Morgunblaðið - 10.06.1977, Page 5

Morgunblaðið - 10.06.1977, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JUNI 1977 V-íslendingur stjóm- ar Lúðrasveit Rvíkur á afmælistónleikum LÚÐRASVEIT Reykjavíkur á 55 ára afmæli í byrjun næsta mánaðar og af því tilefni efnir sveitin til tón- leika i Þjóðleikhúsinu næstkomandi mánudags- kvöld, 13. júni kl. 20.30 Efnisskrá þessara afmælis- tónleika verður bæði léttklassisk tónlist og verk eftir kunna meistara. Hefur sveitin fengið til liðs við sig stjórnanda frá Bandaríkjun- um, Jón Á. Ásgeirsson en að hafa dagskrá þessara afmælistón- leika nokkuð í léttum dúr og meðal annars koma einstakar deildir sveit- arinnar sérstaklega fram á þessum tónleikum og þannig koma fram trompettríó, leikið verður trommu- sóló og silófónsóló í þvi siðast- nefnda leikur 1 7 ára sonur stjórn- andans, Kristjan Ásgeirsson, en hann hefur starfað i lúðrasveitum vestra og ferðast víða og komið fram á tónleikum Þá leikur dóttir stjórn- andans, Karen, einnig með hljóm- sveitinni og á trompet en alls eru liðsmenn sveitarinnar um 50 Jón Á Ásgeirsson er fæddur i Bandaríkjunum en foreldrar hans Jón Á. Ásgeirsson ásamt börnum sfnum Karen og Kristjáni á æfingu f Melaskólanum. báðir foreldrar Jóns eru fædd hér á landi en fluttu snemma til Bandaríkjanna og er Jón fæddur í Banda- ríkjunum. Jón sem er lög- fræðingur að mennt og að aðalstarfi, hefur um árabil tekið þátt í starfi lúðra- sveita fyrir vestan og stjórnar nú lúðrasveit áhugamanna i heimabæ sínum rett fyrir utan Boston. Á blaðamannafundi með forráða- mönnum sveitarinnar og Jóni kom fram að í vetur hefur lúðrasveitin lítið komið fram nema hvað hún hefur leikið nokkrum sinnum i út- varp en fastur stjórnandi hefur enginn verið hjá sveitinni að undan- förnu. Eins og áður sagði er ætlunin voru bæði fædd á íslandi Faðir hans var fæddur á Kóranesi á Mýr- um en móðir hans i Reykjavík Faðir Jóns og Ásgeir heitinn Ásgeirsson forseti voru bræður Fluttust foreldr- ar Jóns snemma vestur um haf og starfaði faðir hans að fiskveiðum í Boston Jón og fjölskylda hans búa í einni útborga Boston í Massachusetts og starfar Jón þar að lögfræðistörfum eins og fyrr sagði. en sinnir tónlistinni sem áhugamáli í för með Jóni hingað nú er kona hans, sem er bandarisk, og fjögur börn en dóttir þeirra, Karen, hefur I vetur dvalið hér á landi við nám í íslnesku Stjórn Lúðrasveitar Reykjavikur skipa nú Þorvaldur Steingrímsson, formaður, Halldór Einarsson, Kristján Fr Jónsson, Þór Benedikts- son og Friðberg Stefánsson. Sala á miðum á tónleikanna fer fram i Þjóð- leikhúsinu og er hafin. Yfirmaður í heimsókn ÆÐSTI yfirmaður Hjálpræðis- hersins í Noregi, Færeyjum og íslandi, Kommandör Karsten Anker Solhaug og kona hans eru komiit'í heimsókn til Hjálpræðis- hersins hér. Hann kom hingað síðast til lands fyrir þrem árum, en þá var hann aðalritari i bækistöðvum Hjálpræðishersins i Ósló. Komm- andörinn starfaði hér um árabil fyrir allmörgum árum og náði þá góðum tökum á islenzku. Hann mun tala á samkomu Hjálpræðis- hersins hér í Reykjavík á föstu- dag, laugardag og sunnudag, ásamt deildarstjórahjónunum Hjálpræðishersins hér, Óskari Jónssyni og konu hans Ingi- björgu. Einnig eru komnir flestir foringjar Hjálpræðishersins í Færeyjum, í tilefni þessarar heimsóknar Kommandörs Sol- haugs. Einnig komu hingað yfir- menn Hjálpræðishersins á ísa- firði og Akureyri. Ludvig Storr lætur af verzlunarrekstri Dóttursonur hans tekur við LUDVIG Storr, sem frá árinu 1922 hefur rekið speglabúð I Reykjavík ásamt öðrum verzlunarrekstri hefur nú ákveðið að hætta rekstri verzlana sjálfur, en við tekur dóttursonur hans David Pitt. í samtali við Morgunblaöið í gær sagði Ludvig, að hann hefði hafið sinn verzlunarrekstur við Grettisgötu með speglabúðinni, en síðan fært sig niður á Laugaveginn þar sem verzlunin og speglagerðin hefur verið mörg undanfarin ár. — Mér fannst nú tími til kominn að hætta svona þegar maður er að verða fullþrosk- aður," sagði Ludvig. Hann sagði að David Pitt hefði tekið við rekstri verzlunarinnar hinn 1. júní s.l. og ennfremur hefði David tekið við þeim umboðum sem hann hefði verið með. KAKHIgallabuxur Denim gallabuxur Calico gallabuxur Denim stuttjakkar Nylon stuttjakkar Kakhi skyrtur bæði stutterma og langerma Kakhikjólar Kakhifrakkar Kakhimussur Kakhiblússur Kakhiföt Kakhijakkar Ljós föt m/vesti Slæður og höfudföt ~ ; o.m.fí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.