Morgunblaðið - 14.05.1977, Síða 32
AKÍLVSINÍ.ASIMINN KK:
22480
JMtrgimMttbft
(iLYSINíiASÍMINN ER:
22480
Plorflwblntiili
LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1977
Á HÖFRUNGS III., aflahæsta bátsins á netavertíðinni, en Höfrungur er gerður út
frá Þorlákshöfn. Frá vinstri: Ómar Gunnarsson, Þorvaldur Eiríksson, 2. stýrim.,
Hörður Magnússon, Ólafur H. Ólafsson, Sigvaldi Karlsson, Gunnlaugur Vern-
harðsson, Niels Kristjánsson, Sigurður Ólafsson, 2. vélstj., Guðmundur Jónasson,
1. vélstj., Ragnar N. Björnsson, matsveinn, og fremst er Þorleifur Þorleifsson
skipstjóri og hjá honum börn hans, Sólveig, Sigurður og Ólafur. Sjá nánar á bls. 2.
Ljósm. Mbl. RAX.
Kjaradómur synj-
aði kröfum BHM
BHMtelur dóminn ólögmœtan
DÓMUR var kveðinn upp í gær i
Kjaradómi í máli Bandalags
háskólamanna gegn fjármálaráð-
herra um endurskoðun á aðal-
kjarasamningi þessara aðila.
Kröfum BHM var hafnað af
meirihluta dómsins, en sér-
atkvæði skilaði forseti dómsins,
Guðmundur Skaftason, sem skip-
aður er af Hæstarétti og dómandi
sá er skipaður er af BHM. Banda-
lagið telur dóminn ólögmætan og
mun leita til bæjarþings Reykja-
víkur um ógildingu hans, að þvf
er segir f fréttatilkynningu frá
BHM.
Launakrafa BHM hljóðaði upp
á um 30% hækkun launa og sú
krafa m.a. rökstudd með því að
verulega hefði dregið sundur í
launum með háskólamönnum og
Framhald á bls. 18
Lekinn íFlugleiðavélinni:
Mistök hjá send-
anda og hleðslu-
mönnum á flugvelli
— segir lof tf erdaef tirlitid hér
„RANNSÓKN okkar hefur leitt
ótvfrætt f ljós, að þýzka fyrirtæk-
ið, sem sendi vöruna frá sér, hef-
ur ekki farið eftir reglum um
umbúnað og frágang vörunnar og
að hleðslumenn á Kaupmanna-
Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra:
„Áform um að skyldalönd-
un á öllum veiddum afla”
Unnið er að breytingu reglugerðar um lágmarksstœrðir legfilegs afla
„ÞAÐ ERU uppi áform um að
breyta reglugerð um lágmarks-
stærðir leyfilegs afla og í því sam-
bandi er það sjónarmið mjög of-
arlega að skylda' menn til þess að
koma með allan veiddan afla f
land“, sagði Matthías Bjarnason
Bankarn-
ir fóru yf-
ir strikið
„ÉG HELD ég verði að segja út-
komuna eftir atvikum sæmilega,"
sagði Jóhannes Nordal seðla-
bankastjóri, er Mbl. innti hann í
gær eftir útkomunni á samantekt
um útlán bankanna fyrstu fjóra
mánuði ársins.
„Útlánin urðu að vísu meiri en
útlánsmarkið var fyrir þetta tíma-
bil,“ sagði Jóhannes. En hann
kvaðst telja, að það mætti rétta
hlutina af með auknu aðhaldi það
sem eftir væri ársins.
Útlánamarkið, sem bankarnir
höfðu Sett sér fyrstu fjóra mánuð-
ina, var 6—7% útlánaaukning.
sjávarútvegsráðherra í samtali
við Morgunblaðið f gær þegar
hann var inntur eftir þvf hvort
vænta mætti nýrra reglna í þess-
um efnum.
„bað verður tekin ákvörðun
fljótlega í þessum efnum“, sagði
ráðherra. Á sínum tíma voru sett-
ar reglur til bráðabirgða um það
að allt að 10% afla mætti vera
undirmálsfiskur, en miðað var við
að þær reglur giltu þangað til
reglur um 155 mm möskvastærð
gengju í gildi. Undirmálsveiðin i
heild er minni nú en til skamms
tíma og hefur minnkað mikið þeg-
ar Bretar hættu veiðum við land-
ið. Síðan hafa varðskipin einnig
getað sinnt eftirliti mun meira og
það hefur verið stór féngur að fá
þessa eftirlitsmenn á togarana.
Það er reynt að láta þetta þróast í
rétta átt og eitt er sem sagt hug-
myndin um að láta landa öllum
veiddum afla, en ólöglegur afh
yrði þá að sjálfsögðu gerður upp-
tækur“.
hafnarflugvelli hafa ekki skýrt
flugstjóra Flugleiðavélarinnar
frá þessum varningi, eins og þeim
bar skylda til,“ sagði Skúli Jón
Sigurðsson, deildarstjóri hjá loft-
ferðaeftirlitinu, er Mbl. spurði
hann f gær um rannsóknina á
orsökum þess, að eldfimt leysi-
efni lak út f Flugleiðavél á leið
frá Kaupmannahöfn til Kefla-
vfkur og skapaði hættuástand f
flugvélinni.
Þarna var um að ræða efnið
Etyl acetat, sem er eldfimt leysi-
efni og hefur uppgufun frá því
áhrif á miðtaugakerfið. í flugvél-
inni urðu menn varir við leka úr
einum brúsa, en þeir voru alls
átta talsins, en starfsmenn vöru-
geymslu Flugleiða bera, að þegar
brúsarnir hafi komið þangað, hafi
þeir orðið varir við meiri leka og
Framhald á bls. 18
Markverður árangur í líf-
eyris- og dagvistunarmálum
ARANGUR varð í tveimur
atriðum kjarasamninganna, sem
verið er að gera, á Loftleiða-
hótelinu f gær. Samkomulag hef-
ur orðið um yfirlýsingu Alþýðu-
sambandsins og vinnuveitenda
um lffeyrismál, sem einn
samningarnefndarmanna úr hópi
vinnuveitenda taldi mjög merkan
og mikilvægan áfanga, þar sem
þar væru bætt kjör þeirra, sem
byggju við þau kröppust — gamla
fólksins. Fyrir liggja og drög að
yfirlýsingu frá rfkisstjórninni
um þetta mál. Þá má segja að
samkomulag hafi og tekizt f
dagvistunarmálum og hefur
starfshópur sá, sem að þeim hef-
ur unnið, átt fund með mennta-
málaráðherra, þau hafa verið lögð
fyrir rfkisstjórnina og fengið já-
kvæðar undirtektir.
Lífeyrismálin hafa snúizt um að
framlengja það bráðabirgðasam-
komulag, sem gert var í fyrra um
aðgerðir til þess að verðtryggja
Framhald á bls. 18
Mál læknis til
rannsóknar
SAKADÓMI Reykjavíkur barst
nýverið kæra á hendur lækni í
borginni fyrir að hafa tekið
greiðslu frá almannatryggingum
fyrir iæknisaðgerðir, sem aldrei
voru framkvæmdar. Kærandinn
var Tryggingastofnun rikisins.
Þar sem yfirheyra þurfti marga
aðila í umdæmi sýslumannsins í
Hafnarfirði, var málið sent þang-
að til rannsóknar.
Hundruðum tonna af
smáfiski hent í sióinn
— segja þrír sjómenn —- Utgerðaraðilar mótmœla harðlega
MORGUNBLAÐIÐ hefur rætt við þrjá sjómenn um ákveðnar veiðiferðir sem þeir fóru með þremur
togurum um sfðustu áramót þegar aflahrotan mikla var á Vestfjarðamiðum og nær allur fslenzki
togaraflotinn stundaði veiðar þar. í viðtölum kemur fram að hundruðum tonna af smáfiski hefur verið
hent f sjóinn á þessu tfmabili og einnig kemur fram að brögð eru að þvf að ekki sé farið að lögum
varðandi gerð poka f veiðarfærum togaranna. Þegar eftirlitsmenn fóru á miðin f lok aflahrotunnar f
janúar kom f Ijós að allt að 70% aflans var smáfiskur og var miðunum þá lokað strax. Sjómennirnir
þrfr sem Morgunblaðið ræddi við stunda allir nám f Stýrimannaskólanum f Vestmannaeyjum, en þeir
eru Ingþór Indriðason frá Seyðisfirði, sem fjallar um veiðiferð með Ingólfi Arnarsyni, Óiafur
Ólafsson frá Akureyri, sem fjallar um veiðiferð með Harðbak og Guðmann Magnússon frá Þórshöfn
sem segir frá veiðiferðum með Snorra Sturlusyni og Vigra.
Morgunblaðið hafði tal af smáfiskahlutfall og veiðarfæra-
Gísla Jóni Hermannssyni, for- búnað skipa þeirra. Kvaðst
stjóra Ögurvíkur fi.f, sem gerir hann ekki vita annað en að
út Vigra og spurði hann um þeirra skip hefðu ávallt verið
með lögleg veiðarfæri, enda
hefðu mælingamenn í eftirliti
aldrei fundið að veiðarfærum
skipsins. Kvaðst hann telja það
algjöran róg að Vigri hefði ver-
ið með ólögleg veiðarfæri, eins
og sagt er i viðtalinu hér á eftir.
Um smáfiskinn á Vestfjarða-
miðum sagði hann að þarna
væri enn sams konar smáfiskur
og var þar 1951 þegar hann
hefði byrjað veiðar þar.
Vilhelm Þorsteinsson hjá Út-
gerðarfélagi Akureyrar sagði i
samtali við Morgunblaðið i gær-
kvöldi að í umræddum túr með
Harðbak hefði skipið landað
324 tonnum eftir 10 daga túr og
Framhald á bls. 18