Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23 APRÍL 1977 þar að lita kjörið dæmi þess, hvernig Shakespeares-leiksvið á ekki að vera." (Undirstr. mínar) Minna má það ekki vera En þreyttir förum vér nú að gerast á þessari miklu qfðasúpu. Ætli leikmyndasnillingurinn Ralph Koltai hafi nú nokuð látið segja sér fyrir verkum með leikmynd sina að þessu sinni fremur en endranær, hvað þá þolað ofríki af hálfu leikstjórans? Nei, ætli málið sé nú ekki öðru vísi vaxið Hvernig á þá Shakespeares-leiksvið að vera? Helgi lýsir þvi Ijómandi vel og segir m.a.: „Sjálft »leiksviðið« var óraunverulegt, skapað af Imyndunar- afli hvers áhorfanda i samtökum við myndmál höfundarins. Shakespeare var frábær snillingur i sköpun leiksviðs með orðunum einum, eins og ótal fræg dæmi í leikritum hans sýna. Sjálft sviðsleysið átti sinn hlut að gerð og eðlisfari þeirra leikrita, sem þá voru samin Orð og atvik áttu sér jafnvel vettvang utan við stund og stað, þar sem andríki skáldsins hlaut óskorað frelsi. Margt það bezta i leikritum Shakespeares er sprottið fram á sviði, sem »ekki er«, og það svið eitt veitir hugmyndaflugi áhorfandans svigrúm að fylgja eftir svo skáldlegum leik." Hvað er nú þessi lýsing Helga annað en akkúrat lýsing á leikmynd Koltais, sem er eðeins pallur, nakinn pallur með engum tjöldum á! Ef hér er ekki eitt besta dæmið um hversu ótuktar- lega hefur slegið út i fyrír Helga i grein sinni, þá veit ég ekki var þaðer. Leikararnir kjánar og frumstæðar óhemjur! Jæja, og þá erum við komin að leikurunum Einverja útreiðina skyldu þeir nu fá. Jú, það er fIjótafgreitt mál: „Sú mæða, sem einna hvumleiðust hefur gert vart við sig á íslenzku leik- sviði á liðinni tið, hygg ég að sé ofleikurinn, þessi skortur á listrænni hófsemi, sem lokað getur öllum leiðum frá leikara til áheyranda. Það er næsta litill fögnuður að fá sendan sunnan um haf þjálfara í þeirri iþrótt. En afrek hans af því tagi skelfa veggi Þjóðleikhússins um þessar mundir. Þar hefur hófsem- in, aðalsmerki sannrar listar, veri rekin út í yztu myrkur, svo einatt ris frum- stæður óhemjuskapur eins og veggur á milli leiksviðs og salar." Svo mörg voru |aau orð. Það er að sjálfsögðu algjörlega persónulegt mat, hvað manni finnst ofleikur og ofleikur ekki. Það er ekki við því að búast, að Helgi láti það uppi hvað það táknar i hans munni, en ekki hefur hann mikið álit á skynsemi og sjálfstæði leikara Þjóðleik- hússins (eins og raunar hefur komið fram hjá honum áður), úr því þeir láta senda sér þjálfara í iþrótt ofleiksins sunnan um haf og fá hann til að kenna sér að skelfa veggi leikhússins I frumstæðum óhemjuskap! Bara kynferðismál? Það litur út fyrir, að Helgi hafi látið ruglast af ýmsum prívatskoðunum leik- stjórans, er hann lýsti í blaðaviðtölum frægum, og hinni kynferðislegu sögu- skoðun hans, og reynir að þröngva þeim inn i vinnuaðferð og uppsetningu leikstjórans á leikritinu Lér konungur. Samt gengur þetta nú ekki alveg upp hjá Helga, þvi hann segir: „Ég gat þess i upphafi. að helzta nýjung þessarar sýningar myndi vera tilraun leikstjór- ans til að túlka verkið samkvæmt kenn- ingu sinni um kynferðismál Satt að segja verður honum þó minna ágengt þar en fyrir honum virðist vaka." Verkið talar sínu máli eins og það stendur — hin kynferðislega sögu- skoðun er mál út af fyrir sig. í rugling sinum áttar Helgi sig ekki á hvað er hvað og sendir frá sér yfirlýsingar, sem fyrir bragðið eru meir en litið vafasam- ar, svo ekki sé meira sagt Útlenskir leikstjórar ónothæfir! En Helgi á eftir að koma manni enn betur á óvart, í neikvæðum skilningi þó. þvi miður. Ofan á alla óánægju sína, persórvulegt rugl og misskilning afhjúpar hann skoðanir , sem bera öll merki fordóma. Það er afstaða hans gagnvart útlenskum leikstjórum gegnumsneitt Hann segir um leik- stjórn almennt: „Þar hef ég haldið að væri það starf, sem einna sízt væri hægt að nota útlendinga til, og liggur það raunar i hlutarins eðli." Og enn- fremur: ,,0g úr islenzkum texta vinnur enginn neitt af viti nema íslendingur." Það liggur ekki hugrekki að baki svona yfirlýsingum, heldur eitthvað allt annað. Saga leiklistarinnar hér, reynsl- an, afsannar svo fullkomlega þessar staðhæfingar Helga, að ekki stendur steinn yfir steini. (Leikhús er ekki bara tungumálið eitt! Leikhús er lika tilfinn- ing, hugsun, hreyfing, látbragð!) Margar af bestu sýningum Þjóðleik- hússins eru einmitt leiksýningar, sem erlendir leikstjórar hafa sett á svið Eins og t d. Gisl, Ó þetta er indælt stríð, Púntila og Matti og fleiri. Eða Náttbólið í fyrral Að verki þar var maður, sem aðeins talaði rússnesku og enginn leik- ari skildi hann, þannig að túlkur þurfti að túlka hvert einasta atriði. Samt er Náttbólið almennt talin ein besta sýn- ing leikhússins mörg undanfarin ár. Leikhúsvinna: hópvinna. Leikhúsvinna er nefnilega hópvinna, samvinna einstaklinga, þýðandi minn góður. þar sem menn vinna saman að ákveðnu verki. en ekki hver i sínu lagi. Leikstjóri erlendur fær sina aðstoðar- menn og vinnur að uppsetningu með leikurum sínum. Eitthvað virðist skorta á, að þýðandinn geri sér grein fyrir þessu, enda kannski ekki furða, þar sem hann er jafn tregur að mæta til samstarfs i leikhúsi og raun ber vitni. En jafn furðuleg og neikvæð afstaða Helga er til erlendra leikstjóra á fslandi má kannski segja, að lofsverð sé sú viðleitni hans að fylgja íslenzkum leik- stjórum til útlanda og sjá verk þeirra þar? Framsögnin allt!? Fer nú að verða timi til kominn að slá botn í þennan pistil. Áður en það er gert verður að minnast á eitt: Yfirleitt er leiksýning byggð upp af mörgum þáttum: framlagi, höfundar, leikstjóra, leikara, leikmyndasmiðs, Ijósahönnuð- ar, búningateiknara o.fl. o.fl. Þýðandi Lés kohungs ofmetur gjörsamlega sitt framlag til leiksýningar og meðferð þess. Enginn gæti mótmælt þvi sem lágmarksskilyrði, að hvert orð textans i einni leiksýningu eigi að heyrast skýrt og vel En hvernig textinn er fluttur er al- gjört matsatriði, háð skilningi og skil- greiningu hvers leikstjóra i samráði við leikara á efni verksins, persónum þess, tilfinningalifi þeirra og hugsunum og útfærslu þessara þátta hverra um sig og ! samræmdri heild. Um þetta er ekki hægt að setja neinar almennar formúlur! Helgi vill, að íslenzkir leikarar taki sér enska leikara (Laurence Olivier, John Gielgud, Ralph Richardson o.fl.) til fyrjrmyndar i meðferð Sakespeares- texta og vitnar i myndina Ríkharður 3., sem sýnd var í sjónvarpinu meðan á æfingum á Lé konungi stóð i leikhús- inu. Hann segir: „Eitt hið bezta um þessa ágætu kvikmynd er framsögn leikaranna, að hver snillingurinn öðr- um fremri flytur Ijóðtextann með slíkri prýði, að ekki yrði á betra kosið. Ekkert last er það um islenzka leikara, þó sagt sé, að hollara hefði þeim verið að hlusta vandlega á þann flutning en að sitja viku eftir viku undir fyrirlestrum um kynferðisheimspeki " Ekkert er við það að athuga, að Helga finnist þetta hið rétta, og látum vera, þo hann vilji aðeins siða okkur til og segi okkur í hvaða áttir við eigum að líta í starfi okkar og hvað við eigum að taka fram yfir annað Það er ábyggi- lega vel meint. En auðvitað er ekkert annaðhvort eða í þessu tilfelli Öll reynsla, allar vinnuaðferðir, hugmyndir og kenningar varðandi leikhús koma leikurum til góða á einhvern hátt. Þeir kynna sér þær, meta þær og vinsa úr fyrir sjálfa sig i samræmi við eigin hugmyndir og óskir. Þeir geta enda- laust byrgt sig upp af reynslu og ekkert er þeim óvikomandi í þessum efnum. Auðvitað horfði ég á myndina um Ríkharð 3. og hlustaði vandlega á þann flutning. Alveg á sama átt og ég hlustaði vandlega á hugmyndir Hovhannesar um leikhús, lif og Lé konung En eins og Helgi segir þá var fram- sögn leikaranna í myndinni eitt hið besta um þessa kvikmynd Og var hún eiginlega ekki hið eina? Heldur var leikurinn iitið spennandi og skemmti- legur, og öll útfærsla á verkinu. Vél fluttur texti í Ijóðformi — og búið. Hefði þá ekki betur átt við að þetta „Ijóðakvöld" hefði verið unnið fyrir hljóðvarp eða tekið upp á hljómplötu og kassettur? ■» Nei, má ég þá frekar biðja um kynd- ugar og snjallar hugmyndir náunga á borð við Hovhannes I. Pilikian, heldur en slíkar og þvilikar aðferðir og árangur Rvfk, 1. sumardag, 1977. imiMi<a«rtn«.icifirituti f fiiimiiiiiiiu iti rrui icrrcririri Hestar eftir TRYGGVA GUNNARSSON Morgun- blaðs- skeifan afhent á Hvanneyri HreggviSur Eyvindsson úr Reykjavfk hlaut Morgunblaðsskeifuna og hann situr hér hestinn GoSa. Ljósm. Sigurbjörg Geirsdóttir. SKEIFUKEPPNIN, árleg keppni nemenda Bændaskólans á Hvann- eyri i tamningu hrossa fór fram sl. fimmtudag, sumardaginn fyrsta. Þátt I keppninni tóku 1 6 nemendur en fyrstu verðlaun hlaut Hreggviður Eyvindsson, Reykjavik, en hestur hans var Goði. fimm vetra jarpur hestur frá Ey I Landeyjum. Sigurveg- aranum I keppninni er sem kunnugt er veitt sérstök viðurkenning, sem gefin er af Morgunblaðinu, Morgun- blaðsskeifan og afhenti Haraldur Sveinsson, framkvæmdastjóri blaðs- ins, Hreggviði skeifuna að lokinni keppninni. Hluti nemenda Bændaskólans er á hverjum vetri með nokkurn hóp hrossa á húsi enda lætur skólinn þeim i té aðstöðu til þess og starfs- menn skólans annast að hluta hirð- ingu hrossanna i vetur voru nem- endurnir með á húsi um 40 hross og var það mál þeirra er skoðuðu hrossin á fimmtudag að fóðrun þeirra og umhirða væri með ágæt- um og nemendum og forráðamönn- um skólans til sóma Hreggviður Eyvindsson hlaut eins og áður sagði fyrstu verðlaun fyrir bestan árangur við tamningu eða 85 stig Næstur að stigum varð Hetgi Árnason, Kópavogi, á Þiðranda, fjögra vetra. rauðblesóttum frá Bá- reksstöðum, en Þiðrandi er undan Ófeigi frá Hvanneyri. Hlaut Helgi 77 stig Þriðji varð Kristján Birgisson, Kópavogi, með 75 stig, en hestur hans var Fáfnir frá Varmalælc I Skagafirði Fáfnir er 5 vetra jarpur en faðir er blakkur 6 1 4 undan Herði frá Kolkuósi Félag tamningamanna veitti verðlaun fyrir bestu ásetuna og hlaut Sigþór Glslason frá Meðalfelli I Kjós þau verðlaun Hestur hans var Hugga, fjögra vetra, rauðstjörnótt frá Möðruvöllum I Kjós Dómnefnd keppninnar skipuðu þau Eyjólfur ísólfsson, Guðbjörg Sveinsdóttir og Sigurður Sæmunds- son Að lokinni keppninni bauð Magnús Jónsson. skólastjóri Bændaskólans, keppendum og öðr- um gestum til kaffidrykkju. Sigþór Gfslason fré Meðalfelli I Kjós hlaut sérstök verðlaun fré Félagi tamningamanna fyrir bestu ésetuna. Helgi Árnason é Þiðranda, lengst til vinstri, HreggviBur Eyvindsson é Goða. Kristjén Birgisson é Féfni og Sigþór Gfslason é Huggu. Lokað vegna f lutninga Birgðastöð, Búsáhalda- og Vefnaðarvörudeildir Innflutningsdeildar Sambandsins tilkynna viðskiptavinum sínum með að söluskrifstofur og lagerar verða lokaðir frá og með föstudeginum 29. apríl til fimmtudagsins 12. maí. Viðskiptavinum er bent á að senda pantanir sínar inn sem allra fyrst vegna afgreiðslutafa sem flutingarnir hafa í för með sér. Hætt verður að taka á móti pöntunum kl. 1 7.00 fimmtudaginn 28. apríl n.k. Opnað verður aftur í nýja húsnæðinu við Holtaveg (stórbyggingu Sambandsins við Elliðavog) að morgni fimmtudagsins 1 2. maí og tekið á móti pöntunum í síma 81 266. Samband íslenzkra samvinnufélaga Innflutningsdeild Sambandshúsið Rvík sími28200 » T* » ttv*l I » *•-*» IKt • III 1IXT:> ft V WJK tf t Itt i'» i«x» iiiii t.xtxt* ■.■-** txtititt *a íiibi m *.* I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.