Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23 APRIL 1977 33 Canon veldur keppi- nautum erfiðleikum JAPANSKA myndavélafyrirtæk- ið Canon hefur að undanförnu valdið helztu keppinautum sfnum f Japan verulegum erfiðleikum eftir að það setti á markað nýja ódýra 35 millimetra, rafeinda- stýrða reflex myndavél (SLR) AE-1. Miranda Camera Co. er fyrsta fórnarlambið og hefur ver- ið gegnið frá gjaldþroti þess undanfarnar vikur. Þó að á það hafi verið bent að Miranda hafi sérstöðu meðal jap- anskra myndavélaframleiðenda að þvf leyti að það er f eigu banda- rfskra aðila, þá er búizt við því að fleiri fyrirtæki eigi eftir að helt- ast úr lestinni. Þó að Yashica skili einhverjum rekstrarhagnaði siðasta reikningsár, þá dregst fyrirtækið með 3,8 milljón dollara skuldir. Framleiðslusamningur við vestur- þýzka linsuframleiðandann Carl Zeiss varð þó fyrirtækinu nokkur björg. Hins vegar er búist við að Ricoh, Chinon og Tokyo Optical hverfi algerlega af SLR- myndavélamarkaðnum. Erfiðleikar þessara fyrirtækja stafa af vangetu tii að mæta hinni geysihröðu samkeppni, sem ríkir á myndavélamarkaði, þar sem tölvutækni og sjálfvirkni fram- leiðslu er að verða skilyrði fyrir afkomu. V erðbréf Miranda framieiddi aðeins 6.000 myndavélar á mánuði og tapaði 2 milljónum dollara á síð- ustu gerð sinni, DX-3, sem var hálfsjálfvirk smámyndavél. Fyrirtækið hafði enga reynslu f rafeindatækni og þegar DX-3 komst á markað í ágúst 1975 var hún þrem árum of seint á ferð- inni. Keppinautarnir voru þá að koma fram með alsjálfvirkar smá- myndavélar. Þessir keppinautar höfðu að- gang að háþróaðri rafeindatækni, gátu lagt mikið fjarmagn í rann- sóknarstarfsemi og höfðu getu til að standast harða verðsamkeppni. Margir álíta að þegar öll kurl verða komin til grafar þá verði aðeins um fimm stóra myndavéla- framleðendur að ræða í Japan: Canon, Nikon, Minolta, Ashai og Olympus, en þessi fyrirtæki fram- leiða 85% af þeim myndavélum, sem fluttar eru út frá Japan. Canon, sem einnig framleiðir rafeindavörur af ýmsu tagi, er stærst þessara fyrirtækja. Siðan Canon hóf útflutning á AE-1 myndavélinni i vor hefur fyrir- tækið vart geteð annað eftir- spurn. Framleiðslan hefur vaxið úr 10.000 vélum á mánuði í 40.000 og brátt verður hún komin upp i 60.000. Keppinautarnir halda þvi fram að AE-1 sé seld á því sem næst kostnaðarverði. Canon segir á móti að með því að fækka hlutum og hafa aðra úr plasti en ekki úr málmum hafi verið hægt að minnka framleiðslukostnað um 20%. Canon hefu lagt gífurlega fjár- muni i þróun og markaðsöflun fyrir AE-1 og er álitið að fyrirtæk- ið hafi lagt um 5 milljónir dollara í markaðsöflun í Bandaríkjunum einum. En sá kostnaður hefur verið fljótur að skila sér því á siðasta ári meir en þrefölduðust nettótekjur fyrirtækisins og urðu 22 milljónir dollara, fyrst og fremst vegna AE-1. Stærri keppinautar vinna nú að því að geta mætt samkeppninni frá Canon, sem reyndar kom þeim nokkuð á óvart. Ashai hefur flýtt áætlun um nýja sjálfvirka mynda- vél, Pentax ME, um eitt ár og hefst útflutningur á henni í vor. Búist er við því að Nikon og Minolta setji einnig fljótlega á markað al-sjálfvirkar rafeinda- myndavélar í sama verðflokki. Þau áhrif sem að tilkomu Can- on AE-1 myndavélarinnar mun fyrirsjáanlega hafa eru þau að hagnaður keppinautanna mun minnka verulega þannig að minna verður eftir til rann- sóknarstarfsemi, aukinnar fjölda- HAPPDRÆTTISSKULDABREF RIKISSJOÐS UPPLÝSINGATAFLA FLOKKUR HÁMARKSLÁNS ÚTDRÁTT VINN- ÁRLEGUR VÍSITALA VERÐ PR KR MEÐALVIRK TÍMI = INN ARDAGUR INGS % FJOLDI 01.02 1977 100 MIDAÐ VIÐ IR VEXTIR F. LEYSANLEG í **) VINNINGA 682 STIG. VÍSITÖLU TEKJUSKATT SEÐLABANKA HÆKKUN Í % 01 02.1977 FRÁ ÚTG D. FRÁ OG MEO") ***> *"*) 1972 A 15.03.1982 15.06 7 255 334.39 434.39 35.2% 1973-B 01.04.1983 30.06 7 344 272.68 372.68 41.3% 1973 C 01.10.1983 20.12 7 273 224.76 324.76 42.0% 1974 D 20.03.1984 12.07 9 965 181.82 281.82 43.6% 1974 E 01.12.1984 27.12 10 373 99.42 199.42 35.6% 1974 F 01.12.1984 27.12 10 646 99.42 199.42 37.0% 1975-G 01.12.1985 23.01 10 942 38.90 138.90 31.0% 1976-H 30.03.1986 20.05 10 942 34.52 134.52 42.8% 1976-1 30.11.1986 10.02 10 598 5.74 105.74 39.7% *) Happdrvttisskuldabréfin eru ekki innleysanieg, fyrr en hámarkslánstfma er náð. **) Heildarupphæð vinninga I hvert sinn. miðast við ákveðna % af heildarnafnverði hvers útboðs. Vinningarnir eru þvl óverðtryggðir. ***) Verð happdrættisskuldabréfa miðað við framfærsluvisltölu 01.02.1977 relknast þannig: Happdrættisskuldabróf, flokkur 1974-D að nafnverði kr. 2.000.-, hefur verð pr. kr. 100,- = kr. 281.82. Verð happdrættisbréfsins er þvl 2.000 x 281.82/100 = kr. 5.636,- miðað við framfærsluvlsitöluna 01.02. 1977. ***•) Meðalvirkir vextir p.a. fyrir tekjuskatt frá útgáfudegi, sýna upphæð þeirra vaxta, sem rtkissjóður hefur skuldbundið sig að greiða fram að þessu. Meðalvirkir vextir segja hins vegar ekkert um vexti þá. sem bréfin koma til með að bera frá 1.11. 1976. Þeir segja heldur ekkert um ágæti einstakra flokka. þannig að flokkur 1974-F er alls ekki lakari en t.d. flokkur 1974-D. Auk þessa greiðir rlkissjóður út ár hvert vinninga I ákveðinni % af heildarnafnverði flokkanna. VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS Canon AE-1 á færibandinu framleiðslu og markaðsöflunar og því er talið óhjákvæmilegt að fyrirtækjum, sem stunda mynda- vélaframleiðslu fækki og að fleiri eigi eftir að fylgja á eftir Mir- anda. Ríkið hagnast af appelsínuhækkun Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu á fimmtudag hefur verð- lagsstjóri heimilað 24,5% hækk- un á Tropicana appelsinusafa þannig að verðið á 0,95 lítra fernu hækkar úr 196 krónum i 244 krón- ur. Ástæðan fyrir þessari hækkun er hinn kaldi vetur, sem ríkt hef- ur i Bandaríkjunum, sem leiddi meðal annars til verulegs upp- skerubrests á appelsinum i Flor- ida vegna frosta. Þrír frostdagar i janúar leiddu til þess að appelsínuframleiðsla í Florida dregst saman um 18,5% en framleiðsla á appelsinusafa um 28%. Er álitið að appelsínu- uppskeran verði i ár 184,5 milljónir kassa, en samkvæmt fyrri áætlunum átti hún að verða 218,7 milljónir kassa. Eins og búist var við hefur þessi samdráttur i framleiðslunni leitt til verulegra verðhækkana á appelsinum og appelsínusafa, þannig að hráefnið i Tropicana- safann hefur hækkað um 43% en lokastig framleiðslu hans fer fram hér á isiandi. Magneining hráefnisins, sem áður kostaði 351 krónu kostar því nú 502 krónur, en sú hækkun hefur leitt til 24,5% hækkunar á fullunninni vöru til neytenda. Þó svo að ávextir séu almennt tollfrjálsir á íslandi gildir ekki hið sama um hreinan appelsínu- safa. Af honum eru greiddir 30% innflutningstollar auk 18% vöru- gjalds og 20% söluskatts. Það er þvi ljóst að hækkun á hráefnis- verði erlendis hefur í för með sér verulega tekjuaukningu fyrir ríkissjóð. Fyrir erlendu hækkun- ina voru tekjur ríkisins af magn- einingu innflutts appelsínusafa 295 krónur en eftir hækkun voru tekjurnar komnar upp i 422 krón- ur. Skattheimtan verður þvi til þess að hækkunin til neytenda er meiri en sjálfur hráefniskostnað- urinn krefst. FLOKKUR HÁMARKS LÁNSTÍMI TIL*) INNLEYSANLEG ÍSEÐLABANKA FRÁ OG MEÐ RAUN VEXTIR FYRSTU 4—5 ARIN %") MEÐAL TALS RAUN VEXTIR % VÍSITALA 01 04 1977: 135 (2673) STIG HÆKKUNí % VERÐ PR. KR. 100 MIÐAÐ VIÐ VEXTI OG VÍSITÖLU 01 04 1 977.’**) MEÐALVIRK IR VEXTIR F. TSK. FRÁ UTGAFUDEGI 1965 10 09 77 10 09.68 5 6 1 027.85 2.192.54 30.6 1965-2 20 01.78 20.01.69 5 6 901.12 1.900.63 30.1 1966 1 20.09 78 20.09 69 5 6 851.25 1.726.49 31.1 1966 2 15 01.79 15.01.70 5 6 812.29 1.619.35 31.4 1967-1 15 09 79 15.09 70 5 6 796 98 1.522.36 33.0 1967 2 20.10 79 20.10.70 5 6 796 98 1.512.51 33.3 1968 1 25.01 81 25.01.72 5 6 751.27 1.322.22 37.1 1968-2 25.02 81 25.02.72 5 6 705.12 1.243.77 36.5 1969 1 20.02 82 20.02.73 5 6 539 47 929.29 36.8 1970 1 15 09 82 15.09 73 5 6 508 88 855.17 38.8 1970 2 05.02 84 05.02.76 3 5.5 410.11 629.09 34 8 1971-1 15 09.85 15 09.76 3 5 399.63 595.27 38.0 1972 1 25.01.86 25 01.77 3 5 343.28 518.85 37.4 1972 2 15 09 86 15 09 77 3 5 291.36 447.79 39.1 1973 1A 15 09 87 15 09.78 3 5 213.36 347.98 42.2 1973 2 25.01.88 25 01.79 3 5 192.77 321.65 44.4 1974 1 15.09 88 15 09.79 3 5 107.21 223.40 37.2 1975 1 10.01.93 10 01.80 3 4 71.02 182.64 31.1 1975 2 25.01 94 25.01 81 3 4 34.59 139.38 32.5 1976 1 10 03 94 10 03 81 3 4 28.57 132.65 30.7 1976 2 25 01.97 25 01 82 3 3.5 7.14 107.72 50.8 1977-1 25.03 97 25.03.83 3 3.5 0.00 100.04 — *) Eftir hámarkslánslima njðta sparisklrteinin ekki lengur vaxta né verótr.vggingar. **) Raunvextir tákna vexti (nettð) umfram veróhækkanir eins og þær eru mældar skv. byggingarvftitölunni. ***) Veró sparisklrteina mióaó vió vevti og vfsitölu 01.04. 77 reiknast þannig: Sparísklrteini flokkdr 1972-2 aó nafnverði kr. 50.000 hefur veró pr. kr. 100 = kr. 447.79. Heildarveró spariskirteinisins er þvl 50.000 x 447.79/100 = kr. 223.895 miöaó vió vexti og vlsitölu 01.04. 1977. **••) Meóalvirkir vextir fvrir tekjuskatt frá útgáfudegi sýns heildarupphæó þeirra vaxla. sem rlkissjéóur hefur skuldbundið sig til að greióa fram aó þessu. þegar tekió hefur verið tillit til hækkana á byggingavfsitölunni. Meðalvirkir vextir segja hins vegar ekkert um vexti þá, sem bréfin koma til með að bera frá 01.04. 1977. Þeir segja heldur ekkert um ágæti einstakra flokka, þannig að flokkar 1966 eru alls ekki lakari en t.d. flokkur 1973-2. Þessar upplýsingatöflur eru unnar af Verðbréfamarkadi Fjárfestingafélags íslands. Höfum kaupendurað eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ HAPPDRÆTTISKULDABRÉF RIKISSJOÐS: Kaupgengi pr. kr. 100.- 1966 2. flokkur 1635.54 1967 1. flokkur 1537.58 1967 2. flokkur 1527.64 1968 1. flokkur 1335.44 1968 2. flokkur 1256.21 1969 1. flokkur 938.58 1970 1. flokkur 863.72 1970 2. flokkur 635.38 1971 1. flokkur 601.22 1972 1. flokkur 524.04 1972 2. flokkur 452.27 1973 1. flokkur A 351.46 1973 2. flokkur 324 87 1974 1. flokkur 225.63 1975 1. flokkur 184.47 1975 2. flokkur 140.77 1976 1. flokkur 133.98 1976 2. flokkur 108.80 VEÐSKULDABREF: 1 —5 ára fasteignatryggð veðskuldabréf með hæstu vöxtum. (20% — 45% afföll). HLUTABRÉF: Flugleiðir HF Sölutilboð óskast. Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum: HAPPDRÆTTISKULDABRÉF RÍKISSJÓÐS: Sölugengi pr. kr. 100.- 1974 D 254.00 (10% afföll) PJARPEfTinGflRPÉlflC íftflflDf HP. VERÐBRÉFAMARKAÐUR Lækjargötu 12 - R (Iðnaðarbankahúsinu) Sími20580. Opið frá kl. 1 3.00 til 1 6.00 alla virka daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.