Morgunblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JUNl 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjórn og afgreiSsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. ASalstræti 6. sfmi 10100. ASalstræti 6. simi 22480 Áskriftargjald 1300.00 kr. á mánuSi innanlands. í lausasölu 70.00 kr. eintakiS. r Oþolinmæði með seinagang í kjarasamningum Vaxandi óþolinmæði gætir nú meðal almennings vegna seinagangs í samningaviðræðum : Loftleiðahótelinu. Það eru fyrst og fremst sérkröfur þeirra verkalýðsfélaga, sem reynt hafa að brjótast út úr launajöfnunarramma ASÍ-þings, sem þessum töfum valda í raun hefur lítið verið rætt um annað en sérkröfur nú í nokkrar vikur og segir það sína sögu. Morgunblaðið vakti athygli á því, þegar sérkröfurnar voru fram komnar, að útreikningar, sem gerðir hefðu verið, sýndu, að með sérkröfum iðnaðarmannafélaganna og að nokkru leyti Verkamannasam- bands íslands væri gengið þvert á launajöfnunarstefnu þá, sem mörkuð var á Alþýðusambandsþingi og ítrekuð á ráðstefnu Alþýðusambandsins í vetur. í upphaflegum tillögum Vinnuveitendasambands íslands var gert ráð fyrir að afgreiða sérkröfur með 1 prósentustigi, en síðan lagði sáttanefndin til, að samið yrði um 2'/2 prósentustig Eftir allmiklar umræður braut Verkamannasambandið ísinn og sam- þykkti aðferðina og prósentutöluna. Þegar þetta er ritað er gert ráð fyrir, að samþykki iðnverkafólks og verzlunarmanna sé skammt undan, en hins vegar hefur gætt meiri stífni hjá iðnaðarmannafélögunum, enda var það bersýnilega hugmynd þeirra að ná fram kjarabóturn umfram aðra í formi sérkrafna. Það er auðvitað óþolandi með öllu, að óvissa ríki í kjaramálum og á vinnumarkaðnum vikum saman af þessum sökum. Allir þeir, sem stóðu að samþykkt þings Alþýðusambands íslands um stefnuna í kjaramálum, eru siðferðilega skuldbundnir til aðstanda við þá stefnumörkun, jafnvel þótt þeir hafi síðar komizt að þeirri niðurstöðu, að þeirri stefnumótun hafi í ýmsu verið ábótavant. í allan vetur hafa verið vaktar upp vonir hjá láglaunafólki og lífeyrisþegum um, að hlutur þeirra yrði réttur í þessum kjarasamn- ingum, og það er auðvitað ekki hægt að þola það, að þær vonir, sem þannig hafa verið vaktar, ekki sízt fyrir tilstuðlan forystu- manna verkalýðshreyfingarinnar, verði að engu gerðar í þe’im kjarasamningum, sem nú standa yfir. Þess vegna er það áreiðan- lega krafa meginþorra launþega, að samningamenn láti nú hendur standa fram úr ermum, að sérkröfur iðnaðarmanna- félaganna verði ekki til þess að tefja samninga frekar en orðið er og að þau fallist á þá aðferð og þá prósentutölu, sem félög láglaunafólks hafa samþykkt fyrir sitt leyti sem lausn á sérkröfum A þessu stigi verður að sjálfsögðu engu spáð um það, hvers konar kjarasamningar verða gerðir að lokum. Einungis er hægt að vekja athygli á því á grundvelli þeirra hugmynda, sem fyrir liggja að samningaviðræður þessar eru þegar komnar á hættumörk Hætta er á enn einum verðbólgusamningum með þeim áhrifum og afleiðingum, sem það hefur fyrir þjóðarbúskap okkar og lífskjör almennings í landinu. Það er óhrekjanleg staðreynd, að bezta kjarabótin, sem hægt er að tryggja láglaunafólki er sú, að draga úr verðbólgunni Óðaverðbólga undanfarinna ára hefur leitt til þess, að kjör þeirra, sem við lægri laun búa og lífeyrisþega, hafa versnað mun meira en hinna, sem efnameiri eru. Aukist óðaverðbólgan á ný er nánast alveg sama, hvaða ráðum verður beitt til þess að tryggja hag láglaunufólks í kjarasamningunum. Það hlýtur óhjákvæmilega að fara verr út úr nýrri verðbólguþróun heldur en hinir, sem við hærri tekjur búa. Þetta er reynslan af óðaverðbólgu síðustu 5 ára og þetta er reynsla, sem við ættum að láta okkur að kenningu verða. Fari svo, gagnstætt öllum vonum manna, að þessar samninga- viðræður leiði til nýrrar óðaverðbólguöldu hlýtur það að verða mikið umhugsunarefni fyrir okkur íslendinga, hvaða nýjum ráðum við getum beitt til þess að ná tökum á verðbólgunni. í tíð ríkisstjórnar Geirs Halgrímssonar hefur verið beitt markvissum og hefðbundnum aðferðum ! baráttu gegn verðbólgunni. Þetta hefur verið gert með aðhaldi í ríkisfjármálum og í peningakerfinu, og viðleitni af hálfu hins opinbera til þess að halda kjarasamningum innan sky.isamlegra marka Komi nú í Ijós, að þessar aðferðir beri ekki nægilegan árangur hljótum við að íhuga nýjar leiðir til þess að takast á við verðbólguna og í þvi sambandi hlýtur frekari verðtrygging greiðsluskuldbindinga en orðið er að komast alvarlega á dagskrá Aukinn viðbúnað- ur í S-Líbanon Beirút 1. júní. Reuter. TALSMAÐUR Palestfnumanna sagði { dag í Beirút, að um 1000 Belgía: tilraun út Briissel 1. júní. Allt útlit var f kvöld fvrir að tilraunir Leo Tindemans, for- sætisráðherra Belgfu, til nýrrar stjórnarmyndunar væru að fara út um þúfur, að því er áreiðanlegar heimildir í Brúss- el hermdu. Fregnir þessar komu mjög á óvart þvf að 3 flokkar höfðu áður samþykkt myndun samsteypustjórnar í grundvallaratriðum með flokki Tindemans, Kristilega sósfal- flokknum. fsraelskir hermenn hefðu farið yfir landamærin og inn f Líban- on í gær og gert áhlaup og um þúfur? Fregnir af fundum flokks- leiðtoganna höfðu bent til að tekizt hefði að leysa öll ágrein- ingsmál varðandi stjórnmál og efnahagsmál og aðeins eftir að útdeila ráðherraembættum. Tindeman varðist allra frétta af fundinum er hann kom af hon- um en sagðist mundu gefa Baldvini konungi skýrslu um málið í kvöld. Aðspurður hvort hann myndi segja af sér svaraði hann að það réðist af fundinum með konungi. vopnaleit í þorpinu Kfar Chouba. Einnig hefðu fsraelsk- ur herflokkur farið inn f þorpið Hilta skammt frá og tekið einn íbúa höndum áður en hörfað var aftur yfir til tsraels. Það var talsmaður harðlínusamtak- anna PFLP, Alþýðufylkingar- innar til frelsunar Palestínu, sem hélt þessu fram. Heimildir í Beirút hermdu að PF LP hefði sent víkingasveitir til suðurhluta Líbanons eftir að fregnir bárust af aðgerðum ísraela, en ástandið á þeim slóð- um er mjög viðkvæmt. Sögðu heimildirnar að Palestínumenn byggju sig undir hörð átök um yfirráð yfir þorpunum með- fram landamærum ísraels. Borgarastríðið í Líbanon hefur haldið áfram á þessu svæði þótt bardögum hafi löngu verið hætt annars staðar og mikil spenna er sögð ríkja þar. Stjórnarmyndimar- Andófsmaður sak- aður um landráð Ffllinn Rita sést hér á daglegu morgunsundi sínu í Onatriovatni í Toronto. Rita, sem er 7 ára, er sirkusfíll, sem lík- ar vel að baða sig í vatn- inu og nota ranann sem sturtu, svona til að ná stírunum úr augunum. Bretum sleppt Aþenu 1. júní Reuter. DÓMARI við áfrýjunarrétt í Aþenu fyrirskipaði i dag að 5 Bretum, sem handteknir voru fyrr á þessu ári, þar sem þeir voru að fylgjast með flugum- ferð við grfska flugvelli og dæmdir í 10 mánaða fangelsi, skyldi sleppt úr haldi. Stytti hann dóma þeirra úr 10 mánuðum í 6 og sagði að þeir gætu losnað við 3'A mánuð sem eftir er af far.gelsisvistinni með því að greiða 300 sterlings- punda sekt. Bretarnir sögðu við réttarhöldin í marz, að þeir væru miklir áhugamenn um flugvélar og hefðu aðeins komið til Grikklands til að fylgjast með flugtökum og lendingum á grískum flugvöll- um. Fyrst er þeir voru hand- teknir voru þeir grunaðir um njósnir. Moskvu 1. júni NTB SOVÉZKI Gyðingurinn og and- ófsmaðurinn Anatoly Sytsjaransky hefur verið sak- aður um landráð að því er heimildir í Moskvu hermdu í dag og á hann yfir höfði sér dauðadóm sem þyngstu refsingu. Hann var handtekinn í marz sl. og sakaður af sovézk- um fjölmiðlum um að vera njósnari fyrir bandarísku leyni- þjónustuna CIA. Annar andófs- maður, Vladimir Slepak, var handtekinn við sama tækifæri og var báðum gefið að sök að hafa reynt að fá andófsmenn til starfa fyrir CIA. Fékk móðir Sytsjaranskys tilkynningu frá Brezhnev þjóðhöfðingi Moskvu 1 júní. — Reuter NÝ merki eru um þaS, a8 leiStogi kommúnistaflokksins, Leonid Brezhnev, ætli a8 bæta við sig störfum þjóðhöfðingja eftir að Nikolai Podgorny var vikið úr stjórnmálanefnd flokksins. Todor Zhivkov, leiðtogi búlgarska kommúnistaf lokksins. sem er f heimsókn í Moskvu, flutti ræðu þar sem hann talaði um Brezhnev sem þjóðhöfðingja Sovétrikjanna. Túlka fréttamenn það á þann veg, að Zhivkov hafi verið tjáð, að Brezhnev væri i þann mund að taka þjóðhöfðingjastarfið að sér. ríkissaksóknaranum í Moskvu um ákæruna, en refsing við henni er 10—15 ára fangelsi eða dauðadómur. Mitchell og Einar ræddust við EINAR Ágústsson utanríkis- ráðherra, sem nú er í e.nka- heimsókn í Lundúnum, snæddi í gær hádegisveró með Austin Mitchell, nýkjörnum þing- manni Grimsby, að ósk hins síðarnefnda. í stuttu samtali við Morgunblaðið sagði Einar að Mitchell hefði reynt að lýsa fyrir sér mikilvægi þess fyrir Grimsby, Hull og aðra bæi við Humberfljót að Bretar fái veiðiheimildir við ísland. Sagðist Einar hafa bent honum á að í Óslóarsamkomulaginu væri kveðið svo á um að þetta væri mál EBE. Hefði Mitchell að sjálfsögöu sagst vita það, en hann hefði vilja kynna sjónar- mið kjósenda sinna. Sagði utan- ríkisráðherra að viðræðurnar hefðu ekki náð lengra. Þorður Einarsson, sendiráðsritari f London, sat einnig þennan hádegisverðarfund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.