Morgunblaðið - 14.05.1977, Síða 5

Morgunblaðið - 14.05.1977, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1977 Atli Eövaldsson Val og Þór Hreiðarsson Breiðablik, berjast um knöttinn. íþróttaþátturinn: Knattspyrna og frjálsíþróttir ÍÞRÓTTAÞÁTTUR í um- sjón Bjarna Felixsonar er að vanda á dagskrá sjón- varps í dag. Hefst fyrri hlutinn kl. 17 og verður þá sýnt frá einum 1. deildar leiknum í yfirstandandi íslandsmóti í knattspyrnu, og í hálfleik verður skotið inn knattspyrnufréttum. Síðari hlutinn, sem hefst kl. 19.00 verður helgaður unglingum. Sýnd verður um 30 mínútna mynd sem gerð hefur verið af frjáls- iþróttamóti skólabarna sem háð var í Laugardals- höll. Mótið var styrkt af Áfengisvarnarráði og eru einkennisorð þess „Bind- indi er bezt“. Sýndir verða kaflar frá langstökki, hástökki og 50 m sprett- hlaupi, en myndin var gerð í samráði við Frjálsíþrótta- samband íslands. Að þess- ari frjálsíþróttamynd lok- inni verður spjallað við fyrirliða íslenzka unglinga- landsliðsins í knattspyrnu, Guðmund Kjartansson, og þjálfara þess, Lárus Lofts- son, en liðið vann sér sem kunnugt er rétt til þátt- töku í úrslitum Evrópu- keppni unglingalandsliða sem fram fer í Belgíu í næstu viku. í íþróttaþættinum sem verður á mánudag verður lokið við að sýna frá para- keppni í heimsmeistara- mótinu í listhlaupum á skautum i Tókýo. Verða sýnd þau þrjú pör sem eru eftir, þ.e. verðlaunapörin. Verður þetta meginefni þáttarins, en auk þess verða sýndar stuttar svip- myndir af íþróttaviðburð- um, erlendum og innlend- um. 14. og síðasti Klukkan 21.20 í kvöld verður í sjónvarpinu sýndur síðasti þátturinn undir heitinu Úr einu í annað, en umsjónarmenn eru þau Berglind Ásgeirs- dóttir og Björn Vignir Sigurpálsson. Er þessi síð- asti þáttur sá fjórtándi í röðinni, og sá tíundi sem þau Björn Vignir og Berg- lind sjá um. í þættinum verður blandaó efni, sam- kvæmt venju, en þar má m.a. nefna viðtöl við fólk sem haft hefur umsjón með þáttum í útvarpi og sjónvarpi hér áður fyrr. Að öðru leyti verður efnið i anda annarra þátta. Magnús Ingimarsson mun annast tönlistina, og með honum koma fram atvinnu- menn og leikmenn, sem einleikarar og söngvarar. Loks verður leynigestur, en að þessu sinni verður það söngvari. listasp rang Ejttr Arna Johnsen Vorhátíð Þjóðdansafélagsins: Kríkaþeysingur úr þjóðsporum Austur-Evrópskir dansar skara oft hressilega i kolunum. Hönd í hönd með knallandi trukki. Vorsýning Þjóödansafélags Reykjavíkur verður 1 Laugar- dalshöllinni n.k. sunnudag kl. 15, en alls taka um 160 dansar- ar þátt í sýningunni. Dansaðir verða þjóðdansar frá 20 þjóð- löndum og má þar m.a. nefna dansa frá italfu, Rússlandi, Perú, Þýzkalandi og islandi. Svavar Guðmundsson stjórn- ar sýningunni sem tekur um tvær klukkustundir, en Svavar er einnig aðalkennari. Kennari barna er Kolfinna Sigurvins- dóttir en einnig hafa Helga Þórarinsdóttir, Jette Jakobs- dóttir, Hrafnhildur Georgsdótt- ir, Hrund Hjaltadóttir og Stein- unn Ingimundardóttir, séð um kennslu á islenzku dönsunum og kennslu dansa sem ungling- ar dansa. Starf Þjóðdansafélagsins byggist á áhugafólki og styrktarfélögum, en feikn mikið starf liggur ávallt að baki öllum sýningum félagsins. Allir búningar sem eru not- aðir hverju sinni eru meira og „Og sfðpilsin sviptust og ... minna gerðir af félögunum sjálfum og í þeim efnum eru ófá handverkin. Eftir sýningar á erlendum þjóðdönsum undan- farin ár á félagið orðið gott safn af búningum frá ýmsum lönd- um og þegar nýjir dansar frá nýjum löndum eru teknir til æfinga þá er tekið jafnharðan til við saumaskapinn og fóta- menntina, þvi illmögulegt er að dansa þjóðdansa af fullri alvöru án tilheyrandi búninga. í Laugardalshöllinni um helgina er gestum boðið að ferðast með félögum Þjóð- dansafélagsins frá landi til lands í sporum dansins. 5 ALLT MEÐ EIMSKIP Á NÆSTUNNI FERMA SKIP V0R TIL ÍSLANDS SEM HÉR SEGIR: Úðafoss 23. mai Skeiðsfoss 30. maí ROTTERDAM: Reykjafoss 1 8. maí TO Úðafoss 24. maí fjfjn Skeiðsfoss 31. mai SJ FELIXSTOWE: fell Mánafoss 1 7. mai Dettifoss 24 mai j[j| 31. mai irpj Mánafoss Dettifoss 7. júni Sl] Mánafoss 1 4. júni TOÍ HAMBORG: 1 Hofsjökull 17 mai \m Mánafoss 1 9. mai yj Dettifoss 26. mai M Mánafoss 2 júní |[^n Dettifoss 9. júni rý=LI Mánafoss 1 6. júni LJJ PORTSMOUTH : Bakkafoss 1 8. mai [Ifjn Selfoss 26. maí Brúarfoss 2. júní y Bakkafoss 6. júní IJjr Goðafoss 1 6. júní [rp KAUPMANNAHÖFN: S. Múlafoss 1 7. mai lil írafoss 24. mai [p’ Múlafoss 31. mai Ijp, írafoss 7. júní a Múlafoss 14. júni mr GAUTABORG: K MúlafoSs 18. mai & írafoss 25. mai Múlafoss 1. júni jlj írafoss 8. júní [J7 Múlafoss 4 r • • • lJ 1 o. jum npl | 'i| nLLomuDunu: Tungufoss 23. mai g KRiSTIANSAND: Jjs Tungufoss 24. mai Mí STAVANGER: pli Tungufoss 25 mai fe] GDYNIA / GDANSK: Grundarfoss 1 7. maí ROSTOCK: Fjallfoss 3. júní VALKOM: pjj Fjallfoss 31.maí E VENTSPILS: Fjallfoss 1. júní WESTON POINT: Kljáfoss 23. mai i^ij Kljáfoss 7. júni IW, Reglubundnar ferðir hálfsmánaðarlega | frá STAVANGER, KRiSTIANSAND 0G HELSINGB0RG ALLT MEÐ QQ2323HII ■.TinL-iienasnaienaffii 1 I i I I I I I i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.