Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23 APRIL 1977 Minning: Jón Valur Gunnarson Fæddur 12. nóvember 1909. Dáinn 15. aprll 1977. Mig langar að minnast með ör- fáum orðum frænda míns Jóns Vals Gunnarssonar sem lést 15. aprfl síðast liðinn. Jón var fæddur 12. nóvember 1909 að Velli í Hvolshreppi, foreldrar hans voru Gunnar Jónsson frá Stóra-Hofi, Rangárvallasýslu, og Jónfna Þor- kelsdóttir, Óseyrarnesi, Eyrar- bakka. í foreldragarði ólst Jón upp við algeng sveitastörf svo sem þá var títt. Ungur hélt hann til Reykja- víkur til að nema orgelleik hjá frænda sínum Páli Isólfssyni, sem sá þegar tónlistarhæfileika hins unga frænda sfns og hvatti hann til framhaldsnáms, sem þó varð aldrei úr. Tónlistin átti stóran hluta í lífi Jóns óg var hann orgel- leikari í ýmsum kirkjum í Rangárvallasýslu fram á síðustu daga, lagasmiður var hann einnig ágætur, og kórum stjórnaði hann á sfnum yngri árum. Árið 1939 kvæntist Jón Ingi- björgu Jónsdóttur frá Bolholti, Rangárvallasýslu, og var hún manni sinum stoð og stytta jafnt á heimili sem úti við á búi þeirra Velli. Konu sfna missti Jón fyrir nokkrum árum. Þeim varð tveggja barna auðið, sem eru hin mannvænlegustu. Svala, gift Erni Bergssyni, skipasmfðameistara, og Jónfna gift Jóni Benediktssyni, vélsmfðameistara. Ég tel að óhætt sé að staðhæfa að allir er kynnt- ust Jóni hljóti að vera sammála um að þar væri á ferð einstakur heiðursmaður, raunsær og dreng- lyndur. Jón var í eðli sfnu glaðlyndur og þegar fjölskyldan og ættmenni hittust var hann ætfð hrókur alls fagnaðar. Hann var greiðvikinn og taldi ekki eftir sér viðvik fyrir vini og kunningja ef svo bar und- ir, enda átti hann miklum vin- sældum að fagna f sveit sinni sem annars staðar. Á heimili Jóns var oft gest- kvæmt og man ég, er ég dvaldist þar sem barn, að oft var margt um manninn á Velli og settist þá Jón við orgelið og gestirnir tóku undir með söng. Ógleymanlegar eru þær móttökur og gestrisni, sem við hjónin og börnin urðum að- njótandi er við heimsóttum heimili Jóns siðustu árin. Jón hafði mikið yndi af stangveiði og hefur hann átt marga unaðsdaga á bökkum ár sinnar, Rangár. Kom það fyrir að Jón tók eiginmann minn með sér í veiði f á sína og urðu þeir hinir mestu mátar í þeirra sameiginlega áhugamáli. Þegar mér barst andlátsfregn Jóns fann ég hversu mikils virði mér voru öll viðkynni við hann á undanförnum árum og gleðin sem hann bar með sér og hans skemmtilegu frásagnir af hans eigin lífsreynslu og annarra úr sveitinni. Margt fleira mætti segja um þennan góða frænda minn, þvf af mörgu er að taka en það bíður síns tfma. Síðustu árin átti Jón við van- heilsu að stríða, og hafði ég á tilfinningunni að hann væri veik- ari en hann sagðist vera. Seinustu árin hafði Jón brugðið búi að mestu, en bjó þó félagsbúi að nokkru með Jónfnu dóttur sinni og Jóni Benediktssyni að Bakka- velli. Þessi orð verða ekki miklu fleiri og minningin um mannkosti Jóns Vals Gunnarssonar verða geymd í hugskoti mfnu og ann- arra sem hann þekktu. Ég votta dætrum, tengdasonum, barna- börnum og systkinum hans mina innilegustu samúð og öðrum vin- um og vandamönnum hans. Guðrún Erlendsdóttir. Aðeins nokkur orð og þakklæti fyrir okkar gömlu samverustund- ir. Jón á Velli var einn af þeim persónuleikum, sem samferða- mönnum mun seint gleymast. Þar geislaðist heiðríkja og gróður vorsins, hvort heldur var í verald- legum eða andlegum efnum. Lífs- gleðin geislaði af honum, bæði í athöfnum og söng. Ég minnist þeirra ára, er fjölskyldur okkar hittust á stórhátíðum; hversu un- aðslegt var að fá að hlusta og vera með og syngja er vinur minn spil- aði á orgelið eða fiðlu eða söng. Hann var líka valinn sem orgel- leikari og forsöngvari í fleiri en einni kirkju í Rangárþingi. Ég ætla ekki að fara að rekja ævistarf vinar mfns, aðrir munu minnast þess. Það styttir óðum' þar til við munum hefja söng með vinum okkar á landinu ókunna. Ástvin- um Jóns vottum við hjónin inni- legustu samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðmundur Finnbogason. í dag verður til moldar borinn að Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlfð Jón Valur Gunnarsson, fyrrum bóndi að Velli í Hvol- hreppi, Rangárvallasýslu. + Faðir minn, VALGEIR BENEDIKTSSON, Hrafnistu lézt 21 aprll á Landakotsspltala Guðmundur Valgeirsson. Þessum fátæklegu orðum er ætlað að vera kveðja frá undirrit- uðum og fjölskyldu hans. Sveit- ungar hans og aðrir vinir munu einnig í dag og um ókomna fram- tíð minnast Jóns á Velli, eins og hann var jafnan nefndur, með ómældu þakklæti fyrir liðnar stundir. Jón var sonur hjónanna Jónfnu Þorkelsdóttur frá Óseyrarnesi í Flóa og Gunnars Jónssonar frá Stóra-Hofi á Rangárvöllum. Þau hófu búskap í Kirkjubæ á Rangár- völlum, en fluttust fljótlega að Velli f Hvolhreppi, þar, sem þau settu saman bú og bjuggu þar góðu búi til dauðadags. Þar ólust upp börn þeirra, Kristín, Sigurjón, Sigurður, Viktoría og Jón og eru þau Krist- in og Sigurður ein eftir af því úrvalsfólki. Sá er þessar línur ritar, átti þvi láni að fagna að hafa náin kynni af þessu fólki, allt frá fyrstu bernskudögum. Þau kynni verða aldrei fullþökkuð. Lífshlaup þeirra allra er með þeim hætti, að þar er m.a. fengin skýring á þvi hvernig þessari litlu þjóð hefir tekist að gera þetta stóra land byggilegt. Þau hafa fyllt hinn þögla meirihluta, sem ekki hefir að því spurt, hvað land- ið og samborgararnir geti gert fyrir hann, heldur hvað hver þeirra geti gert fyrir landið sitt. Slíkur maður var Jón á Velli. En Jón verður ekki einkum minnisstæður fyrir það, heldur fyrir hitt hvaða áhrif hann hafði á umhverfi sitt. Þessi hægláti maður hafði þau áhrif, að öllum leið vel í návist hans. Menn komust óðar í betra skap, er hann bar að garði, enda var honum allsstaðar vel fagnað. Lífsgleði hans og hin græsku- lausa kimni, sem hann hafði til að bera i svo ríkum mæli, mun flest- um ógleymanleg. Að kunna að hlusta á aðra; leggja ávallt gott eitt til allra mála; umbera annarra galla og leggja öllu góðu lið, er ekki aðeins mikill manndómur og mannkost- ur, heldur og einnig ómetanlegt framlag til umhverfis síns og til betra og fegurra mannlífs. Undirritaður minnist glöggt, frá sínum bernskudögum, Jóns í túni föður síns með ristuspaða i höndum við túnasléttur. Þá var sú tíð að líða hjá, að mönnum þættu tún nytjameiri ef þau væru þýfð, þar sem yfirborð jarðar væri meira. Jón var þá unglingur en stór og sterkur og það svo mjög, að ekki síður þótti gæfuspil, að etja kappi við aðrar sveitir í reip- togi, nema Jón væri á kaðlinum og þá helst endamaður og gekk þá jörð frekar undan fótum hans, en hann bognaði i baki. Þannig var hann lika verki farinn, og þannig var skapgerð hans. Jón var mikill jarðræktarmað- ur, eins og bræður hans og hann var líka mikill náttúruunnandi og hafði glöggt auga fyrir fegurð hennar. En Jón var líka fiskiræktarmað- ur — einn af þeim fyrstu. Um landareignina á Velli rennur fög- ur á, Eystri-Rangá. Hún var mjög fiskauðug hér áður fyrr. Vegna breyttra aðstæðna, stundarhags- muna og skammsýni nokkurra landeigenda, urðu hér á hörmuleg umskipti. Þáverandi sýslumaður Rangæinga, framfaramaðurinn Björgvin Vigfússon, gekkst þá fyrir því, að hafin skyldi fiski- rækt í ánni. Byggt var klakhús skammt frá Velli og féll það að mestu í hlut Jóns að annast klak- ið. Það gerði hann með slíkri kost- gæfni að verulegan árangur bar, þótt aðstæður væru frumlegar. Æ síðan hafði Jón mikinn áhuga á fiskiræktarmálum og stóð fast í sveit þeirra, er þau mál báru fyrir brjósti. Stangaveiði var eitt af hugðar- efnum Jóns og var hann slyngur veiðimaður. Undirritaður hefir veitt viða og með mörgum veiði- mönnum, sem hafa verið hinir beztu félagar. Það er þó á engan hallað, þótt fullyrt sé, að Jón er þeirra minnisstæðastur allra. Þó að Jón hafi verið óviðjafnan- legur félagi og vinur í öllu, er við tókum okkur fyrir hendur, eru þó stundirnar við ána minnisstæðast- ar. Þá kom bezt í ljós hvílíkur nátt- úruunnandi hann var. Aflinn skipti litlu máli. Timinn, sem eytt var við veiðarnar varð oft miklu skemmri, en tíminn, sem fór i að horfa á ána og umhverfið, fugl- ana, himininn, lífríkið allt. Oft voru gestir í veiði með Jóni, og hafði hann það jafnan fyrir sið, að láta þá renna á undan í beztu veiðistaðina. Minnisstætt er atvik, sem lýsir honum vel, bæði sem manni og veiðimanni. Jón hafði fengið all- vænan fisk á öngul sinn og þreytti hann að fullu, eftir kúnstarinnar reglum. Aðstaða þarna var á þann veg, að eyri var við ána og að- grunnt að eyrinni. Er fiskurinn var nærri kominn á þurrt, losnaði hann af öngliQum og spriklaði á grynningunum góða stund, þar til honum tókst loks að komast til heimkynna sinna. Jón þurfti ekki annað að beygja sig niður og grípa fiskinn. Þegar Jón var spurður hversvegna hann hefði ekki gert það, sem honum var þó í lófa lagið, svaraði hann á þessa leið: „Ég var búinn að tapa orr- ustunni, fiskurinn var búinn að vinna sitt stríð!“ Þeir eru ekki ófáir íslenzku veiðimennirnir, sem gjarnan mættu taka flugurnar úr hatti sin- um í virðingarskyni við þennan veiðimann og bónda. Jón var söngvinn og það var mikið sungið á Velli. Það þótti tilheyra hverri heimsókn, að „taka lagið“ og Jón spilaði undir og söng fullum hálsi. Þá var hann glaður og þessi gleði smitaði alla viðstadda. Hann lærði ungur að spila á orgel og hefði sjálfsagt getað lært á hvaða hljóðfæri sem var, með tiltölulega lítilli fyrirhöfn — svo músíkalskur var hann. Hann jók á kunnáttu sína í orgelleik hjá Páli ísólfssyni og gerðist organisti i Stórólfshvolskirkju og spilaði oft í öðrum kirkjum sóknarinnar. Hann unni tónlist, en aðstaða ein- yrkjans til að sinna slíkum hugð- arefnum, var ekki mikil. Margt fleira mætti skrifa um Jón á Velli, en rúmsins vegna verður að gera langa sögu stutta. Ekki verður þó svo skilist við þetta greinarkorn, að ekki verði minnst á hina ágætu eiginkonu hans, Ingibjörgu Jónsdóttur frá Snjallsteinshöfða á Rangárvöll- um. Hún er látin fyrir nokkrum árum og var hún í rauninni ein- stök kona. Hún fékk ung að árum innkynj- aða liðagigt, sem að lokum kom henni í hjólastól. Æðruleysi henn- ar og þolgæði í þessum langvar- andi og vonlausu og kvalafullu veikindum var aðdáunarverð. Glaðværð hennar og gæzka var ógleymanleg. Svo lík voru þau hjón að allri gerð, að óvenjulegt má heita. Sambúð þeirra og um- hyggja dætranna beggja fyrie- móður sinni og raunar foreldrun- um báðum, gleymist þeim ekki er til þekktu. Ástríki þeirra við dætur sínar var heldur ekki skorin við nögl. Ungur maður, sem nú er búsett- ur í öðrum landshluta, átti þar sitt annað heimili á æskuárum og naut þessa einnig. Hann sendir nú sinar kveðjur og beztu þakkir. Veganesti það, er hann fékk út í lífið frá Velli, hefir dugað honum vel og það var jafnan hnipinn piltur að hausti er hann þurfti að koma heim í skóla og ávallt of seint, og glaður var hann, er vorið kom. Heimilið að Velli var ávallt mjög gestkvæmt. Húsrými var ekki stærra en gengur og gerist til sveita, en í hjörtum húsráðenda var hátt til lofts og vítt til veggja. Það var ekki aðeins að nágrannar og lengra að komnir væru tiðir gestir. Hér var miðstöð unga fólksins í nágrenninu. Gleði hjónanna yfir að hafa þetta unga fólk í kringum sig leyndist ekki. Allir voru velkomnir og ef ekki var rúm fyrir alla næturgestina, var bara tjaldað í hlaðvarpanum. Þetta er ekki leiðin til að græða fé, enda voru þau hjón ekki auðug af því, þótt þau kæmust sæmilega af. En þau voru samt óvenjulega auðug. Þau voru auðug af þeim verðmætum, sem eru öllu gulli betri. Góðvild þeirra og kærleikur veitti þeim þá hamingju sem ekki Framhald á bls. 35 t Eiginmaður minn, MAGNÚS G. WAAGE, lézt á heimili slnu Ásgarði 61, þann 21 aprll. Jóhanna S. Waage. Móðir okkar. JÓSEFÍNA JÓSEFSDÓTTIR, Birkimel 8. verður jarðsungin frá FoSsvogskirkju, mánudaginn 25. aprll kl. 10.30 Elln Þorbjarnardóttir, Ásta Þ. Taylor. Þóra Þorbjarnardóttir. + Föðursystír mln AÐALBJÓRG BJÖRNSDÓTTIR sem andaðist I Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri 19 þ.m. verður jarð- sungín frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 26. aprll kl 1 3.30. Árni Böðvarsson. + Þökkum öllum auðsýnda samúð við andlát og útför, SIGRÍÐAR ASLAUGAR BJARNADÓTTUR. Ósk Gestsdóttir, Geir Gestsson, Hulda Pétursdóttir, Rafn Gestsson. Helga Hélgadóttir, og barnaböm. + Ástarþakkir sendi ég til allra er sýndu mér kærleiksrfka vináttu við andlát systur minnar GUÐLAUGAR I. GUOJÓNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir sendi ég bæjarstjórn Keflavlkur fyrir höfðinglega þátttöku við jarðarförina Sömuleiðis hjartans þakkir til starfsfólks sjúkrahúss Keflavlkur fyrirágæta hjúkrun. Jónfna Guðjónsdóttir, Framnesi, Keflavfk. + Einlægar þakkir fyrir samúð og vinsemd við andlát og útför MATTHILDAR BJÖRNSDÓTTUR fyrrum kaupkonu Sigurlfn Andrésdóttir Júlfana Bjömsdóttir Hildur Viðarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.