Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23 APRlL 1977 17 að sögn Alginate Industries Ltd., hefði reynst vel I Nova Scotia og talið var vænlega að kanna möguleika þess tækis betur, áður en haldið væri inn á nýjar bráutir, enda stæði til boða bæði lán á sltku tæki til reynslu. B. Hugmyndin um samfellda poka- lest hefði I sér allmarga augljósa tækni- lega erfiða eða útilokandi vankanta, svo sem — Framleiðsla samfelldrar poka- lestar með möguleika til áfyllingar og lokunar sýnist illframkvæmanleg. — Efasemdir koma fram um nægan styrkleika efnisins I pokum með hlið- sjón af mjög breytilegum álagskröfum I drætti, geymslu I sjó, verð I gegnum þurrkara og ýmsar ójöfnur verk- smiðjunnar m.a. hættu á rifnun. — Þá virtist ekki gert ráð fyrir tilvist þriðju vlddar og að þessi 2—3 m. breiða pokalest þyrfti að beygja fyrir horn I láréttu plani (t.d. úr fjöru inn t verksmiðju). — Gert er ráð fyrir að lögun poka haldist jöfn og fullkomlega I samræmi við millibil þurrkbanda og breidd þeirra þannig að hvorki yrðu sttflur eða loftop til hliðanna, vegna misfella á þangfylltum pokum. — Gengið virtist fram hjá þeirri almennt þekktu staðreynd, að laust efni sem sett er I sveigjanlegar umbúð- ir, tekur á sig pylsulögun, sbr. lögun kartöflupoka — Vandséð væri hvernig unnt yrði að höndla samtengda sekkina i geymslu og koma þeim til skips. í umræðum sem hin ýmsu tækni- legu atriði i þessu sambandi viður- kenndi Sigurður V, Hallsson að hug- myndin væri t hans orðum, sem bókuð voru eftir honum: „Ideal system, ef ég væri törfrakarl", en taldi þó að leysa mætti þau vandamál sem bent var á. Hélt hann fast við meginstefnu þessara tillagna og varð ekki sam- komulag um; en af hálfu undirbúnings félagsins ákveðið að biðja Sigurð um að einbeita sér að lausn verkefnis samkv. grein 2.4 þ.e Ijúka samantekt tiltækilegra upplýsinga um þangmagn og endurvöxt. Undi Sigurður illa þeim málalyktum og hótaði um tíma að fara með tillögur stnar til ráðherra, en var þó talinn af því I einkaviðræðum. Um tæknilegar hliðar skolunar á þangi og áhrif þess á algininnihald. efnistap og vatnsupptöku t þangi, gat Sigurður ekki gefið fullnægjandi upp- lýsingar til ákvörðunar við hönnun tækja og var leitað til Rannsóknastofn- unar iðnaðarins um tilrauni á þessu, sem sýndu að þrátt fyrir hlutfallslega hækkun alginats t efninu við skolun, yrðu töp sem næmu 8—10% afupp- haflegu heildarmagni alginats og upp- gufunarþörf I þurrkara yrði 15—20% meiri með tilsvarandi hækkun afkasta I hugsanlegri verksmiðju. Alginate Industries Ltd taldi ekki raunhæft að borga tilsvarandi hækkun fyrir afurðina til að bæta upp þetta óhagræði og var sú hugmynd þvl lögð á hilluna. UM VAL HITASKIPTA Sigurður telur hitaskipta rangt valda og unnt að fá frárennslishita vatnsins niður t 20—25°C (í stað núverandi 50° C). Má af málflutningi hans ráða að af.einskærum illvilja við hann hafi verið valdir hitarar sem skila hærri frárennslishita. Sannleikurinn er auð- vitað sá, að t könnun þessa máls var lögð mjög mikil vinna við leit að hitur- um, sem mættu tæknilegum kröfum okkar. Tæknilegar kröfur okkar voru eftirfarandi; t almennum orðum: 1 Beðið um tilboð i 4 hitara. 2. Lotmagn til hitunar 104.250 rúmmetrar/klst. upp t 75°C í hverjum hitara. 3. Loftið rakamettað sjávarloft með hættu á sjóúða Beðið um galvaniseruð rör eða hliðstæð. 4. Hámarks þrýstifall t loftblæstri 30 mm vatnsúla (þetta atriði takmarkaðist algerlega af þeim mörkum um raforku- notkun verksmiðjunnar, sem Raf- magnsveitur ríkisins settú. 5 Rör hreinsanleg að innan (þ.e. opnanlegt inntak og kringlótt rör, sem hægt væri að fræsa út hugsanlega ktsilskán). 6. Beðið var um tilboð fyrir mismun- andi frárennslishita á vatni, 45° C og 25° C. Svör fengust frá 6 aðilum American Recold Ins Bandarískt York Division — Borg Warner Mfg Inc Bandartkst Hinds International Inc Bandartskt Spiro — Gills Ltd. Breskt Serek Heat Transfer Ltd Breskt GEA Þýskt Hin þrjú fyrstu treystu sér ekkitil að gera tilboð I hitara af þessari stærð og mæta gerðum kröfum Serek taldi sig geta mætt öllum kröfum en verðtilboð þeirra miðað við frárennslishitastig 35° C svaraði til 640 þús. þýskra marka, en heildar verðtilboð framleið- enda þurrkarans (með GEA hiturum) var 460 þús. þýsk mörk og þá innifalið allur búnaður þurrkarans, loftblásarar, mótorar o s.frv Serek bauð 965 þús. mörk fyrir hitara sem gáfu 25°C frá- rennslishita Með sltkum hiturum hefði þurrkarasamstæða I heild kostað 1315 þús mörk (frádregið andvirði GEA hit- ara) eða þrefalt það sem hann kostaði á verðlagi þess tlma, sem svaraði and- virði ca þriggja borhola. Var þá talið borga sig að bora fleiri holur. Spiro taldi sig ekki geta gefið raun- hæft tilboð miðað við 25°C frá- rennslishrta, en miðað við 35° C hefði þrýstifall I hiturum orðið 120 m.m. I stað 30 m m og orkuþörf blásara því 4 faldast úr 120 kw I 480 kw og orkuþörf verksmiðju I heild þannig hækkað úr um 270 kw I 630 kw Við höfðum Iftinn áhuga á að rúmlega tvöfalda raforkukostnað fyrirtækisins og miðað við afkastagetu orkuveitu- svæðisins þ.e 1500 kw virkjun I Þverá I Steingrímsfirði kom sllk lausn ekki til greina, aðallega þó af takmörk- unum vatnsmiðlunargetu virkjunarin* ar. Hefði orðið að fara út I mjög dýrar vatnsmiðlunarframkvæmdir við virkjunina ef þessir hitarar hefðu verið valdir. Eftir var þá það tiboð sem tekið var, sem var að verði um helmingur þess sem næsta tilboð hljóðaði. GEA fram- leiðir sérstaka gerð lofthitaröra. sem eru i þversniði eins og flugvélavængir og gera það að verkum að þrýstifall I loftinu sem um þau leikur verður lágt, og gátu þeir mætt þrýstifallskröfunni með ódýrum og einföldum hiturum, sem þó voru þeim takmörkunum háðir að þeir eru ekki hreinsanlegir Lækkun frárennslishita undir 45° C rakst þó á áðurnefndar takmarkanir um þrýstifall og þar með hækkun aflþarfar I blásur- um Niðurstaðan af þessum athugun- um, sem urðu langvarandi og kostuðu millilandaferðir var því val núverandi hitara og slagorð Sigurðar um óvönd- uð vinnubrögð I þessu efni að engu hafandi UM VAL ÖFLUNARAÐFERÐA Ég tel ekki grundvöll til að ræða frekar hugmyndir Sigurðar V. Halls- sonar um vélaöflun þangs. Sú afkasta- geta sen hann hefur gefið sér að teikn- ingin hans skili, 6 t/klst, er sýnt veiði en ekki gefin og reynslan er Þörunga- vinnslunni h.f. ólygnust um gildi spá- sagna I þeim efnum jafnvel þótt tækin hafi verið smlðuð og reynd erlendis og hérlendis og við fyrstu sýn skilað við- unandi árangri Um handöflunarkenningar Sigurðar V. Hallssonar er rétt að skýra frá því að þær byggjast á skurði með löngum hntfum (eða sigðum) á þurru þann ttma sem fjörur standa upp úr og þá að jafnóðum sé gengið frá því þangi í netpoka sem sérstaklega séu til þess hannaðir af SVH Um reynsluna af þessari aðferð er rétt að vitna til skýrslna Sigurðar sjálfs: 1. í skýrslu hans frá aprtl 1 970, til þáverandi ráðherra Ingólfs Jónssonar, og ber nafnið „Nýting þangs og ann- arra sæþörunga á Stokkseyri og Eyrar- bakka segir orðrétt: „Öflunarmenn voru frá 6—9 (á einni fjöru eða um 4 klst) og öfluðu 12—20 tonna á dag af fersku þangi eða 0.4—0.5 tonna á klst. Það gat verið tafsamt að koma netpokunum í land Augljóst var að unglingar og ung- menni voru óduglegri að beita sér við öflunina, sem krefst þess að bakvöðvar séu sæmilega stæltir. Ef hnffskurðar- aðferðin yrði notuð aftur þyrfti að tryggja samvalið lið manna á miðjum aldri er hefðu éhuga á þangskurði f ákvæðisvinnu (undirstrikun V.L.). Auðveldast væri að greiða fyfir hvert mjöltonn sem úr þanginu fengist eins og gert var fyrir tiu árum (þ.e. á Eyrarbakka 1 960, skýr V.L.). Það er skoðun höfundar (þ.e. Sig- urðar V. Hallssonar, skýr. V.L.), að komin sé sá tlmi á islandi, aðjafnerf- itt sé nema um verulegt atvinnuleysi sé að ræða, að fá menn til handskurðar I þangi og það að fá hóp manna til að slá stór tún með orfi og Ijá. (undirstrikun V.L.) Vélvæðing i landbúnaði og sjávarútvegi hefir aukið kröfur manna um vélvæðingu i nýjum atvinnugreinum " 2. í skýrslu Sigurðar til Þörunga- vinnslunnar h.f dagsett 13.11 1974 um niðurstöður tilrauna með handöfl- un við Tjaldanes 1.—9. nóv. 1974, kemur fram að afköst við skurði hafi verið 0.403 tonn á klst. að meðaltali (breytileiki eftir dögum 0.34—0 46 tonn/klst). Hægt hefði verið að nýta 3.5—4 klst og meðal afköst þvl getað orðið nálægt 1.5 t/ dag á mann með þess- um Starfsaðferðum. Þess ber þó að geta að unglingar og konur voru að meirihluta við þennan þangskurð. Niðurstöðum þessara tveggja stað- festu tölulega upplýsinga um hand- skurð ber t öllum megindráttum saman um árangur af skurði með hnifum og sigðum á þurru, og reyndar staðfestust þær aftur sumarið 1 976, þar sem þær aðferðir voru viðhafðar. Með þessu lagi þyrfti a.m k 100 manns að stao- aldrí við handslátt til að anna hráefnis- þörf Þörungavmnslunnar á Reykhól- um, og með því verðlagi, sem unnt er greiða fyrir hráefnið til öflunarmanna hef ég enga trú að að fengjust 100 manna samvalið lið manna á miðjum aldri er hefðu áhuga á þangskurði f ákvæðisvinnu, svo notuð séu orð Sig- urðar. Hvað valdið hefur breyttu við- horfi Sigurðar nú árið 1977 frá því sem var árið 1970 um vilja manna i þessu efni, fæ ég ekki skilið. Sú aðferð sem Þörungavinnslan h.f. nú vitl beita er allfrábrugðin þeirri, sem Sigurður mælir með og byggist á eftir- farandi: a. Handskurðarmenn nota orf og Ijá og slá þangið fljótandi á útfalli eða aðfalli, en girt er umhverfis með fljót- andi nót, sem þangið safnast i b. Á næsta flóði er þangskurðar- prammi notaður til að safna þanginu úr nótinni og poka það Losna handskurð- armenn þannig við þá bakáreynslu sem er aðalerfiðið í þangskurði eftir venjulegum leiðum, en geta þess i stað einbeitt sér að sjálfum þangskurðinum. c. Sláttuprammi aflar þess utan þangs á þeim slóðum og timum þegar kostir hans nýtast og eykur þar með öflunarafköst gengisins i heild Kostir þessarar aðferðar eru marg- þættir, en í megindráttum eftirfarandi: — Afköst handöflunarmanna tvö- faldast og verða 3 t/dag í stað 1.5 tonn og þarf því helmingi færri menn til verksins eða ca. 50, sem að nálgast þá tölu sem raunhæft má telja að fáist á Breiðarfjarðasvæðinu yfir sumartim- ann. Þó er þetta atriði að sjálfsögðu óreynt. — Tekjur öflunarmanna verða nú raunhæfar og áhugavekjandi áætlaðar 260—270 þús. á mánuði miðað við að nýtt sé eitt fall á sólarhring og unnið 21 — 22 daga i mánuði, 8—9 tima á dag — Líkamsálag verður viðunandi fyr- ir flesta sæmilega færa menn og ekket sérstakt þrekstarf umfram aðra sjó- og útivinnu. — Fjörur verða að jafnaði ekki skornar eins nærri fótfestu með Ijá og þegar sigð eða hnifi er beitt og endur- vöxtur þangsins ætti að verða hraðari og öruggari Þetta atriði þarf þó nánari athugana við — Sú fjárfesting sem liggur í prömmunum kemur að gagni og verð- ur til þess að rauntæf öflun kemst á laggirnar án viðbótarfjárfestingar, þótt að sjálfsögðu hefðu komið til greina einhverjar aðrar og ennþá ókannaðar leiðir til að leysa sama verk af hendi. Þess skal getiðað notkun pramma til aðstoðar við pokun þangs úr nót var reynd með þátttöku Sigurðar V Halls- sonar sumarið 1974 og mistókst þá, m.a vegna þess að ekki tókst að hagræða nótinni þann að pramminn næði úr henni ef vindur var. Nú er þetta mál leyst af öðrum (Reyni Berg- sveinssyni I Fremri-Gufudal) og veldur ekki miklum vandjvæðum fyrir tvo að poka þangið þótt nokkur vindur sé. VIÐVARANIR SIGURÐAR UM AQUAMARIN PRAMMANN Sigurður þykist hafa séð fyrir erfið- leika I sambandi við nýtingu öflunar- prammanna, sem keyptir voru og af- hent skýrslu um það mál, sem að engu hafi verið höfð, og ekki einu sinni af þeirri umsagnarnefnd. sem fjallaði um málefni Þörungavinnslunnar á vegam iðnaðarráðuneytisuns (Þess skal getið, að umsagnarnefndin fékk þessa skýrslu frá undirrituðum og er hún skráð sem heimildarrit nr 7 I skýrslu nefndarinnar um framlögð gögn). Það sem Sigurður er hér að vitna til eru eftirfarandi greinar á bls. 53 I skýrslu hans, en þar stendur orðrétt: ,,Sé miðað við afrakstur á klóþangi með prammanum eins og hann var á vélslegnum fjörum 1973, þ.e. um 5.3 kg F (furkst þang) klst. Til öflunará 24. 735 t F á ári eða 1176 klst (eins og svo unöarlega er fyrirhugað af U Þ hf.) þyrfti 1 9 Aquamarin pramma til verks- ins Nú er meðalþéttleiki klóþangs á S - og Au -Breiðafirði aðeins 88.14/1 1.8)x100, eða um 69% af meðalþéttleika vélslegnu fjaranna 1973 og þvi má búast við því að afköst prammanna yrðu jafnvel enn lægri eða tæp 0.8 tF (ferkst þang) á klst. eða lægri en hjá meðalmanni við handskurð (undiretrikun V.L.). Því þyrftu prammarnir að vera um 242. Fyrir utan augljósa rangfærslu á samanburði við handöflunarafköst, sem Sigurður telur I öðrum skrifuðum heimildum vera 0.4 t/klst, er þessi reikningur Sigurðar á klukkustundaraf- köstum prammanna mér enn i dag óskiljanlegur Staðreyndir málsins voru þær, að allur sláttutimi prammans árið 1973 var 83.5 klst þá 1 4 daga, sem einhver sláttur var reyndur. Allur aflinn varð 266 tonn og er sú tala byggð á viktun á netum upp úr flóa- bátnum Baldri og einnig bakreiknað miðað við það sem út kom við vinnslu i ^óðuriðjunni I Saurbæ Áætlað magn úr 5Vi netum, sem hent var siðasta daginn áður en pramtninn var sendur af landi brott er hér talið með. Út úr þessam tölum getur ekki komið önnur tala en 3.185 tonn á klst I slætti, svo öll nákvæmni sé viðhöfð, og tölur Sigurðar sem rauner eru ekkert frekar skýrðar (engar töflur um tima- og flat- armælingar á staðnum) i þeirri þykku skýrslu hans, geta ekki verið annað en * hugarburður. mistök i reikningi eða hreihar talnafalsanir. Þeir sem þekktu staðreyndirnar gátu því ekki tekið þess- ar niðurstöður alvarlega Nú hafa af- köst vissulega rýrnar úr þessum 3.2 tonnum/klst, sem fyrst fengust, gagn- stætt þvi, sem búast hefði mátt við að aukin æfing öflunarliðs yki afköst hér eins og í annarri vinnu. En svo illa sem gengið hefur, hafa þau enn ekki farið undir 1.7 t/klst að meðaltali. Hins vegar hafa aðrir þættir haft mjög afger- andi áhrif á timanýtingu prammanna og munar þar mestu um það, sem úrskeiðis hefur farið. Á þá þætti minn- ist Sigurður ekki i skýrslu sinni nema ef vera skyldi að það hefði átt að lesast út úr svigainnskoti hans, sem vitnaðer i hér að framan . .1176 klst (eins og svo undarlega er fyrirhugað af U.Þ. hf.)", og varðar hugsaða tímanýt- ingu prammanna i klst Þetta innskot er hins vegar ekki skýrt nánar i skýrsl- unni Um hæfni prammans til að nýta þangið á miðum Breiðafjarðar hefði ég persónulega haft litlar áhyggjur ef reynslan frá 1973, samkvæmt skýrslu Sigurðar hefði staðist, að 75% af flat- armáli nýttist og 44% af þanginu kæmi til með að nást i hverri yfirferð. Ef áætlun Sigurðar V Hallssonar um þangmagn Breiðafjarðar stenst hefðum við ekki átt að lenda i vandræðum með þangfjörur fyrstu 4—5 árin, a.m k. Reynslan er þó sú, að fjörur virðast ekki gefa nema 10—1 5% af áætluðu magni, þótt sumar geti nýst allt að 50—60% Þetta er ein ástæðan fyrir að prammarnir hafa brugðist vonum okkar ekki síður en Sigurðar Ég hef enga ástæðu til að efast um áætlun Sigurðar um heildarmagn ' þangs, sem afla mætti á Breiðafirði, enda hefur það mat verið stutt i megin- atriðum af reyndasta öflunarstjóra Al- ginate Industries Ég er meira efins um áætlanir Sigurðar varðandi endurvöxt þangs, enda engin reynsla komin á það mál enn, Sérfræðingum ber sam- an um að erfitt sé að segja fyrir um endurvöxt, og nálæg svæði geta hegð- að sér mjög misjafnlega Reynslan í Nova Scotia er sú að sláttur með Aquamarin prömmunum virðist þétta þangið og örva vöxt og að slá megi sama svæðið árlega eða annað hvort ár Þar er handskurður nú af lagður og þykja fjörur gefa mun betri heildaraf- rakstur með þeirri takmörkuðu klipp- ingi sem fæst I hvert skipti með prömmunum Handöflunin gengur hins vegar mjög nærri fjörunni og gæti brugðiðtil beggja vona um endurvöxt Þarf þetta að takast með I reikninginn ef af áframhaldandi rekstri verður á grundvelli handöflunar Það kemur annars spánskt fyrir sjón- ir I skýrslu Sigurðar að hann hefur uppi ströng varnarorð um að pramminn skeri of nærri eiristöku steinkolli, þótt meðallengcl þess sem eftir verði sé 47 cm. Hins veg~; iiefur hann engin hlið- stæð varnaðarorð um handöflun, þar sem að venju er skorið 15—20 cm frá rót, eða þar sem auðveldast er að skera á legg þangplöntunnar Þess má geta að I ágúst 1974 fór Sigurður V. Hallsson á ráðstefnu um þörunga I Bangor I Suður Wales og hafði á meðan umsamde póknun frá Þörungavinnslunni h.t. Á þessari al- þjóðaráðstefnu hélt hann alllanga ræðu og úthúðaði hinum amerísku öfl- unarprömmum og Islenskum ráða- mönnum fyrir vanmat á sínum hug- myndum um þangöflunartækni og taldi sig hafa lausnirá teikniborðinu. Liggur nærri að álykta að metnaður Sigurðar um framgang eigin hug- mynda skipti meira máli en eðlilegir Framhald ð bls. 31 li=L/EIC JA.lllfOT LÆKJARGATA 32 • POSTH. 53 HAFNARFIRÐI SÍMI 50449 r [1 0 r < 1 Mý verzlun pnaði í gær, föstudag 22. apríl 1977, að Lækjargötu 32 fafnarfirði. Seljum: .... . • Malnmgu • Málningarvörur • Fittings • Rör, svört og galv. • Danfoss stillitæki • Allt til hitaveitutenginga • Ýmislegt fleira til húsbygginga og viðhalds 1 ÍVERIO VELKOMIN: REYNIÐ VIÐSKIPIN: l=Læiiiariiot LÆKJARGATA 32 • PÓSTH.53 HAFNARFIRÐI • SÍMI 50449

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.