Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23 APRÍL 1977 IWnrgmi Utgefandi idMfafetfe hf. Árvakur, Raykjavfk. Framkvaemdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. R itstjóma rf ulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fróttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingasjóri Ámi GarSar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiösla Aðalstræti 6, slmi 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6. stmi 22480 Askriftargjald 1100.00 kr. 6 mánuBi innanlands. í lausasolu 60.00 kr. eintakið. Halldór Laxness Fáir menn hafa haft jafnmikil áhrif á íslenzkar bókmenntir og menningu og Halldór Laxness. Vér verðum að fara aftur í aldir til að finna jafnmikinn endurnýjunarkraft og birtist í ritverk- um hans, og um vora daga hefur enginn haft jafn víðtæk áhrif á þróun ritaðs máls á íslandi og nóbelsskáldið. Enginn íslendingur hefur borið hróður íslenzkrar ritmenningar út um heim í jafnrfkum mæli og Halldór Laxness, enda hefur honum verið sýndur meiri sómi en nokkrum öðrum íslendingi, og þá ekki sízt þegar hann hlaut Nóbelsverðlaunin, m.a. sem fulltrúi þess rismesta framlags, sem íslenzk þjóð hefur lagt til heimsmenningar, en það eru fornrit íslendinga eins og kunnugt er, bæði Ijóðlist og sagnaritun. Skáldið hlaut Nóbelsverðlaun að verðleikum fyrir sagnaritun sína og merkt og mikilvægt framlag til endursköpunar og áframhald- andi þróunar þess forna arfs íslensks ritmáls, sem er stolt vort og viðmiðun. Þá hafa fáir íslendingar haft jafn mikil áhrif á hugsun og afstöðu þjóðarinnar og Halldór Laxness. Hann hefur haft ómælan- leg áhrif á allt þjóðlíf íslendinga á vorum dögum, var að vísu lengi umdeildur höfundur vegna brautryðjanda- og endurreisnarstarfs síns sem rithöfundar, en þó einkum vegna róttækrar afstöðu sinnar til þjóðfélagsmála og átti þá um skeið ekki samleið nema með tiltölulega litlum hópi íslendinga. En afstaða hans til þjóðfélagsmála hefur breytzt mjög, af ástæðum sem öllum eru kunnar, enda hefur skáldið sjálft ekki legið á þeim En að sjálfsögðu hefur hann ekki síður farið eigin leiðir á undanförnum áratugum en áður þegar hann var ungur, leitandi hugsjóna- maður, sem trúði á betra þjóðfélag en áður var, trúði á betri tíð með blóm í haga, svo að vitnað sé í hans eigin orð Þetta þjóðfélag, sem hann trúði á, var að vísu eins konar skurðgoð eða guðamynd, sem brást. En aftur á móti hefur hann átt drjúgan þátt í því, að það þjóðfélag, sem vér höfum fengið að erfðum frá brautryðjendum síðustu aldar og feðrum vorum og mæðrum á þessari öld, er á margan hátt það fyrirheitna land, sem hann hefur verið að leita að í verkum sínum og íslendingar hafa trúað, að hér gæti blómstrað, með fornan arf að bakhjarli, frelsishug- sjónir forfeðranna að leiðarljósi og mannréttindi og lýðræði í senn sem sjálfsagt veganesti og takmark í sjálfu sér. Halldór Laxness hefur ekki sízt átt þátt í því að auka reisn þeirra, sem minna hafa mátt sín í þjóðfélagi voru, leiða athyglina að því fólki, sem hefur átt erfitt uppdráttar á veraldarvísu, en hefur aftur á móti verið búið meira andlegu atgervi en ýmsir þeir, sem áit hafa meira undir sér. Þetta hógværa fólk, sem hann kynn»ist í æsku og enn er sem betur fer, til á íslandi, hefur fylgt honum alla tið, hugsun hans og skáldskap og í raun og veru mætti segja, að þetta fólk sé silfurþráðurinn í samanlögðum skáldskap hans, svo traustir innviðir listar hans sem það hefur reynzt. í sérstökum blaðauka, sem Morgunblaðið gefur út f dag af tilefni 75 ára afmælis Halldórs Laxness, honum og skáldskap hans til heiðurs, er sérstaklega um þetta fólk fjallað — og þá ekki sízt með skírskotunum bæði til ummæla hans sjálfs og verka hans. Þegar hann tók við Nóbelsverðlaununum hugsaði hann „til heilræða ömmu sinnar, sem hún innrætti honum barni, að gera engri skepnu mein, að lifa svo að jafnan skipuðu öndvegi í huga honum þeir, sem voru kallaðir snauðir og litlir fyrir sér og gleyma ekki þeim, sem höfðu verið beittir órétti eða farið góðra hluta á mis", eins og bent er á í blaðaukanum, en þar er einnig minnt á þau ummæli Halldórs Laxness sjálfs í nóbelsræðunni, að „þeir sem hafa verið settir hjá í tilverunni og þeir, sem öðrum mönnum sést yfir — einmitt þeir væru mennirnir, sem ættu skilið alúð, ást og virðingu góðsdrengs umfram aðra menn hérá íslandi". Um leið og Morgunblaðið sendir Halldóri Laxness og fjölskyldu hans allri innilegar afmælisóskir á merkum tímamótum í lífi hans, þakkar honum fyrir hönd lesenda sinna ómetanleg störf og listræna nýsköpun í skjóli íslenzkrar menningar, minnir það á það fólk, sem sett hefur verið hjá í tilverunni og öðrum mönnum hefur yfirsézt og hvernig nóbelsskáldið hefur umgengizt þetta fólk í ritum sínum Það er í samræmi við hugsjónir og húmanisma þess þjóðfélags, sem vér teljum samboðið sögu íslands og arfleifð, menningu þjóðar vorrar og reisn fólksins —þjóðfélags, sem hvorki er skurðgoð né guðamynd, en á í senn rætur í fófkinu sjálfu og hugsjónum þess, er stjórnað af fólkinu og fyrir fólkið en hvorki undantekningarnar né fáa útvalda, heldur alla íslenzku þjóðina — en slíkt þjóðfélag höfum vér leyft oss að kalla velferðarríki. Megi það bezta í ritverkum Halldórs Laxness minna oss á, að fátt er eftirsóknarverðara en ræktað lýðræðisþjóðfélag, sem hetur þrek og styrk til að standa vörð um frelsi og mannréttindi allra þegna sinna og rétta þeim hjálparhönd, sem órétti eru beittir eða farið hafa góðra hluta a mis; þeim sem hafa verið settir hjá í tilverunni og öðrum mönnum hefur sézt yfir. Pálmi Jónsson alþm.: Virkiun Blöndu Fyrir Alþingi liggur nú stjórnarfrumvarp um virkjun Blöndu. Frumvarpið markar þáttaskil í orkumálum þjóðar- innar ef samþykkt verður. Enda þótt um heimildarlög væri að ræða, svo sem venja er um slik mál, myndu þau lög fela i sér, að ákveðið væri að stefna að því af fullri alvöru að undirbúa og siðar byggja fyrstu stórvirkjun landsmanna utan hinnar eldvirku svæða. Þeim þáttaskilum hygg ég, að megin- hluti þjóðarinnar myndi f agna. Stórframkvæmdir í orku- málum eru dýrar. Sú staðreynd ætti að vera okkur hvatning, til þess að vinna að undirbúningi þeirra af fyrirhyggju og með hæfilegum aðdraganda. Þá er ekki síður nauðsyniegt að velja þá virkjunarkosti, sem heppi- legastir finnast hvað snertir hagkvæmni, öryggi og staðsetn- ingu. Þessar þrjár meginfors- endur lyftu Blöndu í fremstu röð virkjunarkosta landsins. Blönduvirkjun er talin mjög hagkvæm virkjun, þannig að sambærilegt sé við hagkvæm- ustu virkjunarkosti í öðrum vatnsföllum landsins. Virkjunin er talin bjóða upp mikið öryggi. í fyrsta lagi er hún utan eldvirkra svæða landsins, en þýðingu þess þarf naumast að ítreka. Svo kunn ætti að vera reynslan af göml- um og nýjum eldsumbrotum. í öðru lagi er tilhögun virkjunar- innar talin hafa mikla þýðingu. Ánni er veitt um uppistöðulón, sem verður 56,5 ferkm. að stærð og þrjú stöðuvötn að orkuveri. Þessi mikla miðlun tryggir jafnrennsli að virkjun- inni auk þess sem aurfram- burður hreinsast og botnfellur svo sem hugsanlegt er. Þetta atriði kann að hafa meiri þýð- ingu en menn hafa hingað til gert sér ljóst, miðað við þær fregnir, sem nú berast um spjöll á vélum Búrfellsvirkjun- ar, en þar er miðlunarlón til- tölulega litið. Stórt miðlunarlón kann því að vera ein af afger- andi forsendum fyrir þvi hvort hyggilegt sé að ráðast i virkjun jökulvatna. Það er svo önnur saga, að hið stóra miðiunarlón er helzti ókosturinn við Blöndu- virkjun, jafnframt þvi að vera einn af kostum hennar, en að því kem ég síðar. Blönduvirkjun er vel í sveit sett með tilliti til flutningslína og dreifingar orkunnar. Við hugsanlegar línubilanir er stór- aukið öryggi i þvi fólgið að eiga kost á raforku úr fleiri en einni átt. Við eigum margt óunnið í byggingu stofnlina og endur- byggingu dreifikerfa. Það starf er þó hafið. Á næsta ári er t.d. ákveðið að byggja línu frá Kröflu austur að Eyrarteigi í Skriðdal. Verða þá tengd sam- an Landsvirkjunarsvæðið og rafveitukerfin á Vestur- Norður- og Austurlandi. Varla þarf að draga í efa, að i þessum efnum verður mikið verk unnið á komandi árum. Mun það skapa aukin skilyrði fyrir dreif- ingu orkunnar, m.a. frá Blöndu- virkjun. Þegar frumvarpið um virkjun Blöndu kom til fyrstu umræðu í N.d. Alþingis greindi menn þegar nokkuð á um það, vegna harkalegrar andstöðu eins af þingmönnum Norður- landskjördæmis vestra. Svo er einnig um heimamenn, að þeir eru eigi allir á einu máli. Hinn sterki vilji Húnvetninga fyrir framgangi þessa máls kom gleggst fram á almennum fundi áhugamanna um Blöndu- virkjun, sem haldinn var á Blönduósi 17. jan. 1976, en þar voru mættir á 5. hundrað manns úr Húnavatnssýslum báðum. í fundarlok þegar paargir voru farnir af fundi var jákvæð ályktun samþykkt með 227 atkv. gegn 6. Einnig hafa flestar sveitastjórnir, sýslu- nefnd og nokkur félagasamtök í A-Hún. samþykkt stuðnings- yfirlýsingar við virkjun Blöndu, og bæjarstjórn Sauðár- króks hefur hvatt til samstöðu um hagkvæmasta virkjunar- kost í kjördæminu. hinn bóg- inn hafa sveitastjórnarmenn úr Bólstaðahliðarhreppi I A-Hún. og þremur hreppum Skaga- fjarðarsýslu, ásamt sýslunefnd Skagafjarðarsýslu, K.S. á Sauð- árkróki, Búnaðarfélagi Lýtings- staðahrepps gert ályktanir, þar sem hvatt er til að hraðað verði virkjun Héraðsvatna við Vill- inganes, auk þess sem yfirleitt er lagt til að Blönduvirkjun verði frestað eða henni mót- mælt. Af svipuðum toga er ályktun, sem samþykkt var með nokkrum mun á almennum sveitarfundi í Svínavatns- hreppi A-Hún. 15. júli 1975, en þann fund sóttu andstæðingar Blönduvirkjunar af kappi. Óvíst er hvort allir séu sama sinnis nú. Röksemdir sem beitt er gegn Blönduvirkjun virðast einkum vera tvenns konar. í fyrsta lagi að um óhæfile land- spjöll verði að ræða, og í öðru agi sú staðhæfing andófs- manna, að virkjunin sé svo stór, að hún sé óhugsandi, nema í tengslum við stóriðju. Pálmi Jónsson. Fyrra atriði er mjög skiljan- legt. Það er ástæðulaust að gera lítið ur því mikla tjóni, sem virkjunarframkvæmdirnar munu hafa í för með sér á landi, þar sem um 55 ferkm. af grónu landi hverfa undir vatn. Fyrir þessi spjöll og önnur sem virkjunarframkvæmdum eru samfara hafa þó verið boðnar álitlegar bætur m.a. i upp- græðslu lands. Skoðun vísindamanna, og tilraunir, sem gerðar hafa verið benda allar til þess með vax- andi öryggi, að nýtt gróðurlendi sé auðvelt að vinna I stað þess sem tapast. Þannig er unnt að bæta tjóhið, og það er líka nauðsynlegt. Hitt er fjarstæða, sem sézt hefur í ályktunum og einstakir andófsmenn Blönduvirkjunar þykjast hafa eftir Jakob Björnssyni orkumálastjóra, að eyðing gróðurlendis við Blönduvirkjun sé „60% af öllu landi sem eyðist við fullnýtingu virjanlegrar vatnsorku á land- inu“. í erindi, sem orkumála- stjóri flutti um landþörf orku- iðnaðarins á ráðstefnu um land- nýtingu 6. og 7. apr. 1973, kem- ur í ljós að samkvæmt því sem þá var talið muni gróðurlendi, sem tapast á Blöndusvæðinu nema 13.1% af heildarflatar- máli gróins lands sem færi und- ir vaín við virkjanir á landinu. Séu Þjórsárver ekki meðtalin hækkar þetta hlutfall I 21.6%. í erindi þessu var tekið fram, að niðurstður væru byggðar á rannsóknum, sem væru langt frá því að vera lokið. Þeim rannsóknum er ekki Iokið enn. Hitt er ljóst, að þarna er farið rangt með viljandi eða óviljandi. Enn má nefna það í sam- bandi við landspjöll við Blöndu- virkjun, að miðlunarlónið hef- ur í för með sér ómetanlegt öryggi fyrir virkjunina sjálfa, svo sem fyrr er að vikið. Hitt gagnrýnisatriðið, sem virðist notað sem grýla á fólk, að Blanda verði ekki virkjuð án stóriðju, er byggt á röngum forsendum. í nýrri orkuspá um áætlaða raforkunotkun á landinu, kem- ur fram, að aukning á aflþörf raforkuvinnslunnar er fyrstu fimm árin 1976—81 194 MW og síðan aukning á fimm ára fresti um 130—150 MW. til aldamóta. í þessari orkuspá er ekki gert ráó fyrir neinum nýjum orku- sölusamningum til stóriðju, að- eins að samningurinn vegna járnblendiverksmiðju verði staðfestur og staðið við samninga, sem gerðir hafa ver- ið varðandi Álverið í Straums- vík. Það kemur enda fram í mikilli aukningu á fyrstu fimm árunum, sem spáin nær til. Að öðru leyti færi þessi orkuaukn- ing til þess að mæta þörfum þjóðarinnar sjálfrar þ.ám. til uppbyggingar atvinnuveganna. Til þess að mæta þessari þörf, þarf sem svarar einni Blöndu- virkjun á fimm ára fresti allt til aldamóta. Sé þetta athugaó verður stóriðjugrýlan heldur máttlítil. Fari hinsvegar svo, að nýir stóriðjusamningar verði gerðir, þarf enn að virkja vegna þeirra. Ég vil taka fram í því sambandi, að ég tel að við eig- um að fára með mikilli gát á þeirri braut, og að fásinna sé miðað við fyrirsjáanlega orku- þörf þjóðarinnar á komandi ár- um að nýta áfram okkar hag- stæðustu virkjunarkosti í þágu stóriðjufyrirtækja. Við eigum nóga möguleika án nýrra ál- bræðslna. Uppbygging og orku- þörf smærri og stærri iðnfyrir- tækja verður sennilega meiri á komandi árum en flestagrunar. Þegar hafa verið teknar ákvarðanir um virkjanir, sem fullnægja orkuþörfinni, sam- kvæmt orkuspá fram á miðjan næsta áratug. Þá ætti röðin að koma að Blöndu. Það er enda nokkuð hæfilegur timi til þess að undirbúningur og fram- kvæmd þess stórvirkis megi takast með fyrirhyggju og ör- yggi. Þá verður og væntanlega búið að vinna mikið að endur- byggingu dreifikerfa. Villinganesvirkjun vigtar ekki sérstaklega þungt i þessu dæmi. Hún myndi fresta þörf fyrir aðrar virkjanir á landinu um eitt ár. Hún er hagstæð virkjun miðað við virkjanir af þeirri stærð, en þó talin sem svarar 40% dýrari en Blanda miðað við orkueiningu. Án efa kemur röðin að henni fyrr eða síðar. Þó er óvíst hvert öryggi hennar í framleiðslu verður, þangað til búið er að virkja Jökulsárnar í heild og mynda miðlunarlón uppi á Hofsafrétt. Það hlyti að verða framhaldið ef farið yrði í Villinganes- virkjun. Þau mál eru þó tiltölu- lega lítið rannsökuð enn. í erindi orkumálastjóra, frá 1. apríl 1973, sem fyrr er vikið að, er gert ráð fyrir miðlunar- lóni við Jökulsárvirkjun, sem væri 84 ferkm. að stærð, eða nákvæmlega jafnstórt og Þing- vallavatn. Hvort það stenzt við nákvæmari mælingar og kort- lagningu get ég ekki um sagt. Hitt er víst, að þótt mikill hluti þessa landssvæðis, sé gróður- laus er þar einnig verulegt gróðurlendi, sem yrði sökkt við virkjun. Þessu virðast sumir vilja gleyma, þegar þeir hvetja til að Jökulsárnar verði virkjað- Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.