendinga að mega fagna þessum góðu gestum og bjóða þau hjónin velkomin hing- að, þau eru fulltrúar góðvildar og skilnings milli þjóða og ein- staklinga og hafa fjölmennan og áhrifamikinn félagsskap á bak við sig. Það er fátt, sem heimurinn hef- ur meiri þörf fyrir í dag en aó efla manngildi einstklinganna, sam- starf þeirra og þjónustuvilja. Á þvi veltur framtið heimsins og ekki síst smáþjóðanna, að þessar hugsj'ónir verði virtar og nái að eflast. Það er ósk islenzkra Rotary- félaga að hjónin megi hafa ánægju af heimsókn sinni hingað og hún megi verða til þess að styrkja tengsl okkar við þennan alþjóða félagsskap og efla starf islensku klúbbanna innbyrðis. Ó.J.Þ. SAMVINNUSKÓLINN ( Bifröst tók í vetur upp það nýmæli f starfi skólans að veita f samvinnu við Æskulýðsráð rfkisins nem- endum, sem útskrifast úr 2. bekk skólans viðurkenningu sem félagsmálakennarar. Hafa þeir nemendur, sem lokið hafa þessu, námi þvf réttindi til að taka að sér stjórn og kennslu á félags- málanámskeiðum og nota allt það náms- og leiðbeiningarefni, sem Æskulýðsráð rfkisins gefur út f bessu skvni. I starfi Samvinnuskólans hefur allt frá stofnun hans árið 1918 verið lögð áhersla á félagslega uppbyggingu nemenda t.d. með þvi að þjálfa þá í fundarstörfum og ræðuflutningi. Og er skólinn fluttist að Bifröst var ráðinn sér- stakur félagsmálakennari til að annast þennan þátt og skipulagn- ingu tómstundastarfs nemend- anna auk þess, sem hann kenndi félagsstörf, sem er ein af náms- greinum skólans. Hádrich hyggstlýsa okkur sem bókaþjóð Rolf Hádrich, v-þýzki sjón- varpsleikstjórinn, sem gerði Brekkukotsannál á sfnum tfma, er væntanlegur hingað til lands- ins undir helgina og hyggst gera hér kvikmynd á nýjan leik, þó ekki Paradfsarheimt eins og f undirbúningi er, heldur heim- ildarmynd um lslendinga sem bókaþjóð. Fyrsta verk Hádrichs hérlendis verður þó að halda fyrirlestur á vegum Germanfu að Hótel Esju á sunnudagskvöld kl. 8.30 og ræða þar um þýzkt sjón- varp, einkum þó þann þáttinn sem að honum sjálfum snýr — kvikmyndun bókmenntaverka. Undirbúningur fyrir gerð heim- ildarmyndarinnar er þegar haf- inn, og er þegar komin til lands- ins þýzk aðstoðarkona Hádrichs ásamt Sigrúnu Valbergsdóttur sem verður v-þýzka sjónvarpslið- inu til ráðuneytis. I dag er kvik- myndatökumaðurinn Peter Hassenstein, sá er tók Brekku- kotsannál, væntanlegur hingað ásamt aðstoðarleikstjóra Hádrichs og hljóðmanni en Hádrich sjálfur á að koma til landsins á laugardag. RAFSUÐU KYNNING Þessum spurningum og öðrum upplýsingum færð þú svaraö á ESAB-rafsuðusýningunni. Hverjir eru kostir Co2 rafsuðu? Hvers konaf Co2 rafsuðuvélar henta hverju verk- efni? Hvenær á að nota A-9 og hvenær A-10 rafsuðu- vél? Hvað stórar Co2 rafsuðuvélar henta bezt? f : ' : i Hverjir eru möguleikar punktsuðunnar með Co2 rafsuðuvélum í blikksmíði og bifreiðaréttingum? Leiðbeiningar um notkun og viðhald Co2 raf- suðuvéla. Fjöldi rafsuðuvéla til margs konar verkefna verða uppsettar á sýningunni. Sýning og kynning á rafsuðubúnaði stendur yfir í Sýningarsal Héðins, Seljavegi 2. Mánudaginn 25. apríl kl. 10.00—12.00 og kl. 14.00—18.00. Þriðjudaginn 26. apríl kl. 10.00—12.00 og kl. 14.00—18.00. Sérfræðingar frá ESAB verða til viðtals á sýn- ingunni. ■■I /m mmm COMD HEÐINN VÉLAVERZLUN SÍMI 24260 SELJAVEGI 2 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.