Morgunblaðið - 10.06.1977, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 10.06.1977, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1977 15 Verzlunarbanki íslands opnar nýtt útibú í Reykjavík VERZLUNARBANKI íslands opnar I dag nýtt útibu I Reykjavfk og er þaB til húsa a8 Grensásvegi 13, á homi Miklubrautar og Grensásvegar. Er þetta fimmta útibú bankans, eitt er I KeflavFk en þrjú I Reykjavtk, auk aSalbankans. Þorvaldur GuBmunds- son, formaður bankaráös Verzlunar- bankans, flutti évarp I gœr er gestum var boðið a8 kynnast útibúinu og sagSi hann m.a. aS stjóm bankans hefSi alla tI8 haft opin augu fyrir nauSsyn þess aS fjölga afgreiBslu- stöBum, bæSi til þess aB veita viB- skiptamönnum betri þjónustu og ná til fleiri I slharBnandi samkeppni um viBskipti sparif járeigenda Húsnæði bankans að Grensásvegi 1 3 er á tveimur hæðum, 1047 rúm- metrar, hvor hæð um sig 1 36 fermetr- ar. Á efri hæð, götuhæð, er afgreiðslu- salur og starfsvangur, en á þeirri neðri sem er jarðhæð til austurs á móti bllastæðum eru verðmætageymslur, kaffistofa starfsfólks, snyrtiherbergi o.fl. Teikningar að innréttingum gerði Gunnar Magnússon, en Trésmiðja Ein- ars Gunnarssonar sá um smlði þeirra. Útibústjóri hefur verið ráðinn Ein- varður Jósefsson og auk hans eru tveir starfsmenn, Geir Þórðarson og Hildur Gunnarsdóttir, en þau hafa öll starfað I aðalbankanum Þorvaldur Guðmundsson, sagði I ávarpi slnu að ýrrisir viðskiptamenn myndu flytja viðskipti sln til hins nýja útibús, t.d. Llfeyrissjóður verzlunar- manna, en hann hefur fengið húsnæði á efstu hæð hússins við Grensásveg 1 3 og um leið myndi hann hagnýta sér fullkomna tölvutækni, sem myndi auð- velda öll upplýsingaskipti við bankann. Daglegur afgreiðslutlmi útibúsins verður kl. 9:30—12:00, 13:00——- 1 6:00 og 17:00—18:30. Höskuldur Ólafsson bankastjóri, Einvarður Jóssfsson, útibússtjóri og starfs- menn hins nýja útibús, Hildur Gunnarsdóttir og Geir ÞórSarson. HiB nýja útibú Verzlunarbanka Islands er að Grensásvegi 13. Af blaðamannafundi með vfsindamönnum á alþjóBlegu umhverfismálaráBstefnunni á LoftleiBum. Lengst til hægri er forseti ráBstefnunnar, Linus Pauling, framkvæmdastjóri Polunin, þá Stone blaBafulltrúi frá Sviss, próf D. Goldberg frá Bandarlkjunum, próf. Edward Kuenen frá Hollandi, dr. Reid Bryson frá Bandarfkjunum, Mnaharaja Baruda frá Indlandi, allt heimsþekktir menn. Lengst til vinstri fslenzku fyrirlesararnir tveir dr. Gunnar G. Schram og dr. Sturla FríBríksson. Lítil fyrir aldamót? Líklegt, segir dr. Reid Bryson ÁÐUR EN öldin er öll, eru góSar líkur á því að við verðum komin inn í „litla Isöld", sagSi dr. Reid Bryson, einn af mestu sérfræSingum um veSurfar á NorSurhveli, í umræð- um á blaSamannafundi hjá alþjóðlegu umhverfisráðstefn- unni á Hótel LoftleiSum. Hann benti á þaS sem hann kallaSi „sumarið" á miðbiki þessar aldar, þegar hlýrra var á íslandi en nokkurn tfma hefur verið á 1000 ára sögu þess og hefur líklega ekki verið á undanförnum 10 öldum. En tók jafnframt fram að fyrir kólnun væri ekki enn vissa, heldur líkur. Hann sagði, að frásögn úr íslend- ingasögunum væri lýsandi dæmi um það, sem umhverfismálaráð- stefnan hér væri að fást við En þar segir frá því hvernig bændur voru að vega og meta hvað mikið af fé sínu þeir gætu sett á og hve mikið yrði að fella til að hafa nóg hey yfir veturinn. Þetta sama gilti um heim- inn í heild nú. Það væri verið að vega og meta hve mikið við hefðum af mat og nauðsynjum og handa hve mörgum, og hvaða ráðstafanir væri hægt að gera nógu snemma áður en fellir yrði. Undir þetta tók dr. Nicolas Pol- unin, frumkvöðullinn og fram- kvæmdastjóri þessarar ráðstefnu, sem til er boðið mörgum af kunn- ustu vísindamönnum heims, til að fjalla um málin. Sagði hann að það væri m.a. ein af ástæðunum til þess að ísland væri góður ráðstefnustað- ur fyrir slíka ráðstefnu, að hér væri vandamálið í hnotskurn. Sjálfur þekkir hann vel þessar slóðir, þar sem hann er grasafræðingur, sem á yngri árum rannsakaði mikið flóruna á norðurslóðum, á Grænlandi og Spiztbergen og hefur því oft verið á íslandi. Hann lagði áherzlu á að mikil þörf væri fyrir slíka ráðstefnu, þar sem vísindamenn áttuðu sig á hlutunum og kæmu upplýsingunum á fram- færi við stjórnmálamennina og við allan almenning. Þetta er önnur ráð- stefnan af þvf tagi, sem hann og stofnun hans stendur fyrir, 6 árum eftir þá fyrstu í Finnlandi og 5 árum eftir Stokkhólmsráðstefnu S.Þ En persónuleg kynni af þessu vís- indafólki hafa gert honum fært að fá til þessarar ráðstefnu þá vísinda- menn sem fremst standa, og hefur með styrk alþjóðastofnana staðið undir kostnaði af henni. Á blaðamannafundinum voru nokkrir af þessum heimskunnu mönnum og tóku undir þörfina á aðgerðum til að koma í veg fyrir felli á jörðinni, þar sem mannfjöldinn væri orðinn svo mikill og horfði skelfilega um framhaldið. Sagði próf. Donald. J. Kunen, að um aldamót mætti búast við að jörðin þyrfti að sjá fyrir 8 þúsund milljón- um manna. Það táknaði tvisvar sinn- um meira fæði eða öllu heldur þrisv- ar sinnum meira af öllu, ef reiknað væri með að allir gætu lifað sóma- samlegu Iffi, þ.e. þrisvar sinnum fleiri skóla, þrefalt húsnæði o.s.frv Þar inn f kæmi félagslegi þátturinn, að fá þá sem mest hafa til að draga úr notkun á gæðum jarðar. Viðhorfs- breytingin ein mundi alltaf taka 10 ár og það væri of seint. Enda kvaðst hann vera svartsýnismaður, hann sæi blátt áfram ekki hvernig málin gætu leystst Aðrir tóku undir það, en sögðu að til þess væru þeir einmitt hér, að reyna að veita leið- beiningar og aðvaranir, áður en náttúran sjálf veitir viðbrögð, sem gætu verið í margvíslegu formi, hungursneyð, kjarnorkuslysum eða öðru. Raunar hefði ein tegund horf- ið á ári úr lífríkinu sl. 350 ár. Eina nokkurð bjartsýna röddin var próf. Edward Goldberg, sem fæst við mengunarmál f sjó, er sagði að þar væri þó verið að draga úr eða Stöðva mengun á sjó með geislavirk- um efnum DDT og fleiri eiturefnum Þ.e. iðnaðarrfkin f norðri hefðu dreg- ið úr DDT notkun, en hún hefði færzt til þróunarlandanna. Á ráðstefnunni er fjallað um sam- skipti þróunar og umhverfis í öllu sfnu margbreytilega samspili með 18 erindum sem rædd eru, og nokkrum fyrirlestrum og er búist við að ráðstefnan sendi f lokin á laugar- dag frá sér ályktun með niður- stöðum. og dáseiiidir RíiiaidaLs Dússeldorf stendur við eina af þjóðbrautum Þýskalands — ána Rín. í Rínardalnum eru einhver frægustu vínræktarhéruð Evrópu og fjöldi bæja og borga, sem ferðamaður þræðir á leið sinni. Þar er t.d. Köln sú sögufræga borg sem kölluð hefur verið drottning Ránar. Skoðunarferðir með fljótabátum Rinar eru stundir sem aldrei gleymast. Þar ríkir andi aldagamallar menningararfleiðar, og fegurðin heillar líkt og Lorelei forðum. Dusseldorf — einn fjölmargra staða í áætlunarflugi okkar. FLUCFÉLAC LOFTLEIÐIfí /SLAJVOS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.