Morgunblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 14
11 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2, JÚNÍ 1977 LOKAÐ ALLTARIÐ LOKAÐ ALLT ARIÍ ö , <39m1.júní- <26m allt órið <39m allt óriá <39m allt óriá LOKAÐ ALLT ARIÐ >39m l.mai - 31.jan.(C2) <39m 1. mai-1. mars(C^ 39m lSiSept.-Sl.jan.^O) <39m allt áriA fC6 m 1.ág.-31.des.(D4) 39m allt áriá(52) < minna e >stærra Xflf' (E2)>39m1. náv.-31.des J9m ló.mai ~31.des. (Dó) ^ 26 m allt áriá BANN VIÐbOTN-OG FLOTVÖRPU IBANN VIÐ ÖLLUM VEIÐUM V '77 Á kortinu er sýnt hvernig ber að haga veiðum innan fiskveiðilandhelginnar á hinum ýmsu fiskislóðum umhverfis landið. Akvædi um togveidiheimildir íslenzkra skipa innan fiskveidilandhelginnar stadfest SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur nú staðfest nokkur ákvæði bráðabirgðalaga nr. 90 frá í fyrra, er varða togveiðiheimiidir íslenzkra skipa, ennfremur hafa verið gerðar breytingar á lögum 81/1976, bæði varðandi togveiðiheimildir og skyndilokanir. Hér á eftir verður gerð grein fyrir þessum atriðum. 1. Staðfest voru eftirfarandi ákvæði bráðabirgðalaganna: a) Fyrir Austurlandi, Heimilt er skipum, 39 metrar að lengd eða minni að veiða allt árið með botn- og flotvörpu utan línu, sem dregin er 6 sjómílur frá viðmiðunarlínu frá linu réttvisandi norðaustur frá Langanesi að línu rétlvísandi austur frá Glettinganesi. b) Fyrir Suðausturlandi. Heimilt er öllum skipum að veiða tímabilið 1. maí til 31. desember, með botn- og flot- vörpu utan línu, sem dregin er 4 sjómílur utan við við- miðunarlínu frá línu réttvís- andi austur úr Hvítingum að línu réttvísandi suður úr Hvalsnesi. lægð réttvísandi vestur frá Bjargtöngum, er heimilt að veiða með botn- og flotvörpu allt árið. 2. Eftirfarandi breytingar voru gerðar á ákvæðum laganna um togveiðiheimildir: a) Fyrir Suðausturlandi. Frá línu réttvísandi austur frá Hvítíngum að 18°00’0 V er skipum, sem eru 39 metrar að lengd eða minni, heimilt að veiða 1. maí til 1. mars með botn- og flotvörpu utan linu, sem dregin er í 4ra sjómílua fjarlægð frá fjörumarki meginlandsins. Togveiðar verði þó ekki heimilar á svæði milli línu, sem dregin er rétt- vísandi suður frá Stokksnesi og að 15°45’ V, innan 6 sjó- mílna frá landi, á timabilinu frá 1. mai til 1. október. b) Fyrir Suðurlandi. Utan línu, sem dregin er úr punkti í 12 sjómíina fjarlægð réttvís- andi suður frá Lundadrang í punkt 63°08’0 N, 19°57'0 V og þaðan í 4ra sjómílna fjarlægð réttvísandi suður frá Surtsey, er heimilt að veiða allt árið með botnvörpu og flotvörpu. c) Á Reykjanesi og Faxa- flóasvæði. Utan línu, sem dreg- in er 5 sjómilur utan við Geir- fugladragn úr punkti í 5 sjó- mílna fjarlægð réttvisandi suður frá Geirfugladrang i punkt 64°43’7 N og 24°12’0 V, er heimilt að veiða allt árið með botn- og flotvörpu. Frá línu réttvísandi suðvestur frá Reykjanesaukavita að linu réttvísandi vestur frá Malar- rifi er skipum, sem eru 39 metrar að lengd eða minni, heimilt að veiða allt árið með botn- og flotvörpu utan línu, sem dregin er 4 sjómilur utan við viðmiðunarlínu. d) Utan Breiðafjarðar. Utan linu, sem dregin er frá punkti 64°43’7 N og 24°12'0 V í punkt 64°43’7 N og 24°26’0 V og það- an í punkt í 12 sjómílna fjar- Utan línu, sem dregin er 4 sjómílur utan viðmiðunarlínu, frá línu réttvísandi vestur frá Malarrifi að línu réttvísandi vestur frá Skálasnaga og þaðan í punkt í 4 sjómílna fjar- lægð réttví.sandi vestur frá Bjargtöngum er skipum 39 metrar að lengd og minni heimilt að veiða með botn- vörpu og flotvörpu timabilið 1 júni til 31. desember. Á tíma- bilinu 1. júni til 31. desember er skipum, sem eru 26 metrar að lengd eða minni, heimilt að veiða með botn- og flotvörpu utan línu, sem dregin er í 4ra sjómílna fjarlægð frá viðmiðunarlínu á Snæfells- nesi, norðan við línu réttvís- andi vestur frá Malarrifi og utan við viðmiðunarlínu milli Öndverðarnesvita og Skorarvita. Að norðan tak- markast svæði þetta af 65°16’0 N. Á timabilinu 1. janúar til 31. mai er skipum, sem eru 26 metrar að lengd eð minni heimilt að veiða með botn- vörpu- og flotvörpu utan línu, sem dregin er 4 sjómilur utan við viðmiðunarlinu, frá línu réttvísandi vestur frá Malar- rifi að linu réttvisandi vestu frá Skálasnaga og þaðan i punkt í 4ra sjómílna fjarlægð réttvísandi vestur frá Bjargar- töngum. 3) Ákvæðum 8. gr. laganna um skyndilokanir og eftiriit með veiðum hefur verið breytt bæði varðandi gildistíma lokunar og framkvæmd og hljóðar ákvæðið nú þannig í heild eftir breyting- una: Stefnt skal að þvi, að auka eftir- lits Landhelgisgæzlunnar skuli sérstök eftirlitsskip, sem gerð verði út af Hafrannsóknastofnun- inni, fylgjast með fiskveiðum í fiskveiðilandhelginni í þvi skyni að koma í veg fyrir óhóflegt smá- fiskadráp eða aðrar skaðlegar veióar. Skipstjóri hvers eftirlits- skips skal vera sérstakur trún- aðarmaður sjávarútvegsráðherra og skal ráðinn af honum í samráði við Hafrannsóknastofnunina. Skipstjórar þessir hafi reynslu af fiskveiðum, þ. á m. togveiðum. Ráðherra getur sett sérstaka trúnaðarmenn um borð í veiði- skip, eftir því sem þurfa þvkir, og er skipstjórum veiðiskipa skylt að veita eftirlitsmönnum þessum þá aðstoð og aðstöðu um borð i skip- um sínum, sem nánar er ákveðið i erindisbréfum útgefnum af ráðu- neytinu, til handa eftirlitsmönn- um þessum. Hvenær sem skipstjórar eftir- litsskipa, leiðangursstjórar rann- sóknaskipa Hafrannsókna- stofnunarinnar eða sérstakir trúnaðarmenn, sbr. 2. mgr., verða varir við verulegt magn af smá- fiski eða smáhumar í afla, eða þá friðaðar fisktegundir, skulu þeir þegar tilkynna það Hafrann- sóknastofnuninni eða einhverjum af tilteknum fiskifræðingum, sem tilnefndir verða sérstaklega af forstjóra i þessu skyni. • Hafrannsóknastofnunin getur að fengnum slíkum tilkynningum bannað tilteknar veiðar á ákveðn- um svæðum allt að 7 sólarhring- um. Slikar skyndilokanir taka gildi um leið og þær eru tilkynnt- ar i útvarpi eða i fjarskiptatæki af viðkomandi skipstjórum eftirlits- skipa, leiðangursstjórum, eða trúnaðarmönnum ráðherra. Landhelgisgæslunni skal til- kynnt um skyndilokanir skv. 4 mgr. þegar er þær hafa verið ákveðnar, og einnig skal sjávar- útvegsráðuneytinu þá tilkynnt um slíkar skyndilokanir og for- sendur þeirra. Ráðuneytið ákveður þá í samráði við Hafrann- sóknastofnunina innan 7 sólar- hringa hvort og þá hvaða ráðstaf- anir eru nauðsynlegar til verndunar ungfisks eða friðaðra tegunda á viðkomandi svæði. Hjálagt er kort af gildandi tog- veiðiheimildum og friðunar- svæðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.