Morgunblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JUNl 1977 23 Bridge umsjón ARNÓR RAGNARSSON Kennslubók í bridge Um • þessar mundir er að koma út kennslubók f bridge. Það er Bridgesamband tslands sem stendur fyrir útgáfunni. Bókin er sniðin eftir sænskri fyrirmynd, skiptist f 15 kafla. Þýðandi er Kristján ö. Jónas- son. í formála bókarinnar sem Hjalti Elíasson hefir skrifað segir meðal annars: Keppnisbridge hefur rutt sér mjög til rúms á undanförnum árum. Þvi réðst Bridgesamband íslands í að gefa út þessa kennslubók fyrir byrjendur i keppnisbridge. Bókin er sniðin eftir sænskri fyrirmynd, og höfum við notið velvildar Sænska bridgesam- bandsins um útgáfuleyfi. I Svi- þjóð er hún kennd sem valgrein í grunnskólum og hefur hún reynst einstaklega vel. Æski- legast er að bókin sé notuð á ■tiÆt artr I 16 I 1 I j Síða úr kennslubókinni sama hátt hér, sem hjálpargagn á sérstöku námskeiði, er skólar eða félagasamtök halda. Bókin er samt sem áður miðuð við að sjálfsnám einstaklinga eða hópa sé mögulegt. Bridgesamband íslands vill sérstaklega þakka Kristjáni Ö. Jónassyni viðskiptafræðingi fyriróeigingjarnt starf við þýð- ingu þessarar bókar. Landslið- ið valið Ríkarður Steinbergsson fyr- irliði íslenzka landsliðsins hef- ir nú tilkynnt liðsskipan sfna, Framhald á bls. 18 Opnum nýtt útibú á horni Grensásvegar og Miklubrautar. Við bjóðum viðskiptamönnum okkar bfiastæði og góða bankaþjónustu að Grensásvegi 13. Velkomin til viðskipta -allandaginn Sórtu viðskiptamaður Verzlunarbankans fœrð þú pig afgreiddan hvenær dags sem er í einhverri afgreiðslunni. KL. 9 10 11 12 ADALBANKfNN BANKASTRÆTI 5 SÍMI 2 72 00 iíiÍ; I • ' nj ;.;.v BREIDHOLTSÚTIBÚ ARNARBAKKA 2 SÍMI 74600 ;X; Íi ;|| gi ÚTIBÚtO GRENStóVEG113 SÍMI 84466 1 V." m ■ ■ • :Ík: K* ÚTIBÚID IAUGAVEG1172 SlMI 2 0120 iilm •:•:•:•:•■■ XýW i AFGREIÐSIAN ÚMFERÐARMIOSTðO SfMI 22S85 Siáá ii $r~ •:•:•: IsL. m ij andi til hliðar til að rýma fyrir þeim. Nú hefur dimmt að, en mitt í sortanum á ég þó ljós sem lýsir og vermir — minninguna um hann. Mig langar til að þakka, þvi þó ég hafi nú misst hann, þá er ég samt ríkur vegna allra þeirra góðu minninga sem ætið munu fylgja mér. Með sinni hógværu framkomu og góðmennsku hefur hann reist sér minnisvarða í hugum allra sem þekktu hann. ömmu minni sendi ég samúðar- kveðjur. Reynir Magnússon. Er hringt var til mín og mér tilkynnt lát vinar míns Erlings, setti mig hljóðan, þótt ég reyndar vissi að hann hafði ekki gengið heill til skógar undanfarið, þá var það von okkar er hann þekktum, að honum entist lengur lif, en þar sannast hið fornkveðna að enginn ræður sinum næturstað. Erlingur var Jæddur á ísafirði 21. april 1921, sonur hjónanna Þorgerðar Bogadóttur og Guð- mundar Péturssonar kaupmanns þar. Á Isafirði ólst Erlingur upp, hann stundaði nám við héraðs- skólann í Reykholti en siðan við iðnskólann á ísafirði og í Reykja- vik þar sem hann hafði hafið nám i húsgagnasmíði hjá þeim Magnúsi bróður sinum og Hallgrími Péturssyni bygginga- Framhald á bls. 19 Viðþéttum þjónustunetið Minning: Erlingur Guðmundsson húsgagnasmiðameistari Deyr fé deyja frændur deyr sjálfur ið sama en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur I dag er kvaddur i hinsta sinni elskulegur frændi okkar og vinur. Erlingur varð bráðkvaddur laug- ardaginn 4. júní s.l. Ekki er hægt að segja að andlát hans hafi kom- ið okkur á óvart, því hann hafði átt við vanheilsu að striða nokkur undanfarin ár. Erlingur var mikill íþróttamað- ur á yngri árum, hann var nátt- úrudýrkandi og hafði sérstaka ánægju af að fara í veiðiferðir og stunda útilif. Hann var mikill vinnumaður og með frábærum dugnaði kom hann sér upp fall- egri íbúð að Kópavogsbraut 74 í Kópavogi. Þar leið Erlingi vel. Hann hafði ánægju af húsinu og þó sérstaklega garðinum, sem hann vann við í öilum frítimum sínum. Má með senni segja ð garð- urinn hafi vakið eftirtekt þeirra sem framhjá fóru. Á síðasta ári seldi Erlingur eign sína i Kópa- voginum og fluttsit hann þá að Krummahólum 4. Tók hann það sér mjög nærri að yfirgefa íbúð sína, garðinn og ekki síst góða vini er í húsinu bjuggu. Erlingur, bróðir hans og bróð- ursynir höfðu nýlega keypt sum- arbústaðaland. Hlakkaði hann til sumarsins og starfans við áð byggja sumarbústað og einnig við að rækta jörðina. Var hann ein- mitt að gróður setja þar, þegar kallið kom skyndilega. Erlingur lærði húsgagnasmíði og vann við það starf, þar til hann fyrir ári síðan varð að leggja nið- ur vinnu vegna heilsubrests. Um Erling er hægt að segja, að hann var þúsundþjalasmiður. Vakandi fyrir öllum nýjungum og kom oft fram með sínar eigin hugmyndir um tæki til að auðvelda vinnu. Erlingur kvæntist aldrei og var barnlaus. En hann var mjög barn- góður og hændust mörg börn að honum. Ekki er það orðum aukið að segja að líf hans hafi einkennst af fórnfýsi og hjálpsemi. Alltaf var hann reiðubúinn að rétta fram hjálparhönd hvort sem um var að ræða skylda eða vanda- lausa. Við eigum honum margt að þakka því vart var hægt að hugsa sér betri frænda og vin. Erlingur var rólegur maður og lét sjaldan tilfinningar sínar í ljós. En við sem þekktum hann bezt vissum að hann var viðkvæm- úr maður. Við viljum með þessum fátæk- legu orðum kveðja elskulegan og góðan vin. Ef líf er eftir þetta líf erum við viss um að vel verður tekið á móti honum, því hann lifði sannarlega samkvæmt kenning- um frelsarans. Við biðjum algóðan. Guð að styrkja aldraða móður hans og systkin. En við getum húggað okkur við það að minningin um góðan dreng lifir í brjóstum okk- ar allra. Friður sé með Erlingi á hans nýju braut. Bróðursynir og fjölskyldur. In memorian. Með örfáum fátæklegum orðum langar mig að minnast Erlings Guðmundssonar, föðurbróður míns, sem lést 4. júní síðastliðinn. Er ég renni huganum til baka yfir samrerustundir okkar, gnæf- ir eitt hæst; það kemur aftur og aftur, yfirskyggir allt annað — það hversu sannur og góður mað- ur hann var. Sjaldan, eða aldrei, hef ég kynnst sliku góðmenni. Hlýja, hlédrægni, hjálpsemi og glettni voru ríkustu þættirnir í skapgerð hans. Árum saman átti hann við mik- ið heilsuleysi að stríða. Ekki bar hann það utan á sér eða kvartaði og mun þó oft hafa þrengt mikið að honum. Eitt atvik langar mig að taka hér með, það lýsir frænda mínum betur en langar orðræður. Fyrir tveimur árum var föður hans, Guðmundi Péturssyni, fylgt til grafar. Erlingur var meðal þeirra er bera skyldu kistuna síð- asta spölinn. Allt í einu leit hann upp og sá að fleiri stóðu hjá, sem gjarnan hefðu viljað votta föður hans virðingu sína með því að bera kistuna. Síðan sté hann þegj-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.