Morgunblaðið - 10.06.1977, Page 18

Morgunblaðið - 10.06.1977, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JUNÍ 1977 Leiðrétting Það var mishermt í blaðinu á miðvikudaginn, að Lionsklúbbur- inn á staðnum hefði staðið að há- tíðarhöldum sjómannadagsins i Þorlákshöfn ásamt slysavarna- deildinni og Bátaútvegsfélagi Þorlákshafnar núna og í fyrra. Það var Kiwanisklúbburinn sem stóð að hátíðahöldunum. Eru við- komandi beðnir velvirðingar á mistöðunum. Notkun avisana Framhald af bls. 2 við Björn Tryggvason aðstoðar- seðlabankastjóra í gær og spurði hann hver væri ástæðan fyrir því, að áritun á brottfarakort farþega AUGLYSIIMGATEIKNISTOFA MYNDAMÓTA Aðalstræti 6 sími 25810 yrði tekið upp og hversvegna notkun ávísana væri bönnuð í Fri- höfninni. Varðandi fyrra atriðið sagði Björn, að áritun á brottfararkort- in hefði verið ákveðin til að tak- marka notkun íslenzkra peninga i Frihöfninni. Um seinna atriðið sagði hann, að þar sem nú hefðu verið settar nýjar reglur um hvað mætti flytja út af islenzkum seðl- um, þá hefði verið talið nauðsyn- legt að banna notkun ávísana i Fríhöfninni, ef það hefði verið leyft áfram, hefði fólk getað farið með meira af seðlum úr iandi en það hefði heimild til, auk þess hefði oft viljað brenna við, að fólk hefði skilið eftir gúmmitékka i Fríhöfninni þegar það hefði farið af landi brott. — Baskar Framhald af bls. 1 ETA, voru sendir til Noregs en þar eru fyrir þrir landar þeirra, sem fóru í útlegð fyrir nokkru. Tvímenningarnir voru handteknir í ágúst 1975 og ákærðir fyrir aðild að morðinu á Luis Carrero Blanco, forsæt- isráðherra, sem framið var 1973. ETA lýsti sig ábyrgt fyrir því. Hinir sjö fóru til Damerkur og Austurríkis, en fimm höfðu verið sendir til Belgíu. Þvi eru samtals 17 Baskar komnir i út- legð, en talið er að enn séu fjórir til níu Baskar í fangels- um vegna ólöglegrar stjórn- málastarfsemi. Aðalfundur S.Í.F. hefst í dag AÐALFUNDUR Sölusambands ísl. fiskframleiðenda hefst á Hótel Sögu kl. 10 árdegis i dag. í upphafi fundar mun formaður stjórnar sambandsins, Tómas Þorvaldsson, flytja skýrslu stjórnar, en síðan verða tekin fyrir önnur mál. — Vestfirðir Framhald af bls. 32 sagði Tryggvi. Einnig hefur það ýtt undir þessa tillögu, að ýmsir járniðnaðarmenn störfuðu algjör- lega sjálfstætt og þeir hefðu unn- ið eftir vild og einnig hitt, að bæði trésmiðir á ísafirði og í nágrenn- inu svo og rafvirkjar hefðu haft yfirvinnubannið að engu. Tré- smiðir þar vestra hefðu ekkert stéttarfélag á staðnum bak við sig og teldu sig þvi ekki þurfa að lúta ákvörðunum verkalýðsforust- unnar um yfirvinnubann. Járn- iðnaðarmönnum mörgum hverjum hefði þvi þótt yfirvinnu- bannið fremur máttlaus aðgerð af þessum ástæðum. — Samningavið- ræður við EBE Framhald af bls. 32 að reyna að gera fiskveiðisamn- inga við íslendinga og hann svar- aði þvi til að hann væri undir margs konar þrýstingi í starfi sínu. Hins vegar væri þvi ekki að leyna að það hefði verið erfitt að standa frammi fyrir fram- kvæmdanefnd og ráðherra ráði bandalagsins æ ofaní æ og geta engu svarað til um spurningar varðandi ísland og EBE vegna þess að engar viðræður hefði far- ið fram á sama tima og stöðugt hefði verið unnið að samninga- gerð við aðrar þjóðir. Slík staða hefði verið óviðunandi þvi að það hlyti að vera íslandi og aðildar- ríkjum EBE I hag, að tryggja góð og eðlileg samskipti á öllum svið- um. Einar Ágústsson sagðist vilja staðfest ummæli Judds og Gunde- lach um að viðræðurnar í gær hefði ekki verið samningaviðræð- ur, engar tillögur verið ræddar eða lagðar fram. Hins vegar sagð- ist utanrikisráðherra aldrei hafa verið hræddur við að segja að þegar og ef sá timi kæmi að fisk- stofnar íslendinga hefðu náð sér að þá yrði gagnkvæmd fiskveiði- réttindi hagur beggja, en sá tími væri ekki kominn nú. Gundelach var spurður hvort EBE myndi beita íslendinga þrýstingi ef samningaviðræður héldu áfram að dragast á langinn og hann svaraði þvi til að EBE hefði ekki beitt íslendinga hótun- um og myndi ekki gera. Hann sagðist telja að mikið hefði miðað í rétta átt í þessum viðræðum og að hann gæti er heim kæmi skýrt framkvæmdanefndinni frá því að hann teldi að stöðunni i viðræð- um aðila hegði verið snúið við úr stöðnun á viðræðubraut. Einar Ágústsson utanríkisráðherra tók fram að I viðræðunum hefði eldrei verið minnst á eitt einasta brezkt skip né einn fisk fyrir brezk skip á íslandsmiðum. Fiskverndarmál Matthías Bjarnason var að þvi spurður hvað um hefði verið að ræða, ef ekki fisk. Ráðherrann svaraði því til að töluvert hefði verið rætt um fiskverndunarmál og hefðu hann og Einar lagt fyrir EBE-mennina drög að fiskvernd- unarmálum á svipuðum grund- velli og nú væri verið að ræða um á hafréttarráðstefnu S.Þ. Matthías sagði að EBE hefði þeg- ar beitt sér fyrir ýmsum aðgerð- um á sviði fiskverndar eins og t.d. við Grænland, sem kæmu íslend- ingum til góða. Einar Ágústsson var að því spurður hvort hann teldi að ís- lendingar hefðu upp á eitthvað að bjóða er sezt yrði aftur að viðræð- um og samningaumleitunum en hann svaraði þvi til, að hann væri hræddur um að staðan yrði erfið og hann sæi ekki fram á að að- stæður yrðu breyttar er til næsta fundar kæmi. Er spurt vár um hvenær þessar viðræður færu fram sagði Gunde- lach að ekkert hefði verið ákveðið um það né fundarstað. en reynt að finna hentugan tíma og stað fyrir báða aðila, hugsanlega í haust eft- ir sumarleyfi. Viðræður sendinefndanna hóf- ust um 10 leytið I gærmorgun og stóðu fram yfir hádegi. Þá var gert hlé til kl. 16.00, en kl. 14.00 ræddu þeir Judd og Gundelach við Geir Hallgrimsson forsætis- ráðherra. Þeir halda heimleiðis í dag. Yfirlýsing viðræðunefnda tslands og EBE Viðræður áttu sér stað hinn 9. júní milli ríkisstjórnar íslands og Efnahagsbandalags Evrópu. Við- ræðurnar leiddu af hálfu islend- inga, Einar Ágústsson utanríkis- ráðherra og Matthias Bjarnason sjávarútvegsráðherra, en af hálfu EBE, Finn Olav Gundelach vara- forsetiframkvæmdaráðs banda- lagsins og Frank Judd þingmað- ur, sem er forseti ráðherranefnd- ar EBE. Skoða ber fund þennan í ljósi þeirra viðræðna, er fram fóru sl. nóvember og sem nú hef- ur verið fylgt eftir með þessum könnunarviöræðum. Tilgangur viðræðnanna er að kanna möguleika á endurnýjun viðræðna og samningaumleitana fljótlega í samræmi við hina sam- eiginlegu yfirlýsingu fyrrgeindra aðila hinn 26. nóvember sl. Báðir aðilar útskýrðu afstöðu sína til hinna margvislegu atriða er rædd voru og vonast til þess að næsti fundur þeirra væri þá verulega nær samkomulagi um nýtingu auðlinda, hafsins, sem báðir geti við unað. Viðræðurnar voru gagn- legar og vinsamlegar. — Kúba Framhald af bls. 1 fyrra kjörtimabili Carters forseta, en upp úr 1980 mætti búast við þvi, að þau yrðu komin I eðlilegt horf. Um möguleikann á því að Kúbumenn sendu herlið til fleiri Afrikuríkja en orðið er vildi Castro ekkert fullyrða, og hann vísaði því á bug, að hernaðarlegir ráðgjafar frá Kúbu væru í Eþíópíu. Castro sagði, aðnSovétrikin væru það land í veröldinni, þar sem frelsi væri mest. Hann sagð- ist telja, að Carter forseti væri hugsjónamaður, en Richard Nix- on væri maður undirförull og óklókur í stjórnmálum. — Bridge Framhald af bls. 23 en sem kunnugt er fer landslið- ið á Evrópumótið sem haldið verður í Danmörku í sumar. Val fyrirliðans kemur engum á óvart. Uppistaðan sveit Iljalta Eliassonar, styrkt með tslands- meisturunum f tvímenningi. Landsliðið er því þannig skip- að: Ásmundur Pálsson, Hjalti Elfasson, Guðlaugur R. Jóhannsson, Örn Arnþórsson, Hörður Arnþórsson og Þórar- inn Sigþórsson. Mótið fer fram í Helsingör dagana 30. júlí til 12. ágúst. — Línur að skýrast Framhald af bls.'32 sem verður á þriggja mánaða fresti. Þar munu vinnuveitendur hafa samþykkt þá reglu að hafður sé þröskuldur sem sé 2%, allt sem umfram það sé bætt, það sem fyrir neðan er falli niður. Alþýðu- sambandið hefur samþykkt V/í%, svo að i milli ber aðeins ‘A%. Þá hefur Alþýðusambandið og viðrað annan valkost í þessu efni, sem er að þröskuldurinn sé 2%, en siðan komi uppsöfnunarregla. Nái hækkunin ekki 2% komi ekki til greiðslu samkvæmt henni, en það sem safnazt hafi fyrir geymist síð- an fram á næsta vísitölutlmabil og fari vísitöluhækkunin þá um- fram 2 stig komi til greiðslu. I gær, er Morgunblaðið hefði siðast fréttir af viðræðunum, munu vinnuveitendur hafa verið að fara í saumana á þessum valkostum og reikna út hvað þeir þýddu og hvorn þeir ættu að taka, eða þá bera fram enn nýja hugmynd. Heimildarmenn blaðsins kváðust fullvissir um að vinnuveitendur tækju valkostinn um llA prósent- ið. Um verðlagsbótina sjálfa mun vera samkomulag um að fram til 1. marz 1978 verði greidd föst ákveðin krónutala fyrir hvert stig sem verðbótavisitalan hækkar um, en eftir það komi prósentu- hækkun á öll laun í sama hlutfalli og verðbótavisitalan hækkar. 1 hugmyndum sáttanefndarinnar var rætt um 850 krónur fyrir hvert stig, sem visitalan hækkaði um, en ef heimildarmenn Morgunblaðsins reynast sann- spáir um endanleg úrslit kjara- samninganna má ætla að hvert stig verði metið á 870 til 875 krón- ur. Lítið var um sérkröfuviðræður í kjaraviðræðunum í gær. Málm- og skipasmiðasamband Islands mun eiga eftir að ganga frá sínum sér- kröfum svo og ýmsir smærri hópar. Það er mál manna, að þegar ljóst verður hver endanleg niðurstaða verður á kaupliðnum, muni þau mál leysast. Þá voru starfsnefndirnar, sem fjalla um lífeyrissjóðamálin og húsnæðis- málin, sem tengjast þessum samn- ingaviðræðum, á fundum i gær og samkvæmt þeim heimildum, sem Morgunblaðið hafði, voru þau mál bæði að komast á lokastig. SLATTUVELAR Það er leikur einn að slá grasflötinn með Norlett- Nú fyrirliggjandi margargerðir á hagstæðum verðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.