Morgunblaðið - 14.05.1977, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1977
11
BUDAPE5T, 1946 ÉVI JÚNIUS Hð 3-ÁN
MAÖYAH XEMZETI BANK
'W*gltA^ 6UNÖK
pÖTamACSOS
rzéf)tOA.
trjáplöntur
í pottum
tilbúnar til
gróöursetningar.
blómouQl
Groöurhusið v/Sigtun simi 367'C
Vormót Fáks
verður haldið að Viðivöllum sunnudaginn 15.
maí 1977 og hefst kl. 14 með úrslitum í
keppnisgreinum íþróttadeildarinnar tölti, fjór-
gangi og fimmbangi.
Kappreiðar
hefjast kl. 15.
Keppt verður í eftirtöldum greinum:
250 m. skeiði, 250 m. unghrossahlaupi, hindr-
unarstökki, 350 m. stökki, 800 m. stökki og
1 500 m. brokki. Úrslit.
Gæðingaskeið afarspennandi keppni verða
mörg met slegin. Vatnsveituvegur verður lok-
aður á meðan á mótinu stendur. Hesthúsin
verða lokuð frá kl. 13 —17.
Hlýðniskeppni kl. 10.30
Hestamannafélagið Fákur.
Kristján Þórhallsson, B jörk, Mývatnssveit:
Kirkjuhátíð í Siglufirði
Dagana 14.—16. maí verður
haldin í Siglufirði kirkjuhátið
og er tilefnið fjörutiu og fimm
ára afmæli kirkjunnar og lokið
er gagngerum endurbótum á
henni, m.a. settir í hana nýir,
steindir gluggar. Sóknarnefnd-
in hefur að mestu séð um þessa
endurnýjun á kirkjubygging-
unni og mörg félög og fyrirtæki
hafa lagt sitt af mörkum. í sam-
ráði við Systrafélag kirkjunnar,
kirkjukórinn og fleiri kirkjufé-
lög hefur sóknarnefndin ákveð-
ið að efna til fyrrgreindrar
hátiðar og verður fimm fyrrver-
andi sóknarprestum boðið að
koma, en þeir eru: Sr. Óskar J.
Þorláksson, sr. Ragnar Fjalar
Lárusson, sr. Kristján Róberts-
son, sr. Rögnvaldur Finnboga-
son og sr. Birgir Ásgeirsson.
Munu þeir taka þátt i hátiðar-
guðsþjónustu dagsins og
kirkjukvöldi og rifja upp lif og
starf í Siglufirði, en samanlagt
hafa þeir þjónað þar í um 40 ár.
Steindir gluggar hafa verið
settir í Siglufjarðarkirkju.
Fyrirléstur
um Lindbergh
Á sunnudag kl. 15 gengst Flug-
málafélag tslands fyrir fyrirlestri
um Charles Lindbergh og verður
hann haldinn að Hótel Loftleið-
um. Það er John Grierson, sem
ræðir um Lindbergh, en 20.—21.
maf eru liin 50 ár frá þvi hann
fiaug einn síns liðs i Ryan Mono-
planc, einshreyfils flugvél, frá
New York til Parísar i einum
áfanga. Fy'rirlestur þennan á
Grierson að halda í Smithsonian
Institute i Washington og er hann
e.k. „generalprufa" hér á sunnu-
dag segir í frétt frá Flugmálaféi-
aginu. Fylgja honum skugga-
myndir og stutt kvikmynd.
Grierson kynntist Charles Lind-
bergh hérlendis í ágúst 1933 er
hann var hér á ferð ásamt konu
sinni, og hlekktist Grierson á í
flugtaki á ytri höfninni. Laskaðist
flugvélin svo að hætta varð við
fyrirhugað flug og varð Lind-
Athugasemdir við grein
Guðjóns Petersens
Jarðvisindamenn telja, að nátt-
úruhamförunum á Leirhnjúks- og
Kröflusvæðinu, sem hófust með
eldgosinu i Leirhnjúk 20. des.
1975, svipi til þess sem gerðist í
Mývatnseldum. Þá var mesta
gosið og það sem mestum skaða
olli í Leirhnjúk. Þó hinn umtalaði
varnargarður nr. 7 hefði þá verið
til staðar, hefði hann ekkert gagn
gert, engu bjargað. Reynist það
rétt til getið, að atburðarásin
verði eitthvað i likingu við það,
sem hún var í Mývatnseldum, þá
er varnargarður nr. 7 óumdeilan-
lega ekki á réttum stað.
Eðlilegra hefði verið að reyna
að veita hugsanlegu hraunrennsli
frá Leirhnjúk viðnám fjær byggð-
inni og freista þess þar að koma í
veg fyrir, að hraun frá Leirhnjúk
komist til byggðarinnar i
Mývatnssveit. í Mývatnseldum
gaus á fleiri stöðum i nágrenni
við Bjarnarflag, en það voru ekki
stór gos og mætti trúlega með
þeirri tækni, sem nútiminn hefur
yfir að ráða hafa áhrif á hraun-
rennsli frá viðlíka gosum eftir að
gos væri hafið.
30. april sl. birtist grein i
Morgunblaðinu eftir fulltrúa Al-
mannavarnaráðs um hraunvarnir
á íslandi. Margt er þar vel sagt og
réttilega, en annað er þar öllu
hæpnara og sumt er hálf-
sannléikur eða jafnvel þaðan af
verra. Meðal annars segir þar:
„Svæði það, sem hugsanlegu
hraunrennsli yrði veitt á með
garði nr. 7, er gamalt gróðurlítið
hraun og getur tekið við miklu
magni áður en mannlegum verð-
mætum á öðrum svæðum yrði
ógnað.“ Rétt er að upplýsa að, á
þessu svæði er um 10 ha. tún, er
það ekki verðmæti? Eða þekkti
fulltrúinn ekki nógu vel til
þarna? En sleppum því og
hugsum heldur að því, sem þeir
hjá Raunvisindastofnun Háskól-
ans segja um þetta sama svæði:
„Varnir gegn hraunrennsli vegna
hugsanlegra eldsumbrota á Mý-
vatnssvæðinu I febrúar 1976."
„Til greina gæti komið að rjúfa
skarð i Austurlandsveg nokkurn
spöl vestan við jarðbaðshóla og
beina hraunrennsli til suðurs i
lægðina austan Grjótagjár. Þetta
mundi þó vart vera ómaksins
vert, þar sem ekki væri unnt að
koma þar fyrir nema litlu hraun-
magni.“ Að þessu áliti stóðu
Eysteinn Tryggvason, Sigurður
Steinþórsson, Sigurður Þórarins-
sn og Þorleifur Einarsson. Ekki
kemur nú þetta alveg heim og
saman við það sem fulltrúi
Almannavarnaráðs heldur fram.
Ljóst er af því sem þegar hefur
komið fram, að ekki hefur verið
kynnt svo sem vera bar að hverju
væri stefnt með gerð vernargarðs
nr. 7 og hvaða afleiðingar gætu af
honum stafað. Nú liggur fyrir að
honum er ætlað að stuðla að
hraunveitu. Fram hefur komið,
að þegar Náttúruverndarráð
veitti leyfi fyrir gerð þessa
varnargarðs nr. 7 vissi fram-
kvæmdastjóri ráðsins ekki að
Grjótagjá var með þvi stefnt i
hættu. Vitanlega átti að hafa sam-
ráð við eigendur þeirra jaróa, sem
varnargarður nr. 7 kemur sérstak-
John Grieson
bergh honum hjálplegur og þeir
bundust sterkum vináttuböndum.
Greirson hefur skrifað margar
bækur um flugmál, einkanlega
um flug á norðurslóðum.
lega til með að hafa áhrif á til
góðs eða ills.
Undir það skal tekið með
fulltrúa almannavarnaráðs, að
það er tímabært að Islendingar
hristi af sér slenið og hefjist
handa um varnir gegn náttúru-
hamförum, hvar þvi verður við
komið.
Hundrað milljóna billjóna pengö seðill frá Ungverjalandi. Gefinn út f júní 1946. Hæsti seðill sem
gefinn hefir verið út. Stærð seðilsins f millimetrum er 79x160. Fyrir þá sem eru stærðfræðingar má
geta þess að verðgildi seðilsins hér á myndinni er 10 í tuttugasta veldi.
Óðaverdbólguseðlar
H ér i þættinum hefir áður
verið sagt frá hvernig verð-
bólgan í Þýzkalandi, árið
1923 lék hinn ástsæla og
mikla söngvara Pétur Á.
Jónsson. Ef menn halda að
verðbólgan þarna hafi verið
hin mesta allra tíma, er um
misskilning að ræða.
Verðbólgan í Ungverjalandi
árið 1946 var miklu stórkost-
legri. Verðhrunið varð svo
mikið og snöggt að þess eru
fá dæmi. Ungverskur maður
hefir sagt mér frá þvi atviki
er varð einu sinni i þessarri
óðaverðbólgu. Móðir hans
fór á markaðinn til að kaupa
egg. Meðan hún gekk eftir
markaðsgötunni til eggja-
salans þrefaldaðist verðið á
eggjunum. Svo erum við að
tala um að nú sé timi til
kominn að endurskipuleggja
krónukerfið okkar útaf verð-
bólgu og taka upp nýja
mynt!;; Ætli það megi ekki
bíða nokkur ár enn. Það eru
nú ekki nema rúm tvö ár
siðan 2 núll voru tekin aftan
af myntinni er aurarnir voru
aflagðir. Með 30—50% verð-
bólgu á ári og lélegri stjórn
efnahagsmála er rétt að
doka aðeins við. Gá að því
hvort ekki fást hæfari menn
til að stöðva verðbólgu-
hjólið. Þegar það hefir tekizt
og ekki fyrr, er hægt að
hugsa sér að taka upp nýja
krónu. En þetta var útúrdúr
og snúum okkur aftur il
Ungverjalands.
Ungverjar voru með Þjóð-
verjum i stríðinu og
peningamagn í umferð jókst
á árunum 1937 til 1944 úr ‘A
milljarði í 20 milljarða
pengö, en það var heiti
myntarinnar þar þá. Að
stríðinu loknu setti seðla-
bankinn þeirra prent-
vélarnar heldur betur f gang
til að greiða fyrir upp-
byggingunni eftir stríðið, en
hallinn á ríkisfjárlögunum
og vöruskortur sprengdu
Mynt
eftir RAGNAR
BORG
verðlag upp úr öllu valdi.
Um vorið 1946 voru prent-
aðir seðlar að verðgildi 1
milljón pengö. Tveim mán-
uðum síðar var komið með
seðla upp á 1 milljarð.
Tveim mánuðum seinna
fóru menn svo að reikna í
mil—pengö þ.e.a.s. milljón-
um pengö. Um sumarið fóru
menn að reikna í B-pengö
þ.e. billjónum pengö. Hæsti
seðillinn sem prentaður var
hljóðaði upp á 100 milljónir
billjóna pengö (100 milljón
B pengö). Það hafðist ekki
af á þeim tíma í verð-
bólgunni að prenta seðla
sem aðeins hljóöu upp á 1
milljarð B—pengö.
Hinn 29. júlí 1946 urðu svo
skipti á mynt. Forintan var
tekin i notkun. Hún sam-
svaraði 4 kvadrilljónum (24
núll) af hinu gamla pengö.
Og svo eru menn að tala um
að það þurfi að fara að hugsa
um að skipta hér um mynt.
Krónan sé að verða verðlaus.
Eins og ofangreint dæmi
sýnir er langt i land enn með
að hún sé að verða verðlaus.
Biðum i 10 ár enn, að
minnsta kosti.!!!