Morgunblaðið - 11.06.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.06.1977, Blaðsíða 1
 128. tbl. 64. árg. LAUGARDAGUR 11. JUNÍ 1977. Prentsmiðja Morgunblaðsins. Amin herðir taugastríðið Einn hryðjuverkamannanna sem halda rúmlega 50 manns f gfslingu f járnbrautarlest sfcammt frá bænum Assen f Norður-Hollandi klifrar upp á lestina af ókunnum ástæðum og félagi hans horfir á. Óttast að umsátríð endi með blóðbaði Assen. lO.júní. Reuter. ÓTTAZT er að umsátrin f Hol- landi endi með blóðbaði þar sem önnur tilraun milli- göngumanna til að fá hermd- arverkamennina frá Suður- Mólukkaeyjum til að sleppa gíslnm sfnum hefur farið út um þúfur. Meiri llkur eru á þvt en áður að stjórnin beiti valdi, ef alltannað bregst, til að bjarga gíslunum f járnbrautarlest- inni, 51 að tölu Farþegarnir I lestinni og fjórir kennarar I barnaskólanum I Bovensmilde hafa verið i gíslingu í 1 9 daga Frá þvi var skýrt að hollenzka stjórn- in hefði vlsað á bug beiðni frá ættingj- um gíslanna I lestinni um að þeir yrðu hafðir með I ráðum áður en árás yrði gerðá lestina. Opinber talsmaður sagði að ættingj- unum hefði verið sagt að stjórnin væri ekki siður áhyggjufull en þeir, en úti- loka yrði allar 'ahyggjur ef taka þyrfti nauðsynlegar ákvarðanir. Wilhelm de Gaay Fortman innan- rikisráðherra sagði I viðtali við Amster- dam-blaðið De Volkskrant að finna yrði lausn innan ramma laganna og sú lausn yrði að ganga fyrir lifum gísl- anna Opinberir talsmenn segja þó að þótt stjórnin sé orðin óþolinmóð sé það þó ennþá meginmarkmið hennar að 'fyggja öryggi fanganna. Þótt sáttartilraunin i gær hafi farið út um þúfur leggur stjórnin áherzlu á að viðræðum við hermdarverkamennina sé haldið áfram. Geðlæknirinn Dick Mulder, aðalsamningamaður stjórnar- innar, talaði við hermdarverkamennina i stma i dag Nairobi, 10 júnt AP Reuter. TAUGASTRÍÐ Idi Amins Ugandaforseta og Breta harðnaði f dag pegar útvarpið f Kampala tilkynnti að Breti hefði verið handtekinn fyrir njósnir og að hann yrði líf- látinri f næstu viku ef hann yrði fundinn sekur. j kvöld tilkynnti Uganda- útvarpið að brezkum þegnum i Uganda hefði verið bannað að safnast saman eða ferðast saman fleiri en þrír í hóp. Þeii sem virða ekki bannið verða tafarlaust handteknir og færðir í næsta fangelsi, sagði útvarpið. Jafnframt fóru yfirvöld í Uganda þess á leit við franska sendiráðið í Kampala í dag að það hætti að gæta hagsmuna Breta i landinu eins og það hefur gert síðan stjórnmála sambandi Bretlands og Uganda var slitið, þar sem brezkir þegnar hefðu notað sendiráðið til undirróðurs starfsemi gegn Uganda. Fyrr í dag gagnrýndi Amin tvo sam- veldisleiðtoga. Kenneth Kaunda Zambiuforseta, sem hann kallaði ..mál- plpu heimsvaldasinna'' og Shridath Ramphal, framkvæmdastjóra sam- valdsins, sem hann kallaði ..litilsigldan mann ". Amin hrósaði einnig Rússum ( dag fyrir hjálp sem þeir hefðu veitt frelsis- hreyfingum og sagði Ugandahermönn- um sem eru nýkomnir frá Sovétrikjun- um þar sem þeir hafa fengið sérþjálfun að það sem þeir heyrðu sagt í Araba- og Afríkulöndum um Sovétrikin væri hreinn áróður. Útvarpið kallaði Bretann sem hefur verið ákærður fyrir njósnir aðeins „Cullen', en heimildir i Kampala herma að hér sé um að ræða Bob Scanlon. verkstjóra hjá Cooper Motor- fynrtækinu i Kampala Hann mun hafa verið handtekinn á fimmtudaginn Heimildir herma að Scanlon hafi verið einn fjögurra Breta sem báru Amin á stóli til veizlu undir beru lofti 1975, en mynd af atburðinum vakti heimsathygli Seinna var Scanlon i hópi Breta sem sóru Amin hollustueið krjúpandi á hnjánum og fengu borg- ararétt í Uganda samkvæmt heimildun- um Utvarpið segir að Bretínn sem það kallar Cullen sé hafður i haldi i af- skekktu héraði og að hann hafi verið sviptur störfum h|á Cooper Motor- Framhald á bls. 20. Rhódesíumenn ráðast aftur yfir landamæri Salisbury, 10 júni. Reuter RHÓDESÍSKAR liðssveitir hafa gert aðra árás á skæru- Bardagar milli Palestínumanna Beirút, 10júni Reuter, ÁNDSTÆÐAR fylkingar palestfnskra skœruliða voru I viSbragSsstóSu I dag eftir bardaga nálægt hafnarborg- inni Tyrus ( SuSur-Lfbanon og leið togar þeirra reyndu að koma i veg fyrir nýja bardaga. Skæruliðar eru við öllu búnir I stöSvum sfnum i hæSum fyrir ofan þjóðveginn meðfram ströndinni um sex ktlómetra frá hafnarborginni. Óttazt er að vlðtækir bardagar blossi upp ef leiðtogum tekst ekki að setja niður deilumar. Þær eru milli Saiqa- skæruliða, erfylgja Sýrlendingum að málum, og skæruliSa sem hafna öll- um undanslætti. Enn hefur enginn árangur náðst I tilraunum til að jafna deilurnar sem snúast um það hvort Saiqa- skæruliðum skuli leyft að sækja inn f Tyrus sem er 20 km frá fsraelsku landamærunum. Þar með óttast Saiqa- skæruliðar að andstæðingar þeirra nái yfirráðum yfir siðustu birgðaleiðinni sem er algerlega á valdi Palestlnu- manna i Suður-Ltbanon. Slðustu bardagarnir brutust út þegar runninn var út frestur sem Saiqa- skæruliðar settu andstæðingunum er þeir sögðust ætla að sækja inn I Tyrus. Sumir telja að Sýrlendingar vilji auka Itök sin á þessu sviði og setja alla Fjlestlnumenn undir sina stjórn. Jafnframt þvi sem spennan jókst við Tyrus i dag gerðu israelsmenn stór- skotaárás yfir landamærin og ollu tjóni á plantekrum skammt frá markaðs- bænum Nabatiyeh, en manntjón varð ekkert. liðarbúðir i Mozambique skammt frá landamærunum að því er tilkynnt var opinber- lega í dag. Árásin var gerð vegna upp- lýsinga sem fengust í nokkr- um árásum er voru gerðar f síðustu viku á fjórar skæru- liðabúðir. í þeim aðgerðum voru 32 uppreisnarmenn felldir og nokkrar lestir af hergögnum teknar herfangi. Fámennur hópur skæruliða flúði þegar rhódesískir her- menn nálguðust búðirnar i siðustu árásinni og skildu eft- ir vopn sín og annan búnað. Rhódesisku hermennirnir tóku her- fangi nokkrar jarðsprengjur, eldflauga- skotpalla, sprengjur og skotfæri i sið- ustu árásinni að þvi er sagði i opinbem tilkynningu Ekki var minnzt á mann- fall. Siðustu rhódesisku hermennirnir sem tóku þátt i fyrri árásarleiðöngrum I Mozambique komu aftur á laugardag. Seinasta árásin sem nú hefur verið sagt frá var gerðfyrr i þessari viku Fréttastofan í Mozambique sagði í dag að a.m.k. 15 Rhódesiuhermenn hefðu fallið 31 mai þegar herlið Mozambiquestjórnar hefði skotið i loft upp rhódesiska flutningaflugvél i flug- taki I Mapai sem var um tima á valdi Rhódesiumanna. Fréttastofan sagði að Rhódesiumenn hefðu misst 22 menn fallna i árásinni. Á samveldisráðstefnunni í London Framhald á bls. 20. Óeirðir hafnar í Soweto Jóhannesarborg. 10 júnl Reuter TIL ÓEIRÐA kom f Soweto, út- hverfi Jóhannesarborgar, I dag. Segir lögreglan, að um 1000 unglingar hafi tekið þátt f erjun- um, sem upp komu á mörgum stöðum. Ráðizt var á tvo flutn- ingabfla. Var farmi beggja rænt og kveikt I öSrum þeirra. ÓstaSfestar heimildir herma, aS lögreglan hafi beitt skotvopn- um til aS bæla niSur óeirSir, en yfirmaSur götulögregíunnar vfsar þeim fregnum á bug. og segir, aS lögreglan haf i haldiS valdbeitingu f algjöru lágmarki. Eftir viku er ár liðið frá þvi að óeirðirnar miklu hófust í blökku- mannabænum Soweto. og verður nú vart vaxandi ókyrrðar þar Hafa stúdentar boðað að blóðbaðsins verði minnzt í tvo daga 1 6 og 1 7. júní, en þá létu um 500 manns lífið I átökum. Stúdentar söfnuðust saman fyrir utan skóla I hverfum hvltra manna i Jóhannesarborg í dag. svo og í Soweto, að þvi er lögreglan segir Voru bifreiðar I eigu hins opinbera grýttar, en stúdentahóparnir dreifð- ust er lögreglan kom á vettvang Fimm Bandarikjamenn voru handteknir i Soweto t dag Var ástæðan sú, að þeir höfðu ekki fengið leyfi yfirvalda til að koma i hverfið, að þvi er lögreglan segir Var þeim sleppt eftir nokkra stund Einn þeirra var sendiráðsstarfsmað- ur. sem var I fylgd með Michael Harper, sem er skáld pg prófessor. Harper er blökkumaður og var að koma frá því að lesa Ijóð i skóla einum I Soweto er hann var hand- tekinn, en ferð hans til Suður- Afriku er á vegum bandariska utan- rlkisráðuneytisins Portúgali tekinn í Luanda London, 10 júni Reuter. FYRRVERANDI portúgalskur ráS- herra, Jose Ignacio de Costa Mar- tins, hefur verið handtekinn I Angola. sakaður um að hafa tekið beinan þátt I tilrauninni sem var gerð fyrir hálfum mánuði til að steypa Agostinho Neto forseta af stóli aS sögn angólsku fréttastofunn- ar Angop. Costa Martins er 39 ára gamall, fyrrverandi majór úr portúgalska flughernum, og starfaSi sem ráðu nautur i verkamálaráSuneytinu i Luanda. Hann var verkamálaráS- herra Portúgals 1974—75. Margir aðrir Portúgalar haft venð handteknir samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofunnar. þará meðal kvenritari i skrifstofu Netos forseta Angop segir að Portúgalarnir hafi tekið virkan þátt I samsæri afturhalds- manna undir forystu Nito Alves. fyrr- verandi innanríkisráðherra. sem ekki er vitað hvar er. Costa Martins var ráðherra I vinstri- stjórn Vasco Goncalves hershöfðingja og var rekinn úr flughernum i desem- ber 1975 þegar hann neitaði að gefast upp eftir misheppnaða uppreisn vinstrisinna Hann fór til Angola þar sem hann barðist I borgarastríðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.