Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 35
MÖRGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23 APRIL 1977 35 Rósa Oddsdóttir frá Flatey Minning Hinn 15. apríl lézt að Hrafnistu Rósa Oddsdóttir frá Flatey á Breiðafirði á 87. aldursári. Hún var fædd í Eskiholti i Borg- arfirði 5. október 1890. Foreldrar hennar voru Oddur Jónsson og kona hans Guðfinna Þórðardóttir. Voru þau hjón bæði borgfirzkrar ættar. Bjuggu þau í Eskiholti i 26 ár og búnaðist vel á þeirri fallegu og kostariku jörð. Eskiholt er kostajörð og vel í sveit sett. Stend- ur bærinn hátt, og er útsýni það- an mikið og fagurt. Hið næsta liðast Hvítá um grösugt láglendi með hæðum og holtum, en fjær getur að líta formfögur fjöll og svipmikla, skínandi jökla. 1 þessari fögru og búsældarlegu byggð ólst Rósa upp ásamt tveim systkinum sínum, Þórði og Mörtu, og stundaði algeng bústörf að þeirrar tíðar hætti. En vorið 1918 urðu óvænt umskipti á högum fjölskyldunnar í Eskiholti. Hinn 25. maí lézt Oddur bóndi snögg- lega. Brá Guðfinna búi árið eftir og fluttist til Rósu dóttur sinnar vestur á Flatey á Breiðafirði, en þar hafði hún setzt að nokkru áður. Varð það byggðarlag siðan starfsvettvangur Rósu í nær fjörutíu ár. Árið 1919 giftist Rósa Jóni Jóns- syni trésmið frá Lundi í Þverár- hlið. Bjuggu þau í Flatey öll sin beztu ár og var sambúð þeirra góð. Eignuðust þau tvær dætur, Jakobinu og Áslaugu, en einnig ólu þau upp Guðrúnu, dóttur Jó s af fyrra hjónabandi, og Guðfinni Þóru, bróðurdóttur Rósu. Einn son eignaðist Rósa áður en hún giftist, Kristján, bónda L Ferju- koti í Bo^garfirði. í>ó að eyjalífið væri að ýmsu leyti ólíkt þeim lífsvenjum, sem Rósa ólst upp við í Borgarfirði, tók hún brátt ástfóstri við það og varð nátengd fólkinu i eyjunum, lífi þess og athöfnum. í Flatey undi hún vel hag sinum. Þar eign- aðist hún friðsælt og gott heimili og fjölda vina og kunningja. Á búskaparárum hennar var blóm- leg byggð I mörgum eyjum Breiðafjarðar og þróttmikið mannlif, sem byggðist á fornri, þjóðlegri menningi, atorku og ráðdeild. Þvi lifi mun Rósu hafa verið ljúft að taka þátt í, leggja góðum málum lið og stuðla af fremsta megni að eflingu og vel- gengni þessa sérkennilega og fagra byggðarlags, sem hún ung batzt traustum böndum. Maður hennar átti og drjúgan þátt í þeirri uppbyggingu, er átti sér stað i Flatey og nærliggjandi byggðarlögum á þessum árum. Hann var eftirsóttur húsasmiður, ósérhlífinn og óeigingjarn og mat ávallt meira góð afköst og vönduð vinnubrögð en öflun eigin fjár- muna. Má segja, að hann hafi með eigin höndum reist mörg þeirra Ibúðarhúsa, sem risu af grunni gömlu torfbæjanna I eyjum Breiðafjarðar og viðsr I Barða- strandarsýslu á fyrri hluta þessar- ar aldar. Rósa Oddsdóttir var hógvær i framkomu, yfirlætislaus og ljúf í lund. Hún átti gott með að blanda geði við fólk og var vel látin af þeim, sem hún umgekkst. Hún var umhyggjusöm húsmóðir pg- helgaði heimilitiu___atarfskrafta slna. Mikhr'Snægju hafði hún af handavinnu, og baru munir þeir, er hún vann, vott um smekkvísi og vandvirkni. Halldór Víglundsson —Minningarorð Árið 1953 kvöddu þau Rósa og Jón eyjuna sína kæru á Breiða- firði, þar sem þau höfðu búið á fjórða tug ára og fluttust til Vest- mannaeyja. Þar voru þau búsett í nokkur á í skjóli dóttur sinnar og tengdasonar. Þar lézt Jón árið 1959, 82 ára að aldri. Siðustu árin dvaldist Rósa á Hrafnistu og undi þar vel hag sinum. Nú er dauflegt í hinum fögru eyjum Breiðafjarðar. Þar sem áð- ur var iðandi lif og þróttmikið starf, er nú viðast hvar autt og hljótt. Eyðingin vinnur þar starf sitt, markvisst og öruggt. Síðustu fulltrúar þeirrar kynslóðar sem helgaði þessum byggðum líf sitt, hverfa óðum til moldar, og enginn veit, hvort ný kynslóð muni nokkru sinni nema aftur land f þessum afskekktu eyjum. En'þo að mannlifið sé-að mestu horfið af þessum slóðum, lifnar litskrúð breiðfirzku eyjanna á ný á nýju vori og léttar bárur Breiðafjarðar kveða hóglega við sker og tanga um liðna hamingjutíð. Þ.S. JÓN ÁGUSTSSON HÖFN - MINNING Ég átti því láni að fagna að kynnast þessum góða dreng bæði i starfi og í félagsmálum. Jón Ágústsson var aðeins búinn að dvelja hér á Höfn í rúm 4 ár er hann lést af slysförum sunnudag- inn 27. mars s.l. Hann var þó á þessum stutta tima fyllilega fall- — Minning Jón Framhald af bls. 34 fæst fyrir gull. Þau áttu allsstaðar vináttu og velvild að mæta og öllum þótti vænt um þau og það eru meiri verðmæti en orð fá lýst. Þau hjónin eignuðust tvær dæt- ur, sem erft hafa i rikum mæli hina góðu eiginleika foreldra sinna. Þær eru Svala, sem gift er Erni Bergssyni skipasmíðameist- ara og búa þau í Hafnarfirði. Hin dóttirin, Jónina býr á Bakkavelli, ásamt manni sinum, Jóni Bene- diktssyni járnsmið. Þær, ásamt mönnum sínum og börnum trega nú kæran föður, sem var þeim öllum svo mikið. Jón bjó hjá dótt- ur sinni Jóninu og tengdasyni eft- ir að hann brá búi, en hann gekk ekki heill til skógar síðustu árin. Vallarbærinn er nú auður og hljóður. Þaðan heyrist ekki leng- ur ómur gleðinnar. En ekkert, sem er gott, getur dáið. Minningin lifir og hún er góð. Nú gengur Jón á Velli ekki lengur á bökkum Rangár, með stöng í hendi og glaður á svip. En kannski eru lika grænar grundir fyrir handan, sem búið er að slétta. Kannski eru þar líka glitrandi silungsár og kannski er þar orgel- spil og fagur söngur. Við viljum gjarnan trúa því. Og ef svo er, þá er Jón þar, og þar viljum við gjarnan hitta hann á ný og alla hima gömlu og góðu vinina hans — og okkar. Páll Finnbogason. inn inn i það litla samfélag sem segja má að svona byggðarlög myndi. í tveimur félögum sem ég er i var Jón einnig félagi. Hann var mjög virkur I báðum. Vera má að hann hafi verið I mörgum öðr- um félögum hér þótt mér sé ekki um það kunnugt. í öðru þessu félagi, skátafélag- inu Frumbyggjum, vorum við Jón Ágústsson búnir að vera saman í stjórn s.l. tvö ár. Á þeim tíma sýndi hann okkur þær hliðar á sér sem flestir munu minnast lengst; þ.e. djörfung, viðleitni til að fara nýjar leiðir og siðast en ekki sist; sérlega viðfeldin framkoma og léttleiki i skaphöfn. Hitt félagið sem ég var félagi Jóns i var Björgunarfélag Horna- fjarðar. Þótt samskipti okkar Jóns væru ekki eins náin i þvi félagi er mér vel kunnugt um að einnig þar var hann dugandi félagi. Þátttaka Jóns i þessum tveimur félögum sem hér hafa verið að framan nefnd segir sina sögu um það hvar hann kaus að hasla sér völl á félagslegum vettvangi. í minni stuttu en eftirminnan- legu viðkynningu við Jón Ágústs- son kom margsinnis fram vilji hans til góðra verka og djörfung til að fara ótroðnar slóðir. Ég minnist einkar vel kvöld- stundar eitt sinn er við sátum á tali við unga drengi i skátafélag- inu og verið var að hugleiða úti- legu við óblíðar aðstæður. Þar benti hann þessum ungu drengjum á að þótt svo liti út á yfirborðinu sem þessi eða hin ferðin hefði mistekist þá hefði hún kannski orðið til meira gagns heldur en margar ferðir sem gengið hefðu snurðulaust fyrir sér. Svona lagað væri bara smækkuð mynd af ferðum land- könnuða. Vmist væru það þeir sem hefðu gagn af ferðinni elleg- ar aðrir sem nytu góðs af henni. Eins og sagan greinir okkur frá hafa landkönnuðir oft orðið að gjalda fyrir æfintýrin með lífi sinu. Ef allir vissu um endalok Fæddur 11. júní 1911 Dáinn 15. apríl 1977 Hinn 15. april s.l. barst sú fregn, að Halldór Viglundsson væri látinn. Það kom raunar ekki svo mjög á óvart því undanfarna mánuði hafði hann átt við erfiðan sjúkdóm að stríða og þvi striði var hann fyrirfram dæmdur til að tapa. Ég hitti Halldór fyrst haustið 1973 þegar ég réðst skólastjóri að Alþýðuskólanum á Eiðum. Hann hafði þá um nokkurra ára Skeið verið búsettur á Eiðum ásamt konu sinni, Gróu Salvarsdóttur, sem veitti mötuneyti skólans for- stöðu. Þetta haust gerðist Halldór ráðsmaður við skólann. Við áttum því eftir að hafa nána samvinnu næstu árin. Á Eiðum eru miklar byggingar eins og gefur að skilja því þar er starfræktur 120 manna heimavist- arskóli. Þessar byggingar eru mis- jafnlega gamlar og misjafnlega vel á sig komnar, þær þurfa mikið eftirlit og ýmislegt þarf sifellt að lagfæra til að halda i horfinu. Hlutverk Halldórs sem ráðs- manns var að annast þessi eftir- litsstörf og lagfæringar. Reyndar var starf hans aldrei skilgreint að neinu marki þegar hann var ráð- inn. Upphaflega hafði ég_þó-gert ' ráð fyrir aOv&rksviÓ raðsmanns- Jns-yrðrSfc'ilgreint og honum sett- ar ákveðnar starfsreglur. En eftir að hafa rætt við Halldór um starf- ið og skólann fann ég að mig skorti bæði reynslu og þekkingu til að geta sagt honum fyrir verk- um. Ég fann lika að Halldór var maður, sem mátti treysta, og var það I samræmi við þær upplýsing- ar, sem ég hafði fengið áður en hann var ráðinn. Hann gerðist þvi ráðsmaður án þess að verksvið hans væri nánar tilgreint og það tel ég að hafi verið lán bæði fyrir mig og skólann því starf hans reyndist síóan ná langt út fyrir það svið, sem ég hafði upphaflega hugsað mér. Halldór var húsgagnasmiður að mennt og kunni þvi vel til allrar trésmíði. Á sínum fyrri árum var hann t.d. vel þekktur fyrir vand- aða vefstólasmíði. En þau störf, sem sinna þarf á stað sem þessum eru margvísleg og það var undra- vert hve vel hann kunni til verka á mörgum sviðum. Sjálfsagt hefur hann notið reynslu sinnar sem vitavörður, en því starfi gegndi hann um árabil. Á þeim árum hefur hann sjálfsagt þurft að leggja stund á margt þvi á ein- angruðum og afskekktum vita er ekki um það að ræða að treysta sífellt á hjálp annarra, þar verða menn að bjarga sér sjálfir. Þvi hafði Halldór Viglundsson greini- lega vanist og meðan skólinn naut starfskrafta hans var aðkeypt við- haldsvinna i algjöru lágmarki. Halldór var hægur og rólegur i fasi, gætinn í orði og rökfastur. Hann hafði ríka kímnigáfu og sagði skemmtilega frá. Störf hans einkenndust af vandvirkni og samviskusemi auk xþéss sem snyrtimennska var honum í blóð borin. Þvi mátti ætíó treysta, að það sem hann hafði umsjón með væri I röð og reglu, hver hlutur á sínum stað. Það var gott að leita til Halldórs þegar eitthvað fór úr skorðum, þá skipti ekki máli hvort var nótt eða dagur, hann var jafnan reiðubúinn. Því gat ég losað mig við ýmis áhyggjuefni og vandamál yfir á hans herðar. Nú þegar Halldórs Víglunds- sonar nýtur ekki lengur við finn ég enn betur en áður, hve mikil- vægt starf hans var og hve dýr- mæt þekking hans var á ýmsum hlutum, er því við komu. Ég iðrast þess, að hafa ekki lagt meira upp úr því að fræðast af honum um störf hans og margt annað því hann var vel að sér og viðræðu- góður. Þegar nú skiljast leiðir eru mér efst i huga þakkir til Halldórs, þakkir frá mér og fjölskyldu minni fyrir einlæga vinsemd og hjálpfýsi, þakkir frá Alþýðuskól- anum á Eiðum fyrir óeigingjarnt og fórnfúst starf. Ég votta eftirlifandi eiginkonu Halldórs, Gróu Salvarsdóttur, börnum hans, tengdabörnum og barnabörnum samúð mína og bið þeim guðs blessunar. Kristinn Kristjánsson. ferðar I upphafi væru flestar frægustu ferðir sögunnar ófarnar enn. í Björgunarfélagi Hornafjarðar hafði Jón m.a. þá ábyrgðarstöðu að vera formaður leitarflokks. Slikir menn þurfa á víðtækri reynslu og þekkingu að halda. Það er því eðlilegt að líta á ýmsar ferðir og leiðir sem Jón fór í sín- um fristundum sem þátt í undir- búningi undir það að vera vel í stakk búinn ef til hans þyrfti að sækja hjálp. Jón Ágústsson skapaði sér vinsældir hér á Höfn í hvaða starfi sem hann kom nálægt. Það hefur stundum verið sagt að mað- ur komi í manns stað. Varðandi fráfall Jóns leyfi ég mér að örvænta um að þetta máltæki standist. Þvi sum þau störf sem Jón tók að sér hér í byggóarlaginu höfðu staðið óskipuð um lengri eða skemmri tima er Jón tók þau að sér. Óafvitandi hefur Jón reist sér bautasteina hér ýmist í hugum samborgaranna ellegar áþreifan- lega. Ég nefni bara einn. Það er endurreisn skátaskálans í Sel- hrauni i Laxárdal sem hann var aðalhvatamaður að og halda mun minningu hans á .loft um mörg ókomin ár. Ég votta eiginkonunni, Guð- rúnu Baldvinsdóttur, og börnun- um og öórum aðstandendum hug- heila samúð mína. Heimir Þór Gislason. Hafdís Lilja Hall- dórsdóttir — Minning F. 21. okt. 1940. D. 31. mars 1977. Fótmál dauðans fljótt er stiglð, fram aó myrkum grafarreit. Laugardaginn fyrir páska var til moldar borin Hrafndis Lilja Halldórsdóttir, vinkona mín, eða Dídí, eins og hún var alltaf kölluð. Didí fæddist í Reykjavík hinn 21. okt. 1940 og var þvi aðeins 36 ára gömul er hún var skyndilega kölluð úr þessum heimi. Foreldrar hennar voru hjónin Halldóra Þórðardóttir og Halldór Runólfsson húsasmiður. Dídí ólst upp i Rvik og þar kynntist hún eftirlifandi manni sínum, Andrési Jónssyni frá Hellissandi. Vorið 1959 gifta þau sig og flytjast til Hellissands og hefja þar búskap. Dídi var í eðli sinu glaðlynd og trygg kona. Hún kom til dyranna eins og hún var klædd. Þvi kynnt- ist ég best þann tíma er þau hjón- in bjuggu i húsinu okkar eftir húsbruna hjá þeim. Hún var dug- leg og ósérhlýfin við allt sem hún tók sér fyrir hendur. Þeim hjónum varð fimm barna auðið. Þau eru: Halldór Pétur á nitjánda ári, Solveig 16 ára, Jón Bjarni 15 ára, Páll á 14. ári og yngsl er Halldóra Kristin 12 ára. Stórt skarð er þvi höggið í þessa stóru fjölskyldu við fráfall móð- urinnar. Mér er ljúft að minnast þess, er við hjónin vorum á Sandi s.l. sjó- mannadag með fjögur börn, og Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.