Morgunblaðið - 10.06.1977, Side 16

Morgunblaðið - 10.06.1977, Side 16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JUNÍ 1977 16 JWgnrpi Útgefandi ublabib hf. Árvakur, Reykjavm. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson Ritstjórar Matthlas Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn GuBmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingasjóri Ámi GarSer Kristinsson. Ritstjóm og afgreiSsla ASalstræti 6. slmi 10100. Auglýsingar ASalstræti 6. slmi 22480 Áskriftargjald 1300.00 kr. ð mánuSi innanlands. í lausasölu 70.00 kr. eintakið. Framtíðin, lífs- kjörin - og auðlind- ir láðs og lagar Islendingar eru rúmlega 220.000 talsins. Þeim hefur fjölg- að um tæplega 100.000 frá árinu 1940, eða frá upphafi sfðari heimsstyrjaldarinnar. Gert er ráð fyrir að þjððinni fjölgi enn um 86.000 einstaklinga fram til ársíns 2001 og verði þá samtals 306.200 manns, samkvæmt mannfjöldaspá f ársskýrslu Framkvæmdastofnunar ríkisins fyrir árið 1976. Þessi þjóðaraukning, orðin og verðandi, leiðir hugann að þvf, hvern veg hægt verði að tryggja ört vaxandi þjóð atvinnu- og afkomuöryggi og sambærileg lffskjör við nágrannaþjóðir á komandi áratugum. Ekki er ráð nema f tfma sé tekið, segir máltækið. Og öruggt er, að framtak og framsýni verður að ráða ferð, ef þjóðin á að geta haldið til jafns við velmegunarþjóðfélög V-Evrópu og N- Amerfku um almenn lffskjör f framtfðinni. Þrátt fyrir marga kosti lands okkar er stundum sagt, að við lifum á mörkum hins byggilega heims. Og vfst er um það að hnattstaða landsins og aðstæður allar skapa okkur sérstæð Iffsskilyrði, frábrugðin flestra annarra þjóða, sem við verðum að taka tillit til, — laga okkur að og nýta til fulls, innan marka eðlilegrar sambúðar við umhverfi okkar, auðlindir og Iffrfki láðs og lagar. Frá upphafi Islands byggðar hafa landbúnaður og sjávarútvegur brauðfætt þjóðina — og svo er enn og verður áfram að stærstum hluta um fyrirsjáanlega framtfð. Löngu er þó Ijóst að hvoru tveggja, afraksturgetu gróðurmoldar og fiskstofna, eru takmörk sett, sem ekki má fara yfir, ef ekki á illa að fara og að slá f baksegl Iffskjara okkar sem þjóðar. Þar við bætist að tæknivæðing f þessum atvinnugreinum hefur verið það ör, að fyrirsjáanlegt er að þær taka ekki við nema litlum hluta þess viðbótarframboðs á vinnumarkaði þjóðarinnar, sem fyrirsjáanlegur er á næstu árum og áratugum. Greinilegt er, að sumir helztu nytjafiskar okkar, þ.á m. þorskurinn, sem verið hefur burðarásinn f útflutnings- og gjaldeyristekjum þjóðarinnar, eru þegar ofveiddir. Nauðsynlegt kann að vera að grfpa til enn frekari ráðstafana en þegar hefur verið gerðar, til að byggja þessa fiskstofna upp að nýju og tryggja hámarksafrakstur þeirra f þjóðarbúið. t þeim efnum verður að fara að fiskifræðilegum niðurstöð- um vfsindamanna okkar, að þeim mörkum sem efnahagslegar forsend- ur frekast leyfa. Sé tekið mið af fyrirsjáanlegri fjölgun þjóðarinnar á komandi áratugum, þeim nýtingarmörkum fiskstofna og gróðurmoldar er við blasa, þvf Iffskjaramarki sem þjóðin gerir kröfur til, þ.e. sambærileg- um atvinnu- og afkomukjörum og nágrannaþjóðir búa við, hlýtur þjóðin að þurfa að fullnýta orkuauðlind sfna, auk auðlinda fiskimiða og gróðurmoldar. Án þess næst naumast það Iffskjaramark sem að er stefnt. Þessi staðreynd er að verða landsmönnum almennt Ijós og æ Ijósari með hverju árinu sem lfður. Þessi þriðja meginauðlind þjóðarinnar, innlendir orkugjafar fall- vatna og jarðvarma, beinir þjóðinni inn á brautir iðju og iðnaðar í enn rfkara mæli en verið hefur til þessa. Þar ber að sjálfsögðu fyrst að hvggja að úrvinnsluiðnaði úr innlendum og erlendum hráefnum margs konar, m.a. þeim er landbúnaður og sjávarútvegur leggja til, en jafnframt ýmsum jarðefnum, sem nú eru f könnun, eða verða könnuð, með tilliti til arðsemi f vinnslu. Jafnframt hljótum við að hyggja að svokölluðum orkufrekum iðnaði, en f þeim efnum hafa m.a. verið stigin þessi skref: áburðarframleiðsla, sementsframleiðsla, kfsilgúr- framleiðsla, álframleiðsla og undirbúningur að væntanlegri járn- blendiframleiðslu, svo dæmi séu nefnd. Álútflutningur, stóð undir tæplega 17% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar á sl. ári. 1 þessum efnum verður þó að fara með gát — og taka fullt tillit til náttúru- verndar, mengunarvarna og heilsufarslegs öryggis viðkomandi starfs- fólks. Umtalsverð nýting innlendra orkugjafa virðist tengjast orku- frekum iðnaði, ekki sfzt hagkvæmni eða arðsemi slfkrar nýtingar. Við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd, ekki sfður en þær hættur, sem slfkri nýtingu eru samfara. Við eigum ekki að ganga lengra f orkufrekum iðnaði en brýnustu hagsmunir þjóðarinnar krefjast — og sinna þeirri framleiðslu einni, þar sem fullkomnustu mengunarvörn- um verður við komið. Við þurfum að geta sameinað þetta tvennt, að lifa f sátt við umhverfi okkar, náttúru landsins, og f landinu, við sambærileg lffskjör og nágrannaþjóðir. Tæknilega virkjanlegt vatnsafl f landinu er talið 35.00 GWh á ári, þar af fjárhagslega hagkvæmt að virkja 28.000 GWh. Þegar eru virkjuð um 2.500 GWh. á ári. Jarðvarmi í landinu, mældur í raforku, er talinn 80.000 GWh á ári, en nú eru virkjuð 2.500 GWh. á ári, en á sl. ári nutu 54% þjóðarinnar varmaveitna til húshitunar. Þessir miklu valkostir verða sennilega aldrei nýttir, nema að hluta til, m.a. vegna i áttúru- verndarsjónarmiða. Engu að sfður er hér um mikla og að stórum hluta vannýtna auðlind að ræða, sem framtfðin á eftir að færa sér f nyt, ti! að tryggja vaxandi þjóð okkar atvinnu- og afkomuöryggi sem og sanibæri- leg lffskjör við nágrannaþjóðir. Það er blint afturhald, sem lokar augunum fyrir óhjákvæmilegu hlutverki innlendra orkugjafa. til að tryggja framtfðarvelmegun þjóðarinnar og sambærileg iífskjör hennar og iðnvæddar þjóðir heims búa við. Harður skólí Gegnum gras, yfir sand, fs- lensk 1977. Gerð af Þorsteini Ú. Björns- syni. Leikendur: Ásgerður Atla- dóttir og Jóhann Thoodd- sen. Enn er tilrauninni ..íslensk kvik- myndagerð" haldið áfram Hér er hún að vísu ekki gerð í jafn stórum stíl og í Morðsögu, því þessi mynd er aðeins 1 7 mín á lengd, gerð í svart/hvítu á 1 6 mm filmu og kost- uð af grautarpeningum. Þorsteinn Úlfar stundaði nám í kvikmyndagerð í London Film School veturinn 73/ 74 og vann um skeið sem klipp- ari hjá íslenska sjónvarpinu. Það þarf því engan að furða, að nokkur ..skólamynda '-blær er á henni, þar sem þetta er fyrsta verulega tilraun Þorsteins til leikinnar myndar. Engu að síður á hér við það sama og sagt var um Morðsögu, að viðleitni til sjálfstæðrar kvikmyndagerðar hér á landi er fremjendunum til hróss, miðað við það aðstöðuleysi, sem kvikmyndagerðarmenn þurfa að horfast i augu við Það hefur verið sagt, að besti skólinn sé reynslan, jafnvel þó dýrkeypt sé á stundum Það er ekkert vafamál. að í kvik- myndagerð er reynslan nauðsynleg, en það er heldur ekkert vafamál, að hún er alltaf dýrkeypt. Mismunandi dýrkeypt að visu en nógu dýrkeypt til þess, að þeir menn, sem leggja út í slíkt fyrirtæki með eigið fé verða undantekningalaust að búa sig undir sína privat efnahagskreppu. Þessi reynsluskóli er því harður skóli og skólagjöld há, en vonandi sjá ráðamenn þjóðarinnar sér hag í að taka þátt i þessum skólagjöldum áður en lýkur, svo hægt verði að útskrifa einhverja nemendur „cum laude" á þessu sviði sem á öðrum. Þorsteinn segist lita á þessa kvik- Ásgerður Atladóttir og Jóhann Thoroddsen, sem leikur forvitni é að sjá, hvað sé eiginlega um að vera. mynd sem æfingu með leikara og frásögn í kvikmynd. Efni skiptir þá minna máli, enda er það mjög ein- falt. Pilturinn Jói lendir á Keflavíkur- flugvelli og hraðar sér til Reykja- víkur. Þar hittir hann stúlkuna Katrínu og biður hana að koma út að ganga. Þau hafa þekkst áður og Jói, sem skrópar í prófum erlendis til að koma heim, gerir það til að geta sagt henni að hann elski hana, þar eð hann hefur frétt, að hún ætli að ganga í það heilaga eftir viku með öðrum. Þau fara út að ganga og samtölin miða aðeins að því, að hann reynir að sannfæra hana um ást sína og fá hana jafnframt til að hætta við giftinguna. Skyndilega er Jói vakinn af værum blundi í flug- vélinni og í dagblaðinu fyrir framan hann getur að líta giftingarmynd af Katrínu Efnið þannig ekki rismikið og vel fallið til æfingar í öðrum atriðum. Leikurinn er í höndum tveggja ungl- inga, sem ekki hafa leikið áður og gerir það meiri kröfur til Þorsteins en ella. Hvert samtal er mjög stað- bundið og stirt, jafnvel þó þau séu á göngu, en sérstaklega er þetta áber- andi í fyrsta samtalinu fyrir utan húsið, þar sem Katrín býr. Þar ræð- ast þau við dágóða stund og standa hreyfingarlaus í sömu sporum, i stað þess að með því að hreyfa þau svolítið um hefði atriðið getað orðið líflegra. Það sama gerist með setn- ingarnar, sem þau þurfa að segja. Sumar þeirra hefðu jafnvel orðið stirðar í munni þaulæfðs leikara. En þetta er að sjálfsögðu reynsla, sem Þorsteinn mun læra af svo og því, að göngutúr persónanna er teygður um of á langinn. En þrátt fyrir þessa augljósu annmarka má sjá það á nokkrum stöðum í myndinni, að bæði „leikararnir" og höfundurinn gætu gert betri hluti, ef reynsla og tími væri fyrir hendi. Þorsteinn segir að alls hafi farið um 20 klst. í upptöku á myndinni, sem er ótrú- lega lág tala, og hefði bersýnilega þurft að vera nokkrar klukkustundir í viðbót, en þarna eru það að sjálf- sögðu grautarpeningarnir, sem ráða gerðinni. Hvað sem því líður, stend- ur myndin þó fyrir sínu sem æfing. Efni myndarinnar er byggt á smá- sögu eftir Kurt Vonnegut jr. og um- breytt undir áhrifum frá Robert Enrico og mynd hans „Incident at Owl Creek". í frétta—tilkynningu höfundar segir: ..Myndin fjallar um draum eða veruleika og er áhorfandinn látinn gera það upp við sig í myndarlok hvort um draum eða veruleika er að ræða. Skoðun höfundar er sú, að draumur og veruleiki sé sami hlut- urinn aðeins frá mismunandi sjónar- horni og sé þess vegna jafngilt sem lífsreynsla. Þetta kemur vel fram hjá k súrrealistum en því er ekki að neita að þeir hafa haft mikil áhrif á höfundinn." Ef þetta er f raun tilgangur Þorsteins með myndinni, fyrir utan það að líta á hana sem æfingu, má súrrealistinn sannarlega ná sterkari tökum á honum, því „draumur" Jóa er vægast sagt ákaflega jarðbund- inn Og ef til vill hefði bæði höfundi og leikurum verið styrkur í því, að efnið hefði verið dramatískara og sterkara en það er. Jafnvel að skoð- un á einhverju dægurmáli hefði fylgt með í pokahorninu, reyndar hefði maður átt von á slíku. En við skulum vona, að Þorsteinn sleppi þannig frá þessari æfingu sinni fjárhagslega, að hann geti haldið áfram á sömu braut, því æfingin skapar meistar- ann. Aðeins eitt enn: Á frumsýningu myndarinnar hafði verið boðið full- trúum amk. 5 dagblaða í Rvík Að- eins einn lét sjá sig (undirritaður var ekki sendur af þessu dagblaði). Fyrr i vetur frumsýndi annar kvikmynda- gerðarmaður mynd sína á þessum sama stað (Loftleiðum) þar sem blöðunum hafði einnig verið boðið að senda fulltrúa og annað hvort einn eða enginn (ég man það ekki náið) lét sjá sig Er það almenn skoðun dagblaðanna í Rvik á inn- lendir kvikmyndagerð, sem lýsir sér í þessu afskiptaleysi eða var svona mikið að gerast á þessum augnablik- um, að allir blaðamenn bæjarins voru upp fyrir haus í verkefnum? Við skulum vona að hið siðarnefnda hafi verið tilfellið. Höfuðpersónur é bak við myndina: Marinó Ólafsson, hljóðmaður, Ásgerður Atladóttir (Katrín), höfundurinn, Þorsteinn Ú. Björnsson, Jóhann Thoroddsen (Jói) og Péll Steingrímsson, kvikmyndatökumaður. kvik mund /locm SIGURÐUR SVERRIR PÁLSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.