Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23 APRIL 1977 43 GUÐMUNDUR OG GÚSTAF (ERU) SIGURSTRANGLEGIR Á NM Á NORÐURLANDAMÓTINU f lyftingum, sem fram fer f Laugardalshöllinni um helgina, eiga Islending- ar góða möguleika á að hreppa tvo Norðurlandatitla. Þeir Gústaf Agnarsson og Guðmundur Sigurðsson hafa báðir náð 'betri árangri en andstæðingar þeirra og ættu þvf að vera nokkuð öruggir með sigur. En margt getur gerzt f harðri lyftingakeppni eins og f öðrum fþróttum. Takizt þeim að sigra f keppninni um helgina, verður það f fyrsta skipti, sem Island eignast Norðurlandameistara f lyftingum, en báðir hafa Guðmundur og Gústaf fengið silfurverðlaun á slfkum mótum og Skúli Óskarsson reyndar gull, en það var f kraftlyftingum. GÓSTAF Agnarsson er lfk- legur til góðra afreka á Norðurlandameistaramót- inu og segist ætla að leggja alla áherslu á að ná í gull- verðlaunin, en láta tilraun- ir við met bíða betri tfma. —Ég ætla mér fyrst og fremst að ná Norðurlandatitlinum, sagði Gústaf Agnarsson í viðtali við Morgunblaóið í ^ær. —Ef ég fer i gegn á það að takast örugglega, en mettilraunir og slíkt verða að víkja fyrir örygginu að þessu sinni, sagði Gústaf. ísland sendir nú i fyrsta skipti fullskipað lið i sveitakeppnina og stefnir liðið að því að ná þriðja sætinu þar. Finnum og Svíum verður tæplega ógnað í tveimur fyrstu sætunum, slíkir yfirburða- menn, sem þar eru. Ekki aðeins á Norðurlandamælikvarða, heldur einnig alþjóðlegan. Meðal þeira sem hingað koma til keppninnar má nefna Leif Jensen frá Noregi, sem sigraði í sínum þyngdar- flokki á Olympíuleikunum í Munchen 1972, og Juhani Avellan frá Finnlandi, sem varð þriðji á heimsmeistaramótinu 1975. I islenzku sveitinni verða þeir Hjörtur Gíslason, Haraldur Ólafs- son, Viðar Eðvarðsson, Kári Elís- son, Már Vilhjálmsson, Árni Þór Helgason, Ólafur Sigurgeirsson, Guðmundur Sigurðsson, Gústaf Agnarsson og Hreinn Halldórs- son. Hefst mótið klukkan 13 i Laugardagshöllinni í dag og verð- ur fram haldið þar á sama tíma á morgun. Gisli Halldórsson forseti ÍSÍ mun setja mótið og þjóðsöngv- ar þjóðanna verða leiknir. Siðan verður keppt í hverjum flokki fyrir sig og verðlaun afhent með pompi og pragt að hverjum flokki loknum. 1 dag verður keppt í létt- ari flokkunum, en á morgun taka hinir stærri og sterkari við og verður á morgun fyrst keppt í 90 kg. flokki, en síðast i flokki þeirra, sem eru 110 kg. eða meira að þyngd. Verður Everton áfram í skugga Liverpool? LIVERPOOL tryggði sér á miðvikudaginn réttinn til að leika f úrslitaleik Evrópumeistarakeppninnar i knattspyrnu. I dag gerir Liverpool aðra tilraun til að tryggja sér úrslitaleik, að þessu sinni er það enska bikarkeppnin og mótherjar liðsins f dag eru Everton, sem einnig eru frá Liverpool. Leikið verður á Maine Road í Manchester og er ekki að efa að hart verður barist eins og jafnan er þessi tvö lið mætast. Everton tapaði á dögunum fyrir Aston Villa í úrslitaleiknum í deildarbikarnum og var það þriðji úrslitaléikur liðanna. Sagt er að Everton sé ríkasta félagið í Eng- landi, en þrátt fyrir það hafa hin miklu kaup áleikmönnum síðustu árin ekki komið liðinu á toppinn í ensku knattspyrnunni og Everton hefur staðið í skugga Liverpool. Fyrr á þessu keppnistímabili var Billy Bingham, framkvæmdar- stjóri liðsins rekinn, og Gordon Lee keyptur frá Newcastle til að taka við stjórnartaumunum. Lee hefur gefið liðinu meiri slagkraft og öryggi, en hefur þó ekki ennþá sannað að hann sé rétti maðurinn til að snúa dæminu við i Liver- pool. Leikmenn Liverpool eru ákveðnir í að selja sig dýrt í leiknum í dag, en viðurkenna þó að erfitt kunni að reynast að stöðva Kevin Keegan og félaga, þar að þeir séu í svo góðri þjálfun þessa dagana. Leikir þessara liða hafa oft endað með jafntefli og það kann að reynast erfitt fyrir Liverpool að nokkrir leikmanna liðsins eiga við meiðsli aó stríða. í hinum undanúrslitaleiknum mætast Manchester United og Leeds, en Manchester var í úrslit- um keppninnar i fyrra, en tapaði. Leikið verður i Hillsbrough i Sheffield. Það kemur sjaldan fyrir að Tommy Docherty, fram- kvæmdastjóri Manchester Utd., verði orðlaus, en það gerðist þó á miðvikudaginn er lið hans tapaði 0:4 fyrir QPR. En í Leeds taka menn þennan leik ekki alvarlega og eiga bágt með að trúa að Manchester hafi svo skyndilega orðið að engu. SOVÉSKU UNGLINGARN- IR STERKASTIR Á HM SOVÉTMENN urUu yfirburöasigurvegarar I heimsmeistarakeppni unglinga I handknattleik á miSvikudagSkvöldiS; í úrslitaleiknum sigruðu þeir Ungverja með 24 mörkum gegn 10, eftir aS staSan hafi veriS 13:5 I leikhléi. íslenzka unglingalandsliSið var ekki meSal keppenda á þessu móti. en hins vegar tveir fslenzkir dómarar, þeir Björn Kristjánsson og Óli Olsen. Júgóslavar unnu Spánverja f keppninni um þriSja sætiS. 24:21. og sýna þessi úrslit glögglega hve Spánverjar standa orSiS framarlega f handknatt- leiknum og leggja mikla áherzlu á unglingastarfiS. Vestur-ÞjóSverjar urSu fimmtu á mótinu. unnu Svfa f leik um þaS sæti meS 21 marki gegn 19. Hollendingar urSu númer 7, Danir 8. A-ÞjóSverjar 9, Tékkar 10, Rúmenar 11 og Frakkar í 12. sæti. LiS NorSmanna tók þátt f mótinu og höfSu þeir gert sér vonir um góSan árangur Þær vonir rættust þó engan veginn, þvf liS þeirra komst ekki áfram f keppninni. Fyrsta golfmótið VERTÍÐ kylfinga hefst á morgun, en þá fer fram opið golfmót hjá Keili á Hvaleyri. Völlurinn á Hvaleyri er í þokkalegu ástandi, en hefur að visu sýnt litlar fram- farir siðustu vikur. Svipað mót og það sem verður á sunnudaginn var einnig haldið í fyrra og mættu þá 85 kylfingar til leiks. Verðlaun í mótinu á sunnudaginn gefa um- boðsmenn Uniroyal á íslandi, íslenzk-ameriska verzlunarfélag- ið. AUÐVELT HJÁ EYJAMÖNNUM VESTMANNEYINGAR léku æfingaleik gegn Selfyssingum í Eyjum i fyrradag og unnu heima- menn góðan sigur, 5:1. Skoruðu þeir Tómas Pálsson (2), Óskar Valtýsson, Sigurlás og Valþór mörk liðsins, en reyndar gerðu Vestmanneyingar öll mörkin, því Ólafur Sigurvinsson gerði sjálfs- mark í leiknum. í dag leika Eyjamenn í Kópa- vogi i bæjarkeppni og hefst leikurinn klukkan 13.00. Framarar standa nú bezt að vígi Framarar standa nú mjög vel að vlgi I Reykjavíkurmótinu I knattspyrnu, en liðið nældi sér I aukastig gegn Ármenningum I fyrrakvöld. Úrslit leiksins urðu 3:0 Fram i vil og sigurinn hefði getað orðið enn stærri, en m.a. varði Sveinbjörn markvörður Ar- menninga vftaspyrnu frá Pétri Ormslev f leiknum. Sumarliði Guðbjartsson, fyrr- um leikmaður með Selfossi, var drjúgur f þessum leik og gerði 2 mörk. Þriðja markið gerði sfðan Sigurbergur Sigsteinsson með góðu skoti af stuttu færi. Staðan f mótinu er nú þessi: Fram 3 3 0 0 5:0 Víkingur 3 Valur 3 Þróttur 3 KR 3 Ármann 3 0 0 3 1:3 0 1 2 0 2:1 1 1 1 2:1 1 1 1:1 0 2 3:5 Sumarliði Guðbjartsson, fyrrum leikmaður með Selfossi, nú helzti markaskorari Framara SEYÐHROINGAR SIGURSÆLIR Á SKÍÐAMÓTIAUSTURLANDS SKÍÐAMÓT Austurlands var haldið á Seyðisfirði í byrjun þessa mánaðar og var keppt f svigi, stórsvigi og göngu. Voru keppendur frá Neskaupstað og Seyðisfirði, en búist var við kepp- endum frá mun fleiri stöðum, en erfið færð og fleiri orsakir gerðu það að verkum að aðeins mættu keppendur frá þessum tveimur stöðum. Sigurvegarar i hinum ýmsu flokkum urðu sem hér segir: SVIG STÚLKNA: 9—10 ára: Eyrún Sigurðardóttir, S 1:23,8 11—12 ára: Unnu Óskarsdóttir, S 1:22,4 13—15 ára: Ester Þorvaldsdóttir, S 1:22,0 16 ára og eldri: Þórunn Sig- mundsdóttir, S 1:37,4 STÓRSVIG STÚLKNA: 9—10 ára: Þórdís Rafnsdóttir, S 1:14,8 11—12 ára: Bergljót Ólafsdóttir, S 1:24,9 13—15 ára: Ester Þorvaldsdóttir, S 1:25,9 16 ára og eldri: Þórunn Sig- mundsdóttir, S 1:50,5 SVIG PILTA: 9—10 ára: Guðmundur Hugi Guðmundsson, S 1:23,2 11—12 ára: Jón Bjarnason, S 1:19,0 13—14 ára: Ólafur Hólm Þor- geirsson, N 1:12,4 Dregið í Keflavík Dregiö hefur verið í skyndi- happdrætti knattspyrnumanna í Keflavík. Ferð til London kom upp á miða númer 2007, úttekt fyrir 10 þúsund kvónur f Sportvfk kom á miða 647, 920 og 417. Úttekt fyrir 5 þúsund krónur í sömu verzlun kom á miða númer 179. 15—16 ára: Jóhann Stefánsson, S 1:24,4 17 ára og eldri: Ingþór Sveinsson, N 1:31,4 STÓRSVIG PILTA: 9—10 ára: Jóhann Þorvaldsson, S 1:21,1 11—12 ára: Jón Bjarnason, S 1:22,9 13—14 ára: Ólafur H. Þorgeirs- son, N 1:24,7 15—16 ára: Jóhann Stefánsson, S 1:28,0 17 ára og eldri: Ingþór Sveinsson, N 1:30,8 Ganga 14— 16 ára — Gunnar Magnússon, S 23:33,0 Ganga 17 ára og eldri — Haraldur Sigmarsson S, 33:29,0 Sigraði Huginn Seyðisfirði í stigakeppni félaganna, hlaut 269 stig gegn 100 stigum Norðfirð- inga. Mótsstjóri var Þorvaldur Jóhannsson skóiastjóri á Seyðis- firði. FIMLEIKAR OG KÓRSÖNGUR Á AKRANESI Mikið verður um dýrðir í íþróttahúsinu á Akránesi í dag og þar munu skiptast á fimleikasýningar og kór- söngur. Er hér um að ræða fimleika- og kóramót Vesturlands, en að þessu móti standa Kennarafélag Vesturlands og Fimleika- samband íslands. Á mótinu koma fram 9 kórar og 8 fimleikaflokkar, alls rúm- lega 400 manns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.