Morgunblaðið - 10.06.1977, Síða 20

Morgunblaðið - 10.06.1977, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1977 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Vantar vanan álsuðumann í 3—4 vikur. Mikil vinna. Upplýsingar t síma 531 48. NORDISK MINISTERRAD oekretariatet óskar eftir 3 deildarstjórum einn fyrir sameiginlegu deildina og tvo fyrir fagdeildir. Sameiginlega dei/din sér um samröðun og skipulagningu norrænnar samvinnu inn- an ramma Ministerrádet, sambönd við aðrar stofnanir, lögfræðileg vandamál, áætlanir, eftirlit og reikningsskil, ásamt umsjón og starfsmannahaldi. Fyrsta fagdeild sér um hagfræðilega sam- vinnu, iðnaðar- og orkumál landsvæða- mál, samvinnu innan byggingariðnaðar- ins, hverskonar aðstoð, samvinnu í flutninga- og samgöngumálum ásamt samvinnu í ferðamálum. Önnur fagdeild sér um vinnumarkaðs-, félags- og heilsuverndarmál, umhverfis- verndar-, vinnuverndar, neytenda- og jafnréttismál. Deildarstjórarnir verða að hafa langa reynslu af vinnu við stjórnun, þar af nokkur ár í ábyrgðarstöðu. Reynsla frá ríkisstofnun eru mikil meðmæli. Viðkom- andi verður að hafa gott vald í ræðu og riti, á einu af tungumálum ráðsins, dönsku, norsku eða sænsku. Lipurð og gott samstarf er nauðsynlegt. Reynsla frá norrænu eða öðru alþjóða samstarfi eru meðmæli. Deildarstjórarnir verða helst að hafa starfsreynslu frá einni eða fleirum af þeim viðkomandi greinum, sem fagdeild- irnar sjá um. Ráðningartíminn er 4 ár með vissum möguleikum til framlengingar. Ríkis- starfsmenn eiga kröfu á þjónustufríi í allt að 4 ár. Gera má ráð fyrir góðum launum. Nánari upplýsingar um ofangreindar stöð- ur eru veittar af generalsekretær Olli Bergman, tlf. (02) 11 10 52. Skriflegar umsóknir ásamt meðmælum, á einu af ofannefndum tungumálum send- ist Nordisk Ministerráds genera/sekretær Postboks 6753 St. Olavs plass Os/o 1 Umsóknir verða að hafa borist general- sekretæren fyrir 17. júní 1977. Tvær af ofannefndum deildarstjórastöðum eru veittar frá 1. september 1977 og sú þriðja síðla sumars 1978. Nordisk Ministerrád er sameiginleg stofnun norrænu ríkisstjórnanna og var sett á stofn 1971. Samvinnan tekur til flestra þjóðmála. Ministerrádssekritariatet er staðsett í Oslo og hefir daglega stjórn- un á samvinnudeildum sem tilheyra Mini- sterrádet ( undantekin menntamál) og framkvæmir vinnu, undirbúning og fram- kvæmdir ákvarðana, sem teknar eru af Ministerrádet og málsvörum þess. Mælingamaður með 5 ára reynslu við gatna og holræsa- gerð þar af 2ja ára reynslu við mælingar óskar eftir starfi nú þegar. Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt: „Mælingamaður — 2142". Heilsugæslu- stöðina Höfn í Hornafirði vantar hjúkrunarfræðing, höfum gott hús- næði. Upplýsingar veita læknar Heilsugæslu- stöðvarinnar. Rekstrarnefndin. Vátryggingafélag óskar eftir vönu starfsfólki til bókhalds og endurtryggingastarfa. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist afgr. Morgunblaðsins fyrir 15. júní n.k. merkt: „Framtíð — 2138". Bankastörf á Selfossi Iðnaðarbankinn óskar að ráða gjaldkera og bankaritara í útibú bankans á Selfossi. Útibúið tekur til starfa síðar á þessu ári. Umsóknir sendist Jakobi Havsteen Skóla- völlum 3, Selfossi, sem veitir jafnframt nánari upplýsingar, fyrir 21. júní n.k. Iðnaðarbanki fslands h. f. Eldhús — mötuneyti Tímabilið 1/7 — 22/8 í sumar er laust starf í eldhúsinu í Sundaborg. Vinnutími er frá kl. 9.00 —13.00 dag- lega. Umsóknir um starfið óskast sendar Frum H.F., Sundaborg 1 1 merkt: „Eld- hús" fyrir 20. júní n.k. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Vélritunarstarf Óskum eftir að ráða starfskraft við inn- lendar bréfaskriftir og nótuskriftir í land- búnaðardeild okkar. Góð vélritunarkunn- átta nauðsynleg. Upplýsingar gefur skrif- stofustjóri. MMG/obus? Lágmúla 5 sími 81555 Fjármálastjóri Starf fjármálastjóra hjá Rafveitu Hafnar- fjarðar er laust til umsóknar. Óskað er eftir að umsækjandi hafi viðskiptafræði- menntun eða góða starfsreynslu við bók- hald. Laun eru samkvæmt launaflokki B 21. Umsóknum skal skila á sérstökum eyðublöðum, fyrir 20. júní n.k. til raf- veitustjóra, sem veitir nánari uppl. um starfið. Rafveita Hafnarfjarðar. Stýrimaður Óskast á 50 tonna humarbát. Upplýsing- ar í síma: 52820. Tækniteiknari óskar eftir vinnu á teiknistofu arkitekts Vi daginn. Tilboð merkt: „Tækniteiknari — 2143" sendist Mbl. fyrir 1 5. júní. Snyrtisérfræðingur Lærður snyrtisérfræðingur óskast í 4 mánuði., hálfsdagsvinna kemur til greina. Tilboð merkt: „Júlí — 2141" sendist Mbl. fyrir 16. þ.m. Bifvélavirkjar Bifvélavirkjar óskast til starfa nú þegar. Upplýsingar gefur verkstjóri á staðnum eða í síma 53450, heimasími 431 55. Bílaverkstæðið Bretti, Reykjavíkurvegi 45. Ritarastarf Stofnun í Reykjavík óskar að ráða ritara sem fyrst. Leikni í vélritun og góð móður- málskunnátta nauðsynleg. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist í pósthólf 7080 fyrir 1 6. þ.m. Tónlistarfólk Tónlistarskóla A-Húnvetninga vantar tvo tónlistarkennara n.k. haust. Nánari upp- lýsingar veita Jónas Tryggvason Blöndu- ósi, sími 95-4180 og Jón Sigurðsson sími 41 404. Vélsmiðja Hornafjarðar h/f Óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra, frá 1. ágúst n.k. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist for- manni félagsstjórnar fyrir 20. júní n.k. Vélsmiðja Hornafjarðar h/f Tónlistarskóli r Olafsvíkur Tónlistarskóli Ólafsvíkur óskar að ráða skólastjóra og kennara á vetri komanda, aðalkennslugreinar blásturshljóðfæri, píanó, gítar. íbúðarhúsnæði til reiðu. Umsóknir sendist til formanns skóla- nefndar, Engihlíð 2, Ólafsvík, sími 93- 6106.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.