Morgunblaðið - 24.04.1977, Side 9

Morgunblaðið - 24.04.1977, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24 APRlL 1977 41 sendu með hraði vopn, skotfæri og tæknibúnað. Þeir hafa jafnvel boðið okk- ur hernaðarléga ráðgjafa til að skipu- leggja varnir Kolwesi. Ég er þess full- viss, að með aðstoð þeirra verður hægt að tryggja varnir Kolwesi og að við get- um komizt í þá aðstöðu að hafa frum- kvæði á vígvellinum. [Valéry Giscard dEstaing Frakklandsforseti] sendi mér orð um að hann tæki persónulega á sig þá ábyrgð að breyta gegn vilja and- stæðinga sinna í þessu máli. Sendiherrar Belga og Frakka eru nýkomnir frá Kolwesi, en þangað fóru þeir til að hvetja landa sina til að standa með okkur. Bandaríkjamenn voru þvi miður þeir fyrstu sem runnu af hólmi þegar þeir kvöddu á brott menn, sem þar hafa unnið að framkvæmdum, án þess að ráð- færa sig við Belga eða Frakka. Það er bót í máli að stjórnirnar I Briissel og Parfs virðast gera sér grein fyrir hvað er í húfi fyrir hinn vestræna heim. — Marokkómenn segjast í þann mund að senda herlið til að aðstoða ykkur við að verja Shaba-héraðið. Búist þið við hjálp annars staðar að? — Já. — Hvaðan? — Egyptalandi. — Hversu marga hermenn ætla Egyptar og Marokkómenn að senda og hvenær er von á þeim? Hvor þjóð sendir eina hersveit [sam- ^íobutu forseti Zaire í viðtali við Arnaud de Borchgrave þýðir i raun að þeir viðurkenna að þeir eigi hlut að máli í Zaire. — Frétzt hefur að Nígerfumenn hafi hermenn f Angóla og sé hlutverk þeirra að aðstoða stjórn Marxista þar. Hvernig getur Nígeríustjórn þá verið hlutlaus sáttasemjari? — Samskipti okkar við Nígeríu eru með miklum ágætum og skuldbindingar þeirra við Angóla voru ekki forsenda fyrir þvi að hafna málamiðlun þeirra. Það kemur Nígeriustjórn að góðu gagni að vita frá fyrstu hendi hvað liggur að baki innrásinni. — Hver varð niðurstaða fundar ykkar Netos í Brazzaville á sfðasta ári? — Um grundvallaratriói var alls eng- inn ágreiningur, þ.e.a.s. að landssvæði annars mætti ekki nota til árásar á hinn. Einnig urðum við ásáttir um að skjóta öllum ágreiningsmálum okkar til hlut- lausrar nefndar. — Neto heldur þvf fram að þér hafið ekki efnt loforð um að leggja niður herstöðvar í Zaire, þaðan sem skæru- liðar gerðu árásir á stjórnarher hans. Hann segir Ifka að þér hafið aukið að- stoð við skæruliðahreyfingu, sem mágur yðar, Holden Roberto, veitir forstöðu, og er f jandsamleg stjórninni. — Allar Marxistastjórnir gera þvi skóna, að sé lygin endurtekin nógu oft verði henni að lokum trúað af hinum trúgjörnu. Ég á ekki nema eina systur og hún er gift höfuðsmanni í herlögreglu nóta þéirra frá Zaire. Sá eini, sem ég mundi taka alvarlega, er Antoine Gizenga, sem bjó í Moskvu í nokkur ár eftir uppgjöf andspyrnuhreyfingar hans í Stanleyville. Hann er hendbendi Moskvustjórnarinnar og er útskúfaður í Zaire... Moskvustjórn þolir ekki Zaire af þvf að við þorum að veita heimsvalda- stefnu hennar i Afríku mótþróa. — Hvert er álit yðar á heimsóknum Podgorny forseta Sovétrfkjanna og Fidel Castro til Afrfku? — Það er ofur eðlilegt að æðstu menn skuli fylgjast með hermönnum sínum á vígvellinum þegar þeir eru að fram- kvæma meiri háttar áætlun. — Hver er þessi meiriháttar áætlun að áliti yðar? — Að torvelda Vestur-Evrópu leiðina að forðabúri hráefna. Hvað okkur við- kemur eru þeir að reyna að mynda óvinaborg um Zaire. Við erum mestu framleiðendur demanta, sem notaðir eru i iðnaði, og kóbalts í veröldinni. Af hverju haldið þið að námaborgin Kolwesi sé takmarkið? Maður þarf ekki að vera mjög mikill sakleysingi til að gera sér það í hugarlund. — Teljið þér að innrásarmenn stefni að þvf að ná skjótum og afdráttarlausum árangri, eins og til dæmis yfirráðum f Kolwesi, eða eru þeir að undirbúa skæruhernað og taugastríð? — Frá einum njósnara okkar fyrir handan höfum við fengið skjöl, sem tals 1600—1800 hermenn], og fyrstu hóparnir koma i lok vikunnar. Við erum afar þakklátir fyrir þessa aðstoð og ég er þess fullviss, að fleiri koma frá öðrum þjóðum. Ég vildi bara að Bandaríkja- menn væru ekki svo ragir við að taka af skarið og skipa sér í þennan hóp. Hefðu þeir farið þannig að á árunum milli 1930 og 1940 í stað þess að einangra sig, hefði kannski verið hægt að koma i veg fyrir siðari heimsstyrjöldina. — Þið slituð stjórnmálasambandi við Kúbu í sfðustu viku og báruð sendi- mönnum þeirra á brýn undirróðurs- starfsemi. Hvað var það nánar tiltekið? — Maðurinn, sem við höfum lengi vitað að stæði fyrir njósnastarfsemi Kúbumanna hér — Fernández nokkur — ók að búgarði einum um 55 kílómetra frá Kinshasa, nam þar staðar og tók labb-rabbtæki úr farangursgeymslu bif- reiðarinnar. Hann talaði í tækjð á spönsku. Brátt komu til hans tveir Evrópumenn og þrír Afrikumenn,.sem gætu hugsanlega verið Kúbumenn þar sem þeir töluðu allir saman á spönsku. Það sem þeir vissu ekki var að sá sem ók bifreið Fernández og þeir töldu öfga- sinnaðan kommúnista og andstæðing stjórnarinnar, var í rauninni meðlimur í gagnnjósnadeild okkar. Líka höfðu þeir á launaskrá hjá sér fréttamann, sem starfar á hinni opinberu fréttastofu okkar. — Vance ráðherra sagði nýlega, að þróun f átt til stjórnmálalegrar lausnar á ástandinu sem orðið hefur vegna inn- rásarinnar f Zaire sé hagstæð og að óþarft kunni að vera að taka afstöðu til beiðni frá Zaire-stjórn um hernaðar- aðstoð. Hvað átti hann við? — Ætli hann hafi ekki viljað sigla á kyrru vatni þangað til hann færi til Moskvu. Það var enn einn fyrirsláttur- inn til að þurfa ekki að flýta afhendingu á 30 milljón dala hernaðaraðstoðinni, sem hefur verið samþykkt á Bandarikja- þingi. — Hvað varð úr viðleitni Nigeríu- stjórnar til að miðla málum milli Angóla og Zaire? — Hingað til hefur enginn árangur orðið, en Angólamenn samþykktu nýlega að Nigeríustjórn beitti sér í málinu, sem okkar. Ég á líka fjóra bræður. Kona Roberts er ekki einu sinni af sama ætt- flokki og ég, hvað þá að hún sé systir mín. Neto kom þessari sögu af stað og hún hefur náð tilgangi sínum. Hvað viðkemur herstöðvunum okkar megin landamæranna þá voru þar engir her- menn og eru ekki. — t grein eftir Neto í Afrique-Asie, sem birtist viku fyrir innrásina f Shaba- héraðið, sakar hann yður um að undir- búa eitthvað sem hann nefnir „Kóbra- aðgerðina" gegn Angóla. Er þetta sann- leikanum samkvæmt? — Þetta er hin venjulega aðferð Marxista — að saka aðra um það sem þeir eru sjálfir að undirbúa. Þetta var þeirra áætlun, ekki mín. — Hverjir standa á bak við Þjóð- frelsishreyfingu Kongó? — Vinstrisinnar hjá vestrænum fjöl- miðlum lepja upp allt sem orðað er við „frelsishreyfingar". í Briissel er fjölda- framleiðsla á yfirlýsingum einhverra dularfullra frelsishreyfinga, en þegar nánar er að gætt er þar um að ræða tilbúning vansælla vinstri stúdenta og sýna, að Kolwesi hafði forgang. Upp- reisnarmenn ætluðu síðan að lýsa því yfir að mynduð hefði verið byltingar- stjórn lýðræðissinna og fara síðan fram á aðstoð frá svokölluðum „framsæknu" þjóðum. Af þessu má sjá að það er meiri- háttar áfall að þeim skyldi mistakast að ná Kolwesi. — Gætuð þið mætt sókn skæruliða? — Okkur er ekkert að vanbúnaði að sækja fram eins og sakir standa nú og við ætlum að ráða niðurlögum skæru- liða. — Erlendar skuldir rfkis yðar nema nú um 3 milljörðum dala, jafnvel fyrir innrásina var útlitið allt annað en gott. Teljið þér að andstæðingarnir hafi valið þennan tíma fyrir innrásina með tilliti til þeirra erfiðleika? — Við vorum nýfarnir af stað með meiriháttar efnahagsáætlun og Kúbu- menn og Rússar vissu að ef árangurs hennar tæki að gæta misstu þeir dýr- mætt tækifæri. Þeir ákváðu að valda ókyrrð í landinu á tima sem var okkur sérstaklega óhagstæður. En þeir komast ekki upp með það. Því get ég lofað yður. AUGLÝStNGASÍMINN ER: 22480 ÞAKKW [Þakka vinum og vandamönnum hlýjar kveðjur, heillaóskir og gjafir í tilefni 80 ára afmælis míns. Árni Jónsson Heiðarseli. hjóibarðar Eigum á lager allar stærðir jeppa og fólksbifreiða hjólbarða. Sendum um land allt. Opið frá 8—19, laugardaga 8—16 Hjólbarðasólun Hafnarfjarðar H.f.f Trönuhrauni 2, sími 52222. Leyft Hagkaups- verð verð Saltkjöt ‘BB-9 kr. kg. 700 kr. kg. Súpukjöt T53. kr. kg. 650 kr. kg. Hrefnukjöt 300 kr. kg. Kaffi á gamla verðinu, verð pr. pk. 360

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.