Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23 APRIL 1977 Að vera eða ekki Sigurður Skúlason: Þessa dagana er ég fyrst að lesa Bréf til Láru Það er góð bók í henni stendur m.a þetta „Oss vantar ekkí menn, sem hugsa og breyta eins og allir aðrír Og oss vantar ekki heldur reynslu, sem er nákvæmlega eins og reynsla allra ann- arra Borgaralegar hversdagssálir eru hér nógar En oss vantar menn, sem eru eitthvað öðruvísi en allir aðrir, menn með skýrt markað einstaklings- eðli, menn, sem hafa siðferðisþrek til að lifa frjálsir og óháðir samábyrgð almennrar heimsku. Og oss vantar reynslu, sem er eitthvað frábrugðin reynslu allra annarra. Oss vantar til- breytingu í hið svíplausa þjóðlíf vort og bókmenntir. Oss vantar frumleik, hug- rekki oghreinskilni En sérstaklega vant- ar oss frumlega hreinskilni." (bls. 94) Einhvern veginn finnast mér þessi orð Þórbergs ekki síður eiga við nú á dögum beldur en þá hann'reit þau Og alveg falla þau eins og flís við rass við þær umræður og það rót, sem orðið hefur vegna hingaðkomu erlends leik- stjóra til Þjóðleikhússins að setja á svið Lé konung eftir Shakespeare Sá hressilegi gustur, sem stafaði af nýstár- legum og skemmtilegum hugmyndum hans, virðist hafa borist ansi vítt og langt og kveikt margs konar hugrenn- ingar og andsvör Hvað sem enda verður sagt um þennan leíkstjóra verð- ur það á engan hátt af honum skafið, að hann kveikti af sér hreyfingu — lif umhverfis sig Dvöl Hovhannesar I. Pilikians hér og starf er víst ábyggilega kapítuli út af fyrir sig, sem endalaust væri hægt að ræða aftur á bak og áfram og draga ýmsa lærdóma af — en eitt er það I þessu sambandi, sem ég vil vekja sér- staklega athygli á hér og það er, að þeir sem harðast snerust gegn honum og hugmyndum hans og viðhéldu hviksögum höfðu lítið sem ekkert af honum persónulega að segja og úti I bæ smjattaði fólk á þessum sögum og jók við þær, fólk, sem hvorki hafði séð hann né heyrt. misskilningi, að höfundur þessara lína hefur ekki I hyggju að halda uppi vörn fyrir hina kynferðislegu söguskoðun leikstjóra Lés konungs, því hann hefur aðrar hugmyndir um hvernig beri að skoða sögu mannkyns og þróun En það er alltaf gaman að upplifa nýja, skemmtilega reynslu og kynnast lifandi og frlsklegum hugmyndum, þó maður nú hvorki gleypi við þeim né hafni þeim með öllu. Og eitt er víst, að sjaldan eða aldrei hefur verið eins gaman að vera á lifi og að starfi I Þjóðleikhúsinu en einmitt á æfinga- tímabili þessa verks — og það þrátt fyrir eða/ og vegna þess að maður var ekki ævinlega á sama máli og kappinn Hovhannes Hugmyndir og kenningar leikstjór- ans fara bersýnilega mikið i taugarnar á Helga Hálfdanarsyni Eðlilega er ekk- ert við þvi að segja — er ekki hver frjáls að sínum skoðunum og mati? Aftur á móti er það eftirtektarvert. að Helgi mætir ekki Hovhannesi sjálfum, heldur notar það sem aðrir segja um hann og hugmyndir hans i tilraun sinni til að klekkja á honum (sbr. að hann notar tilvitnun i grein Steinunnar Jóhannesdóttur, leikkonu, þar sem hún fjallar.um kynferðislega söguskoð- un Hovhannesar. og byggir slðan á henni i umfjöllun sinni). Kokkáll — Bastarður Var Lér konungur kokkáll og Kordelía bastarður? Já, segir Hovhannes Nei, fráleitt, segir Helgi Hovhannes hefur á löng- ORÐ FffliS: ..... og eiga svo ekkert til aS skýla homunum. ORÐ reyni að stikla á stórum áfram og tek upp þráðinn þar sem frá var horfið Seinagangur? Helgi talar um ótækan seinagang á sýningunni. Hvað á hann við með þvi? Sýning þessi gengur eins hratt fyrir sig og hugsanlegt er — hvert atriðið tekur við af öðru snurðulaust og ekki sek- únda fer til spillis í atriða- og þátta- skipti, þar sem engin leiktjöld eru til staðar, sem þarf að færa eða breyta Helgi talar einnig um að styttingar á leikritinu séu miklu meiri en gengur og gerist. Hvað skyldi hann hafa fyrir sér í því? Hvílíkur leikstjóri! Og nú taka stóru orðin aftur að fljúga og við fáum aldeilis að heyra það: „Hitt er þó verra, að þar (i stytt- ingunum, innskot mitt) virðist litiS skeytt um sjónarmiS höfundar og skáldleg sérkenni hans öðru fremur lögð i einelti." Og „En allt sem á leiksviði minnir á Ijóð, er eitur í beinum þessa leikstjóra;" Og enn er nóg af púðrinu eftir: „Þó er ekki góðs að vænta, þegar leikstjórinn beinlínis segir leikurunum að senda alla gát á bragformi norður og niður." (Undirstr. minar). Er nokkur furða þó manni verði aftur og enn spurn: Hvaðan i andsk hefur Helgi svona „upplýsingar'? Ekki nóg með það, að hann væni leikstjórann um að leggja skáldleg sérkenni höf- undar í einelti, sem er svo frábærfirra. ORÐ I tilefni greinar Helga Hálfdanarsonar: Lér á Islandi ^9 hygg að Helga Hálfdanarsyni, þýðanda Lés konungs, hefði verið nær að vinna með leikhópa og leikstjóra að uppfærslu verksins — eða sleppa því með öllu, heldur en gera ýmsar breyt- ingar á þýðingu sinni af „ófúsum vilja'' og með ólund og það gegnum millilið! En það er auðvelt að vera vitur eftir á, svo sjálfsagt elta menn ekki ólar við þýðandann fyrir það, en þegar hann tekur nú að blása út þessa ólund sína og velta sér opinberlega upp úr óánægju sinni í kostulegri blaðagrein, fullri af heilagri vandlætingu, innbyrð- ist mótsögnum og órökstuddum frös- um og fullyrðingum um leikstjóm, leik- mynd, leik o.fl. er meir en sjalfsagt að andmæla slíku! Marklausar staðhæfingar Þessi skammargrein Helga virðist í fljótu bragði vera mjög vel saman sett, a m.k. upphaf hennar. En í Ijós kemur við nánari skoðun, að þetta upphaf greinarinnar er áreynslukennt fyrir- brigði. sem ekki er haldið lengi út Undir niðri svellur og bullar þykkju- þungi, sem ekki verður haminn, þegar á liður greinina og að þvi kemur fyrr en síðar, að hann brýtur öll bönd og Helgi missir algjörlega taumhald á sér og heggur og leggur í allar áttir til að brytja allt niður, hvort sem hann nær til þess eða ekki Og í fátinu og æs- ingnum sést hann ekki fyrir, hann segir eitt hér og annað þar, tekur aftur eða dregur úr á einum stað það sem hann sagði á öðrum Fullyrðir og fullyrðir: „Þetta er tóm vit- leysa"...firra"...fráleitt"..fjar- stæða „hláleg villa" „barnalegt fikt' „Fölsun" . „hneykslanlegt gerræði o.s.frv. o.s.frv., en sannar hvorki eitt né neitt með þessum fullyrð- ingum sínum, né hrekur neina kenn- ingu leikstjórans. Þessar stórkallalegu fullyrðingar og gifuryrði bera þess glögg vitni, að hér er skrifað af tílfinningahita og með spennu í taugum. í fyrsta lagi hefði Helgi náttúrlega aldrei átt að skrifa þvílíka greín og í öðru lagi hefði hann þá átt að kæla sig niður fyrir skriftir Hvað um það, við skulum lita nánar á þennan samsetning hans Uppbrot á lognmollunni. Það er víst best að geta þess hér strax til að firra öllum hugsanlegum um æfingatíma með leikurunum undir- byggt vel sína kenningu og stutt hana rökum með mörgum dæmum héðan og þaðan úr textanum Helgi segir: „Leikstjórinn segir fullum fetum i leik- skrá Lér konungur er leikrit um bastarða Þetta er tóm vitleysa, þó að hann leyfi sér að túlka verkið svo, eftir að hann hefur sjálfur breytt Kordeliu i bastarð án minnstu heimildar frá höfundarins hendi." (Undirstr. mín) „Þetta er tóm vitleysa "! Þetta kallar maður nú að vera rökvís! Eða hvað? Kenning Hovhannesar um bastarða verksins er engin „tóm vitleysa", þó Hr. Helgi Hálfdanarson bara segi svo. Hvernig dettur rosknum og reyndum manni i hug, að hann sleppi svona billega? í 5. sviði 1. þáttar ræða fíflið og Lér saman Fiflið segir: ....en ég veit hversvegna snigill á sér hús. Lér: Hversvegna þá? Fífl Nú, til þess að hafa þak yfir höfuðið, en ekki til þess að gefa það dætrum sínum, og eiga svo ekkert til að skýla hornunum." Um þetta segir Helgi sjálfur svo i Athuga- semdum sínum aftan til við þýðinguna „174 „skýla hornunum" Ekki mun almennt talið, að hér sé vikið að kokkálshornunum, sem svo alræmd eru i Shakespeares-leikritum En hver veit, nema strákur sé einmitt, með þeirri ósvífni sem honum er lagín, að hafa orð á þvi, að dætur Lés séu ólikari föður sínum en eðlilegt geti talizt." (Undirstr. min) Ja, hver veit? Það skyldi þó ekki vera að þarna sé komin sú rifa á hurðina, sem síðar opnar upp á gátt fyrir bastarðskenn- ingunni, ef betur er skoðað Það er nefnilega þannig að með bastarðs- kennínguna í huga verður margt miklu Ijósara af því, sem fiflið segir Til að mynda þetta: „Svo lengi gráspörinn gauksungann fæddí/ að gauksunginn fóstra sinn hálsbraut og snæddi " Það má einnig benda á, hvað kóngur er gagntekinn af hugsuninni um hór, sem einkum leitar útrásar í brjálæðisköstum hans. „Ég náða þennan mann Hverter þitt afbrot? /Hórdómur?/ Ekki áttu að deyja; deyja fyrir hór? Nei! „Mörg fleiri dæmi mætti nefna og raunar er bara þetta atriði út af fyrir sig einnar greinar efni, svo hér skal látið staðar numiðað sinni Veslings þýðandinn! Er hér er komið sögu í grein Helga komum við að einum kímilegasta og þó um leið dapurlegasta kafla hennar, þ e þegar hann afsakar og ásakar sig í sömu andrá fyrir vesaldóm og gáleysi og klikkir svo út með þvi, að honum hafi verið þröngvað til óhæfuverka: „En hafi hann (þ.e. þýðandinn, innskot mitt) af fúsum vilja framið öll þau óhæfuverk sem nú glymja i eyrum af sviði Þjóðleikhússins, þá mun ég fram- vegis hafa á honum minna dálæti en ég hef haft til þessa." Hvílíkt bull í fullorðnum manni! Hver eru þessi óhæfuverk? Hver þröngvaði honum til þeirra? Og með hvaða hætti fór þetta ofbeldi fram? Er hér e.t.v að finna eina skýringúna á orsök greinar Helga og æsingatón? Að hann veit ekki alveg hvað hefur átt sér stað, finnst kannski að farið hafi verið með sig eins og kjána og ris nú upp til að „bjarga andlitinu" eða eitthvað þvíumlikt? Sönnunargagnið mikla. Helgi tekur tvö dæmi úr leikskrá, annað úr grein eftir Steinunni Jóhannesdottur og hitt úr grein eftir Erling Gislason, til þess að reyna að hnekkja kenningu Hovhannesar um bastarðinn Kordelíu. í grein Erlings er það: ...værirðu ekki glöð, / legði ég fæð á legstað móður þinnar/ sem leiði hórkonu." Og um þetta dæmi segir Helgi: „Einn er sá staður í leikritinu, sem HIP bauð leikurum sínum að hafa til marks um traustleik kenningar sinn- arHitt er lakara, að HIP telur, að þessi orð taki af skarið og sýni, að Lér hafi vitað konu sína seka um hór." (Undirstr mínar) Nú er mér spurn Hvernig i ósköð- unum getur þýðandi verksins, sem aldrei mætti tíl æfinga á verkinu og áldrei ræddi við leikstjórann, sagt ann- að eins og þetta? Þetta er alrangt! Leikstjórinn hélt þessu aldrei fram, þ.e að þessi orð tækju af skarið og sýndu fram á hórdóm konu Lés Hann notaði mörg dæmi hingað og þangað um verkið, sem hvert um sig og í sam- hengi studdu kenningu hans — en ekkert eitt „tók af skarið"! Og hvers- vegna endilega þetta? Hvaðan dettur þessi hugmynd i fang Helga? Og Helgi heldur áfram. Hann notar hugdettur Erlings Gislasonar um fað- erni Kordelíu. sem birtar eru í leik- skránni, og segir þær vera leikstjórans: „Og nú leiðir leikstjórinn leikara sina í þá hlálegu villu að hún sé dóttir jarlsins í Kent." (Undirstr. mín) Nú heitir það hláleg villa. Já, þetta eru auðsveipir kjánar þessir leikarar og auðteymanlegir á asnaeyrunum! Ekki vantar það! Afhverju er Glosturjarl að segja Kentjarli frá fjarvist sonar síns (eins og Helgi heldur fram), en ekki syni sínum frá fjarvist Kentjarls (eins og túlkað er i sýningunni)? Til fram- dráttar og stuðnings sinni skoðun segir Helgi: „er það alveg augljóst mál, bæði af þvi sem á undan fer og eftir kemur " Já, takk, greinargóð rök — eða hvað? Er nóg að segja bara sisona? Hvað fer á undan og kemur eftir? Það er ekkert i leikritinu, sem gefur til kynna, að Ját- mundur hafi dvalist erlendis. Og aldrei fer hann neitt utan. En það gerir þó Kentjarl! Svara er vant. Er hér er komið sögu í grein Helga fjölgar nú tíðindum ótt og magnast þau skjótt að umfangi og eðli. í beinu framhaldi af siðustu tilvitnun kemur svo þetta: „Auðvitað er þetta ekki verri föslun en að láta þá Kentjarl og Játgeir báða fara sér i leikslok; en þar fremur leikstjórinn hneykslanlegt gerræði, sem umturnar sjálfum markmiðum höfundarins, og sýnir að hann hefur aldrei skilið kjarna þessa verks." (Undirstr. mínar) Þessar yfirgengilegu, stórbokkalegu staðhæfingar eru náttúrulega ekkert annað en þær sjálfar — tómar. Hvað upplýsa þær okkur um? Hvers vegna er það fölsun að Kentjarl og Játgeir fara sér i leikslok? Og hneykslanlegt gerræði? Hver eru þessi sjálf markmið höfundarins og kjarni verks hans, sem leikstjóri umturnar og hefur aldrei skil- ið? Fullyrðingar Helga eru bara stór orð, sem vekja hjá manni spurningar sem þessar, en veita ekki nokkur svör. Nei, nei, þessi grein er hreint kostu- leg. Það væri endalaust hægt að tína til hluti úr henni, sem segja ekki neitt, en eru bara Ijótar lýsingar. Greinin er eins og gatasigti, því hugaræsingur hefur hér algjörlega ráðið ferðinni og borið alla venjulega heilbrigða skynsemi ofurliði Ekki hef ég úthald til að elta uppi allar vitleysur og dellur Helga, en að maður verður eiginlega kjaftstopp, heldur fullyrðir hann lika upp í opið geðið á manni, að allt sem minni á Ijóð sé eitur i beinum leikstjórans, og nú þegar andlitið á manni hefur gliðnað sundur í forundran, þá kemur stór- skotahriðin: leikstjórinn sagði leikur- unum að senda alla gát á bragforminu norður og niður! Það eru engir smáglæpir, sem þessi erlendi leikhús- maður hefur á samviskunni, ef satt er. En allt annað hefi ég heyrt. Mér er kunnugt um það, að leikarinn, sem lék Játmund í sýningunni og fylgdist vel með á æfingum allan timann er alger- lega á annari skoðun vegna þess að hann varð aldrei var við tilburði í þá átt, sem lýst er hér að ofan Þvert á móti smitaðist hann mjög af djúpstæð- um áhuga leikstjórans á verkinu og virðing hans fyrir þvi, sem kom greini- lega fram i allri hans afstöðu og starfi. Einnig lýsti leikstjórinn þeirri skoðun sinni, að þetta leikrit væri (eitt) mesta leikhúsverk sem skrifað hefði verið og það erfiðasta, m.a. vegna þess hve umfangsmikið og margslungið það væri Annað hvort hefur skáldgáfa Helga hlaupið með hann hér i gönur eða „heimildir" hans eru eitthvað meir en litið vandræðalegar og vitlausar, svo vægt sé til orða tekið, því í raun og veru mætti flokka svona órökstuddar yfirlýsingar og dylgjur undir hreint og beint slúður. Leikmyndin léleg! Og enn sækjum við upp tindinn I grein Helga. Næst er það leikmyndin, það er að sjálfsögðu svipað um hana að segja og allt annað i þessari sýningu. (Helgi segir um Ijósin og beitingu þeirra, að leikstjóranu hefði vel getað nægt Ijósa- búnaður hússins „hefði hann kunnað að beita honum af listrænni hug- kvæmni" Þetta er i raun máttlaust vindhögg, þvi eillíflega er hægt að segja svona. Það má leika öll leikrit hvar sem er og við allar kringumstæð- ur, ef út í það er farið Þá má ábyggi- lega halda núverandi Ijósabúnaði við og nota hann næstu 20 — 30 — 40 árin eða meira. ef vill. í þessu er náttúrulega ekki fólgin nein framsókn ) Helgi segir: „Hins vegar var þess ekki að vænta, að sviðsmyndin slyppi undan ofríki leikstjórans; enda getur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.