Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23 APRlL 1977 23 22 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23 APRtL 1977 Þeir sem eiga skilið ást og virð- ingu góðs drengs... Jarteinasaga Innansveitarkronika er helgisaga eöa jarteinabók að þvl leyti sem jarteinir eru þau undur sem guð notar til að sanna almætti sitt undir votta í einhverju sér- stöku máli á einhverjum tilteknum stað. Óliklegasta fólkið verður verkfæri til að sanna almætti guðs; Stefán, fátækur drengur með nafnmiðann sinn saumað- an inn i úlpuna sína; Guðrún Jónsdóttir, kölluð Gunna stóra, ösku- og mógrafa- kerling; og Ólafur á Hrísbrú, þessi rusta- karl sem var sannanlega enginn dýrling- ur. „Ekkert af þessu fólki virðist hafa haft nokkra trúarlega glætu. Það bara sannaði almætti guðs í Mosfellssveit." Kaflinn um Stefán, þegar hann kemur fyrst litill drengur að Hrisbrú, er skáld- skapur sem festist í minni. Orðaskipti hans og Ólafs bónda, sem annars ekki vék hlýlega að gestum, óttaleysi drengs- ins við raunveruleikann, stórfljót og fjallgarða, en barnslegur ótti hans við imyndanir sinar svo sem ræningja og hrynjandi fjöll, allt verður þetta ógleym- anlegt. Hann vildi gera ál að hákarli með þvi að ala hann nógu vel á hornsilum, sem sagt: vildi einlægt gera mikið úr litlu. Mosfellskirkja hin nýja fæddist af framsýni í fébrögðum Stefáns Þorláks- sonar. Klukkan i hana er komin þangað aftur fyrir tilstuðlan Ólafs bónda á Hris- brú og kaleikurinn úr rusli eftir gamla konu sem dó á hreppnum á níræðisaldri 1936. „Einginn hafði vitað til að þetta munaðarlausa gamalmenni geymdi dýr- grip frammi dauðann; þaðanafsiður hvernig þessi kaleikur var kominn i hennar vörslur." Hver var þessi kona? Hún hét Guðrún Jónsdóttir eins og í sögunni og „var í raun og veru kapi- talisti, þvi hún var aldrei vistráðin en talin lausakona". 1 samtali okkar segir skáldið ennfremur: „Það er rétt, Guðrún Jónsdóttir var kapítalisti. Hún var ekki verkamaður. Hún lifði til að skemmta sér; hún tók ekki kaup; skemmtun henn- ar var að taka upp mó: hún var frjáls. Þessi kona veitti öðrum mönnum af auð- legð sinni ævilangt. Þegar hún var orðin gömul og farlama fór hún auðvitað á hreppinn.“ Skáldið heldur nafni hennar í sögunni eins og nafni á öðrum persón- um, sem koma við kroniku Mosfellssveit- ar — en auðvitað með þeim fyrirvara sem stendur aftan á titilsíðu: „Skírskot- anir til nafngreindra manna rita skjala staða tíma og atburða þjóna ekki sagn- fræðilegu hlutverki i texta þessum." Halldór Laxness segir í samtalinu: „Krakki hér í sveitinni, hlustaði ég eftir öllu sem sagt var, og ég á mér ótæmandi endurminningasjóð um fólk sem ég sam- neytti á bernskuárum mínum. Það var ólíkt fólki sem ég kynntist siðar. Ég kom hingað á fjórða ári úr Reykjavik og þetta fólk var minn félagsskapur, þangað til ég fór að vera á vetrum i Reykjavik 12 ára við ýmis konar nám. Guðrún Jóns- dóttir var oft hjá okkur í Laxnesi, stund- um misserum saman. Ég man enn eftir ýmsum orðatiltækjum hennar, og kem þeim að i sögunni. Hún sagði til að mynda þetta: „Ég kann bezt við mig í einhverju benvitis síli.“ Ég hef spurt orðabókamenn og þeir kannast ekki við þetta orðatiltæki. Það hefur ekki komizt á prent, svo ég viti, og ég hef engan heyrt nota það annan. En mér dettur ekki i hug að Guðrún Jónsdóttir hafi fundið það upp. Ég held að sili sé drasl- vinna eða vinnubjástur." Guðrún Jónsdóttir kom til Þórðar Jónssonar og Kristinar Vigfúsdóttur að Æsustöðum 1926 og hafði þá verið í Laxnesi. Hún átti kindur og hryssu, þeg- ar hún var i fyrra skipti á Æsustöðum. Hún heyjaði þá Gunnubarð, sem svo var kallað, en nú er innan túns. Hún sló sjálf og batt. Hún hafði sérstakt skap og gott að vera i návist hennar. Hún var fædd i Hamrahlið 26. desember 1854 og lézt á Æsustöðum 24. marz 1936. Hún var greftruð á Mosfelli. Hamrahlið er ekki lengur i byggð, en er nú undir Blikastöð- um. Andlit Guðrúnar og höfuðlag allt var af mynd að dæma stórskorið eins og landið. ★ 1 upphafi ellefta kapitula sögunnar segir svo: „29unda júni sama vor og Mosfellskirkja var rifin mátti lesa eftir- farandi grein undir fyrirsögninni „Saga af dýru brauði" í vikublaðinu öldinni, og má gánga þar að henni ef einhver nennir að fara á bókasöfn og lesa gamlar blaðagreinar." Saga þessi fjallar um villu Gunnu stóru á Mosfellsheiði, þegar hún vitjaði pottbrauðs. Ungur piltur úr sveitinni). tekur hana tali og spyr um villuna, rétt eins og blaðamaður eigi samtal við sérkennilega konu — en þó verðum við að hafá á þann fyrirvara, að hvorki frásögnin i Öldinni né lýsing Gunnu stóru í samtalinu eiga rætur I raunveruleikanum, og ekki heldur sam- talið sjálft. Villur Guðrúnar i Innan- sveitarkroniku eru uppspuni. En svip- aða sögu heyrði skáldið sunnan af Suður- nesjum. Þar var stúlka að villast hátt upp í viku í hrauninu á Reykjanesskaga. Hún hafði verið að vitja pottbrauðs I hveraholu. Gunnar Eyjólfsson leikari sagði skáldinu þessa sögu. Stúlkan sem villtist var að hann minnir amma leikar- ans eða ömmusystir. Þetta dæmi sýnir vel að skáld leita víða fanga. „Flest verður fróðum að kvæði,“ segir máltæk- ið. Allt verður að söguefni, þótt ekki sé það sagnfræði í venjulegum skilningi. (Ur Skeggræðunum). Fjallræðufólk Hans Bendix var á íslandi 1957 og kom að Gljúfrasteini, en Halldór Laxness var þá í Ameríku. Listamaðurinn gerði uppdrátt af „Laxnesshúsi" og jók við myndina teikningu af skáldinu, sem hann hafði gert 1 955. Eins og sagan um Bjart I Sumarhús- um, Sjálfstætt fólk, fjallar um hetjuna sem flyst lengra inn á heiðina, þannig mætti segja að annað skáldverk höfund- ar sem valið er úr í þessa syrpu, Heims- ljós, sé hetjusaga skálds. í athugasemd- um sinum segir Halldór um ljósviking- inn: „Ég hef oft reynt i bókum mínum að búa til evangelíska menn og Ólafur Kárason Ljósvikingur er einn af þeim.“ Ég leyfi mér að kalla slikar persónur fjallræðufólk, þ.e. hjartahreint, hógvært og óbrotið alþýðufólk, eins og hann minnist í Nóbelsræðu sinni. Slikt fólk er á hverju strái í öllum skáldverkum Hall- dórs, ekki sist Brekkukotsannál. Lotning þessa fólks fyrir lifinu er eftirsóknar- verðust allra verðmæta ef dæma má af samfelldum skáldskap hans. „Vinnan er dýrð Guðs, sagði amma mín,“ stendur i Kristnihaldi undir Jökli. Þessi afstaða óbrotins alþýðufólks, óbilandi trúnaður þess og skyldurækni, gengur eins og rauður þráður gegnum öll verk skálds- ins, ekki siður en lotning þess fyrir skáldskapnum, fegurðinni og almættinu. Ef mér skjátlast ekki er þetta hógværa og hjartahreina fjallræðufólk hið næsta sem skáldið telur sig hafa komist sann- leikanum. ★ Ástæðan til þess að skáldið valdi svo langan kafla úr Brekkukotsannál í syrp- una er sú hve margar lýsandi frásagnir af einkennilegu og málandi fólki eru i skáldsögu þessari. Börnum og ungling- um ætti að vera akkur I að kynnast þessu fólki, lífsviðhorfum þess og umhverfi. í Skeggræðum gegnum tiðina segir skáld- ið að I Brekkukotsannál séu „ævisögu- stellingar“ og nafnið á bókina sé valið I samræmi við islenska aðferð að velja annálum heiti, t.a.m. Skarðsárannáll, þ.e. rit sem hefur orðið til um Skarðsá og veröldina. Á sama hátt hefur Brekku- kotsannáll orðið til í Brekkukoti í Reykjavík og fjallar um veröldina. Um Garðar Hólm hefur skáldið sagt, einnig i Skeggræðunum, að hann sé „holdiklædd hugmynd min um eðli frægðarinnar“. Til fróðleiks má geta þess um vinnu- brögð skáldsins að margt er tekið úr veruleikanum en að sjálfsögðu farið um það skáldlegum höndum. Þannig á ræða Þórðar baptista i Brekkukotsannál ræt- ur í atviki sem skáldið upplifði á Sauðár- króki fyrir mörgum árum. Þar var hann eitt sinn á gangi með kunningja sinum. Það var hryssingskaldi af norðri. Þegar þeir komu að bensintanki í plássinu stóð maður á stöplinum og var að halda ræðu og barði biflíuna í sífellu. Engir áheyr- endur voru viðstaddir. Þeir vildu for- vitnast um hvað hann boðaði eða hvort hann hefði höndlað lykilinn að leyndar- dómi allrar tilveru, gengu að tankinum og fóru að hlusta á predikarann, en þá sneri hann við þeim baki og hélt áfram að tala i hina áttina. Þetta atvik varð skáldinu minnisstætt og lenti I Brekku- kotsannál. ★ Halldór Laxness kynntist vel Reykja- vík og samsamaðist bæjarlifinu á þeim árum sem hann var þar í skóla á vetrum. Brekkukot hét raunar Melkot. Það var torfbær og stóð við Suðurgötu þar sem nú er Ráðherrabústaðurinn, en þó nokkru vestar. Hringjarabærinn stendur enn á horni Kirkjugarðsstigs og Garða- strætis, tvílyft timburhús, nú Garða- stræti 49. Hringjarabærinn i Brekku- kotsannál hét Melshús. Þar bjó Bjarni gamli hringjari í Dómkirkjunni. Hann heyjaði í kirkjugarðinum og átti alltaf nokkrar kindur. Hann kemur ekki við sögu í annálnum, enda er bókin skáld- saga þó að andrúm hennar og umhjörð sé sótt í Reykjavíkurlífið kringum 1910. 1 Melkoti bjó ömmusystir Halldórs með Magnúsi manni sinum. Hann var grásleppukarl alveg eins og afinn i Brekkukoti. Hjá þeim gisti Halldór stundum sem barn. Móðir Halldórs var alin upp í Melkoti frá 7 ára aldri. Þá hafði Guðný Klængs- dóttir misst mann sinn og öll börnin nema þessa einu dóttur og fluttist i Melkot til systur sinnar. Skáldið getur um Magnús í Melkoti í minningabók sinni, Skáldatima og segir að andlit hans hafi verið „umgirt gráum skeggkraga“. Við sjáum fyrir okkur Björn í Brekkukoti. Stundum er minnst á taoisma sem lykil að skáldskap Halldórs Laxness og sumum persónum hans, t.a.m. pressaran- um í Dúfnaveislunni. Um tao er fjallað í Bókinni um veginn eftir kínverska spek- inginn Lao Tse. Halldór hefur að vísu sagt að sú bók sé „besta bókin i heimin- um“. En við þurfum ekki að fara austur til Kina og rifja upp austurlenska skáld- speki til að fá skýringar á persónum hans í islensku umhverfi. Nærtækara er að gefa gaum mörgu því fólki sem skáld- ið hefur kynnzt á íslandi og þá einkum I æsku; fólki sem ræktaði garðinn sinn, eða eins og segir I Innansveitarkroniku: Viskum vera að tátla hrosshárið okkar. Það er I guðspjöllunum sem þetta fólk á rætur og í fjallræðunni er svona fólki heitin eilif sæla: sælir eru fátækir, sælir eru hjartahreinir o.s.frv. í Heimsljósi segir Ólafur Kárason þessi orð: „Skáldið er tilfinning heimsins, og það er i skáld- inu sem allir menn eiga bágt.“ Ljósvik- ingurinn viðhefur þessi orð í ræðu sem er einna frægust á íslandi (hún er í Húsi skáldsins). Þessi orð er m.a. hollt að hafa I minni þegar menn leiða hugann að skáldverkum Halldórs Laxness. „Sá, sem ekki lifir I skáldskap lifir ekki af hér á jörðinni," segir Jón primus í Kristni- haldinu. ★ Amman og Björn i Brekkukoti eru bæði fulltrúar fjallræðunnar. Þau kunna að rækta sinn garð. Um ömmuna í Brekkukotsannál segir skáldið: „Svona konur hafa alltaf verið til á íslandi fram á okkar daga. Ég hef þekkt margar slíkar koriur. Guðný amma min er ekki I Brekkukotsannál, ég þekkti hana aldrei sem húsmóður. Hún var sjötug þegar ég fæddist og ég man ekki eftir henni nema í horninu heima hjá okkur." Aftur á móti segir hann að smásagan sem tekin er upp I syrpuna, Tryggur staður, sé endurminning frá þvi hann var barn. Hún á rætur I minningunni um Guðnýju Klængsdóttur, ömmu mína.“ (Úr Nokkur orð um fjallræðufólk.. .for- mála fyrir Syrpunni). Handrit að íslandsklukkunni Jóhann Hjálmarsson: BOKIN UM FRELSIÐ FYRIR nokkru var ég í Kaup- mannahöfn og hitti þá ungt danskt skáld sem nýlokið hafði lestri Vefarans mikla frá Kasmír í danskri þýðingu. Skáldið var heillað af Vefaranum. Hvað var það í Vefaranum sem höfðaði til skáldsins danska? Vefarinn er bók um frelsið, hann sýnir okkur mikil- vægi þess að maðurinn sé frjáls var það svar sem ég fékk. Vefarinn mikli frá Kasmír (1927) er eins og menn vita margslungið verk. Hann er „timamótaverk og fól í sér miklu ákveðnari uppreisn gegn íslenskri bókmenntahefð en fyrri rit Halldórs“ eins og Peter Hallbérg kemst að orði. Vefarinn er opinn fyrir hvers kyns hugmyndum, ýmsum aðferðum í ritun skáldsögu. Sá nútímamaður sem Halldór vill vera í Vefaranum er enn I fullu gildi. Lík vandamál blasa við. Togstreitan milli hefðbund- innar venju og algers taumleys- is er ekki úr sögunni, siðgæðis- hugmyndir kristninnar halda enn fyrir mönnum vöku. í grein um Stefán frá Hvíta- dal kveðst Halldór þekkja af eigin reynd það hvernig kaþólskan verður leið til að „bjóða nútímanum byrginn“, unanhald frá „tisku og heims- glaumi“. En eins og Halldór segir sjálfur þá er engin von fólgin í þeirri lausn Vefarans að láta Stein Elliða snúa baki við Diljá. Þessi lausn er að mati Peters Hallbergs „ósennileg", jafnvel innan ramma verksins sjálfs. „En hún eins og svo magt annað í Vefaranum legg- ur áherslu á frelsi mannsins, strangleiki kirkjunnar verður manninum ofviða. Ekki var þess að vænta að menn áttuðu sig á Vefaranum þegar hann kom fyrst út. Sumir óttuðust að nú væri samhengið i bókmenntunum rofið. Sjálfur lagði Halldór fljótlega út á aðr- ar brautir, hin félagsiega skáld- saga tók við af hinni borgara- legu og íslenski arfurinn eign- aðist einn af sínum áköfustu talsmönnum. í raun og veru var ekkert að óttast. Vefarinn hafði lofsungið ísland og islenzka náttúru þrátt fyrir gagnrýni sína. Steinn Elliði á í stríði við sjálfan sig og uppruna sinn, sigrar og tapar í senn. Að lok- inni baráttu Steins Elliða er Halldór Laxness ekki lengur í vafa. En þótt hann hafni kaþólskri heimsmynd eru trúarleg viðhorf siður en svo útlæg úr verkum hans. Nægir að minna á jKristnihald undir Jökli, þá lofgerð hversdagsleik- ans og hófseminnar sem er af trúrænum toga. í grein um tvö þingeysk skáld skrifar Halldór: „Það er ekki lof að segja um mann að hann sé stórskáld, miklu oftar hið sama og segja að hann hafi rat- að I meiri raunir en aðrir menn, eða a.m.k. mætt þeirri reynslu sem ekki sé hægt að mæla með við nokkurn mann.“ Verk Hall- dórs Laxness, frá hinu fyrsta til hins síðasta, lýsa innri baráttu. Þau eru vitnisburður endur- skoðunarmanns sem verður að rífa niður það sem byggt var upp í gær til þess að vera trúar sjálfum sér. Þessi heiðarleiki hefur að sjálfsögðu sársauka í för með sér. En rithöfundur sem vill láta taka mark á sér verður að vera reiðubúinn til að fórna. Afstaða Halldórs til íslands og íslendinga mótast ekki síst af þvi viðhorfi að aga þann sem maður elskar. Um þetta er Vefarinn glöggt dæmi og jafnvel I síðari bókum Hall- dórs þar sem hann er orðinn sáttari við þjóð sína kemur fram beisk ádeila sem margir vilja ekki una. Halldór veit að til þess að vekja athygli þarf stundum að orða hugsanir sínar á litríkan hátt. Það hefur hann verið óspar á. Auðvelt er að vera ósammála honum, einkum hvað varðar mat hans á ís- lenzkum bókmenntum, en ekki er hægt að leiða skoðanir hans hjá sér. Ég hefði til dæmis kos- ið að skáld Kvæðakvers hefði stundum verið umburðarlynd- ari gagnvart íslenskri nútíma- ljóðlist en raun ber vitni, en ekki verður afþakkað hve Hall- dór hefur átt mikinn þátt í því að fá menn til að meta Jóhann Jónsson. Ásamt Jóhanni Sigur- jónssyni var Jóhann Jónsson einn af brautryðjendum þeirr- ar ljóðlistar sem ég held að íslendingar' megi þrátt fyrir allt vera stoltir af. í Úngur ég var standa þessi eftir- tektarverðu orð i kaflanum Jarðarför Jóhanns Sigurjóns- sonar: „Hann gerði ekki enda- slept við okkur með því að semja Fjalla-Eyvind, heldur orti árið 1910 fyrsta kvæði á íslensku um væntanlegt hrun 20stu aldar: Vei vei yfir hinni föllnu borg. Annað eins kvæði eftir íslendíng átti ekki eftir að sjá ljós heimsins fyren nafni hans Jóhann Jónsson orti Söknuð 1930'.' Sjálfur lagði Hall- dór Laxness sitt af mörkum með ljóðum eins og Unglíngur- inn i skóginum (birt í Eim- reiðinni 1925 og síðar i Vefaranum) og fleiri merkum ljóðum í anda expressjónisma og súrrealisma. Seinna hall- aðist hann að hinum gullvæga einfaldleik í ljóði. Ljóðlínur Steingrims: Ut um græna grundu/ gakktu hjörðin min og Seztu hérna hjá mér, / systir mín góð eftir Davíð eru til marks um dýrkun Halldórs á Uinu einlæga og látlausa í skáldskap, að ekki sé talað um næman skilning hans á Jónasi Hallgrímssyni. öllum eru okkur takmörk sett. Ég vék í upphafi að Vefaranum og þeirri frelsistil- finningu sem hann miðlar. í Vefaranum er návist höfundar- ins ákaflega sterk. Þess vegna kemur ekki á óvart að erlendir lesendur sem fá nú í fyrsta sinn að kynnast Vefaranum í þýð- ingu fagni honum. Sumt af því merkasta í skáldsagnagerð sam- timans er einmitt skylt Vefaranum, einkum hvað fram- setningu varðar. Skáldsaga lýt- ur ekki ákveðnum reglum framar en annar skáldskapur aðeins eigin lögmálum. Það er höfundurinn sem.er miðsvæðis og honum hlýtur að vera allt leyfilegt í túlkun sinni. Skáld- sagan deyr þá fyrst þegar fundin er algild formúla til að fara eftir. Kristnihald undir Jökli og Guðsgjafarþula eru nýjungaverk þar sem ólíkustu form ritlistar renna saman. Og jafnvel Innansveitarkronika er þrátt fyrir tengsl sín við forna sagnalist mikið nýjungaverk. Halldór hefur eins og hann sjálfur játar í Úngur ég var hneigst að því að semja rit- gerðir í skáldsöguformi. Að baki öllum þessum tilraunum sem heppnast hafa betur en flest annað í islenzkum bók- menntum siðustu áratuga sjáum við einmanalegt andlit Augusts Strindbergs, höfundar Infernos. Hann rataði í meiri raunir en flestir aðrir. í Ungur ég var lýsir Halldór því yfir I kaflanum Fundur Infernos að hann hafi skrifað „sömu sögu og Strindberg í Inferno, nema hún hét Vefarinn mikli.“ í öllum miklum skáldskap er helviti Dantes raunverulegt. Erlendur Jónsson: SERHVERT ORÐ DÝRT LAXNESS EFTIR NÓBELSVERÐLAUN ARIÐ 1955 var Halldór Laxness sæmdur Nóbelsverðlaununum. ÞaÓ ár og hið næsta sendi hann ekki frá sér skáldsögu. Gerpla hafði komið út 1952. Árið 1957 kom svo Brekkukotsannáll, fyrsta skáldsaga hans eftir verðlaunaveitinguna. Fyrir höfund, sem er búinn að standa i sviðsljósinu áratug- um saman, marka verðlaun engin timamót. Ekki er þess heldur að vænta að hann taki þeirra vegna að skrifa öðru vísi eftir en áður. Um Laxness er það hins vegar að segja að Nóbelsverðlaunin bar upp á hlé og þar með eins konar tímamót I skáldsagnaritun hans. Um það leyti liðu fimm ár milli skáld- sagna frá hendi hans en slíkt var óvanalegt. Framan af hafði komið frá honum skáldsaga á ári, eða framt að því. Höfund- urinn var þekktur fyrir annað en að skrifa sig upp — Þvert á móti var á orði haft að hann kæmi nýr með hverri bók. Og þegar Brekkukotsannáll kom reyndist hann líka annars kon- ar en nokkuð sem skáldið hafði áður sent frá sér. Um þetta leyti hafði þjóðin gert sér ákveðnar hugmyndir um rithöfundinn Laxness og þær hugmyndir byggðust fyrst og fremst á skáldsögum hans frá kreppuárunum, einkum Sjálfstæðu fólki. Lifsbarátta Bjarts í Sumarhúsum og bein- skeytt tilsvör hans höfðu vakið sterkar kenndir og andsvör með þjóðinni: samúð — andúð — skemmtun; með sumum eitt af þessu, hjá öðrum allt í senn. Engin islensk skáldsaga hafði verið brotin svo mjög til mergj- ar manna á meðal. Þegar svo við bættist fjöldi ádeilugreina, þar sem höfundurinn sendi máttarstólpum þjóðfélagsins heldur betur hvöss skeyti — sumir þeirra voru þá í sann- leika sagt átrúnaðargoð fjöl- mennra stétta í þjóðfélaginu eins og Jónas Jónsson frá Hriflu sem var óumdeilanlegur andlegur leiðtogi í sveitum landsins — og lét skína i röng- una á hjartfólginni sveitaróm- antik, var tæpast að furða þó hverrar nýrrar Laxnessbókar væri beðið með samblandi af tilhlökkun og hrolli. Með Brekkukotsannál sann- aðist að enginn hafði í eitt skipti fyrir öll fengið lykil að hugmyndasmiðju skáldsins, ekki heldur þeir sem gerst höfðu verjendur bóka hans á málþingi götuhornanna. Þar var ekki á ferðinni þjóðfélags- ádeila eða lýsing á sviptingum í samfélagi hraðra breytinga eins og Salka Valka og Sjálf- stætt fólk heldur endurminn- ingasaga sem gerðist fyrir daga breytinganna — þegar lífið leið áfram kyrrt og lygnt og hver og einn hélt I heiðri þau sannindi sem kynslóðirnar höfðu eftir- látið. En þegar ég kalla Brekku- kotsannál »endurminninga- sögu« á ég ekki aðeins við efnið heldur einnig formið: sagan er skrifuð i endurminningastil, segir frá veröld sem var; litlum heimi sem sífellt þrengdi að. Endalok hans I raunveruleikan- um fóru tímatalslega saman við sögulokin sjálf. Eóa nokkurn veginn svo. Frá þvi að Brekkukotsannáll kom út hefur Laxness sent frá sér fjölda bóka, þar af nokkrar skáldsögur. Þær eru hver með sínu mótinu og ætla ég ekki að fjölyrða um þær hér og nú, að- eins víkja að tveim sfðustu bók- um hans, I túninu heima og Úngur eg var, sem teljast frem- ur til sjálfsævisagna en skáld- sagna en eru þó að flestu leyti byggðar upp sem skáldsögur og því sambærilegar við skáldsög- una Brekkukotsannál. Að form- inu til eru allar þrjár endur- minningasögur. Allar eru stað- og tímabundnar. Brekkukots- annáll gerist i Reykjavik um aldamótin siðustu — f »koti« sem hér voru mörg slík og settu svip á bæinn en rýmdu smám saman fyrir nýjum húsum sem þá voru kölluð »stórhýsi« en hafa nú lifað sitt fegursta likt og »kotin« áður og ganga undir gælunafninu »gömul hús«. Brekkukotsannáll gerist á tveim sviðum ef svo má segja: innan og utan við krosshliðið i Brekkukoti. Innan við hliðið rikir gamli tíminn með rósemi sinni, öryggi, kristilegu um- burðarlyndi og — óskráðu en eigi að síður afar ákveðnu verð- mætamati sem nær bæði til peninga sem og þeirra verð- mæta sem aldrei verða til fjár- muna reiknuð. Álfgrimur litli óskar sér að afi sinn lifi þar til hann sé sjálfur orðinn gamall en þá ætlar hann að fá sér til aðstoðar litinn dreng svo lifið í Brekkukoti megi endurtaka sig óbreytt. í Brekkukoti er »stór- fjölskylda«, eins og það er nú kallað, fólk á öllum aldri og af ýmsu tagi, en þó ekki höfðingj- ar, þeirra heimur er utan við krosshliðið. Inni tifar klukkan og drengnum heyrist hún segja »ei-líbbð, ei-líbbð«. Utan við krosshliðið biður sjálf Reykjavfk sem er að lifa sitt ærslafulla gelgjuskeið. Þar er Gúðmúnsen kaupmaður, að ógleymdum hinum leitandi dæmigerða islendingi allra tima, Garðari Hólm óperu- söngvara. Að lokum yfirgengur borgin Brekkukot — Álfgrímur heldur til útlanda en gömlu hjónaleysin, afi og amma, flytj- ast í kjallara upp með Lauga- vegi. Gamli timinn með sínu stöðuga gildismati og dýru orð- um er horfinn, orðinn að fprtíð, við blasir nýr tími, framtíð með ótryggu gildismati og orðum sem eru sjálf stór en merkja þó litið. I túninu heima, gæti tímatals- lega séð, verið framhald Brekkukotsannáls. Einnig þar er aðalsöguhetjan barn og svið- ið stórheimili. Þar er lfka stöð- Framhald á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.